Pressan - 24.03.1994, Side 6
■
Portrettið
S ii
Wmímm I
Magnús Þór Þorbergsson (bara nemi) um myndina af sjalfum sér: „Þetta er
greinilega maður í klemmu, staða handanna ber vott um að hann sé innilok-
aður. Hins vegar er augnaráðið nett kæruleysislegt og hann tekur klemmunni létt.
Þessi innilokun markast einnig af þessu fyrirbæri sem hann er ofan í sem virðist
vera einhver plasthólkur — hann er fastur í einhverjum gerviheimi. Úrið segir sína
sögu, þarna má greina CCC — það hlýtur að vera P fyrir aftan, frá Sovétríkjunum.
Þar má því einnig greina hlekki og þá við leifar af horfnum heimi. Þetta er maður
sem hlustar og fylgist með, hann horfir beint í linsuna, það er viss einlægni í því. Þó
svo að hann búi við þessa innilokun líðurttonum ekkert illa. Þessi maður hlýtur að
fástvið eitthvað mjög einkennilegt. Hann gæti ekki verið embættismaður né feng-
ist við stjórnmál — hann er illa rakaður og svo þetta kæruleysi. Hann gengur ör-
ugglega bara um og fílósóferar. Það er erfitt að greina hugsanir hans, það er
ákveðinn gljái á augunum sem virkar eins og spegill og því erfitt að gægjast innfyr-
ir — maður sér bara sjálfan sig. Þarna er viss tvíræðni: Hann notar þessi skæru
augu, sem ekkert virðast hafa að fela, til þess að fela. Ég gæti trúað að þetta væri
maður sem lítur út fyrir að vera einlægur en innst inni er eitthvað sem enginn
þekkir, jafnvel ekki hann sjálfur. Ég hugsa að það sé eins með hann og persónur
Becketts, sem eru fastar í einskisnýtum heimi en eru meðvitaðar um það og láta
sér fátt um finnast: Það þýðir ekkert að bíða eftir einhverjum Godot. Þrátt fyrir allt
þetta gæti ég alveg trúað þessum manni til að geta af sér stóra fjölskyldu. Maður
sér að hólkurinn sveigist út að neðan og þar gætu verið útgönguleiðir fyrir af-
kvæmi. Þessar þykku augabrúnir lýsa vissu trausti og þrátt fyrir kæruleysið stend-
ur hann við sitt. Ég væri alveg til í að kynnast honum ef það er þá hægt. Ég gæti
trúað hann væri alltaf að fara nýjar leiðir. Þegar hann er kominn að einhverju vissu
marki snýr hann við og fer aðra leið. Staða fingranna bendir til þess að hann sé að
missa takið — eins og hann haldi í eitthvert hálmstrá — en hann er sannfærður
um að hann muni bjargast."
Leiðin til lífsins
SUMARGESTIR
MAXÍM GORKÍ
NEMENDALEIKHÚSIÐ
★★★
Sí og æ þessi hvunndagsleiki!
Manneskjur, hugsanir, at-
burðir, allt svo ofur hvunn-
| dagslegt! En hvar finnum við
I hvatningu til skapandi lífs, hvar er
I hugrekki kennt, hvar eru hin
sterku orð sem ljá sálinni vængi?“
Þannig fórust rússneska skáldinu
Maxím Gorkí orð í ritgerð sem
hann reit árið 1898 og Árni Berg-
mann vitnar til í ágætri grein um
feril Gorkís í leikskrá Sumargesta,
sem Nemendaleikhúsið sýnir nú í
Lindarbæ. Þetta er síðasta verkefhi
þessa glæsilega hóps og verður ekki
annað sagt en að þau ljúki leikár-
inu með sama glæsibrag og þau
hófu það. Leikstjóri Sumargesta er
Kjartan Ragnarsson og hann hefur
einnig, ásamt leikhópnum, unnið
nýja leikgerð verksins upp úr leik-
, gerð Peters Stein og Bothos
Strauss. Árni Bergmann þýðir, vel
að vanda, og Stígur Steinþórsson
hefur gert eina þá fallegustu leik-
mynd sem ég hef nokkru sinni séð.
L E I K H Ú S
FRIÐRIKA
BEIMÓIMÝS
Leikmynd sem endurspeglar vel þá
hnignun og upplausn sem ríkir í
lífi persónanna, rússneskra smá-
borgara fýrir níutíu árum, en er
um leið blandin þeirri dulúð og
rómantík sem okkur nútímasmá-
borgurum þykir svo heillandi hluti
af þessu tímabili. Og lýsing Egils
Ingibergssonar magnar dulúðina
og skerpir andstæðurnar.
Það er merkilegt hvað lífsleiði og
stefnuleysi rússneskra leikpersóna
ffá því í kringum aldamótin höfðar
sterkt til okkar í nútímanum. Er-
um við kannski í sömu sporum?
Synir og dætur alþýðunnar, sem
höfum hlotið menntun, sem full-
nægir okkur ekki og stuðlar helst
að því að okkur hætti til að gleyma
hvaðan við komum og hvert við
erum að fara? Það er margt sem
vekur til umhugsunar um stöðu
okkar í dag í þessu níutíu ára gamla
leikriti Gorkís og virkilega mann-
bætandi að ganga inn í heim hans
eina kvöldstund með þessum
glæsilegu nýútskrifuðu leikurum.
Hlutverkin í Sumargestum eru
það mörg að ungu leikararnir átta
hafa þurft að fá til liðs við sig fjóra
„gamla“ leikara frá Borgarleikhús-
inu. Sigurður Karlsson leikur öld-
unginn í sýningunni, Dvoétotsje,
ágætlega, en mér fannst hann helst
til unglegur til að vera þetta lífslúna
hró sem „ffændi“ telur sig vera.
Magnús Jónsson leikur skáldið
Sjalímof og er afskaplega róman-
tískur og sjarmerandi á að líta, en
ekki fannst mér honum takast að
ljá þessari persónu trúverðugt líf.
Sasja, gamla fóstran, er leikin af
6B PRESSAN
FIMMTUDAGURINN 24. MARS 1994
Margréti Helgu Jóhannsdóttur sem
dregur upp afskaplega einfalda en
hugljúfa mynd af þessari gömlu
konu sem lifir fýrir „drenginn
sinn“, þótt hann sé orðinn rígfull-
orðinn rnaður. Verkffæðingurinn
Súslof er ffá höfundarins hendi
einna ógeðfelldastur af persónum
verksins, en í túlkun Þrastar Leós
Gunnarssonar verður hann svo
sterkur og lifandi að maður hefur
samúð með honum og göllum
hans, ffekar en að áfellast hann.
Að öðrum ólöstuðum fannst
mér Margrét Vilhjálmsdóttir vera
stjama þessarar sýningar, raddbeit-
ing hennar, limaburður, svipbrigði
og öll túlkun á Varvöm er þraut-
unnin í hverju smáatriði ffá upp-
hafi til enda og greinilegt að hér er
á ferð leikkona sem mikils má
vænta af í ffamtíðinni. Benedikt
Erlingsson leikur Basof, mann
hennar, og fellur nokkuð í skugg-
ann af henni, en skilar þó sínu með
mikilli prýði. Gerir þennan undir-
förula og slóttuga mann, sem er
svo lítill inn við beinið, fyllilega
sannfærandi. Hilmir Snær Guðna-
son sýndi það í Konum og stríði að
hann er jafhvígur á skop og harm í
leik sínum og hér staðfestir hann
það. Æringinn Vlas verður í hans
,yAö öðrum
ólöstuðum er
Margrét Vil-
hjálmsdóttir
stjarna þess-
arar sýning-
meðförum hið dæmigerða ung-
menni, sem sveiflast milli hláturs
og gráts á örskotsstundu og þorir
hvorki né getur markað lífi sínu
stefnu, nema með aðstoð annarra.
Þórhallur Gunnarsson fer að mínu
mati með vanþakklátasta hlutverk-
ið, Dúdakof lækni, sem er slíkt
smámenni að dæmafátt er. Þór-
hallur túlkar hann mjög vel og ger-
ir mynd hans heilsteypta, en mér
fannst leikstjórinn leggja of mikla
áherslu á hið skoplega, bæði í fari
hans og Olgu konu hans, sem
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikur
af mikilli fæmi. Fiðrildið Júlía, eig-
inkona Súslofs, er mjög vel túlkuð
af Sigrúnu Ólafsdóttur, sem tekst,
þrátt fyrir kæruleysi Júlíu og yfir-
borðsglaðværð, að sýna okkur sárs-
aukann og leiðann sem rekur hana
áffam. Málpípa höfundarins í
verkinu er læknirinn María
Lvovna, sem leikin er af Höllu
Margréti Jóhannesdóttur. Halla
Margrét vinnur þetta hlutverk
mjög vel, en heldur skortir þó á að
sannfæringarkraftur og fortölu-
máttur þessarar sterku konu kom-
ist til skila, hún verður meira eins
og lítil feimin stelpa.
Það er sem sagt virkilega gaman í
Nemendaleikhúsinu um þessar
mundir og óhætt að halda því ffam
að enginn verði svikinn af ferð
þangað.
/