Pressan - 05.05.1994, Blaðsíða 8
Reykjavík heit í júní
Reykjavík breytist í heitasta
bæ heimsins tvo daga í júní
því nýlega gekk Listahátíð
frá tvennum stórtónleikum. Föstu-
dagskvöldið 3. júní kemur æðisleg-
asta poppband Englands, Saint Eti-
enne, og spilar í nýju húsnæði
Kolaportsins. Hljómsveitin er tríó
en hingað kemur þó tólf manna
hópur: tríóið, fimm aukaspilarar
og fjórir aðstoðarmenn. Hljóm-
sveitirnar Bubbleflies og Bong
munu hita upp hvor í sínu lagi og
saman sem Bobb. Sunnudags-
kvöldið 19. heldur Björk svo sína
fýrstu tónleika á íslandi síðan hún
varð að súperstjörnu með „De-
but“. Þetta verða fýrstu tónleikar
hennar á klakanum síðan Sykur-
molarnir spiluðu á Tunglinu í des-
P I ö t u d ó m a r
dr. Gunna
Magnús og Jóhann
Magnús og Jóhann
★★
„Oft fara félagamir fullnærri hættu-
mörkum væmninnar og skjóta yfir strikið
með sykurfroðu og vörumerkinu, skræku
röddunum, sem síðar urðu breskum upp-
tökumönnuin ástæða til að kalla félagana
„The Girls from Iceland“, þá þeir reyndu
að meika það með Change.“
Rcptilicus og The Hafler Trio
Designer Titne
?!
„Það þarf visst hugrekki til að gera
svona plötu, en ennþá meira hugrekki, já,
beinlínis fífldirfsku, til að hlusta á hana.“
Ýmsir
Algjört kúl
★
„Það væri réttlætanlegt að gefa þetta
safn út ef það væri selt undir þúsundkalli
en ekki á fullu verðL“
Ýmsir
Ringulreif
★
„í flestum tilfellum er útkoman áþekk
hljómfræðilegu legókubbahúsi; kubbam-
ir koma úr verksmiðjunni og hver sem er
getur byggt.“
Sagtmóðígur
Fegurðin, blómin ogguðdómurinn
★★★★
„Þeir spila eins og þeir eigi lífið að
leysa þótt kunnáttan sé ekki upp á fjöl-
marga FÍH-fiska. Þeir leggja fram fimm
verk, hvert öðm betra, sannkölluð svöðu-
sár á eym hvers tónelsks manns.“
Egill Ólafsson og LR
Tónlistin tirEvu Lunu
★★★★
„Egill reiðir fram sextán lög og söng-
texta sem halda sýningunni að miklu leyti
saman. Heima í stofu gerir platan líka sitt
gagn við að kippa manni í latínóliðinn.“
Nýdönsk og leikarar úr Þjóðleikhúsinu
Gauragangur
★★★
„í söngleikjum er víst lenska að „allir
syngi“ í viðlögum og það er þessi fjölda-
söngur sem einna helst dregur plötuna
niður.“
Elvis Costello
Brutal Youth
★★★
„Útkoman er besta plata Costellos í
háa herrans tíð. Elvis er frábær lagasmið-
ur og hér iðar allt af grípandi melódíum
og húrrandi fínum popplögum.“
Pavement
Crooked Rain Crooked Rain
★★★
„Platan er fínpússaðasta verk sveitar-
innar, en Pavement hefúr fínan húmor
sem skín í gegn eins og vessafullur fíla-
pcnsill á meikuðu yfirborði.“
Beck
Mellow Gold
★★★
„Textamir em sýrðir en sniðugir, oft
glórulaust þmgl sem þó meikar sens. í
tónlistinni ægir öllu saman í geggjuðum
grauti.“
Soundgarden
Superunknown
★★★
„Söngvarinn heldur stundum að hann
sé Plant og vælir á þennan leiðinlega háa-
C-hátt sem flest þungarokk er smitað af.
Tónlistin er þó það góð að maður fyrir-
gefúr honum vælið.“
Primal Scream
Give out but dont give up
★
„Þeir grúska ömgglega saman í plötu-
rekkum, finna eitthvað sem allir fíla og
scgja: „Svaka grúfi, svona skulum við gera
næst.“„
ember ’92. Á undan henni mun
besta tækjó-poppband Englands,
tríóið Underworld, íremja sinn
magnaða tækjaseið. I tengslum við
þessar flugeldasýningar eru Snorr-
arnir Eiður og Einar og Kiddi í
Hljómalind farnir til Englands að
spjalla við liðið fýrir næsta Extra-
blað, sem kemur út í bláendann á
maí. Einnig á að gera sjónvarpsþátt
um þessi þrjú alheitustu dæmi
P 0 P P
DR. GUIMIMI
Æðislegasta poppband Englands, Saint Etienne, kemur í byrjun
júní...
Lundúna, sem við fáum að berja
augum í júní. Maður segir bara
„vá“.
Afleiðingarnar af þessu eru þær
að hætt hefúr verið við tónleika
bandaríska pöbbabandsins Spin
Doctors, sem voru inni í myndinni
og áttu að verða 18. júní. Listahátíð
ætlar þó að gera sitthvað meira fýr-
ir rokkáhugafólk landsins og 16.
eða 17. verður slegið upp balli í
Höllinni þar sem ýmsir íslenskir
popparar skemmta. Eldra fólkið
mun svo væntanlega fá sitt líka og
óstaðfestar ífegnir herma að „kerl-
ingin með nefið“, Barbra Streis-
and, komi og haldi tónleika 18.
júní. Listahátíð þarf eflaust að
... og óstaðfestar fregnir
herma að „kerlingin með nef-
ið“, Barbra Streisand, komi og
haldi tónleika 18. júní.
punga vel út fyrir Barböru því
miðaverð á hverja tónleika í nýj-
ustu tónleikasyrpu hennar um
Bandaríkin var $350, 25 þúsund-
kall íslenskar.
Blóð, sviti og þráhyggja
IUICK CAVE AND
THE BAD SEEDS
LET LOVEIN
★★★★
Níunda plata Nicks Cave
er komin út. „Húrra fyr-
ir því,“ segja þeir sem
telja karlinn meistara. „ö“, segja
líka margir, „ég gæti alveg eins
hlustað á Tom Waits ef ég vildi
rauövínstónlist." Ég dreg ekki
dul á að bestu spretti sína átti
Nick með hinni albrjáluðu
rokksveit The Birthday Party í
byrjun síðasta áratugar. Sjaldan
hefúr'sveit farið jafnnálægt brún
almennrar geðveiki. Þessu fýlgdi
sukk og svínarí, heróín og við-
bjóður. Nick var á tíma andlegt
hræ. Á fýrstu sólóplötum hans
ríkti hráleiki vesældarinnar en með
meðferðum tókst Cave að sparka
sprautunni og tónlistin varð stima-
mjúk. Á „The Good Son“ ffá 1990
reyndi Nick að fara í velpússaða
glansskó Las Vegas-raularans Ge-
nes Pitney, en þar ríkti hælsæri.
„Henry’s Dream“ ffá ’92 var enn
máttlausari, lögin ómarkviss og
slöpp og greinilegt að það þurfti
meira en skóáburð.
Með nýju plötunni er Nick kom-
inn í sitt besta form síðan hann
spígsporaði vel stemmdur á „Ten-
der Prey“. Hann er ekki kominn í
„rokkskó“ heldur er hann berfætt-
ur og það halda honum engin
bönd. Áhætta og sköpunargleði
hafa læðst á ný í tónsmíðarnar og
það glittir í gömlu geðveikina.
Hrárri og kraftmeiri hefur Cave
ekki verið lengi og ljóst að hann
hefur gefist upp á að verða Las
Vegas-stjarna.
Nick semur öll lög nýju plötunn-
ar. Þar skríður hann á milli hrárra
ballaða og villtra rokklaga. Hann
hefur sjaldan verið jafn þaninn og
aðffamkominn. Það lekur sviti og
blóð af þessu meistaraverki. Ástin
er viðfangsefhið eins og alltaf áður.
Ekki nein vemmileg rósrauð klígja
heldur örvita og spiilt þrá sem end-
ar offar en ekki í blóðugu voða-
verki. Yfir textagerðinni sveima
púkar geðveikinnar, þráhyggja og
dimm ógn, sem Nick er orðinn út-
lærður í að túlka.
Hljómsveitin Vondu fræin hefur
vaðið með Nick í gegnum eld og
brennistein og sjaldan sýnt önnur
eins tilþrif. Þar er hver maður sjálf-
stæð eining. Mick Harvey hefur
hangið með Nick síðan þeir voru
ungir menn í listaskóla í Mel-
bourne. Hann spilar á allt eins
og vanalega, glúrinn galdra-
karl og tónlistarmaður af guðs
náð. Blixa sargar á gítarinn
eins og heimurinn sé að farast
og er orðinn flinkari en djöf-
ullinn að ná sem furðulegust-
um hljóðum úr brakinu. Die
Haut-Þjóðverjinn Thomas
Wydler lemur trommur og
Martyn Casey, sem áður lék
með Triffids, er kominn á
bassa. Enn einn Ástrali, Con-
way Savage, er svo kominn á
orgel. Platan var tekin upp í
London en fínpússuð í Mel-
bourne um síðustu jól. Tony
Cohen, sem vann mikið með
Birthday Party, pródúserar,
sem kannski skýrir að hluta
ferskleikann og kraftinn sem leikur
um þessa plötu. Fyrir áhugamenn
um ástralskt rokk er svo rétt að
benda á að nokkrir ástralskir snill-
ingar koma ffam sem gestir á plöt-
unni, þ.á m. David McComb, sem
áður leiddi The Triffids, og Tex
Perkins, sem lítur út eins og bif-
vélavirki og er einn nresti töffari
Ástralíu og ffábær tónlistarmaður.
Þótt Vondu ffæin séu að bauka
hvert í sínu horninu sameinast þau
alltaf í beinskeyttri en tilrauna-
kenndri tónsúpu. Nick er þó aðal-
kokkurinn sem kemur með upp-
skriftirnar, leggur línurnar fýrir
þessa tíu rétta veislumáltíð.
Þótt árið sé ekki hálfnað er hér
kominn sterkur kandídat í „bestu
plötur ársins“-útskriftina. Nick er
kominn heim í heiðardal rokkhel-
vítisins.
Engin lækning í s j ónmáli hér
óháði listinn
20 vinsælustu lögin á íslandi
Hljömsveit Vikur
lt Ain't Hard to Tell
•NAS 3
2. (2) Oblivion
• •Terrorvision 4
3. (5) Black Hole Sun •••••••••••••‘Soundgarden 4
4. (9)
•Eric Morillo 2
5. (1) Do You Remember the First Time
•Pulp 4
6. (10) Jailbird 1
7. (—) So What
•Primal Scream 3
•Waltari 1
8. (6) Slowfinger ••••............Transglobal Underground 4
9. (7 Party in the Sky.....................Inspiral Carpets 4
10. i 12) Gotta Lotta Love
11. (17) Do You Love Me
•lce T 2
■Nick Cave 2
12. i.2'0)
•Fluke 2
13. ;—: The Theme
•Sabres of Paradise 1
14. ;18i Up to Our Hips
•Charlatans 2
15. ..191
■Madder Rose 2
16. 3' l'm Kurious
•Kurious 5
17. 16 Teenage Sensation
•Credit to the Nation 2
18. 11} Hobo Humpín (Slobo Babe) <
Whale 5
19. 13. Supersonic
•Oasis 7
Get Undressed
■Idha 1
Vinsældalisti X-ins og
PRESSUNNAR er leikinn
á X-inu klukkan tólf á
hádegi á hverjum
fimmtudegi þegar
PRESSAN er komin út.
Vinsældavaliö fer fram í
síma 626977 virka daga
klukkan 9-17.
Vertu meö í að velja
tuttugu vinsælustu lög-
in á islandi.
Party Zone
Kiddi kanína
VíRs«stóalÍ5tf X-trus og FftESSUNííAft er vafúm at Wustendtsm atfcva&ðtiro
framnafí3ssköla«efT!«5«öa í samvtnnu vtd íist3fetág skotónna eg uppiýsmgum pfotu-
sftúða á danshúsum ðaejarrns ■jgr, vinsaefustu login. \Ltner í.sviga visa tl sætts i
iista » siðustu vðcu
MORPHINE
CUREF0R PAIN
★★★
Frá þeim rólega háskólabæ
Boston hefúr ýmislegt gott
komið á síðustu árum, t.d.
sveitirnar Pixies og Throwing
Muses og allt það sem þeim fylgir.
Nýjasta Boston-sveitin sem vakið
hefúr lukku er tríóið Morphine.
Þeir eru með sömu hljóðfæraskip-
an og gömlu vísindamennirnir í
Jonee Jonee, láta sér nægja tromm-
ur, tveggja strengja bassa og sax-
ófón, og svo syngur bassaleikarinn.
Tónlistin hér, líkt á fyrri plötunni,
er nokkuð ffumlegt rokk, vistvæn
blanda af hráu vaggi og vafasöm-
um kokkteildjassi. Þrátt fyrir stríp-
aða uppbyggingu er tónlistin ekld
einhæf heldur duttlungafúll og
margbreytileg enda leikið á fjöl-
mörg hljóðfæri í hljóðverinu.
Morphine setur sig i ýmsar stell-
ingar. Ljúfar tregaballöður,
grimmilegir keyrsluhundar og sval-
ir fingrasmellir byggja upp fina
plötu sem þó vex ekki með tíman-
um heldur storlcnar í minningunni
og verður aldrei annað en ágæt; fer
ekld á nógu gott flug til að geta tal-
ist æðisleg. Eitt lag magnar þó upp
sælutilfinningu: það er erfitt að
sitja kyrr þegar lagið „Buena“ rífur
sig laust og engist eins og humar í
potti. Þessu snilldarlagi fylgir þó ís-
köld gusa yfirvegaðra gáfumanna-
laga sem ná ekki í dingulinn á
Ef rokkbransinn er sjúkur er
engin lækning í sjónmáli hér. Þetta
er fint til að hlusta á með bók í ryk-
ugum dívani eða sem baktjalda-
tónlist í spekingslegum umræðu-
hópi. Tónlistin líður hjá eins og
feiminn draugur á morfíni og gæti,
þótt ágæt sé, orðið enn betri ef
lagasmíðarnar væru sterkari og
hnitmiðaðri.
8B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 5. MAÍ1994