Pressan


Pressan - 05.05.1994, Qupperneq 3

Pressan - 05.05.1994, Qupperneq 3
© Kæra Jelena, sem verður að teljast eitt vinsælasta leikrit Þjóðleikhússins fyrr og síð- ar, er ekki alveg komið út af kortinu þrátt fyrir að sýningum á því hafi lokið í desember á síðasta ári. Þegar er búið að kalla leik- arana saman tO æfinga á ný, þau; Baltasar Kormák, Önnu Kristínu Arngríms- dóttur, Halldóru Bjöms- dóttur, Ingvar Sigurðsson og Hilmar Jónsson. TU stendur að endurfrumsýna leikritið í sínum gömlu heimkynnum, á litla svið- inu, núna um miðjan maí. Á sýningarnar á Kæru Je- lenu, sem voru farnar að nálgast 170, hafa komið yf- ir 20 þúsund manns og gekk verkið enn fýrir fullu húsi á stóra sviðinu þegar sýningum var hætt. Ástæð- una fýrir þessari uppvakn- ingu leikritins má rekja tU uppsetningar Niflunga- hringsins eftir Wagner, sem sýndur verður á veg- um Listahátíðar á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu, því á meðan á undirbún- ingi verksins stendur verð- ur gert sýningarhlé á leUc- ritum. Kom þá þessi snilld- arhugmynd fram. Þess má geta að þrjú ár eru síðan leikstjórinn Þórhallur Sig- urðsson hóf vinnu við verkið og jafnframt er þetta fyrsta sýningin sem HaUdóra Björnsdóttir fór með hlutverk í. Hún hefúr, eins og hinir leUcararnir í verkinu, haft nóg að gera síðan... Nú hafa átta busar verið valdir inn í Leiklistarskóla Is- lands eftir að síaðir hafa verið út einir 102 sem einnig vUdu inn. Þeir heppnu eru Linda Ásgeirs- dóttir, Helga Vala Helga- dóttir (Skúlasonar), Guð- mundur Ingi Þorvalds- son, Friðrik Friðriksson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Agnar Jón EgUsson, Sjöfin Everts og Ólafur Darri Ól- afsson. Það vekur nokkra athygli að Heiðrún Anna Bjömsdóttir, sem komst í sextán manna hópinn, fór ekki alla leið, en Heiðrún er fegurðardís og hæfi- leikamanneskja. En eins og fram kom í máli amerískra kvikmyndagerðarmanna (glöggt er gests augað) virðist hörgull á fegurðar- drottningum meðal ís- lenskra leUckvenna. Annar maður sem komst í sextán manna hópinn og var nógu góður fyrir Hrafn Gunnlaugsson á sínum tíma, sjálfur hvíti víkingur- inn Gottskálk Dagur Sig- urðsson, hlaut ekki náð fýrir augum inntöku- nefndarinnar og varð að láta sér nægja að naga þröskuldinn. Inntöku- nefndina skipuðu: Skóla- stjórinn Gísli Alfreðs, Kristín Jóhannesdóttir f.h. kvikmyndagerðar- manna, Þórunn Sigurðar- dóttir f.h. leikstjóra, Krist- björg Kjeld f.h. leikara og Pétur Einarsson f.h. kenn- ara... Háskólabítles HASKOLABIO SÍMI 22140 HASKOLABIO SÍMI22140 SHERYL LEE STEPHEN DORFF Hann varð að velja á milli besta vinar síns stúlkunnar sem hann elskaði og vinsælustu rokkhljómsveitar allra tíma. I melluhverfum Hamborgar árið 1960 spiluðu 5 strákar frá Liverpool rokk 8 kvöld í viku. 3 þeirra áttu eftir að koma af stað mesta æði sem runnið hefur á æsku Vesturlanda, sá fjórði var rekinn en sá fimmti yfirgaf bandið fyrir myndlistina og stúlk- una sem hann barðist um við besta vin sinn. Stúlkan hét Astrid og skapaði stílinn, myndlistarmaðurinn hét Stu Sutcliffe og gaf þeim sálina, vinurinn hét John Lennon - hann kastaði sprengjunni. Heimurinn hefur aldrei séð annað eins. FIMMTUPAGURINN 5..MAÍ 1994 PRESSAN 3B

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.