Pressan - 05.05.1994, Side 19

Pressan - 05.05.1994, Side 19
HEITT pHEYTT • BJÚTÍ-MIÐSTÖÐVAR sem eru opnar frameftir kveldi um helgar. Þar sem maður getur fengið klipp- ingu, nudd, snyrtingu og smávegis neðan í því áður en maður málar bæinn rauðan. • STEGGJA- OG GÆSAPARTÍ það fylgir vorinu líkt og gróðurinn, • ÁRSTÍÐASKIPTAKVEFIÐ OG FRUNSURNAR að það sé á mann lagt að þurfa að vera illa útlítandi, hás og sveittur þegar birtan er orðin svona líka rosaleg er hreint og beint ósanngjarnt. Af hverju hafa vísindamenn ekki fundið ráð við þessum kvillum? Maður bara spyr. fuglasöngurinn, endurfæðingin, ilmurinn. Þetta er einhvern veginn • SJÓNVARPSGLÁP það hefði orðið hluti af náttúr- • HEITA- HjwEBfflL - PARTÍþaö hefur :z„a HSpL aö gcra. BK Svo hafa þessi böð líka þann góða eiginleika að maður verið nær að halda í gamla góða siði og hafa sjónvarpslausan júlí. Það myndi örugglega bjarga Stöð 2 úrfjár- hagskröggunum. • PÓLITÍK hvaða tík er nú það? • EVRÓVISJÓN- SÖNGVAKEPPNIN alltaf sömu vaknar ívið mýkri en ella daginn eftir, ekki eins þunnur og umfram allt glaðari. • BLEIKIR FÍLAR þeir passa ein- hvern veginn svo vel inn í allt þetta heita partistand. Þegar maður er búinn að djamma yfir sig. væntingarnar og alltaf sömu von- brigðin. Svo bara kemst maður alltaf að sömu niðurstöðunni; af 'hverju var maður að horfa á helv... keppnina? Þó verður að taka fram að söng- og dansatriði íranna í hléinu var framúrskar- andi. Með því besta sem sést hef- ur. Hverjir voru hvar? Á skemmtistaðnum Berlín þetta sama laugardagskvöld voru Nanna Guðbergsdóttir og Oliver, Ari Oroblu, Les og Linda Pé, Linda Dögg Pétursdóttir og allar hinar flugfreyj- urnar, Hallur Helga og Davíð Þór, Filippía brjóstgóða, Brynja Nordquist, Rut Róbertsdóttir, Sigga Þrastar hár- greiðslumeistari og Þorlákur nokkur Einarsson. Við opnun andlega húss- ins í Dugguvogi, Pýramídans, á laugardaginn voru m.a Guð- laugur og .Guðrún Bergmann, séra Cecil Haraldsson Frí- kirkjuprestur sem blessaði húsið, Ingibjörg Kristinsdóttir skrifstofustúlka, Anna Jónsdóttir á Bylgjunni, Þórunn Finnsdóttir hjúkrunarfræðingur og Guðmundur Har- aldsson leikari. Ekki verður hjá því komist að stikla á því í þessum merka dálki hvað gerðist á Kaffibar Frikka og Dýrsins á laugardagskvöld. Múgæsingurinn var þvílikur að flestum utanaðkomandi hefur vafalaust dottið í hug að fleira en vín væri haft um hönd. En til að æra ekki óstöðugan er best að taka strax fram að svo var ekki. Þarna var einfald- lega dansþyrst fólk á ferð sem hristir sig ekki um hverja helgi eins og unglingarnir. Alltént sannaðist þarna að þegar ein beljan mígur verður öllum hinum mál. Úr læð- ingi losnaði ein af frumorkum mannsins; dansorkan, með þeim hætti að ótrúlegasta fólk endaði með limina lausa uppi á borðum. Stemmningin var vægast sagt góð. Með því besta sem gerist. Barþjónarnir, þeir Jói og Frikki, minntu helst á Tom Cruise í kvikmyndinni Kokkteil og Andrés Magnússon dyravörður sýndi alveg nýja takta í nýju leðurbuxunum og um höndina hafði hann stálgaddana sem hann fékk í afmælisgjöf kvöldið áður. Það má kannski benda á að gleraugun hefðu mátt vera í stíl og eilítið rokklegri. Meðal þátttakenda í gleðinni voru bræðurnir Þor- steinn Gauti píanóleikari og Jóhann Sigurðarsynir leikari ásamt eiginkonum sínum systrunum Jóhönnu tónlistar- manni og Guðrúnu lögfræðingi Arnardætrum. Þarna voru einnig Mörður Árnason íslenskufræðingur og Linda Vil- hjálmsdóttir skáld, Baitasar Kormákur leikari og Heiðrún Anna sem var ein af þeim sem því miður komust ekki inn í Leiklistarskólann, Egill Helgason blaðamaður, Kata og Beysi par, Sigrún og Gilli einnig par, Steinunn Ólina leik- kona, Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður og Húbert Nói myndlistarmaður, Sigga Vala og Arndís, Kjartan Guðjóns og Harpa Karls og Frakkarnir, Sigga Guð- laugs í Sjónvarpinu, Davíð Þór Jónsson grínisti, Hildur Hafstein og allar vinkonur hennar, Jóhanna og Inga skemmtanasamlokur, Sigurður Hróarsson Borgarleikhús- stjóri og fleiri og fleiri. Fyrir utan og komust ekki inn voru m.a. Fjalar Sigurðsson Dagsljóssmaður og fleira starfsfólk Sjónvarpsins. Þeir sem m.a. voru á barnum kvöldið áður og misstu þvi af laugardagsfjörinu voru Ragnhildur Vigfúsdóttir og Hafliði Helgason, vinkonurnar Telma L. Tómasson og Herdís Birna Arnardóttir, starfsmenn Viðskiptablaðsins og margir margir fleiri. Þegar tiðindamaður PRESSUNNAR var á heimleið af skemmtun snemma á sunnudagsmorgun sá hann hvar við Víðistaðavatn voru komnir nokkrir morgun- hressir veiðimenn, þeirra á meðal veiðigarpurinn Engil- bert Jensen, klassíker í íslenskri dægurlagatónlist, og leikararnir Hilmar Jónsson og Erlingur Jóhannsson. Aðalleikararnir í Hárinu Hárið í Operunni Allt bendir til þess að sumarið verði leiklist- arvænt. Eins og PRESSAN greindi fi'á fyrir skömmu verður söngleikurinn Hárið frumsýndur í júlí. Leikstjóri er Baltasar Kormák- ur og sýningarstaður Islenska óperan. Eftir um- fangsmikla prufú hafa svo leikendur, söngvarar og dansarar flestir verið valdir. Aðalhlutverk eru í höndum leikaranna Magnúsar Jónssonar, Hin- riks Ólafssonar, Jóhönnu Jónas, sambýliskonu Magnúsar Margrétar Vilhjálmsdóttur, sem er í útskriftarárgangi Leiklistarskóla íslands sem og Hilmir Snær Guðnason, sem einnig fer með stórt hlutverk. Burðarrullur í söngleiknum eru sjö þannig að enn hefur ekki verið gengið frá tveimur hlutverkanna, sem eru karl- og kvenhlutverk. Sól- ey Elíasdóttir hefur verið nefhd sem líkleg til að fara með kvenhlutverkið án þess þó að ffá því hafi verið gengið, en hvaða karlleikari fyllir þennan hóp er enn í lausu lofti. Hljómsveitarstjóri er hinn reyndi Jón Ólafsson og hann hefur fengið til liðs við sig kempurnar Harald Þorsteinsson og Birgi Baldursson, sem skipa rytmasveitina, og gítar- undrið Guðmund Pétursson. FIMMTUDAGURINN 5. MAI 1994 PRESSAN 19B

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.