Pressan - 14.04.1994, Blaðsíða 12

Pressan - 14.04.1994, Blaðsíða 12
B ö I I • AMMA LÚ Bards frá írlandi leika á fimmtudagskvöld. Örn Árna ásáfntAgga Slæ ogTamla- sveitinni á föstudagskvöld. Örn Árna og diskótek á laugardag. • BÓHEM Papar frá Vestmanna- eyjum á föstudagskvöld. Blús- menn Andreu skemmta á laugar- dagskvöldið. Frítt inn bæði kvöld- in og bará báðum hæðum. • BLÚSBARINN Goodfelias á fimmtudagskvöld; Geir, Tyrfingur og Sigurður. Dan Cassidy and the Sundance Kid á föstudags- og laugardagskvöld. • CAFÉ ROMANCE lan hinn breski heldur áfram að leika und- irglösum. • FOSSINN, Garðabæ Þuríður Sigurðardóttir og Vanir menn um helgina. • FÓGETINN Jón Ingason trúba- dor niðri á fimmtudagskvöld. Djass á háaloftinu með Kidda Gumm, Kidda Sig og Ómari Eín- ars. Halli Reynisfrá föstudegi til sunnudags á einkaflippi með gít- arinn. • GAUKUR Á STÖNG Upstick Lovers föstudags- og laugar- dagskvöld. • HÓTEL ÍSLAND Járngerðar- staðarætt ku vera stærsta ætt á íslandi. Hún ætlar að halda upp á tilveru sína með hljómsveit ætt- armeðlimsins Magga Kjartans á föstudagskvöldió. Ættinni tilheyra einnig m.a Álfheiður Ingadóttir, Tolli, Þórir Steingrímsson, Árni Bergmann, Elva Ósk Ólafsdóttir og fleiri sem skemmta munu öðr- um um kvöldið. Sumargleðin á laugardagskvöld með stórsveit Sumargleðinnar án Siggu Bein- teins, sem nú æfir fyrir Júró. • HÓTEL SAGA Þjóðhátíðardag- skráin með Halla, Ladda, Sigga og Eddu á laugardagskvöld. Hljómsveitin Saga Class leikur fyrirdansi. Birgir Tryggva og Þor- valdur Halldórsson í Súlnasaln- um. Mexíkósk hátíð í Grillinu til 17. apríl. Frábærtframtak. • RAUÐA LJONIÐ Rúnar Þór skemmtir bæði kvöldin. • SÓLON ÍSLANDUS Lokadagur stuttmyndahátíðar á fimmtudags- kvöld. Djasstríó á föstudags- kvöld. Sveinn Óli spilar fyrir kaffi- gesti á sunnudag. • TVEIR VINIR God is myCo Pi- lot er amerískt rokkband sem skemmtir á fimmtudagskvöld. Á laugardagskvöld ersuðrænt kvöld — loksins — með Snigla- bandinu og Skúla Gauta. • ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN Leikhúsbandið bæði kvöldin. SVEITABÖLL • HM-KAFFI, Selfossi Bubbi Morthens aftur kominn í gúan- óstellingarnar og syngur sig út úr atvinnuleysinu á fimmtudags- kvöld. • HVOLLINN, Hvolsvelli Bubbi Morthens syngur sig út úr eymd- inni á föstudagskvöldið. • SJALLINN, Akureyri Nýdönsk á föstudagskvöldið. Geirmundur og félagar laugardagskvöld. • VÍK í MÝRDAL Bubbi á sunnu- dagskvöldið. Á þriðjudag verður hann á Hótel Höfn. Síðasta vetr- ardag á Ojúpavogi. / baukinn Það hefur líkast til ekki farið framhjá neinum leikhúsáhugamanni að í kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið Gaukshreiðrið eftir Dal^ Wasserman, byggt á One Flew Over the Cuckoo's A/esfeftir Ken Kesey. Hérer.á ferð hárbeitt ádeila á kerfið og þótt Kesey hafi skrifað bók slna árið 1962 er víst að boðskapurinn á enn fullan rétt á sér. Flestir kannast við kvikmyndina ep þar fór Jack Nichol- son hamförum í hlutverki McMurphys. Kvikmynd og leikhús er ekki sami mið- illinn en hins vegar veróur vart hjá því komist að áhorfendur beri Pálma Gestsson, sem fer með hlutverk McMurphys, saman við Nicholson. Þá er og Ijóst að hlutverkið er eftirsótt meðal leikara þannig að mikil pressa er á Pálma, sem samkvæmt því verður væntanlega hæfilega víraður á sviðinu í kvöld. Jim Smart skrapp á æfingu og eyddi nokkrum film- Dolli Þetta er ljóti barlómurinn sem tröllríður Fróni. Hvaða væl er þetta eigin- lega? Þama kemur hver kverúlant- inn á fætur öðmm á flenniskeiði fram á sjónarsviðið og segir að at- vinnuleysi sé mannskemmandi. Og auðvitað hvarflar ekki að nokkmm manni að einn einasti af þessum exebisjónistum sé án at- vinnu. Nei, svona karlar em vanir að ota sínum tota þegar á þarf að halda og kunna svo sannarlega að maka krókinn á einhverju ámóta gáfulegu og því að segja atvinnu- leysi mannskemmandi. Þvert á móti er megnið af því sem alls konar aumingjar em að dúlla sér við auvirðileg, siðlaus og sóðaleg djobb — fjölmiðlalýður, félags- ráðgjafar, viðskiptaffæðingar, lög- ffæðingar, auglýsingateiknarar o.s.frv. Og sjáiði bara bankakerfið, þessa blóðsugu sem er búin að iíma sig á háls þjóðarinnar. Ég geymi mína aura undirkodda. Það em aðeins um 15% þjóðar- innar sem skapa hinar raunvem- legu þjóðartekjur—hinir em af- ætur. Og þetta lið þykist geta bor- ið höfuðið hátt. Haa! Ég hef ekki verið í fastri vinnu undanfarin sex ár eða allt síðan ég var á einhverj- um táfýludalli úr Grindavík. Og ég mana hvern sem er til að reyna að halda því fram að ég sé verri maður en hver annar. Nei, at- vinnuleysi er svo sannarlega guðs- gjöf. Þá gefst tími til að rækta eigin garð, rækta vini sína og huga að ýmsum málefnum eins og Guð- rún Bergmann benti réttilega áhjá Völu Gunn. Synd að sú dama skuli vera hætt að stunda barina eins og hún var nú góð hér í denn. Þessar hugsanir flugu urn huga mér þar sem ég sat í góðu yfirlæti og var að djúsa á 22 um daginn. Ágætir hálsar, nú er kominn tími til að taka afstöðu — í allar áttir og vera pólitískur. Kosningar að nálgast og þá er gósentíð fyrir okkur sem teljum það fyrir neðan okkar virðingu að þiggja laun fyrir einskisnýta vinnu. Það er hins vegar ekkert rangt við það að þiggja glas af þessum kjánum sem vilja hafa áhrif á skoðanir manns. Alveg er ég til í að taka undir það ef svo ber undir að það vantar vissulega fleiri dagvistarrými í Reykjavík—fyrir einn viskí. En ef atvinnumálasjóðurinn er á dag- skrá kostar það vissulega meira brennivín. Þetta er allt spumingin um að verðleggja hlutina rétt. i íð mœlum með: Á: ... Makkajökkuin. Nýjasta trendið eru gömlu góðu mokkagærurnar. Þær eru ekki bara hlýjar og góðar í nepjunni heldur alveg mega-töff. ... Banthai. Örsmár tælenskur veitingastaður fyrir ofan Hlemm. Staðsetn- ingin er að vísu ekkert til að hrópa húrra fyrir og þjónarnir jaðra við að vera of kurteisir. En maturinn er hreint afbragð. ... Góðum ökumönnum. Þetta hefur verið sagt áður og ítrekast hér með: Það er makalaust hvað það getur verið ergilegt þegar maður er að spara bremsumar og lætur sig renna í rólegheitum að götuvitum til að láta ljósin stemma og þá kemur eitthvert flfl og treður sér fram fyrir mann þannig að það verður að stöðva bílinn. Hættið þessu illamir ykkar! ... Leðurvestum. Eins og mokkajakkarnir eru leðurvesti í tísku núna. Þau eru flott og mjög nytsöm. Flest em með vösum og þar má geyma ýmislegt smálegt. Skilyrði er að hafa zippókveikjara í einum vasanum — það er algjört píp að þeir séu ekki í tísku — þeir eru sígiidir. ... Gesti Einari Júnassyni. Það breytir engu þó að hann sé latur og leggi litið í þátt sinn Hvíta máva. Ekki heldur það að hann smitar hvem einasta tæknimann sem vinnur með honum af einhverjum klaufaskap. Maðurinn er ein- faldlega orgínall og allir hafe gott af því að heyra kveðjur sem landsbyggðarfólkið sendir hvað öðru. 12B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 14. APRÍL 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.