Pressan - 24.03.1994, Blaðsíða 10

Pressan - 24.03.1994, Blaðsíða 10
Le i lch ú s • Gauragangur. ★★1/2 Mér er óskiljanlegt hvers vegna verkið var ekki bara látið gerast um 1970, það hefði verið mun trúverðugra, enda eiga klisjurnar sem vaða uppi í því uppruna sinn á þeim tíma. (FB) Þjóðleikhúsinu fim. og lau. kl. 20. • Blóðbrullaup, ★★★ Ef þeim Ingvari og Steinunni Ólínu tækist að kveikja eldinn á milli sín væri ég til í að sjá þessa sýningu aftur og aftur og aftur. (FB) Þjóðleikhúsinu, Smíðaverkstæði, fös. og sun. kl. 20 • Seiður skugganna. ★★★★ Það er ekkert falið, engin fjarlægð frá ömurleikanum, þú gengur inn í verkið og engist í klóm þessarar fjölskyldu, sem að meira eða minna leyti erfjölskylda okkar allra.(FB) Þjóðleikhúsinu, Litla sviðinu, lau. kl. 20. Aukasýning. • Allir synir mínir. ★★★ í þessu merka verki Millers er reynt að takast á við hugmyndir hans um glæp, ábyrgð, fjölskyldutengsl og fleira, og allt sem þau mál snertir er prýðilega vel túlkað. (MR) Þjóðleikhúsinu fös. kl. 20. • Skilaboðaskjóðan. Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Þorvald Þor- steinsson. Þjóðleikhúsinu sun. kl. 14. • íslenski dansflokkurinn. Ball- ettar eftir Auði Bjarnadóttur, Mar- íu Gísladóttur, Lambros Lambrou og Stephen Mills. Þjóðleikhúsinu lau. kl. 14 • Gleðigjafarnir. ★★ Það á margur eftir að hlæja hjartanlega í Borgarleikhúsinu, en án þeirra Bessa og Árna er ég hrædd um að sýningin yrði ansi snautleg. (FB) Borgarleikhúsinu lau. kl. 20.. • Eva Luna. ★★★★ Kjartan Ragnarsson leikstjóri sannar hér svo ekki verður um villst hæfni sína sem leikhúsmanns. Hvert smáatriði í sýningunni er úthugs- að og fágað, hún rennur hratt og áreynslulaust í rúma þrjá tíma, lif- andi og gjöful og aldrei dauður punktur. (FB) Borgarleikhúsinu fim. fös. og sun. kl. 20. • Leiklestur. Grísku harmleikirnir Ifigenía, Agamemnon og Elektra. Borgarleikhúsinu lau. kl. 15, 17.15 og 20. • Óperudraugurinn. eftir Ken Hill. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikfélag Akureyrar fös. {frumsýn- ing) og lau. kl. 20.30. • Bar-par. eftir Jim Cartwright. Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Leikarar: Sunna Borg og Þráínn Karlsson. Leikfélag Akureyrar, Sýntí Þorp- inu fös. og lau. kl. 20.30. • Vörulyftan. ★★★★ Þeir Þórar- inn Eyfjörð og Halldór Björnsson eiga undirstjórn Péturs Einars- sonar sannkallaðan stjörnuleik í þessum hlutverkum. Það er hreín unun að sjá svona vinnu. (FB) íslenska leikhúsið, Hinu húsinu, fös., lau. og sun. kl. 20. • Dónalega dúkkan. ★★ 1/2 Samstarf þeirra Jóhönnu og Mar- íu Reyndal leikstjóra hefur boriö góðan ávöxt og það vekur manni djúpa virðingu að þessar ungu konur skuli óhræddar takast á við svo erfitt verkefni. Skjallbandalagið, Héðinshúsinu, fös., lau. og sun. kl. 20.30. Gleraugnahönnun á íslandi Með listaverk á nefinu Það er ekki langt síðan þeir sem báru gleraugu voru taldir til nörda. En á síðari tímum hefur fjölgað svo gríðarlega í gleraugnaglámastéttinni að það gengur orðið ekki lengur. Þessi stefnubreyting hefur meira að segja gengið svo langt að það þykir töff að ganga með gleraugu. 16. apríl opnar Óskar Guðmundsson gleraugnahönnuður gleraugnasýningu á Sólon ís- landus. ÓSKAR GUÐMUNDSSON gieraugnasmiður með gleraugu sem hann hefur hannað, en hann er sá eini á íslandi sem fæst við slíkt. eir sem ganga með gleraugu taka því sem hverju öðru hundsbiti og pæla sjálfsagt flestir hverjir lítt í þeirri vinnu sem býr að baki því að búa til gleraugu. Þó eru gleraugu órjúfanlegur þátt- ur daglegrar tilveru og útlits við- komandi. Sýning Óskars ætti því að vekja með þeim nokkra forvitni. En hvurslags sýning erþetta? „Þetta verður sýning á þeim gleraugnaumgjörðum sem ég hef smíðað í gegnum tíðina. Þetta verður eins konar tilraun, hvort þetta gengur eða ekki. Ég legg tals- Tvífarar Tvífarar vikunnar eru báðir menn sem láta til sin taka í þjóðlífinu. Jó- hann Pétur Sveinsson er ívið frjálslegri í fasi þó að hann sé í Fram- sóknarflokknum og lætur toppinn liggja bítlalega fram á enni meðan tví- fari hans Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, greiðir frá enninu. Annar er munurinn ekki. Báðir hafa verið í miðstjórn síns flokks, annar er viðskiptafræðingur — hinn iíka o.s.frv., o.s.frv. Ef ekki væri fyrir tittlingaskít eins og þann að annar er með bindi meðan hinn gengur alltaf með slaufu, þá væri ekki hægt að þekkja þá í sundur. vert upp úr því að sýningin verði listræn, að þarna verði ekki nokkr- ar umgjarðir á stangli. Ég hef verið að fikta við þetta í nokkur ár. Ég fór til Stuttgart 1989 og var þar við nám í þrjú ár í sjóntækjafræði. Það nám tekur að vísu ekki til gler- augnahönnunar heldur hefur með sjón og gler að gera. En þarna ytra datt ég nánast fýrir tilviljun inn í hönnunina, sem hefúr verið aðal- hobbí hjá mér síðan.“ Óskar er, eftir því sem næst verður komist, sá eini á íslandi sem fæst við hönnun gleraugnaum- gjarða. Hann tók þátt í keppni á því sviði í Köln í hitteðfýrra og lenti í fimmta sæti af tæplega 350 keppendum. Það var honum hvatning til að halda áffam. En hef- ur hann enga sértœka menntun að baki í hönnun umgjarða? „Nei, í sjálfu sér ekki og ég veit ekki hvort það er til neinn hönn- unarskóli fyrir akkúrat þetta. Hins vegar hef ég ágætis grunn, sem felst í því að vera með gleraugu milli handanna nánast afian liðlangan daginn, en ég vinn í gleraugna- versluninni Linsunni. Þannig kemst maður fljótt upp á lagið með hvernig gleraugu sitja og hvernig á að smíða þau.“ Nú er fólk óendanlega fjölbreyti- lega vaxið til andlitsins. Setur það ekki strik í reikninginn?' „Jú, það getur verið mjög fjöl- ■ ■ Oflugur félagsskapur Sungið, dansað og ouzo kneyfað Grikklandsvinafélagið heldur árshátíð sína næstkomandi föstu- dagskvöld í Víkingasal Hótels Loftleiða og að þessu sinni ber gleðskapinn upp á þjóðhátíðardag Grikkja, 25. mars. Þau eru all- mörg félögin af þessum toga á íslandi en Grikklandsvinafélagið, sem er níu ára gamalt, er þeirra langöflugast og stendur fyrir sam- fagnaði 5-6 sinnum á ári. í félaginu eru um 150 starfandi félagar og eru allir brenndir ódrepandi áhuga á öllu því sem grískt er. Á árshátíðinni verður kynning á grískum mat og veigum og í framhaldi af því munu ýmsir koma fram og skemmta: Leikarar úr Borgarleikhúsinu kynna atriði úr verki Evrípídesar, Ífígeníu í Ális, Auður Bjarnadóttir sýnir dans, Alda Arnardóttir les upp og grískir söngvar verða kyrjaðir við undirleik Hákonar Leifssonar. Að sjálfsögðu verður Sigurður A. Magnússon rithöfundur forsöngvari, en hann er líklega þekktasti Grikklandsvinur á íslandi. Hann var og formaður fé- lagsins fyrstu þrjú árin en þá tók Kristján Árnason, bókmenntafræðingur og skáld, við, en hann verður veislustjóri. breytilegt — þú getur verið með andlit þar sem aðeins eitt form gleraugna passar, allt annað fer illa. Svo geturðu verið með andlit og það er alveg sama hvað þar fer á nefið — allt passar. En það er allt til og þú reynir að spila út frá and- litsfallinu sem getur verið kúlulaga, langleitt, kassalaga og svo framveg- is.“ Þegar Óskar sérhannar á fólk tek- ur hann myndir afþví ogframkallar í réttri stcerð. Síðan leggur hann glœrur yfir og teknar í gríð og erg þar til rétta lögunin er fundin. En eitthvað hlýtur sérhönnun gler- augna að kosta? „Það er mjög misjafnt og fer eftir því hvað liggur mikið í smíðinni. Það einfaldasta er einhvers staðar í kringum tuttugu þúsundin. Ég hef verið í samstarfi við skartgripa- verslun og hef sett skart í umgjarðir líka og þá er dæmið náttúrulega orðið talsvert dýrara.“ Þegar komið er í gleraugnaversl- un blasir jafnan við ógnarffamboð af umgjörðum, en þær eru allar komnar erlendis ffá. Óskar segir að líkt og í hátískuklæðnaði séu Frakkar og ítalir fremstir í hönnun gleraugnaumgjarða. Það hefur orð- ið mikil viðhorfsbreyting meðal al- mennings. Gleraugu eru orðin hluti af tísku og fólk almennt djarf- ara þegar það velur sér gleraugu. Hver skyldi vera eftirlætisgler- augnahönnuður Óskars? „Ja, Alain Mikli er í mildu uppá- haldi hjá mér. Hann er ffanskur og býr yfir óþrjótandi hugmyndaflugi — ég hef alltaf verið mjög spennt- ur fýrir hans umgjörðum. Hann er mjög virtur og kvikmyndaffam- leiðendur hafa til dæmis mikið leit- að til hans í sambandi við gleraugu. En þegar ég smíða reyni ég og rembist við að ná ffam einhverjum eigin einkennum.“ Nú er svo einkennilegt að Óskar notar ekki gleraugu sjálfur og manni finnst einkennilegt að gleraugu njóti mikils áhuga meðal þeirra sem ekki nota þau. Hvað kom til að Óskar lagði þettafyrir sig? „Ég hef stundum verið að velta þessu fýrir mér. Það eru ótal möguleikar þegar maður veltir fýr- ir sér sérhæfingu. Hjá mér stóð val- ið milli einhvers sem hefur með handavinnu að gera. Ég hef alltaf haft gaman af því að skapa eitthvað í höndunum. Ég var í Myndlista- og handíðaskólanum og hef alltaf teiknað mildð og föndrað. Þetta er í raun ffamhald af því og ég sé ekki eftir að hafa farið út í hönnun gler- augna, sem býður upp á ótal möguleika á skapandi máta — ég hef mjög gaman af að smíða gler- augu. Gleraugu eru ekki lengur einhverjir vírhlemmar sem skellt er á andlitið, heldur má líta á hönnun þeirra sem eins konar list.“ mœlum með: ... 5aft-taca-réttinum á Hard Rock Café. Makalaust hvað þetta mexíkóska öreigafóður bragðast vel hér uppi á íslandi. Það verður þó ekki mælt með því að halda upp á afmæli sitt þarna á staðnum né sagt að margendurtekinn „þau eiga ammæli í dag...“ sé staðnum til vegsemdar. ... Aé það verði fundin einhver leið til þess að manni líði ekki alltaf eins og glæpamanni þegar maður skrifar ávísun. Þarf kannski ekki endilega að vera sú að bankamir neyði mann til að taka upp debetkort með því að hætta að gefa út bankakort. ... Að kúrekatÍ5kan verði endurvakin. Þetta er tilgerðarlaus tíska og á ekki vel við hana svo sem að vera í þessum dálki, en hún lætur dæmalaust vel við íslenska veðráttu hversu einkennilega sem það nú kann að hljóma. Hér er ekki átt við Roy Rogers kúrekastílinn heldur Clint og Shepard línuna. ... Að Signý Sen standi fast á sínu og láti veitingamenn ekki komast upp með að rýmka opnunartíma sinn um páskana. Þá verða einmitt lang- skemmtilegustu partýin, þegar fólk er ekki að æða á bari út í eitt. ... Húrrandi endurfundum þeirra sem voru í Flensborg á 8. áratugnum á föstudagskveldi hjá Sigurjóni Didda uppi á Hrauni. 10B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 24. MARS 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.