Pressan - 05.05.1994, Síða 9

Pressan - 05.05.1994, Síða 9
A hringekju listalífsins Y N D L I S T GUIXIIMAR J. ARIMASOIM ,Þetta er kostulegt uppátœki, en alveg í samræmi við viðfangsejhi og fyrri sýningar Ólafs. “ Geðfellt byrj andaverk ÓLAFUR GÍSLASON KJARVALSSTÖÐUM í suttu máli: Ólafur leikur á kerfið en kerfið hefur bet- ur. ganginum milli sýningarsala á Kjarvalsstöðum hefur staðið nokkuð sérkennileg sýning. Á víð og dreif um ganginn standa hvítir sýningarstöplar inni í tveggja metra háum plexíglershlíf- um, og á stöplunum standa vín- glös, sem virðast hafa verið skilin eftir af handahófi. Enda var sú raunin. Svo vill til að þessi sýning er sýning á annarri sýningu sem var í Helsinki síðastliðið haust (sem ég minntist reyndar á á sín- um tíma á síðum PRESSUNNAR). Réttara væri að segja að þetta væri sýning á opnuti á sýningu Ólafs Gíslasonar í Norrænu listam- iðsöðinni í Sveaborg, enda heitir þessi sýning „Vernissage" eða „Opnun“. Á sínum tíma í Helsinki var sýningargestum boðið á sýn- ingu þar sem eingöngu voru sýn- ingarstöplar, en engin eiginleg listaverk. Sýningargestir létu það ekkert á sig fá og dreyptu á víni, óafvitandi að þeir væru þátttak- endur í að fuflbúa sýningu, sem ætti ekki aðeins að standa í Hels- inki, heldur einnig í Kaupmanna- höfn og Reykjavík. Þegar líða tók á opnunina urðu sýningargestir þreyttir á að halda á glösum sínum. Einhver óprúttinn náungi lagði þá glasið sitt á einn stöpulinn, sem var eina sýnilega ummerkið um lista- verk á staðnum. Þrátt fýrir að slík hegðun þætti, undir venjulegum kringumstæðum, óviðunandi um- gengni á sýningaropnun fóru flest- ir sýningargesta að dæmi hans og brátt tók glösum að fjölga á stöpl- unum og loks var svo komið að flestöll glösin höfðu vérið skilin eft- ir á þeim. Þar stóðu síðan glösin með víndreggjum sem eftir var sýningar í Helsinki, enda var það ætlun Ólafs ffá upphafi, án vitund- ar opnunargesta. Staðsetning glas- anna var nákvæmlega skráð og sýningin (opnunin?) sett upp í Kaupmannahöfn í vetur, þar sem glösin voru með áfasta miða eins og sýningargripir. En hér í Reykja- vík er stöplunum með glösum komið fyrir í glerskáp eins og safh- gripum. ENGLASPIL HELGA ARNALDS 10 FINGUR ★★★ Brúðuleikhúsið 10 fingur er að uppistöðunni til aðeins ein manneskja. Það er Helga Arnalds, sem býr til brúðurnar, semur verkin, gerir leikmyndina og leikur öll hlutverkin með hjálp brúðanna. í Englaspili nýtur hún aðstoðar leikstjórans Ásu Hlínar Svavarsdóttur og hefur samvinna þeirra tekist með miklum ágætum. Helga lærði til brúðuleikhúss á Spáni, ef mig misminnir ekki, og flytur heim með sér ferska strauma sem eru velþegin viðbót við blóm- lega starfsemi íslensks brúðuleik- húss. Leikhúsið hennar 10 fingur er hálfgert vasaleikhús, hannað til þess að auðvelt sé að setja upp sýn- ingar hvar sem er með lítifli fyrir- höfh. Og yngstu áhorfendurnir kunna vel að meta þennan einfald- leika sem gefur ímyndunaraflinu byr undir vængi og gerir þau að virkum þátttakendum í sköpun Þetta er kostulegt uppátæki, en alveg í samræmi við viðfangsefni og fýrri sýningar Ólafs. Það hefur verið gaman að fylgjast með því sem Ólafur hefur tekið upp á og þessi röð sýninga er viðamesta verkefni hans til þessa. Það er ekki sýningarinnar. Leikritið Englaspil segir ffá lítilli einmana stúlku, Veru, sem sviðset- ur sínar eigin hugarflugur í þvotta- húsinu heima hjá sér og kemst að því að það er engin ástæða til að vera einmana. Allt sem þarf til að ráða bót á einmanaleikanum er dá- lítið ímyndunarafl. Og með aðstoð þess breytist gólftuskan í grimm- lynda norn, blúndukjóll í flug- hræddan engil og sokkabuxur í púka sem langar þessi ósköp til að verða góður. Engfllinn hlýtur nafn- ið Gabríel og púkinn Lúsífer og saman leggja þeir í áhættusama ferð eftir hálum brautum regnbog- ans, til að finna Guð og biðja hann hjálpar í vandræðum sínum. Gólf- tuskan Gremja grámygla gerir allt sem í hennar valdi stendur til að eyðileggja þá för, en með hjálp regnbogaverunnar og barnanna í salnum tekst þeim félögum að ná fundi Guðs og fá þar staðfestingu á því að spurningin snýst ekki um langanir heldur ffamkvæmd og að Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Verkið er þannig í hefðbundn- við því að búast að myndlist Ólafs laði til sín þá sem vilja hafa listina einfalda: hreina og beina olíuliti á striga, takk fýrir! Ólafur er samt að fást við hluti sem eiga sér nokkuð langa sögu í nútímamyndlist, teygja sig aftur til Duchamps, voru um dæmisögustíl og ekki nýstár- legt eða ffamúrstefnulegt á neinn hátt, en það er vel skrifað og á góðu máli og mörgum þrepum fýrir ofan þá heimsku og brussu- gang sem svo vinsælt er að bjóða börnum uppá. Brúðurnar eru ein- faldar en hugvitssamlega og vel unnar og flutningur Helgu er í alla staði tíl fýrirmyndar. Henni tekst að skapa sjálfstæða og eftirminni- lega persónu úr hverju hlutverki og gæða þau því lífi að börnunum töluvert á döfinni á sjöunda og átt- unda áratugnum meðal lista- manna eins og Hans Haacke og Daniels Burens (sem sýndi hér á síðustu listahátíð), en af yngri lista- mönum kemur Allan McCollum upp í hugann. Ólafúr er ekki að fást við list um list sem einangrað fýrirbæri, heldur er þetta ffekar sýning um sýningar sem félagslegt fýrirbæri. Það er hið listræna at- hæfi sem kemur ffam í samskipt- um innan listheimsins sem Ólafur er að afhjúpa hér. Það sem liggur í loftinu á þessari sýningu er að list, sem afmörkuðu fyrirbæri í menningunni, er haldið saman af stofnunum og einhvers konar félagslegum sáttmála. Opn- unin er eins og vígsluathöfh þar sem inngöngu listaverksins (og listamannsins) í samfélag listarinn- ar er fagnað. Vínglösin eru einmitt tákn um mannfagnað við hátíðleg tækifæri. Þeirri spurningu má velta fýrir sér í samhengi við sýningu Ólafs, hvort opnanir og annað umstang listalífsins nægi til að gera fram- leiðslu eða athöfn að listaverki. Er það opnunin sem skýrir tilvist list- arinnar eða listin sem skýrir tilvist opnunarinnar? Er nóg að „réttir“ aðilar „skíri" einhvern hlut í nafni listarinnar til að sá hlutur teljist þar með listaverk? Þetta eru spurning- ar sem hafa orðið áleitnar í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í alþjóðlegu myndlistarlífi undanfarinna áratuga. Engin svör er að finna á sýningu Ólafs (enda ekki að búast við svörum á mynd- listarsýningu), það er frekar að hún geri sambandið milli listalífsins og listarinnar ennþá dularfýllra. Með því að gera þennan tiltekna við- burð í listalífinu, opnunina, að safngrip er enn frekar verið að staðfesta þýðingu viðburðarins í menningarlífinu. Ef sýningin á að vera krítískt andsvar við valdi menningarapparatsins til að lyfta nánast hvaða hlut sem er á stall menningargæða, þá missir hún marks. Hún staðfestir miklu ffem- ur vald opinberra menningarstofti- ana, eins og Kjarvalsstaða, þar sem sýningin er stödd, og gerir það enn óræðara. Það kostulega við þessa sýningu er að Ólaftir notar „kerfið“ til að upphefja sjálft sig, með því að gera opnun á opinberum sýningar- stað að safngrip á öðrum sýningar- stað. finnst að sýningu lokinni að brúð- urnar hafi í raun verið lifandi ein- staklingar. Leikmyndin er að sama skapi einföld, aðeins mismunandi litar efhisræmur á snúru, en verður í útfærslu Helgu að ævintýralandi regnbogans þar sem allt er mögu- legt og allir draumar geta ræst. Og það geta þeir líka með hjálp ákveðninnar, viljans og kjarksins eins og ffumkvæði Helgu Arnalds ber gleggstan vott um. GUÐRÚN H. EIRÍKSDÓTTIR RÖNDÓTTIR SPÓAR VAKA-HELGAFELL 1994 ★★ Röndóttir spóar er níunda bókin sem hlýtur hin ís- lensku barnabókaverðlaun Vöku-Helgafells. Það má hrósa forlaginu fýrir þessa verðlauna- samkeppni, sem skilað hefur mörgum ágætum skáldverkum til barna. Ein bók sem verðlaun hlaut í þessari samkeppni ber þó af öðr- um og það er Benjam- ín dúfa eft- ir Friðrik Erlingsson, s é r I e g a glæsileg bók og b e s t a barnabók sem skrif- uð hefur verið hér á landi í háa h e r r a n s tíð. Hana hefði vel mátt tO- nefrta til Islensku b ó k - mennta- verðlaun- anna. Ég held að það sé örugglega rétt hjá mér að oft- ar en ekki h e f u r verðlauna- bók þess- arar sam- k e p p n i reynst vera f y r s t a skáldverk höfundar. Svo er einnig að þ e s s u sinni. I fýrstu bók Guð- rúnar H. Eiríksdótt- ur, Rönd- ó t t u m s p ó u m , segir ffá ævintýrum sex barna. Kynjaskiptingin er jöfh, þrír strák- ar, þrjár stelpur. Strákarnir eru að byggja byrgi og stelpurnar kofa. Eftir nokkrar erjur milli kynjanna tekst með þeim góð vinátta og þau stofna saman leynifélagið Rönd- ótta spóa. I bókinni hljóma kunugleg stef. Þarna er nýi strákurinn sem fellur ekki inn í hóp skólafélaganna og býr við erfiðar heimUisaðstæður en vinátta og skilningur nokkurra barna færa honum kjark tU að tak- ast á við aðstæður sínar. Þarna má einnig finna hinn nauðsynlega ferðafélaga allra barna í ævintýra- leit, hundinn, sem nú gegnir nafn- inu Skuggi. Krakkarnir sem eru hér í aðal- hlutverkum eru ekki sérlega litríkir persónuleikar, þá skortir tilfinnan- lega sterk persónueinkenni og renna of mikið saman í eitt. Kannski er það þess vegna sem hundurinn reynist eftirminnileg- asta persóna bókarinnar. í sögunni er hann jú sá eini af sínu kyni. Bókin fer hægt af stað og það er eins og höfundur hafi í byrjun átt í nokkrum erfiðleikum með að finna réttan takt. Hann sækir þó í sig veðrið þegar líða fer á sögu og seinni hluti bókarinnar tekur þeim fýrri fram. Höfundi tekst reyndar ekki að gæða bókina nægilegri spennu þótt þeir atburðir sem lýst er bjóði upp á aUnokkur tilþrif í þá átt. Atburðarásin er ofúr fýrirsjá- anleg og manni finnst óneitanlega að maður hafi lesið þetta aUt sam- an ótal oft áður í barnæsku. Hins vegar er ekkert í þessari bók sem kaUa mætti verulega slæmt eða illa gert. Það sem helst vinnur með bókinni er sú hlýja og sá innUeiki sem höfúndur virðist hafa lagt í verk sitt og bætir að nokkru upp skort á frumleika og tækni. Sumar bækur bera með sér gott hugarfar höfundar síns og mér finnst það eiga við um þessa bók og tel það styrk bókarinnar. Þessi fýrsta bók Guðrúnar er geðfellt byrjandaverk með falleg- um boðskap, en sem verðug verð- launabók stendur það ekki nægi- lega vel undir nafni. Púkar og englar í regnbogaferð „Samvinna HelguArnalds ogÁsu Hlínar Svavarsdóttur hefur tekist með miklum ágætum. “ Bókmenntir KOLBRUIU BERGÞÓRSDÓTTIR „Þetta er geðfellt byrjandaverk með fallegum boðskap, en sem verðug verðlaunabók stendur það ekki nœgilega vel undir nafni. “ FIMMTUDAGURINN 5. MAÍ1994 PRE$SAN $3

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.