Pressan - 05.05.1994, Page 17
Til kurteiss fólks
Ágæta kurteisa fólk.
Mikið er nú alltaf gaman að eiga
samskipti við ykkur. Þið buktið
ykkur og beygið fyrir manni og
takið í höndina á manni í hvert
skipti sem maður hittir ykkur og
maður fær það á tilfinninguna að
það sé tekið mark á manni. Hin
andi manns heitir Stefán. Mörg
ykkar eru líka ekki eins minnug og
þið haldið. Oft hafa gamlir sam-
starfs- og skólafélagar flaðrað upp
um mig með orðunum: „Daníel.
Hvað segir þú, Daníel? Hvað hef-
urðu verið að gera, Daníel?“
Einnig hef ég ykkur grunuð um
I
0 PIÐ BRÉF
DAVÍÐ ÞÓR
JÓIXISSOIXI
„Oft hafa gamlir
samstarfs- og
skólafélagar
flaðrað upp um
mig með orðun-
um: „Daníel.
Hvað segir þú,
DaníelP Hvað hef-
urðu verið að
gera, DaníelP““
kurteisustu ykkar eiga það reyndar
til að ganga það langt að rnanni fer
að líða hálfilla í návist ykkar.
Manni líður ekki bara eins og það
sé tekið mark á manni, heldur eins
og kóngi. Almúgafólk kann ekki að
bregðast við slíku og er á nálum
gagnvart hirðsiðum sem það þekk-
ir ekki. Kurteisi sem þannig fer út í
öfgar er ekki þægileg, hún kemur
manni í bobba og viðheldur fjar-
lægð á milli manns og ykkar.
Þið hafið mörg hver farið á
námskeið þar sem ykkur var kennt
að uppáhaldsorð hvers manns væri
nafii hans. Þess vegna tönnlist þið í
sífellu á nafhinu manns þegar
maður hittir ykkur. „Já, Davíð.“
„Hvað segirðu gott, Davíð?“ „Jæja,
Davíð, alltaf að grína, Davíð?“
Þetta er ónotalegt fyrir jafh
ómannglöggan mann og mig sem
ekki man nöfn og get því oft á tíð-
um ekki komið eins ffam við ykk-
ur. Setningar eins og: „Sæll, Jói“,
„Allt gott, Jói,“ Já, Jói, maður
kvartar alla vega ekki, Jói,“ missa
einhvern veginn marks ef viðmæl-
að leggja of mildð upp úr handa-
bandinu. Handaband ykkar er þétt
og innilegt, stundum mun inni-
legra en kynni okkar gefa ástæðu
til. Því líður mér stundum eftir að
hafa tekið í höndina á ykkur eins
og mér hafi hálfþartinn verið
nauðgað, að ég tali nú ekld um
þegar þið grípið með vinstri hendi
um olnbogann á manni um leið og
þrýstið þannig lúkunni á manni
eins langt inn í greip ykkar og hún
kemst. Stundum hef ég áhyggjur af
því að ég afhjúpi mig gagnvart
ykkur þegar ég heilsa ykkur með
handabandi. Handtakið má ekki
vera of laust, það er merki um vin-
gulshátt, og ekki of þétt því það er
merki um yfirgang. Mér líður hálf-
illa innan um ykkur því öll mín
einbeiting fer í að vera eðlilegur og
afslappaður, en þegar maður þarf
að hafa fyrir að einbeita sér að því
er maður hvorugt.
Það fyndna við þetta er samt
uppruni þessa mannasiðar, handa-
bandsins. Til að finna hann verður
að fara aftur í gráa forneskju og að
i upphafi mannsins sem tegundar.
ö Eitt af því sem einkennir mann-
£ inn er að hann kann að beita verk-
ö færum. Annað sem einkennir
j hann er hugarfar hans, sem olli því
að skömmu eftir að hann lærði að
beita verkfærum hugkvæmdist
honum að beita aðra menn verk-
færum eins og kylfum, eggjagrjóti
og síðar sverðum og hnífum. Þetta
gerði það að verkum að þegar ein-
staklingur af tegundinni „maður“
mætti öðrum sem hann hafði ekki
í hyggju að vinna mein var eðlilegt
að sýna viðkomandi að hann væri
óvopnaður. Sá sem heldur útréttri
hendi og sýnir á sér lófann er ekki
með banvænt verkfæri í lúkunni.
Þannig varð handabandið til.
Meðal suðrænna þjóða þykir
ekki bara við hæfi að heilsast með
handabandi heldur faðmast menn.
Uppruni þessa faðmlags er sá sami
og handabandsins. Það er verið að
ganga úr skugga um að hinn aðil-
inn sé vopnlaus. Faðmlagið þjónar
þeim tilgangi að aðilar geti þreifað
hvor á öðrum og gægst aftur fýrir
bak til að ganga úr skugga um að
viðkomandi feli ekki morðtól þar
eða innanklæða. Allt tal um að hin
suðrænu faðmlög bendi til meiri
tilfinningahita og ástríðufyllra eðlis
er þvi hrein fásinna. Hér er ein-
vörðungu um ffumstætt afbrigði
af venjulegu handabandi að ræða,
afbrigði sem lýsir meiri tortryggni
en hið norræna, rétta og slétta
handaband.
Ég skrifa ykkur þetta bréf, ágæta
kurteisa fólk, tO að segja ykkur að í
ljósi niðurstaðna rannsókna
minna á uppruna og sögu kurteis-
isvenja sé ég enga ástæðu til að
bukta mig og beygja, faðma, kyssa
og taka í hendurnar á öllum sém
ég hitti. Ég álít það engan dóna-
skap heldur finnst mér það bara
lýsa því eðlilega trúnaðartrausti
sem siðaðir menn neyðast til að
bera hver til annars í nútímaþjóð-
félagi, að hugsanlega séu ekki allir
á höttunum eftir lífi manns.
Með allra innilegustu virðingar-
og vináttukveðju beint ffá mínum
dýpstu hjartarótum,
Davíö Þór Jónsson.
® íþróttahornið ★★1/2 á
RÚV á fimmtudagskvöld. Arnar
Bjömsson tekur við af Golla
með Iiorn í stað Syrpu. Amar er einhver allra besti
íþróttafréttamaðurinn. Hann er með alla statistík-
ina á hreinu og það er jú það eina sem skiptir máli
þegar íþróttir eru annars vegar.
• Föðurarfur ★★★ Miles Froin Homeé Stöð 2
á fimmtudagskvöld. Richard Gere flottur í hlut-
verki uppreisnargjarns náunga.
• Ragnarökkur ★★★ Inspector Morse: Tmlight
of the Gods á RÚV á laugardagskvöld. Síðasta
myndin í röðinni um Morse lögreglufúlltrúa. Gi-
elgud, gantliseigur, á hlutverkaskrá.
Ps. Dagskrá Stöðvar 2 erþegar farin að lála á
sjá eftir brottför jónasar. Sjónvarpsdálkur
PRESSUNNAR vill nota þetta tækifæri til að
þakka Jónasi samfýlgdina og sérlega ntilda
dagskrárstjórn. I gegnum störf hans glitti ávallt
í glimrandi karakter og einkar manneskjulega
manneskju. Jónas leitaðist alltaf við að tára
hinn guilna meðalveg — helst aldrei að stuða
nokkurn mann — og hafa hlutina þannig að
allir gætu haft af nokkurt garnan. Að skemmta
öllum er mottó Jónasar og það þarf t.d. ekki
að efást um að þeir Imbakassamenn tóku
hann sér til fýrirntyndar hvað þetta varðar. Hafi á þessum vettvangi ein-
hvern tfma orði verið hallað á Jónas er það orð hér með dregið aftur. Jón-
as! Megir þú ganga á Guðs vegum. Við elskum þig.
Viílrí^ít' • Gengið að kjörborði ©
Hveragerði og Sélfoss á RÚV á
fimmtudagskvöld. Erna Indr-
iðadóttir kafar í kosningamál þarna fý'rir sunnan.
Kosningarnar eru rétt að hefjast og flestir komnir
með hingað. Síðan apinn fór úr úr Eden og Kópa-
vogur ákvað að taka við Tívólíinu — Tívkó, þá er
Hveragerði ámóta áhugavert og túnfiskur. Selfoss er
álíka glataður staður (þaðan komu Þorsteinn og
Davíð). Og þessu ætlar Erna Indriða, þessi leiftrandi
útgeislandi fféttakona, eða hitt þó heldur, að gera
skil. Tveir mínusar gera plús — þrír mínusar eru eft-
ir sem áður mínus.
• Jarðbundinn engill © Earth Atigel á RÚV á
föstudagskvöld. Skólastúlka snýr aftur þrjátíu árum
eftir dauða sinn og reynir að leysa vandamál skóla-
systkina sinna. Kannast einhver við söguna? Ef það er eitthvað gott í mat-
inn og þig langar í meira, þá þarftu ekki að nota rómversku aðtérðina
með fjöðrina heldur bara hugsa um þessa rnynd.
• Skollaleikur 1/2 Class Act á Stöð 2 á föstudagskvöld. Alveg draug-
leiðinleg mynd um tvo skólastráka sem reyna að bregða sér hvor í annars
hlutverk. Aðalhlutverk: Christopher „Kid“ Reid og Christophcr „Play“
Martin. Jakk. Fær hálta stjörnu fyrir antirapplag sem er í iokin. Alveg hiíl-
aríus.
• Dauðakossinn ★ Kiss Bej'ore Dying á Stöð 2 á laugardagskvöld. Dauf
endtugerð á m>Tid ffá 1956. Einhvern veginn stendur manni hjartanlega
á sama um persónurnar.
l M—I 1 F A R A R v
Undur veraldar eru engum takmörkunum háð. Menn eru farnir að
kannast við að tvífarar séu nánast á hverju strái en að heilu dú-
ettarnir geti verið eins? Jake & The Fat Man, sem vaka yfir velferð
Haawaiibúa, þekkja sjónvarpsáhorfendur um heim allan. Dúettinn
Gunnar I. Birgisson & Sigurður Geirdal hefur enn sem komið er ekki
teygt anga sína, svo teljandi sé, út fyrir landamæri Kópavogs. Þar
hafa svo snarpa menn við stjórnvölinn því oftar en ekki eru líkindi
með útliti og innræti. Og svo er einmitt nú. Siggi er alveg eins og
Jake: Skarpar línur í andliti og einbeittur svipur. Gunni er ívið frjáls-
legri en The Fat Man og mætti safna yfirskeggi að hætti tvífara síns.
Páll Magnússon! Er hér ekki eitthvað sem þú ættir að athuga? ís-
lenska sjónvarpsserían Siggi & Gunni.
sitja þeir félagar í bæjarstjórn og mega bæjarbúar vel við una að
Bíó
• Hetjan hans pabba ★ í tvennu höfðu
framleiðendumir eitthvað fyrir sér: Þetta er
efhi í gamanmynd og helvíti væri gott að fá
Gérard í hana. Svo gleymdu þeir sér við
hitt.
Bíóhöllinni
• Óttalaus ★★ Það er eins og það sé
ekki pláss fyrir allt sem þarf að segja, sem
verður m.a. til þess að allt sem gerist með
fjölskyldu arkitektsins er frekar yfirborðs-
kennt.
Bíóborginni
• Systragervi 2 & Það er eins og enginn
sem við þessa mynd starfaði hafi haft
nokkurn áhuga á henni og menn fyrst og
fremst hugsað um að drífa þetta helvíti af.
Sambíóunum
• Lævís leikur ★★ Malice. Film noir er
af mörgum talin helsta stolt bandarískrar
kvikmyndasögu og síðari tíma kvikmynda-
gerðarmenn hafa oft gert myndir með
sömu formerkjum eða í það minnsta
nuddað sér utan í stílinn. Lævís leikur er
ein slík.
Regnboganum
• Listi Schindlers ★★★★ Myndin er
hrikalega áhrifamikil og laus við væmni,
þótt hún fjalli um atburði sem vel er hægt
að gera kröfu til að maður felli eitt eða tvö
tár yfir.
Háskólabíói
• Dreggjar dagsins ★★★★ Það má
segja að Dreggjar dagsins hvetji meðaljón-
inn og -gunnuna til að láta ekki rútínuna
skemma fyrir sér hin fornu sannindi: Mað-
ur er manns gaman.
Stjömubíói
• Pelíkanaskjalið ★★★ Það fer vel á
því að gera vandaða spennumynd sem
byggist á jafnáþreifanlegum grunni. Frá-
sögnin heppnast vel og maður er alltaf að
bíða eftir því hvað gerist næst.
Sambíóunum
Tinna Gunnarsdóttir,
listhonnuður og annar
eigandi Galleris Greipar.
... er að
dansa
tangó!
flr- a»»anE5!!f1 roxette PfffffHRMil u..2
tori amos
!fc
ALLIR
GCISLRDISKRR
A 1499
K
ITIU DOGD
28.4. TIL 7.5.1994
cypress hill
sími 91-811666
in the name of the father
FIMMTUDAGURINN 5. MAÍ 1994 PRESSAN 17B