Pressan - 14.04.1994, Blaðsíða 7

Pressan - 14.04.1994, Blaðsíða 7
Álitsgjafar Hildur Bjarnadóttir arkitekt, Björn Skaptason arkitekt, Tryggvi Tryggvason arkitekt, Sigríður Magnúsdóttir arkitekt, Þorsteinn Geirharðsson hönnuður og arkitekt, Gunn- laugur Björn Jónsson arkitekt, Jóhannes Þórðarson arkitekt, Gunnlaugur Magnússon arkitekt og fleiri. Stigahlíð 52, arkitekt Kjartan Sveinsson „Sorglegt að fólk skuli vera að eyða peningum í þetta.“ „Eins og skrattinn úr sauðarleggn- um. Raunar er heildarsvipurinn á norðanverðú Amarnesi afar slæm- ur.“ „Og svo eru ljón og gosbrunnur í garðinum eins og í Beverly Hiils.“ „Eins mislukkað og þegar menn eru að reyna byggja í spænskum stíl hér á landi.“ Sulunes 15, arkitekt Kjartan Svemsson Fúleggin „Er gjörsamlega rifið úr samhengi við umhverfið." „Af hverju er verið að troða gömlu fólki í svona blokkir? Af hverju er því ekki boðið upp á vistlegra umhverfi þar sem eru inngarðar og lægri byggð? Af hverju er verið að byggja svona háhýsi þegar það er vitað að það fer illa með fólk að hafa svona lítil tengsl við jörðina?" „Það er engin hugsjón á bak við þessar byggingar, eingöngu gróðabrall.“ „Hvaða öryggi er ver- ið að selja gömlu fólki?“ „Ekki mikil tilfinning í þessum mannvirkj- um.“ „Þarna ganga aug- ljóslega hönd í hönd verktakarnir í Reykja- vík og Sjálfstæðis- flokkurinn." . •ss „Það er mjög erfitt að velta þeim af stalli sem einhverjum ljótustu hús- um sem byggð hafa verið.“ „Eins og pantað úr amerískum katalóg um „ideal home“, með kvistum og öllu tilheyrandi." „Voðalega hreinlegt og vel ffágeng- ið. Virkar aðkeypt. Það er einmitt það sem stingur mest.“ „Fínt og pent en náttúrulaust.“ „Ótrúlega klúðurslegt hús. „Er blettur á Reykjavík eins og flestar öldrunaríbúðir í höfuðborg- inni. Við hljótum að geta hannað betri íbúðir fyrir aldraða.“ „Umhverfisslys.“ „Greinilega þvingað inn í umhverf- ið.“ „Hef á tilfinningunni að þarna sé ffemur verið að þjóna einhverjum verktökum en öldruðum." „Klassískt dæmi um þegar Kjartan Sveinsson ákvað að gera góða hluti en fór yfir strikið." Segir þó ef til vill meira um íbúðareigendurna en arkitektinn. Þettaerjúþaðsem eigendurnir vilja sjálfir. „Eins og fólk sé að búa til Beverly Hills á Islandi. Á engan veginn við íslenskar aðstæður." „Allt of íburðarmikið og klossað." „Skemmir heildarsvipinn í göt- unni. Fullt af þokkalega húsum í grennd sem byggð voru á sínum tíma. Það eru mistök að byggja svo íburðarmikið hús í þessari þyrp- ingu.“ „Þessi stíll finnst mér einfaldlega ljótur.“ „Húsið er í engu samræmi við um- hverfi sitt.“ „Þegar búið er að mála það í þess- um skrautlegu litum og setja skrautleg kúluljós fyrir utan er það orðið ansi geggjað.“ „Slæm útfærsla á annars lélegu húsi.“ „Eins og márísk höll við hliðina á torfþakshúsinu.“ „Gjörsamlega út í hött. Dæmigerð einstaklingshyggja í byggingarstíl, jafnvel svo að jaðrar við ffekju.“ „Stíllinn á því passar engan veginn við umhverfið.“ FIMMTUDAGURINN 14. APRÍL 1994 PRESSAN 7B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.