Pressan - 05.05.1994, Side 12

Pressan - 05.05.1994, Side 12
B ö I I • AMMA LÚ Alvaran le.ikur á föstu- dagskvöld og auk [)ess Örn Árnason, hinn tekjuhái. Örn Árna og diskó á laugardagskvöldið. • BLÚSBARINN Oaniel Cassidy fiðla og fjöiskylda hans á fimmtudags- kvöld, Bláeygt sakleysi föstudags- og laugardagskvöld. • CAFÉ BÓHEM, VENUS Bukowski- kvöld á fimmtudagskvöld. Diskótek og formleg opnun á nýju diskóteki á laugardagskvöld með helling af góð- um diskótekurum. • CAFÉ ROMANCE lan hinn breski heldur áfram að leika undir glösum. • CAFÉ ROYAL, Hafnarfirði Grunaðir um tónlist á fimmtudagskvöld. • DANSHÚSIÐ, Glæsibæ Gleðigjaf- arnir; André Bachmann og Ellý Vil- hjálms, á laugardagskvöldið. • FEITI DVERGURINN Rokk- og gleðisveitin Þú ert leikur á föstudags- og laugardagskvöld. • FOSSINN, Garðabæ Þuríður Sig. og Vanir menn alla helgina. • FÓGETINN Halli Reynis á fimmtu- dagskvöld. Djasstríó Reynis Sigurðs- sonar á háaloftinu sama kvöld, en þeir ætla að spila suðrænan sveiflu- djass. Tríóið skipa auk Reynis þeir Þórður Högnason og Stephan von Osterhold. Jón Ingólfsson trúbador spilar frá föstudegi fram á sunnudag. • GAUKUR Á STÖNG Hunang frá Ak- ureyri fimmtudags- og föstudags- kvöld. Synir Raspútíns laugardags- og sunnudagskvöld. • HÓTEL ÍSLAND Harmónikkuhátíð '94 á föstudagskvöld. Sumargleðin á laugardagskvöld. • HÓTEL SAGA Þjóðhátíðardagskrá- in í næstsiðasta sinn og hjómsveitin Saga Class leikur fyrir dansi á laugar- dagskvöldið. Birgir Tryggva og Þor- valdur Halldórsson á Mímisbarnum föstudags- og laugardagskvöld. • HRESSÓ Wool.TjalzGKurog Cranium allar saman á fimmtudags- kvöld. Ekkert annað markvert um helgina. • RAUDA LJÓNID Léttir sprettir föstudags- og laugardagskvöld. • SÓLON ÍSLANDUS Kokkteilpinn- arnir, þeir Atli Geir Grétarsson og Hjörtur Howser, á föstudags- og laugardagskvöld. • TURNHÚSIÐ Eyjólfur Kristjánsson og Ingi Gunnar Jóhannesson á föstu- dagskvöld. Valdimar Örn Flygenring gosi í trúbadorstellingum á laugar- dagskvöld. Bjarni Tryggva augljós- lega kominn til að vera á sunnudags- kvöld. • TVEIR VINIR Kvennahljómsveitin Jarþrúður á fimmtudagskvöld, en eft- ir því sem PRESSAN kemst næst verður hún á Nordisk Forum i Ábo í Finnlandi i ágúst. Þær eru góðar stelpurnar. Elvis-kvöld á laugardagskvöld. Und- irbúningur og skráning á föstudags- kvöld. • ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN Leik- húsbandiðumhelgina. SVEITABÖLL • ÁSLÁKUR, Mosfellsbæ Mæddir og væmnir rokkarar úr Mæðusöngva- sveitinni föstudags- og laugardags- kvöld. • GJÁIN, Selfossi Sniglabandið föstudagskvöld. • HÓTEL LÆKUR, Siglufirði Bubbi og atvinnuleysið á föstudagskvöld. Bubbi verður á Skagaströnd á laug- ardagskvöld og á Hvammstanga kvöldið eftir. • HÓTEL MÆLIFELL, Sauðárkróki Black out sýnir sinar bestu hliðar á föstudagskvöld. • LANGISANDUR, Akranesi Snigla- bandið í heilu lagi á laugardagskvöld. • SJALLINN, Akureyri Rúnar Þór í kjallara á fimmtudagskvöld og Bubbi með atvinnuleysistónleika uppi. Á föstudagskvöld verður diskótek en á laugardagskvöldið dregurtil tíðinda. Þá munu Geirmundur Valtýsson og saumaklúbbamir sjá um skemmtun- ina. • 1929, Akureyri Black out hrellir norðanmenn á laugardagskvöld. Q Z 2E Sófa- og svefnherbergismyndir „Ef ég efaðist alltaf um eigið gildi þá myndi ég bara þegja og horfa út í loftið.* Myndlistarkonan Elín Magnúsdóttir hleypir sinni elleftu myndlistar- sýningu af stokkunum næstkom- andi laugardag í Gallerí einn einn. Hún leggur sérstaka áherslu á er- ótískar vatnslitamyndir og þema sýningarinnar er sófa- og svefnher- bergismyndir. Hvað þýðir það? „Þetta er svona það sem gerist effir miðnætti. Ég hef verið að mála það sem við sjáum ekki dags dag- lega heldur ffekar mína eigin fant- asíu um erótíska heiminn, tilfinn- ingar og fólk — samskipti fólks. Textinn með myndunum vísar þó frekar til þess sem er að gerast í líf- inu sjálfu — meira heimspekilegar pælingar um lífið eins og það er.“ Elín lærði í Myndlistaskóla ís- lands, var í eitt ár í Hollandi í AKI- akademíunni og síðan í Gerrit Ri- etveldt-akademíunni í Amsterdam og lauk þaðan prófi 1987. Síðan hefur hún unnið að myndlist svo til eingöngu. „Ég hef farið í gegn- um ákveðinn þroskaferil í lífi mínu og nú er ég svona að líta í eigin barm og skoða veröldina út frá því sjónarhorni. Ég er að reyna að lyfta mér svolítið upp fýrir hversdags- leikann og inn í draumaheim þar sem við leitum dálítið á önnur mið, t.d. inn í samskipti við hitt kynið, og sleppum okkur lausum og lifum okkur inn í smáhvíld frá amstri dagsins." Vinrturðu sérstaklega út frá þínu eigin sjónarhorni og þá sjónarhóli konunnar? „Já. Ég horfi á samskipti fólks og reyni að draga ályktanir út frá því — eiginlega út ffá fallegum form- um og litum.“ Elín leitar mikið affur til alda- móta um innblástur og þá í smiðju Toulouse-Lautrecs, sem hún kallar lærimeistara sinn. Toulouse- Lautrec málaði mikið á ffanska kaffihúsamenningartímanum í kringum síðustu aldamót. Hann dvaldi t.d. meðal vændiskvenna og teiknaði þær mikið. Elín leggur áherslu á að fólk þurfi ekkert að vita ffæðilega um myndlist. „Ég legg ríka áherslu á að fólk upplifi myndlist með hjartanu — með tilfinningum sínunr og skynbragði — og dæmi út ffá því. lil að kveðja kjöt og bein Charles Bukowski ætlar skemmti- staðurinn Bóhem að halda hóf í kvöld, 5. maí. Af því til- efni hringdi PRESSAN í Einar Kárason rithöfund til að forvitnast um umræddan mann. Hvernig týpa var Bukowski? Einar sagðist ekki hafa þekkt hann neitt persónulega en gat þó ffætt okkur nokkuð um hann. „Hann var svona góður náungi. Hann var fyllibytta og var af lágum þjóðfélagsstéttum. Hann hafði fýrirlitningu á meðalhegðun, þ.e.a.s. fólki sem stritast við að lifa heiðarlegu lífi en hefur ekkert uppúr því og lifir við fátækt og fáffæði allt sitt líf. Hann skemmti sér þó vel og hugarflugið hjálp- aði honum mikið. T.d. þegar hann var að vinna á ömurlegum vinnustað, þá gerði hann óspart grín að sjálfúm sér og starfs- mönnum vinnustaðarins í huganum. Hann var ekki ruglaður eins og margir halda, því hann var mjög klár, stílisti og mikill hæfileikamaður. Hann skrifaði 30-40 bækur og var víða vinsæll, en sá lítið af peningum fyrr en undir það síðasta. Hann gekk í lörfum, keyrði á druslum og bjó í hreysum.“ Að mati Einars er besta bók Bukowskis bókin Factotum. Sú bók er hluti af trílógíu sem er byggð á ævi höfundar. Hann gaf einnig út margar ljóðabækur og Éinar segir að mörg ljóðanna séu frábær. PRESSAN spurði hann hvort hann hefði viljað fara með Bukowski á fyllerí og svaraði hann því að hann héldi að hann hefði gert það, — hvað svo sem það þýðir. Einar segist ekki geta borið Bukowski saman við neinn íslenskan samtímahöfund, enda sé hann af allt öðrum þjóðflokki en þeir. I kvöld ætlar Einar að lesa upp ljóð sem hann hefur þýtt eftir Bukowski. Meðal annarra sem koma fram á Bóhem í kvöld eru Gerður Kristný, Didda, Hilmar Örn Hilmarsson, Súkkat, Inri, Séra ísleif- ur og Énglabörnin og Hjörtur J., sem á heiðurinn af kvöldinu. Ingibjörg Halldórsdóttir og Sigrún Elíasdóttir, nemendur í Varma- landsskóla í Borgarfiröi, í starfskynningu á PRESSUNNI. ki Það er allt of algengt að fólk telji sig ekki geta tjáð sig um myndlisl vegna þess að það hafi ekki fræði- lega þekkingu á henni. Það skiptii miklu máli fyrir mig að mála ffá degi til dags og standa með því sem ég geri í dag og láta það standa. Þetta er svona óslitinn þróunarfer- ill. Ef ég efaðist alltaf um eigið gildi myndi ég bara þegja og horfa út i loffið.“ Bergdís Sigurðardóttii V ] [ Ð M/ELUM MEÐ : ... Síðu hári. Reyndar ekki mjög aktúelt með hækkandi sól en samt — það er orðið lummó að vera með klippt upp í hnakka. Það minnir fúllmikið á diskótískuna og er nett til bóbósins. ... Appóló. Sætur og góður kokkteill sem var upp á sitt besta þegar Sigtún var og hét. Drekkið tvö glös í einu og þá þarf ekki meir. Góður fyrir nostalgíutrippara. ... Sveitum landsins. í við- tækustu merkingu. Það að vera sveitó hefúr ekki sömu merkingu og áður. I stað merkingarinnar lummó er sveitó nú töff. Til sveita er að finna eina eðlilega fólkið sem eftir er á íslandi. Og ilmandi fjósa- lykt er til marks um alvörumennsku sem gefúr skít í þær tildurrófur sem hafa komið efnahagnum á kaldan klaka með afætustarfsemi. ... Sígarettum, vindlum og reykjarpípum. Á þessum reyklausa degi er rétt að blása fram- an í alla fasistana. ... Leðuijökkum. Alltafjaín- hipp. Klikka aldrei og eiga við í hvaða veðri sem er. Alltaf gaman að fara í leður og finna fyrir villidýrinu í sjálfum sér. 12B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 5. MAÍ 1994

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.