Pressan - 05.05.1994, Síða 15
DRAUGASÖGUR OG NEYÐARLEGAR UPPÁKOMUR:
1„Það sem fer mest í taugarnar á mér þegar ég fer út að borða er þegar maðurinn á næsta
afmæli. Það er algjör tremmi. Það er svo sem ekkert upp á þjónustufólkið að klaga en það
að syngja. Einhvern veginn tekst því að klúðra laglínunni í: „Hann/Hún á afmæli í dag“.“
„Á Litlu-Ítalíu var spurt hvort pastað væri ekki öruggtega ferskt og búið til á staðnum,
munnbita var spurt aftur, þá kom í Ijós að þetta var pakkapasta. Maður var sem sagt að borga þúsundkall fyrir eitt-
hvað sem kostaði fimmtíukall. Á næsta borði sátu menn og hnakkrifust og létu ótrúlegustu fúkyrði ganga hvor yfir
annan. Þegar þjónninn var beðinn að tala við þá til að lækka í þeim hávaðann var svarið: „Nei, þeir eru svo fullir að
það er ekki hægt.“„
„Þetta kom ekki fyrir mig, heldur góða vini mína. Þau voru í sumarleyfi og sátu og snæddu lambasteik í Staðar-
skála í Hrútafirði. Þá komu þangað inn Stefán Valgeirsson og frú — í jogginggöllum."
„Ég fór einu sinni með fólki á Þrjá Frakka. Þetta átti að vera mjög fínt kvöld í tilefni brúðkaups. Við reyndum að
láta Irtið fyrir okkur fara og vorum að koma okkur fyrir í einu horninu. Til að gera þetta meira kósí og lókal fór ein
daman í hópnum í það að draga saman tvö borð. Borðin þar voru nokkuð massrf, þykk marmaraplata og járnfótur
undir. Hún í sakleysi sínu dregur borðið af stað en gleymst hafði að skrúfa fótinn við plötuna. Platan fór niður á gólf,
splundraðist um allan staðinn og... það má ímynda sér restina. En ég dáðist alttaf af þjónunum sem gátu látið eins
og þetta hefði verið vatnsglas sem fór í gólfið.“
„Þetta gerðist á Holtinu. Ástæðan fyrir komu okkar þangað var að sýna erlendum bissness-manni það besta sem
ísland hefur upp á að bjóða. Maturinn var frábær og þjónustan eins og best verður á kosið. Allt var pottþétt. Nema
hvað við næsta borð sat hópur fólks og þar á meðal glæsileg ung stúlka. Eftir matinn færðu allir sig yfir í koníaks-
stofuna nema hvað glæsilega konan komst ekki nema hálfa leið. Hún skilaði matnum á leiðinni fyrir framan altt og
alla á rauða teppið. Þetta var hræðileg uppákoma, sérstaklega fyrir þjónana. Við hlógum ekkert smávegis, ekki að
stúlkugreyinu heldur að þjónunum. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á þeim, en þeir reyndu þó hvað þeir gátu að láta
Ieins og ekkert hefði í skorist og þurrka upp af teppinu."
„Besta slátrun á veitingastað var þegar Hafmeyjunni var slátrað af Jónasi Kristjánssyni. Staðinn sóttu að meðaltali
fjórir á dag fyrir slátrunina en eftir hana mætti enginn og staðurinn fór á hausinn."
mm 11 wwaari i»' .twi w^wiiiniinnwyr........ ' ....
borði á Hard Rock Café á
er ekki beint til þess fallið
svarið var „jú“. Eftir einn
Þeir verstu
Rétt er að taka það fram að smekk-
ur manna er misjafn og nokkrir
staðir lenda beggja vegna striksins.
Hér er enginn Stóridómur á ferð-
inni, en þetta nefndu sælkerarnir:
PASTA BASTA ®*»
„Maturinn er oftast ókey hjá þeim
en það er svona einhvers konar
Síberíuloftslag þarna þannig að það
er ólíft þarna út af kulda. Þjónustan
er áhugalaus. Maður þarf að leggja
mikið á sig til að ná athygli þjón-
anna.“
„Reyndar með besta brauðið í
bænum en þá er það upptalið. Sigl-
ir undir fölsku flaggi sem pasta-
staður.“
„Það er sama hvað borðað er þar;
það verður allt að einum stórum
hveitiklumpi í maganum á manni.“
ASÍA »*»
„Ömurlegur staður. Maður stinkar
eins og áma þegar maður kemur
þaðan út — steiktur alveg í gegn.“
„Það sem þeir eru að gera er álíka
mikill Kínamatur og Bæjarins
bestu.“
„Hann er svo óekta. Maturinn þar
er bara ekki góður á bragðið. Þjón-
ustan er ágæt en umhverfið er
óspennandi.“
GRILLIÐ Á HÓTEL SÖGU S®
„Ömurleg þjónusta og maturinn
ekki góður. í bæði skiptin sem ég
hef farið þangað hef ég nagað mig í
handarbökin yfir að hafa ekki farið
á Múlakaffi.“
„Alltof íhaldssamir, bjóða ekki einu
sinni upp á almennilegt kaffi. Þjón-
ustan er gersamlega sterilíseruð.
Hefði alla burði til að vera í hópi
bestu staðanna. Best staðsetta veit-
ingahús í bænum.“
A. HANSEN »9
„Takið með ykkur nesti ef svo ólík-
lega vill til að þið hafið mælt ykkur
mót við einhvern þar.“
„Þar fékk ég einu sinni ís, skreyttan
með agúrkusneiðum.“
ÍTALÍA » S
„Þar er heitt og þröngt.“
„Maður er orðinn vel bakaður
sjálfur löngu áður en maturinn
kemur.“
PÍSA ®®
„Þeir hafa gleymt að taka til. Pizz-
urnar eru einhverjar þær verstu í
bænum.“
„Hefur dalað mjög.“
LITLA-ÍTALÍA ®
„Staðurinn er blekking ffá upphafi
til enda.“
MARHABA »
„Verðlagningin er langt fyrir ofan
gæði staðarins. Þjónustan er
hörmulega léleg. Við pöntuðum
okkur rauðvínsflösku með matn-
um. Fyrst fengum við rósavín, sem
er nú kannski ekki svo alvarlegt, en
þá kemur þjónninn með fjóra mín-
íatúra (eins og maður fær í flugvél-
um). Við fáum þá útskýringu að
stóru flöskurnar séu búnar og er-
um ekki einu sinni beðin afsökun-
ar. Þetta var eins og maður væri að
leika í falinni myndavél eða ein-
hverri skopmynd.“
VERDI ®
„Reyndar fékk ég nú ágætis mat en
staðurinn er alveg ótrúlega hallær-
islegur — algjör brandari. Þegar við
komum þarna inn var engin tón-
list. Við vorum bara ein þarna. Svo
var sett einhver tónlist á sem betur
hefði verið látið ógert því græjurn-
ar voru eitthvað bilaðar og ekkert
nema skruðningar í hátölurunum.“
POTTURINN OG PANNAN 9
„Það er hrikalega þreyttur staður.
Maturinn er eins og amma hefði
gert hann og maður hefði tuðað yf-
ir því — svolítið brasaður.“
MULAKAFFI ®
„Slá sjálfum sér við í ógeðslegheit-
um á hverjum degi.“
MACDONALD’S ®
„Það verður að játast að þar hef ég
ekki étið en komið þar inn og það
var alveg nóg.“
BÚMANNSKLUKKAN *
„Þar eru einhverjir skyrréttir sem
hljóma sem ágæt hugmynd en eru
ekki góðir á bragðið. Skyr með öllu
virðist vera þeirra mottó.“
PIZZAHÚSIÐ »
„Voðalega neikvætt. Maður kemur
svona sæmilega klæddur en það er
fyla af manni þegar maður fer.
Annars finnst mér pizzastaðir al-
mennt slæmir matsölustaðir.“
RAUÐA UÓNIÐ ®
„Þar var einu sinni borin fyrir mig
önd sem hefði ekki látið á sjá við
vetnissprengju.“
KÍNAHOFIÐ »
„Þeim stað mun ég seint fyirrgefa
magapínuna.“
TOM MABORGARAR Á UEKJAR-
TORGI ®
„Hann er alltof brasaður."
ASKUR ®
„Það er reyndar alveg á mörkunum
að sá staður geti talist veitingastað-
ur. Salatbarir þar sem maður
stendur í biðröð og nær sér í súpu
og salat eru alveg hrikalega súrir.“
JARLINN S
„Hamborgaramir eru eins og illa
marínerað hvalkjöt og þráabragð af
ffönskunum.“
LA CAFÉ ®
„Ágætir í hamborgurum, en ættu
ekki að gefa sig út fyrir að vera al-
vöruveitingastaður."
MONGOLIAN BAR-B-Q »
„Eitthvað við matseldina sem skilur
mann effir uppþembdan.“
SVARTA PANNAN »
„Fyrir siðleysi í viðskiptum."
CAFÉ ÓPERA ®
„Bæði maturinn og þjónustan hef-
ur sett verulega ofan.“
SKÍÐASKÁLINN »
„Ef maturinn er ekki kaldur þá er
allt annað að.“
BRÚ í HRÚTAFIRÐI ®
„Brasaður matur, alveg hræðileg-
ur.“
HÓTEL VALHÖLL ®
„Þeir eru afskaplega slappir miðað
við hvað margir túristar fara þarna
inn og ofboðslega dýrt þarna. T.d. í
fyrra þegar ég kom þangað var eini
bjórinn sem hægt var að fá einhver
mexíkóskur bjór sem kostaði 750
krónur flaskan. Skilyrði að eiga is-
lenskan bjór á svona hóteli. Matur-
inn var ekki slæmur, þetta var
lambakjöt þannig að það var varla
hægt að klúðra því, en það var eng-
an veginn sjarmi yfir þessu. Miðað
við umhverfið og túrismann sem er
þarna ætti þetta að vera miklu
betra.“
BÆJARINS BESTU ®
„Það er alltof mikið salt í pylsun-
um. Og umhverfið er ófagurt.“
FIMMTUDAGURINN 5. MAÍ 1994 PRESSAN 15B