Pressan - 10.03.1994, Síða 19
(
(
(
i
1 I
sjónvarpsþulu,
Hverjir voru hvar?
Tómas Andrés Tómasson stórvert eyddi svo
aö segja helginni á Kaffibar Frikka og Dýrsins,
því bæöi sást til hans þar á föstudags- og laug-
ardagskvöld. Þar var líka Gunnar Smári Egilsson
bæöi kvöldin. Á föstudagskvöldiö var hann síö-
hærður en á laugardagskvöld stutthærður. Eitt-
hvaö hefur því gengið á
millitíðinni. Á föstudags-
kvöldið voru líka þar að
skemmta sér Ásgeir Frið-
geirsson ritstjóri lceland
Rewiew, Guðmundur Andri
Thorsson rithöfundur, Jó-
hann Sigurðarson leikari,
yngismærin Heiðrún Anna
Björnsdóttir ungfrúferða-
heimureitthvað ásamt
Baltasar Kormáki, Hlynur Óskarsson kvik-
myndamógúll, Húbert Nói, Jón Óskar og Hulda Hákon, óútskrifaðir
ungleikarar í tugavís sem og útskrifaðir á uppleið. Á laugar-
dagskvöldið voru þar að sögn Árni Þórarins ritstjóri,
Halldór Halldórsson, Mörður Árna og Linda Vil-
hjálmsdóttir, Ásgeir Tómasson fréttamáður
á RÚV og Elín Albertsdóttir á DV, Ól-
afur Hauksson einn fyrsti opin-
beri frjálshyggjumaðurinn
á íslandi og svo mætti
lengi telja.
Ræktin í Frostaskjóli er greinilega að
svolítið trendí staður því si. sunnudag
þar Jón Ásbergsson framkvæmdastjóra Út-
flutningsráðs, Pálma Gestsson leik-
ara og Svölu Arnardóttur
öll á sama tíma.
í fimmbíó á sunnudag á kvikmyndinni Ir
the name of the father var m.a Jón Múli
Árnason útvarpsþulur og leikritaskáld
meiru og þarna var einnig María Maríus-
dóttir pródúsent á Stöð 2 og slatti af ungum
og ekki ungum ástföngnum pörum.
Morgunblaðsfólk hélt árshátíð sína á ekki
minni stað en í Hlégarði í Mosfellsbæ á laug-
ardagskvöldið. Á fimmtudaginn sást til Styrm-
is Gunnarssonar ritstjóra lauma sér inn til
Sævars Karls í Bankastræti. Flestir héldu að
hann væri að fata sig upp fyrir árshátíðina en
svo var ekki, því að venju létu ritstjórarnir sig
vanta. Þarna voru þó þau Agnes Bragadóttir,
Haraldur Sveinsson, Helgi Bjarnason, Hjört-
ur Gíslason, Sindri Freysson og Helga Vala
Helgadóttir svo nokkrir séu nefndir.
Rauðir kj ólar og bláir
„Pólverji að najhi Jan Krenz
var við stjórnvölinn í petta
sinn og hann hreifmig upp
úr skónum.“
Beethoven voru þarafleiðandi með leikunum var lokið svifu áheyrend-
því besta sem Sinfónían hefur látið ur út í svartnættið, brosandi á
ffá sér fara í vetur, og þegar tón- bleiku skýi.
JÓIMAS SEI\I
SINFÓNÍUHLJÓM-
SVEIT ÍSLANDS
Schubert: Rosamunde-forleikur
Mozart: Sinfonia Concertante
Beethoven: Sinfónía nr. 3 „Ero-
ica" op. 55
Einleikarar: Gréta Guðna-
dóttir, fiðla, og Svava
Bernharðsdóttir, lágfiðla.
Hljómsveitarstjóri: Jan
Krenz
Tvær konur, önnur í rauðum
kjól en hin í bláum, voru
einleikarar með Sinfóníu-
hljómsveit íslands síðastliðið
fimmtudagskvöld. Þetta voru þær
Gréta Guðnadóttir fiðluleikari og
Svava Bernharðsdóttir sem lék á
lágfiðlu. Þær voru í aðalhlutverk-
unum í „Sinfonia Concertante11
eftir Mozart, en það er verk fyrir
fiðlu, lágfiðlu og hljómsveit. Tón-
smíð þessi krefst mikillar ná-
kvæmni í flutningi, því fiðlan og
lágfiðlan eiga að renna saman í eitt,
ef svo má að orði komast. Það er til
marks um hve samleikurinn tókst
vel að mér er ómögulegt að muna
hvor var í rauðum kjól og hvor í
bláum. f minningu minni um tón-
leikana eru Gréta og Svava síams-
tvíburar í skærfjólubláum samfest-
ingi. Því miður er gott samspil þó
ekki nóg til að þetta verk eftir Moz-
art hljómi sannfærandi; það verður
líka að gefa því sál með leikgleði og
gáska. Einhvers konar himneskur
léttleiki er nefnilega einkennandi
fyrir Mozart, svo það er ekki beint
við hæfi að vera dauðyflislegur
þegar hann er á efhisskránni. Þetta
vildi þó brenna við þá um kvöldið,
þótt Svava og Gréta hafi sótt í sig
veðrið eftir því sem á leið.
Tónleikagestum var boðið upp á
tvö önnur verk, Rosamunde-for-
leikinn eftir Schubert og þriðju sin-
fóníu Beethovens. Þessar tónsmíð-
ar eru hljómsveitarverk án einleik-
ara, en þeir sem eru fákunnandi í
klassíkinni vita það kannski ekki. f
slíkum verkum beinist athyglin
fyrst og ffemst að hljómsveitar-
stjóranum; hann ber ábyrgðina á
túlkuninni, en mistök og feilnótur
ýmissa hljóðfæraleikara eru þó
ekki alltaf honum að kenna. Pól-
verji að nafni Jan Krenz var við
stjórnvölinn í þetta sinn og það er
skemmst frá því að segja að hann
hreif mig upp úr skónum. Per-
sónulega finnst mér að lítillæti sé
einkenni mikilmennis í tónlistar-
flutningi; slíkur flytjandi er gagn-
tekinn af viðfangsefni sínu og er
nokkurs konar miðill fyrir tónlist-
argyðjuna. Hann hverfur í skugg-
ann fyrir tónlistinni og það var ein-
mitt það sem gerðist á þessum tón-
leikum. Ég hef nefhÓega sjaldan
upplifað að hljómsveitarstjóri verði
ósýnilegur á meðan hann stjórnar
og var mjög ánægjulegt að verða
vitni að því þetta kvöld. Auðvitað
heyrði maður hnökra úr ýmsum
hornum, en þegar tónlistarflutn-
ingurinn er einlægur skipta mistök
engu máli. Verkin eftir Schubert og
Til stúlknanna þriggj a sem heimsóttu
mig aðfaranótt laugardags
(
(
f >
I
i
Ágætu stúlkur sem heimsóttuð
mig aðfaranótt laugardags.
Eg skrifa ykkur til að þakka ykk-
ur fyrir síðast. Það væri þó fullbratt
að hefja bréfið á þeim þökkum því
þær þarfhast útskýringa. Þess vegna
er betur við hæfi að enda bréfið á
þeim. Því í raun er það ekki sjálf
samverustund okkar sem mig lang-
ar að þakka fyrir eins og þetta ein-
stæða tækifæri til að kynnast fram-
andi menningarheimi og hugsana-
ferli gerólíku mínu eigin. Slíkt er
afar þroskandi.
Vissulega bauð ég ykkur í heim-
sókn. Þið virtust allar vera kurteisar
og siðprúðar reykvískar stúlkur,
einmitt stúlkur sem maður býður
heim í bjórglas og nachos eftir ball
á föstudagskvöldi. Þannig m.a.
kynnist maður fólki og ekkert er
við það að athuga. Áhugi minn fyr-
ir ffekári kynnum varð þó fljótt að-
eins visindalegs eðlis. Sömuleiðis sá
ég strax að ykkur fannst bjórinn
mun áhugaverðari en ég, enda var
hann uppurinn á örskotsstund.
Þegar hér var komið sögu sveif á
ykkur svefnhöfgi í sófanum, enda
orðið framorðið, og gekk ég því til
náða einnig. Ég gerði mér enga
grein fyrir því hvílíkir morgunhan-
ar þið væruð því þið fóruð aftur á
stjá. Tillitssemi ykkar er þó við-
brugðið þvi ekki sáuð þið ástæðu
til að trufla minn væra svefh þótt
þið væruð farnar á fætur.
Hugmyndir ykkar um mannleg
samskipti vekja verulega athygli
ÞOR
IIMSSOIM
nautnalega við vélindað á leið sinni
niður í magann. Það er mjög
bragðgott og laust við þennan
beiska keim sem mér líkar
ekki við léttari og glað-
lyndari rauðvín, svo ég
tali nú ekki um gosból-
urnar í ákveðinni
ítalskri sort. Þessir eig-
inleikar þess gera að
verkum að það er líf- ^
fræðilega hægt að
þamba þetta vín
eins og berja- v
saft, sem þið af
.öllum sólar-
merkjum að
dæma gerðuð.
Þegar ég
vaknaði á
laugardags-
morgni og
þið voruð
famar stóð ég
ffammi fyrir
tveimur viðamiklum
spurningum sem hafa
síðan leitað á mig í síauknum mæli
og ég fæ engan botn í. Einhver
kynni að draga af þessu fljótfærnis-
legar ályktanir en ég er ekki maður
sem kýs að trúa alltaf því versta
upp á náungann.
I fyrsta lagi: Hvers vegna brutuð
þið allar ljósaperumar í stand-
lampanum mínum? Hægt er að
slökkva á þessum standlampa á
þrjá vegu. Á honum er rofi sem rýf-
ur rafsambandið við pemrnar og
eins er hægt að taka hann úr sam-
bandi. Þið völduð þriðju og áhrifa-
ríkustu aðferðina því ekki hefur
verið kveikt á þessum standlampa
síðan. Voruð þið svo ósáttar við
lýsinguna að drastískra aðgerða var
þörf?
Hin spurningin er þó enn ágeng-
ari. Hvers vegna drápuð þið í sígar-
einbúum er tamt að vaska ekki upp
daglega? Aðkoman tryggði nefini-
lega að ég vaskaði vandlega upp
samdægurs, en það hefði ég hugs-
anlega dregið hefði hún ekki valdið
mér ógleði.
Ég er í algerri sjálfheldu varðandi
þetta og þætti vænt um að fá greitt
„Ég sá strax að ykkur
fannst bjórinn mun
áhugaverðari en ég,
enda var hann uppur-
inn á örskotsstund. “
ettunum ykkar í
drykkjar- og
matarílátun-
um á borð-
inu þegar á
því miðju var
stór hálftómur ösku-
bakki? Var þetta einhver
yfirlýsing af ykkar hálfu um
gæði veitinganna og þjónust-
unnar eða vissuð þið sem var að
úr þessari flækju. Áreiðanlega
flokkast þessi hegðun undir nor-
mið í því samfélagi sem þið komið
frá, en hvar er það eiginlega að
finna?
Þið vitið hvar ég á heima og mér
þætti gaman að hitta ykkur afíur til
að fá forvitni minni svalað og eins
til að fá hanskana mína aftur.
Takk fyrir síðast,
Davíð Þór Jónsson.
mína því einhver ykkar, væntan-
lega á leið sinni á salernið, hefur
rambað á rauðvínsflösku sem ég
átti inni í eldhússkáp. Auðvitað eru
alltaf líkur á að eldhússkápar opnist
af sjálfu sér þegar gengið er framhjá
þeim en ég kýs að túlka þetta öðru-
vísi. Smekkur fólks segir nefnilega
mikið til um persónuleika þess.
Áhuginn sem ég átti allt eins von á
að þið sýnduð mér hefur líklega
brotist út í forvitni um smekk
minn á leirtaui. Innihald eldhús-
skápanna hefur greinilega drepið
allan áhuga ykkar á persónu minni
hafi hann yfirhöfuð verið nokkur.
Smekkur minn á rauðvíni hafði
þaðan af síður nokkur áhrif á ykk-
ur, sem mér virðist vera meira en
hægt er að segja um sjálft rauðvín-
ið.
Þetta var ungverskt rauðvín. Mér
skilst að nafn þess merki „nauta-
blóð“. Vínið er bragðmikið og
þungt, það seytlar mjúklega um
munnholið, kitlar og ertir bragð-
laukana og daðrar allt að því
H
FIMMTUDAGURINN 10. MARS 1994 PRESSAN 19B