Pressan - 05.05.1994, Blaðsíða 6

Pressan - 05.05.1994, Blaðsíða 6
Eru karlmenn tilfinningalega bæklaðir aumingjar sem geta ekki talað við konur eins og venjulegt fólk? Eða er kannski eins gott að þeir segi ekki Hvað skyldi það þá merkja ef karlmaðurinn finnur aldrei neitt að konunni sem hann er með? Hún held- ur náttúrulega að hún hafi dottið í lukkupottinn; hann sé hinn mesti draumaprins sem elski hana fyrir það sem hún er. Þetta er auðvitað alltof gott tíl að vera satt. Það er enginn fúllkominn. Er þá ekki eitthvað bogið við það þegar karl- maðurinn segir ekki neitt og sleppir allri gagnrýni? Ójú. í flestum tilvikum þýðir það einfaldlega að hann er ekki í sambandinu af neinni alvöru. Honum dettur ekki í hug að ætla að eyða ævinni með þessari ákveðnu konu. Af hverju þá að vera að sóa tímanum í eitthvert nöld- ur? Það er hægt að gera svo margt annað skemmti- legt. Betra er ef hann finnur henni ýmislegt tíl foráttu. Það sýnir að hann er farinn að sjá þau tvö fýrir sér í ffam- tíðinni. Þarna eru þau, hrukkótt og tannlaus á elliheimilinu saman. Hún er enn- þá svona morgunfúl eða hvað það nú er, svo best er að koma með fyrirbyggjandi aðgerðir strax... Það er heldur ekki góðs viti ef maðurinn segir „ég hringi í þig“ eða „ég hringi fljótlega“ eftir fýrstu nóttina saman. Það er allt of óákveðið og merkir að hann hafi engan sérstakan áhuga á frekari kynn- um. En ef hann nefnir einhvern vissan dag, t.d. á morgun eða daginn eftir, eru horfúmar aftur á móti betri. Þá er hann í alvarlegum þönkum og hefúr jafnvel hug á að stofna til ástarsambands. Við þetta sama tækifæri er enn pottþéttara að hann rétti henni snyrtilegt plagg. Standi þar „ég, undirritaður, Jón Jónsson staðfesti hér með að ég muni koma í heimsókn með blóm- vönd daginn eftir kynmök við Þuríði Þuríðardóttur“, þá er honum al- veg fúlasta alvara. En kannski er hann bara ekki með öllurn mjalla... Þegar sam- bandið hef- ur aðeins varað í stuttan \ tíma er ekki gott merki ef / karlmað- ' urinn segir þetta við konuna sem hann er með. Auðvitað spyr hún; „Er ég svona leiðinleg?“ Þá svar- ar hann; „Nei, nei, ekki þú .. .bara allt annað.“ Þetta er auðvitað lygi, því það er einmitt hún sem er svona leiðinleg. Hann vill bara ekki viðurkenna það, jafiivel ekki fýrir sjálfúm sér. Flestum konum finnst að karlmenn eigi að hafa frumkvæðið, þótt þær séu með yfirlýs- ingar um annað. Þar eru mennirnir sam- mála. Ef karlmaður segir „hringdu í mig“ eft- ir fyrstu nóttina og konan er ekki gift eða í sam- búð fyrir er eitthvað gruggugt á ferðinni. E.t.v. er hann hrædd- ur við nánari sam- skipti en vill þó ekki sleppa hendinni alveg. Eða þá að hann er bara uppburðarlítill aum- ingi sem ekki er vert að þekkja. Konan gæti túlkað þessa setningu sem þörf hjá karlmanninum fýrir „aukið svigrúm“; að þetta sé alveg rétt hjá honum, þau hafi hist of oft og á næstu vikum megi þau ekki sjást nema tvisvar komnta sex sinnurn. Þá verði allt gott aftur. Það er samt tómur misskilningur. Maður sem kemst svo að orði við kærustuna sína eða eiginkonu er í rauninni búinn að kveða upp dauðadóminn. Honum er svo fullnægt með þessari romsu: „Mér finnst við vera að þroskast hvort í sína áttina. Ekki fá höfiiunartilfinningu þótt ég segi þetta, þú ert sæt og æðisleg og allt það. Við erurn bara svo ólík.. „Mér finnst við hafa hist of oft undanfarið“ Þögn, eða endalaust nöldur „Hringdu í mig“ „Mér finnst kynlífid ekld eins spennandi og áður" alltaf það sem þeim finnst um þær? Skilja konur ekki rósamál? 4IE skyggndist undir yfir- borð þess sem karlmenn segja — og sá það sem þeir meina í raun og veru. Iástarsamböndum eru heilbrigð tjáskipti mikilvæg. Fólk verður að geta talað um tilfinningar sínar, en því miður er það oft erfitt. Þetta á sér- staklega við um karlmenn. Karlmanni vefst tunga um tönn þegar „ræða á málin“ og stundum segir hann eitthvað sem skilja ntá á ýmsa vegu. Það gerist fýrst og fremst ef hann er óánægður. Kannski er eitt- hvað í fari konunnar sem honum mislíkar, en samt vill hann ekki særa hana með því að vera hreinskilinn. Oft má satt kyrrt liggja og sannleikurinn er ekki alltaf sagna bestur. Karlmaður sem ég ræddi við sagði mér frá konu sem hann var eitt sinn með. Hún var sæt og skemmtileg, vel menntuð og fluggáfuð. Gallinn var sá að hún var alveg hryllilega mjó. Hún var svo grindhoruð, að það skrölti í beinum hennar þegar þau sváfu saman. Alltaf þegar ástarleikurinn hófst hugsaði maðurinn: „Here we go... rattling the bones once again!“ 1 þokkabót varð hún honum til skammar á mannamótum, því hún átti það til að gagga af hlátri eins og hýena. Hvað var hann þá að gera með henni? Jú, honum féll alveg ljómandi vel við hana að öðru leyti og hugsaði með sér að kostir hennar væru það sem skipti máli. Smátt og smátt fór brakið í beinagrindinni samt að hafa sín áhrif og hann varð alltaf óánægðari og óánægðari. Honum skildist líka að þannig hefði hún verið árum saman og virtist svo til ómeðvituð um hið sjúldega holdafar sitt. Ekki leit út fýrir að hún myndi breytast, a.m.k. í bráð. Hann fór því að velta fýrir sér hvort hann ætti að reyna að fita hana, sætta sig við ástandið eða hreinlega leita á önnur mið. Viðmælandi minn gerði sér fljótlega grein fýrir því að það er ekki svo auð- velt að breyta öðrum einstaldingi. Þessi ákveðna kona spurði hann nefnilega einu sinni: „Finnst þér ég nokkuð of grönn? Er ég ekki bara ágæt eins og ég er?“ Hann leit á hana og fann að hún vildi ekki heyra sannleikann. Ef hann yrði hreinskilinn myndi allt fara í háaloft, svo hann hristi höfuðið dapurlega og sagði: „Jú, jú, elskan, þú ert ekkert of mjó, þú ert einmitt fín svona.“ Hún var þó ekki fínni en svo að mánuði síðar gat hann stunið upp úr sér að „hann væri ekki tilbúinn í ástarsamband núna“. Hann vildi ffekar vera einn, því „það væri svo margt að gerast í lífi hans um þessar mundir“. Þetta eru dæmi- gerðir ffasar sem karlmenn grípa oft til á ögurstundu. Auðvitað var viðmæl- andi minn tilbúinn í ástarsamband, auðvitað var ekkert sérstakt að gerast hjá honum; hann var bara búinn að missa áhugann á þessari tilteknu konu. Hann gat samt ekki sagt það beint út og talaði því undir rós. „Eg elska þig“ En það er ekki bara þegar slíta á sambandi sem karlmenn nota ein- hvers konar merkjamál. Meira að segja „ég elska þig“ þýðir ekki alltaf það sem konan heldur. Menn af yngri kynslóðinni, og eins mjög óþroskaðir eldri menn, gera sér stundum ekki grein fyrir alvöru málsins. Þegar kærastan segir „ég elska þig“ svara þeir oft í sömu mynt þótt þeir meini það ekkert endilega. Það virðist bara tilheyra stemmningu augnabliksins að hvísla ástarorð eitthvað út í myrkrið. Ungur karlmaður sagði mér að hann hefði þóst bera djúpar tilfinningar til einhverrar konu, bara til að komast upp í rúm með henni. Þetta er ekki eins slæmt og það hljómar. Konan má búast við að heyra þessa setningu þegar sambandið er orðið u.þ.b. ársgamalt. Það er ekki merki um höfnun, heldur bendir bara til þess að nú þurfi að fara að hressa upp á kynlífið. Er það kannski orðið of rútínerað? Er alltaf verið að horfa á sömu klámmyndina? Er Gestapo-bún- ingurinn ekki orðinn dálítíð möl- étinn? Svipan úr sér gengin? Og þarf ekki að fara að endurnýja handjárnin? Eða kaupa nýja hundablístru? Nú er best að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og fara að gera eitthvað skemmtilegt. Þá þarf enginn að kvarta lengur und- an leiðinlegu kynlífi. ,Ég ætla að fara að hitta strákana í kvöld“ Hann hringir ekki Það eru slæmar fféttír fýrir konuna ef karlmaður sem hún hefur átt vingott við í einhvern tíma hættir að hringja. Það merkir ekki bara að hann sé búinn að missa áhugann, heldur líka að hann beri enga virð- ingu fýrir henni lengur. Af einhverjum ástæðum hefur hún fallið svo í áliti hjá honum að það er ekki orðum eyðandi á hana ffamar. Líka er mögulegt að hann hafi eingöngu viljað hana kynferðislega, þótt hann hafi gefið annað í skyn. En svo eru aðrir sem eru svo miklir skíthælar að þeir hreinlega geta ekki komið hreint til dyranna. Þeir bara flýja, en konan situr effir með sárt ennið og skilur ekki hvað gerðist. Þetta er sagt þegar sanrbandið komið vel á veg. Það þýðir ekkert endilega að hann sé að missa áhug- “ ann. Hann þarf bara „aðeins að anda“, sem er ósköp eðlilegt. Það er öllu verra ef hann segir „ég ætla að fara að hitta stelpurnar í kvöld“, og verst þegar það er „Hvar eru sokkabux- urnar mínar?“ „Við sjáumst' Þetta er sagt eftir að hafa sofið saman í fýrsta sinn. Karlmaðurinn er að meina að hún sé bara skyndibiti. Hann hefur engan áhuga á að hitta hana aftur. „Mér leiðist“ „Ég hringi í þig“ „Gerumst baháí’ar“ Karlmaður í föstu sambandi sem segir við elskuna sína upp úr þurru: „Gerumst baháí’ar" á við vandamál að stríða. Það er samt enn alvar- legra ef hann segir: „Göngum í Nýaldarsamtökin.“ Trúlega er ástæðan einhverjar sálarflækjur sem hann getur ekki horfst í augu við. Hann er að reyna að flýja sjálfan sig og heldur að trúin sé útgönguleiðin. Það byrj- ar með því að hann fer að tala um Jesúm eða einhverja indíánaguði strax á / eftír kynlífi. Svo dregur hann upp pendúl til að vita hvort það séu ósýnilegir púkar inni í svefnherberginu. Næst fær hann paranojukast og heldur að amma gamla sáluga sé að fýlgjast með þegar þau eru að gera hitt. Á endanum verður hann bara skrýtinn og fer að bulla um einhvern Míkael. Svo eigrar hann stefnulaust um íbúðina með fjarrænt augnaráð og fjaðrir í hárinu... 6B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 5. MAÍ 1994 TEIKNINGAR: BRAGI H.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.