Pressan - 10.03.1994, Side 12

Pressan - 10.03.1994, Side 12
Að myrða óttann VORULYFTAN HAROLD PINTER ÍSLENSKA LEIKHÚSIÐ ★★★★ Hvað erum við eiginlega að flækjast á þessari jarð- kringlu? Er lífið eitthvað annað og meira en endalaus bið eftir einhverjum Godot sem á að útskýra fyrir okkur tilgang okkar og hlutverk? Hver stjórnar þessu fáránleikaleikhúsi sem við lifúm og hrærumst í og köllum daglegan veruleika? Hver stendur á bak við skipanirnar að ofan sem stjórna öllu okkar lífi? Hver skipar í hlut- verkin? Og hvaðan í ósköpunum kemur þessi innihaldslausi texti sem við tönnlumst á ár út og ár inn og köllum samræður? Erum við ekki öll lokuð inni í aflóga eldhúsi þar sem ekkert virkar nema vöru- lyftan sem færir okkur óskiljanleg skilaboð og pantanir að ofan? Lok- uð inni með ótta okkar og hug- leysi, grimmd og vanmátt og óviss- una um það hvert raunverulegt hlutverk okkar sé? Þessar og þvílíkar spurningar vakna á sýningu íslenska leikhúss- ins á Vörulyftu Pinters í Hinu hús- inu. Vakna og ásækja mann en er ekki svarað. Því Pinter er ekki maður predikana og landsföður- legra ábendinga. Hann bara tekur manneskjuna í allri sinni nekt og stillir henni upp á sviðið og lætur okkur eftir að dæma um það hver hún er og hvert hún er að fara. Og hún er bara venjuleg manneskja, án takmarks og tilgangs, áttaviUt og ringluð í leit sinni að réttu hlut- verki. Að merkingu og dýpt og til- gangi. Þeir Ben og Gus í Vörulyftunni eru ekki stórir kallar. Þó eiga þeir sér hlutverk í lífinu. Það hlutverk að vera til taks og framkvæma það sem Herranum þóknast að láta þá gera í það og það skiptið. Þeir eru ósýnilegir ferðalangar á stöðugum flækingi ffá borg til borgar og mega ekki einu sinni vera að því að skreppa á völlinn. Þeir hafa starfað saman í mörg ár og þykjast þekkja hvor annan út og inn, en eru þó í órafjarlægð hvor ffá öðrum og þora ekki að nálgast af ótta við að uppljóstra veikleikum sjálfra sín. V. :v m b, I L E I K H Ú S « J rnmnn# BEIMOIMÝS Eða kannski þeir séu einn og hinn sami, tvær hliðar á sama peningi þar sem hvorug hliðin vill af hinni vita. Það skiptir ekki öllu máli hverjir þeir eru, þeir eru táknmynd okkar allra, þín og mín og allra hinna sem höldum dauðahaldi í okkar hlutverk, þótt við vitum í raun ekkert um það hver þau eru. Það hafa verið skrifaðar ófáir doðrantar um texta Pinters, merk- ingu hans og óræðni, tengsl við leikhús fáránleikans, dulda merk- ingu o.s.ffv. o.s.ffv. En mér per- sónulega finnst mesta affek hans sem textasmiðs vera það hve ná- tengdur textinn er persónunni sem túlkar hann. Það skiptir öllu ~ hvernig með hann er farið. Og þagnirnar og það sem ósagt er skiptir jaftivel meira máli en það sem sagt er. Og túlkunin komin „Þeir Þórar- inn EyJjörð og Halldór Björnsson eiga undir stjórn Péturs Einarssonar sannkallaðan stjörnuleik í þessum hlut- verkum. “ undir skilningi hvers og eins. Og tengist alltaf beint í æð því hráa og ólokna við það að vera manneskja. Og hittir mann beint í hjartað. Einkum í eins ffábærri túlkun og getur að líta í Hinu húsinu þessa dagana. Þeir Þórarinn Ey- fjörð og Halldór Björnsson eiga undir stjóm Péturs Einarssonar sannkallaðan stjörnuleik í þessum hlutverkum. Það er hrein unun að sjá svona vinnu. Og þótt þeir spili óspart á hláturtaugar áhorfenda er undirtónninn dimmur. Óttinn og öryggisleysið allsráðandi og heltek- ur áhorfendur líka vegna hinnar miklu nálægðar. Og maður sam- samar sig persónunum og skilur svo vel að það er engin önnur út- leið en að myrða óttann. Verst hvað hann gengur hastarlega aftur, eða hvað? Umgjörð sýningarinnar er ein- stök. Leikmyndin er nánast fyrir hendi í þessu yfirgeffia eldhúsi, en Gunnar Borgarsson hefur af hug- viti bætt því við hana sem á vantar. Lýsing Sigurðar Guðmundssonar eykur á áhrifin og spennuna og hljóðmynd Hilmars Arnar rammar sýninguna inn, svo að hvergi sér hnökra. Og maður stendur upp dasaður og stjarfur og hugsar bara vááááá, svona á að leika Pinter. Gleðisnauðir gleðigiafar GLEÐIGJAFARNIR NEILSIMON LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR ★★ Það er gömul klisja að þeir sem hafa atvinnu af því að skemmta fólki séu allra manna fúllyndastir og leiðinlegastir heima fýrir. Og ekki eru þeir Alli og Villi í leikriti Neils Simon neinir sólskinsdrengir heim að sækja. Villi býr einn í eins herbergis íbúð og hefur lítið við að vera annað en svara sjónvarpsröddunum og agn- úast út í ónýtan afruglara. Alli býr í kjallaraherbergi hjá dóttur sinni í Hveragerði, og þykist sáttur við sitt hlutskipti, en ólgar þó af þver- móðsku undir niðri. Þessir heið- ursmenn voru á yngri árum vin- sælustu skemmtikraftar landsins og störfuðu saman hátt í hálfa öld. En nú eru þeir flestum gleymdir, bitrir og einmana. Þegar bróðursonur Villa kemur því til leiðar að þeir eru beðnir um að koma ffam í skemmtjþætti um sögu gamanleik- listar á Islandi neyðast þeir til að hittast og tala saman, þótt þeir hafi „Það á margur eftir að hlceja hjartanlega í Borg- arleikhúsinu, en án þeirra Bessa ogÁrna er ég hrædd um að sýningin yrði ansi snautleg. “ að fullu skilið að skiptum fýrir ell- efu árum. Þeir endurfundir verða ekki sérlega gleðiríkir, en þrátt fýrir allt nöldrið og skítkastið eru þeir þó hvor öðrum háðir og geta að lokum mæst í heimi minninganna sem enginn á lengur nema þeir tveir. Neil Simon hefur hér í höndun- um ffábært efúi í grátbroslegan gleðileik með harmrænu ívafi, en heldur þótti mér halla á harmræna þáttinn í sýningu Leikfélagsins á verkinu. Öll áhersla lá á húmorn- um, sem vissulega er góður, svo að sá mannlegi harmleikur sem verkið í raun og veru fjallar um fór fýrir ofan garð og neðan og verkið missti töluvert af dýpt sinni. Leik- stjórinn og þýðandinn Gísli Rúnar Jónsson heftir valið þá leið að láta hið grátlega skína í gegnum hlátur- inn, en hláturinn verður of fýrir- ferðarmikill og kæfir grátinn. Kannski bara gott mál, því hver þarfnast gráts á þessum krepputím- um? Flestir fá sjálfsagt nóg af hon- um á öðrum vettvangi og eru guðs fegnir að losna við hann í leikhús- inu. En ég held samt að meiri áhersla á harmleikinn hefði magn- að gleðina og gert hláturinn dýpri en ella. Þýðing Gísla Rúnars og heim- færsla upp á íslenskan veruleika hefur tekist mjög vel. Þeir félagar Alli og Villi eru fýllilega trúverðugir sem íslenskir leikarar ffá tímum revíanna, enda mjög vel túlkaðir af þeim snillingum Bessa Bjarnasyni og Árna Tryggvasyni. Raunar eru þeir orðnir slíkir gleðigjafar í hug- um íslenskra áhorfenda að það eitt að sjá þá á sviðinu vekur ósjálffátt hlátur. Það er því ekki auðvelt hlut- skipti fýrir Guðmund Ólafsson að vera sá eini af öðrum leikurum í sýningunni sem hefúr hlutverk sem eitthvað mæðir á I samleik við þá félaga. Enda er samanburðurinn honum mjög í óhag og veldur því að þótt hann geri ýmsa góða hluti virkar hann stífur og ósannfærandi í hlutverki Benna bróðursonar og umboðsmanns. Öll önnur hlutverk eru bara skissur og krefjast ekki mikillar túlkunar, en þau Steindór Hjör- leifsson, Pétur Einarsson, Ellert A. Ingimundarson, Björk Jakobsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir teikna öll heiUega mynd úr skissunum og gera þessar persónur lifandi. Og Hemmi Gunn er náttúrulega auð- vitað bara Hemmi Gunn, enda í hlutverki sjálfs sín. Leikmynd Steinþórs Sigurðsson- ar er hefðbundin stofudramaleik- mynd og meira að segja mjög ná- kvæmnisleg sem slík. Það er heil íbúð á sviðinu, með öllu því sem einni íbúð fýlgir, jafúvel I minnstu smáatriðum. Búningar hans eru líka raunsæislegir og venjulegir, nema í leikþætti þeirra Alla og Villa í sjónvarpsþættinum, þar sem þeir eru óþarflega ýktir og stílfærðir (læknir í trúðsgervi, til hvers?). Lýs- ing Elfars Bjarnasonar er að sama skapi raunsæisleg og venjuleg og bætir hvorki við né dregur ffá, hún bara er. Það er sem sé boðið upp á ágætis afþreyingu í Borgarleikhúsinu þessi kvöldin og ekki að efa að þar á margur effir að hlæja hjartanlega, en án þeirra Bessa og Árna er ég hrædd um að sýningin yrði ansi snautleg. Islensk grafík kemur ekki á óvart FÉLAGIÐ ÍSLENSK GRAFÍK, NOR- RÆNA HÚSINU RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, KJARVALSSTÖÐUM í stuttu máli: Ládeyða í grafíklist um þessar mund- ir, með mikilvægum und- antekningum: Ragnheiður Jónsdóttir. I'* Norræna húsinu hefúr félags- skapur grafíklistamanna, ís- lensk grafík, sett upp sýningu á verkum félagsmanna í tilefni af því að félagið var stofnað fýrir tuttugu og fimm árum, 1969. Félagið heftir aðallega fengist við að sjá um sýn- ingar, einkum á verkum félags- manna, bæði hér á landi og annars staðar. Það hefur einnig reynt að kynna landsmönnum grafíklistina með útgáfu kynningarrita og með grafikmöppum. Nú stendur loks til að félagið komi sér upp grafíkverk- stæði í húsnæði við Tryggvagötu. Þetta er augljóslega mjög brýnt verkefúi ef grafíklist á að vaxa og dafna hér á landi, því félagsmenn eru orðnir 51 talsins og það er eng- in leið að hver einasti maður geti komið sér upp fúllkomnu verk- stæði á eigin spýtur. Svo má ekki gleyma þeim fjölmörgu listamönn- um, einkum málurum, sem vinna stöku sinnum grafíkmyndir ef tækifæri gefst til. Grafik átti mjög upp á pallborð- ið hjá almenningi um skeið, fýrir svona tíu til fimmtán árum, en hvort það var beinlínis fýrir áhrif grafikfélagsins er erfitt að segja. En þessi áhugi kemur ekki á óvart af öðrum ástæðum. Það hefúr aUtaf verið hefð hjá íslendingum að kaupa listaverk fýrir heimilið og grafík kom inn í myndina þegar landsmenn stóðu frammi fyrir ótölulegum fjölda auðra, hvítmál- aðra veggja, eftir hamslausa bygg- ingarástríðu landsmanna. Grafík- listamenn buðu upp á tiltölulega ódýra, fjöldaframleidda „orginala“, sem voru hæfilega nýtískulegir og mátulega stórir í sniðum. Grafíkin kom mönnum fýrir sjónir sem mjög lýðræðislegt listform, sem gaf flestum tækifæri til að eignast sína litlu hlutdeild í listrænum auði þjóðarinnar. Og fýrir þá fjölmörgu listkaupendur sem voru ekki aHt of vissir í sinni sök í listrænum efúum virtist grafik nokkuð örugg fjárfest- ing, því hún krefst tæknilegrar kunnáttu, leikni og endalausrar þolinmæði. Nú hefur þessi áhugi dvínað eitt- hvað og það er heldur ekki sami krafturinn og sjálfstraustið hjá grafílunönnum sýnist mér. Sýning- in í Norræna húsinu hefur a.m.k. ekki að geyma óvænt undrunarefni og eitthvað skortir á listræna end- urnýjun. Grafiklistamenn eru að fást við svipuð mótíf, hugmyndir og aðferðir og lengi hafa tíðkast. Það er töluvert um expressjónísk vinnubrögð; rispur, krot og æða- berar tijáplöntur að hætti Munchs, en smágerðar og vandasamar mezzotintur og ætingar höfða síð- ur til listamannanna. Ýmislegt er þó ágætlega gert. Sigrid Valtingojer er með þrjár vetrarmyndir í blá- grænum skammdegistónum unnar með ætingar- og akvatintuaðferð. Það bregður fýrir malerískum til- þrifúm hjá Ingiberg Magnússyni og Valgerði Hauksdóttur. Dröfti Friðfinnsdóttir er með athyglis- verðustu grafiklistamönnum okkar um þessar mundir. Dröfú sýnir tvær myndir, unnar með djúpum litum á tréplötur, dulúðugar og myrkar sálarsýnir. Sýningin veitir ekki heildaryfirlit yfir grafik hér á landi, það vantar nokkra sem hafa verið drjúgir á þessu sviði og má þar nefna t.d. Daða Guðbjörnsson. Ljósmynda- tæknin er líka víðsfjarri á sýning- unni, en það er töluvert um að grafíklistamenn hafi sameinað ljós- myndatækni og grafíktækni í myndum sínum. Meðal íslenskra listamanna sem hafa unnið á þessu sviði má nefna t.d. Börk Árnason og Magnús Kjartansson. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á Ragnheiði Jónsdóttur, því nú stendur yfir sýning á kola- teikningum hennar á Kjarvalsstöð- um. Ragnheiður ætti að vera flest- um landsmönnum að góðu kunn fýrir grafíklist sína, en hún er að- eins með eina mynd á sýningu grafíkfélagsins, úr seríu sem hún byggði á Völuspá. Þar sést vel hvernig hún notfærir sér til hins ýtrasta möguleika tækninnar án þess að myndin fái aHtof grafík- myndalegt útlit; tæknin hverfúr inn í myndina. Kolateikningar Ragnheiðar á Kjarvalsstöðum koma í rökréttu ffamhaldi af þessari seríu og þar er eins og hún hafi fúndið einhvern neista sem hefur virldlega kveikt sköpunarákafa hennar. Hún velur sér stórt format — einn og hálfur sinnum tveir tH þrír metrar — og hún æðir um flötinn eins og eldi- brandur. Maður finnur þó vel fýrir hinni öguðu sjálfsstjórn sem hún hefúr tamið sér í grafíkinni. Mynd- irnar hafa fótógrafi'skt yfirbragð grófkornaðra ljósmynda þar sem sköpuð er dýpt með því að hafa suma hluta myndarinnar úr fókus. Þetta gerir myndimar ókyrrar og það er engin skýr tilfinning fýrir yfirborði eða föstum massa. Öll Nafnlaus kolateikning eftir Ragnheiði Jónsdóttur. verkin em án titils og það er erfitt að henda reiður á hvort þær eru af einhverju sérstöku, en það er hægt að láta sér detta í hug mosagróður, og kvikan í myndunum gæti leitt ímyndunaraflið að míkróskópísku plasmaflæði. Það er ánægjulegt að sjá þessa vönduðu grafiklistakonu sýna svo afdráttarlaus tilþrif í svart- listinni. 12B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 10. MARS 1994

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.