Pressan - 10.03.1994, Blaðsíða 16

Pressan - 10.03.1994, Blaðsíða 16
I SIGFRIÐ verja og Mexíkóbúa og að makar hjartasjúklinga, sem vildu koma þeim íyrir kattarnef, gætu einfald- lega sett tuttugu lárviðarlauf út í kjötsúpuna! En í guðanna bænum t a k i ð Nautnin mín... ... er að sjá fólk ánœgt, sjá það dafna og ná árangri. Og örlítið bros á eftir. Magnús Scheving, Evrópumeistari í þolfimi Manhattan í minningu ótal unaðs- stunda Eg kaupi alltaf Dillons-gin og Tindavodka fremur en dýru erlendu tegundirnar, því mér finnst þetta alveg jafn- gott og talsvert ódýrara. Það gildir hjá mér íslenskt — já, takk! Ég fæ mér oftast gin og tónik og þá með lime — ekki sí- trónu — fyrir mat eða sérrí; ég vandist sérríi fyrir mat og port- víni eftir mat á meðan ég var í Oxford. Þegar ég kem heim þreyttur eftir langan vinnudag fæ ég mér stundum Manhattan í minningu ótal unaðsstunda í Stóra eplinu; minn Manhattan er viskí og sætur martini til helm- inga, þrumudrykkur. Annars er mitt eftirlætisrauðvín Chateau Cantenac Brown; það kenndi vinur minn Pétur Björnsson í Víf- ilfelli mér að meta. Eftirlætis- hvítvínið mitt er hins vegar Pul- igny Montrachet; ég fékk það fyrst þegar ég var á ferðalagi í París ásamt núverandi útgef- anda PfíESSUNNAfí. Friðriki Friðrikssyni, á þeim fræga stað Fouchet á Champs Élysées eða Ódáinsvöllum upp á íslensku. Ég skal fúslega játa að ég nota vín til að flýja erfiðleika og áhyggj- ur hversdagslífsins, en eins og Árni Pálsson prófessor sagði bjargar maður sér nú oft á flótta!" Ekki er saman að jafna barnum hans Hannesar og vínkjallara Jóns Ásbergssonar, sem í síðustu viku varð fyrstur manna til að sýna almenningi vínbirgðir heimilisins Chilipipar göfugur djöfullegur? Kynórar geta verið hættulegir Kynlíf er ekki bara kyn-líf. Burtséð frá athöfninni á kynlíf sér einnig stað í hugum manna (samkvæmt einhverjum rannsóknum hvarflar kynlíf sex sinnum á klukkustund að heilbrigðri manneskju). Hingað til hafa flestir haldið því fram að slíkir órar séu hættuminnsta kyn- lífið. í það minnsta sé hvorki hætta á smitsjúkdómum né óþarfa tilfinningaflækjum. Þetta stenst örugglega með smitsjúkdómana en hið síðarnefnda, tilfinningaflækjurnar, getur orðið jafnmagn- að; gildir þá einu hvort ástaleikirnir eru raunverulegir á hótel- herbergjum eða á milli eyrnanna á fólki. Flestir ættu einhvern tíma að hafa komist í kynni við forleik að ástarsambandi. Þótt forleikurinn geti verið býsna flókinn er hann óneitanlega eitt það skemmtilegasta í „ástarsambandinu", enda ímyndunaraflið aldrei ríkara; allt er eins rósrautt og hugs- ast getur. En ef til einskis þrýstings kemur frá þeim hrifna — hvað sosum það kann að hafa í för með sér — er líklegt að hug- urinn haldi áfram að vinna með sömu hugsanirnar, jafnvel þannig að á endanum verði það þráhyggja. „Hugsanir geta leitt til dauða — hafið því stjórn á hugsunum ykkar." Þótt margt kunni að vera til í þessari fleygu setningu stjómum við því ekki sem fer í gegnum huga okkar. Það er ein- mitt þess vegna sem hugarkynlíf er langt frá því að vera öruggt. Leggst þessi „sjúkdómur" einkum á þá sem þora ekki fyrir sitt litla líf að tjá sig og einnig þá sem ekki vilja koma róti á tilver- una og ekki síst þá sem eru sískrifandi ástarbréf sem þeir svo aldrei senda. Það er langur vegur frá því að hægt sé að líkja slíku hugar- ástandi við skemmtilegar fantasíur. Að fantasera er í raun sak- laust; draumórarnir flæða ómeðvitað um kollinn á manni, eru bundnir við stað og stund og geta því átt við fleiri en eina mann- eskju. Hitt ástandið á hins vegar við þegar viðkomandi leggur til atlögu við eina manneskju eingöngu og gerir hana að hluta lífs síns. Goðsögnin er sú að konur hafi frekar en karlmenn tilhneig- ingu til að tileinka hug sinn einum karlmanni. Það ætti að koma heim og saman við rannsóknir sem sýnt hafa fram á að kynferðis- leg fullnæging hjá konum er meira andleg en líkamleg. Fullnæg- ingin hjá sumum konum sé reyndar svo andleg að þær þurfi ekki annað en hugsa um kynlíf til að fá fullnægingu; andlegt kynlíf kvenna sé svo fullkomið að það geti kallað fram líkamleg við- brögð, hitastraum um allan líkamann. Karlmenn þurfi hins vegar alltaf líkamlega örvun, hvort sem það er frá sjálfum sér eða ein- hverjum öðrum. Þrátt fyrir slíka fullkomnun kvenna geta tilfinningarnar sem þær binda við einn mann í huganum orðið svo djúpar að þær geta orðið nánast óbærilegar. Þessu fylgir í senn spenna, grátur og hlátur, uppgjöf, klækir, væntumþykja og sorg og allt þar á milli. En að sama skapi afneitar manneskjan sér sem kyn- ^ veru. í raun mjög óöruggt kynlíf. ÉPQ Barinn hans Hannesar Menn vita e.t.v. ekki að chi- lipipar kemur frá Mexíkó og Perú en hvorki Evr- ""opubúar, Asíumenn né Indverjar höfðu barið hann augum fyrr en Kólumbus lagði leið sína til Mexí- kó. Heimildir eru til um chilipipar frá því fyrir 9.000 árum. Chilipipar er af capcium-plöntunni, sem er af kartöfluætt, oftast rauður nema hann sé seldur óþroskaður eða hálfþroskaður og er þá grænn og gulur. Hann er mjög misstór, allt frá 1 1/2 cm upp í eitt fet. Hann er allt frá því að vera mildur og sætur (paprika) til styrkleika sem brennir slímhúð. Fræ jurtarinnar eru heit- asti hluti hennar og þau eru oftast ‘"'tekin úr og mulin í duft. Chilipipar er ríkur að c-vítamíni. Hann er mest notaður í heitum löndum og verða menn fljótt ónæmir fyrir styrkleika hans. Börn á Indlandi og í Mexíkó eru snemma vanin á piparinn og gef- inn hann sem róandi lyf! Chili á að örva magasýrur og meltingu, hann framkallar svita og er sagður góð vörn gegn varúlfum og vampírum. ÞÓRISDÓTTIR þessar niðurstöður mínar með fyrirvara. Tilraunin var nú bara heimagerð og úrtakið ein manneskja! Súrsæt sósa Oftar en ekki finnst mér súrsætar sósur margra veit- ingahúsa minna meira á bráðnað- an ávaxtabrjóstsykur með tómat- sósu en góða sósu. Ég hef stúderað nokkuð margar kínverskar kokka- bækur og prófað ýmsar súrsætar sósur og miðla ég þeim hér með. Súrsæt sósa með nauta- eða svínakjöti 2 msk. kartöflumjöl, 1-2 msk. sojasósa, 300 ml nauta- eða kjúk- lingasoð úr soðkrafti, 2 msk. tóm- atpuré, 2-3 msk. rauðvínsedik (má vera meira eftir smekk), 2 tsk. hun- ang og/eða púðursykur eftir smekk og 4 msk. hnetu- eða sesamolía. Þessu er öllu hrært saman í skál. Gjarnan má bæta við sérrílögg. 2 stk. 'J i ^ smátt skornir chili- ávextir (fræin fjarlægð), 1 góður laukur smátt skorinn, heill hvítlaukur, pressaður og 1-2 msk. fersk, smátt söxuð engiferrót eru léttsteikt á pönnu og síðan bætt út í sósuna. Henni er svo hellt yfir kjötið þegar það er steikt í gegn og suðan rétt látin koma upp til að þykkja hana. Þessi uppskrift dugar fyrir allt að 700 g af gúllaskjöti. Súrsæt sósa með lifur 4 msk. vínedik, 3 msk. púður- sykur, 3 msk. appelsínusafi, 1 msk. tómatpuré, 1-2 msk. sojasósa, 1 msk. kartöflumjöl og lögg af sérríi. Smakkið til og bætið t.d. meira af ediki eða sykri ef þörf þykir. Þessi grunnur að sósu inniheldur ekkert soð, en þegar við höfum steikt lifr- ina bætum við örlidu vatni út á pönnuna og sjóðum hana í smá- tíma og bætum síðan sósunni út á og látum þykkna. Fyrir annað hrá- efiri má gjarnan bæta soði út í, t.d. fisksoði ef uppskriftin er notuð fýr- ir rækjur, eða kjúklingasoði fyr- ir kjöt. \&-\r .•• • ‘ZrZ' •• • i ' Æ - % Súrsæt sósa með rækjum og öðru sjávarfangi 1 msk. sojasósa, 2 msk. púður- sykur, 2 msk. matarolía, 2 msk. krydd- eða hvítvínsedik, 1/2 tsk. engiferduft, salt og pipar, 1 1/2 bolli ananasdjús og 2 msk. kart- öflumjöl, uppleyst í vatni. Hráefh- inu er blandað saman, rækjur, fisk- ur og grænmeti steikt á pönnu og sósunni hellt yfir í lokin og hún lát- in þykkna. Gjarna má breyta til og setja hér appelsínudjús í stað anan- assafa. í raun má prófa sig áfram með allar sósum- ar fýrir hvaða hrá- efhi sem er. Einnig má prófa að bragðbæta sósuupp- skriftirnar með Hoi sin- sósu og minnka þá allt magn af sykri og sojasósu. Hann var notaður til að hegna börnum hjá Aztekum, en þeir kveiktu þá í piparnum og héldu bömunum upp að reyknum! Með- al indíána Suður-Ameríku var pip- arinn notaður til að hegna ógifíum og óspjölluðum meyjum ef þær litu menn hým auga með því að troða honum í augu þeirra. Éf þær lögðust með mönnum var hegn- inginennverri... Forðum, þegar áhugi minn á áhrifum krydds og kryddjurta var að vakna, gerði ég nokkrar annar- legar tilraunir á sjálfri mér til að kanna bein áhrif og upplifanir. Ég gleypti þurrkaðan chili á fastandi maga og hálfsofnaði af værðartil- finningu en vakti mig með því að eta lárviðar- lauf og hjart- að tók rösk- lega við sér. Ég hafði nefnilega lesið ein- h v e r s staðar að á t í m u m Rómverja hefðu kokk- arnir sett búnt af lárviðarlaufúm út í kássurnar til að koma adr- enalíninu af stað áður en orrustur hófust. Niðurstaða tilrauna minna var sú að chilipiparinn væri orsök hægra hreyfinga og værðar Ind- 16B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 10. MARS 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.