Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 20

Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 20
Morgmrúmpm Daghópur Kvöldhópar Barnagæsla Fataverslunin Frikki og Dýrið, sem rekin er af kaffíbarseigendunum Friðriki Weisshappel og Dýrleifu Ýri Örlygsdóttur, hefur ffá því hún var opnuð í sumar verið einhver vin- sælasta búðin í henni í Reykjavík sem verslar með gömul föt eða svokallaðan „second hand“-fatnað. í kjölfarið spruttu upp ýmsar verslanir með slíkan fatnað, þar á meðal verslunin 17, sem fór að selja notaðan fatnað í bland við þann nýja. Tíska þessi þykir enda við hæfi á krepputímum sem þessum. Nú ætla hins vegar Friðrik og Dýrleif að venda kvæði sínu í kross og hætta að kaupa inn gömul föt ffá Amsterdam. I stað þess hyggjast þau hefja sölu á nýjum fatnaði ffá ungum breskum hönnuðum, ekki síst djörfum samkvæmis- fatnaði... Enn er ekki lokið stríði eigenda Litlu-Ítalíu við þá sem nú reka Barrokk þrátt fýrir að þeim hafi tekist að losa sig undan rekstrinum. Eins og fólki ætti nú að vera orðið kunn- ugt um vildu Italirnir út úr Barrokk eftir að upp komst um hávaðamengum sem nærliggjandi íbúðareigend- ur hafa enn ekki sætt sig við. En stríðið teygir anga sína víðar. Síðast þegar fféttist höfðu forsvarsmenn Litlu-Ítalíu sótt um endur- nýjun á vínveitingaleyfi ein- göngu til handa eigin stað, en hingað til hafa öll leyfi verið sameiginleg á Barrokk og Litlu-Ítalíu. Eldhúsið er sameiginlegt auk þess sem veitingaleyfið er í gildi fýrir báða staðina til ársins 1997. Þessu una Barrokk-menn ekki og leggja til að settur verði veggur effir endilöngu eldhúsinu ef ffam heldur sem horfir. Ef það verður gert eftir kúnstarinnar regl- um þýðir það að Barrokk- megin verður öll starfs- mannaaðstaðan auk upp- vasksins, en á svæði Litlu- Ítalíu eingöngu eldunarað- staða. Sýnt þykir að veit- ingamennirnir á Litlu-Italíu missi leyfið ef svo fer, því varla verður samþykkt að uppvaskið fari ffam í veit- ingasalnum... AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAV K S. 689868 fitubrennslu- námskeið Hefst 7. mars. Það er ekki að ástæðulausu að námskeiðin okkar hafa verið fullbókuð frá upphafi! Innifalið í námskeiði: w-----íitumæling og vigtun • ---þjálfun 3-5x í viku • ---uppskriftabæklingur m/léttu fæði #—.... mappa með fróðleik og upplýsingum • ---matardagbók • ---fræðsla og aðhald • ---5 heppnar og samviskusamar frá frítt þriggja mánaða kort VIÐ HLUST- UM ALLAN SÓLAR- HRINGINN 643090 Sjöundi himlnn

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.