Pressan - 11.05.1994, Blaðsíða 3

Pressan - 11.05.1994, Blaðsíða 3
Kosningabarátta Reykjavíkur- listanna er nú í algleymingi og eitt af því sem flokkamir hafa tekið upp á er að búa til hnit- miðaðar auglýsingar íyrir kvik- myndahúsin, væntanlega til að höfða til ungs fólks. Sjálfstæðis- menn byrjuðu að sýna sína auglýs- ingu fýrir helgi en auglýsing R-list- ans fer í bíóhúsin á morgun. Öfugt við auglýsingu D-listans er R-lista- auglýsingin öll unnin í sjálfboða- vinnu. Jón Tryggvason, Karl Ósk- arsson og Lárus Ýmir Óskarsson unnu auglýsinguna ffítt og ungt fólk sem „skarar ffam úr á sínu sviði“ er sýnt tala um heit borgar- málefni. Meðal þessa unga fólks em Margrét Ömólfsdóttir, Sólveig Amarsdóttir, Magnús Orri Schram og Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir. Athygli vekur að sjálf- stæðismenn buðu Steinunni hlut- verk í sinni auglýsingu og vildu borga þrjátíuþúsundkall fyrir. Hún afþakkaði boðið og tekur nú þátt í R-listaauglýsingunni fyrir ekki neitt, eins og hitt unga fólkið... Enn eru væringar í skemmt- anaheiminum. f þetta sinn snúast þær um veitingastað- inn Casablanca, eitthvert lífseigasta skemmtihús landsins undir einu og sama nafninu. Eigi alls fýrir löngu var það kunngjört að Kiddi Bigfoot hygðist losna undan vinnuskyldum Sigurðar Ólafsson- ar, þess sem rekur Casablanca. Það gerði Kiddi fyrir nokkm og gekk til liðs við Pizza ’67-drengina, sem reka nú undir hans skemmtana- stjórn Déjá vu við Bankastrætið. Rekstur Casablanca er sagður hafa verið í járnum að undanfömu þrátt fyrir að staðurinn sé nokkuð vel sóttur. Úr þvi ætti kannski að glæð- ast nú því inn í reksturinn lét ný- lega fé Jóhannes Pétur Daviðsson, gullsmiður hér í bæ og hljómlistar- maður... Þeir virðast í senn ungir og ferskir drengirnir tveir sem tóku við skemmtistaðnum Bóhem fyrir skemmstu og skírðu hann upp að hluta til og nefna Venus. Það em þeir Hólmar, sonur Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar, og Margeir sem um síðustu helgi hleyptu af stokkunum þessum næt- urklúbbi við góðan orðstír, enda var framan af kvöldi dælt ókeypis víni í lýðinn. Fór sögum af gífur- legri drykkju eins og jafnan þegar landinn kemst í gratís vín. Um næstu helgi hafa piltamir svo feng- ið til liðs við sig breska diskótekara sem hvað eftir annað hafa verið kjörnir bestu klúbbdiskótekarar Bretlands, þau Rhythm Doctor og Evil O., en þau hafa haldið sínu striki á þeim lista í eitt og hálft ár. Ekki fer þó sögum af því að ókeypis vín verði aftur á boðstólum um næstu helgi. Félagamir ætía svo ekki að láta hér við sitja því þeir hafa þegar bókað uppákomur á Venus eitthvað ffam í júlí, bæði með innlendum og erlendum hljómsveitum og fleiru. Sem dæmi má nefna að þegar er búið að skipuleggja Skaparakvöld í lok maí þar sem ferskur Ibiza-filingur mun svífa yfir vötnum, en þeir sem muna eftir Skaparakvöldun- um eins og þau gerðust best fá enn vatn í munninn... Eins og PRESSAN greindi frá fýrir nokkru fara Spaðam- ir, ein elsta og menntaðasta hljómsveit landsins, að láta á sér kræla með vorinu og munu á leið í hljóðver áður en langt um líður. Um helg- ina verður haldinn hinn árlegi vorfagnaður hljómsveitarinn- ar i Risinu við Hverfisgötu. Hljómsveitin hefur starfað um árabil við sívaxandi kyrrð en samkvæmt öruggum heimildum PRESSUNNAR verða gömul og ný Spaðalög á efnisskránni, frumsamin og stolin. Nú skipa níu manns sveitina: Guðmundur Andri Thorsson syngur, Gunnar Helgi Kristinsson Ieikur á harmóniku og skeiðar, Guð- mimdur Guðmundsson og Magnús Haraldsson slá gít- ara, Guðmundur Ingólfsson leikur á kontrabassa, Aðalgeir Arason á mandólín, Helgi Guðmundsson leikur á munnhörpu og dunk, Sig- urður Valgeirsson trommar og nýjasti meðlhnurinn, Ei- rílcur Stephensen, fyrrver- andi Júpíterslimur, leikur á saxófón og klarinett. Þegar meðlimaskráin er skoðuð vekur nokkra athygli hversu algengt Guðmundarnafhið er og ekki í nokkru hlutfalli við fjölda þeirra sem bera þetta nafh á íslandi þótt nafnið sé algengt. Það mætti því ætla að hljómsveitarnafhið Gum- mamir hefði komið sterklega til greina þegar nafn var valið á hljómsveitina... Leiklistin ætlar að blómstra í sumar sem aldrei fyrr. Nú var PRESSAN að frétta af nám- skeiði í kvikmyndaleik sem haldið verður dagana 18.-31. maí. Mennimir sem standa að námskeiðinu eru þeir Þorsteinn Bachmann, en það síðasta á af- rekaskrá hans er leikstjórn hjá Verslunarskóla íslands á jesú súp- erstjömu og leikur og leikstjóm hjá leikhópnum Þormaguð, Guð- mundur Haraldsson, félagi Þor- steins í Þormaguð og betur þekktur undir nafiiinu stjörnuspekileikari, og að endingu Ami Ólafur Ás- geirsson tæknimaður. Fjöldi nem- enda takmarkast við tuttugu og námskeiðið verður haldið í hús- næði Leiklistarskóla Islands. Til að- stoðar við sig hafa þeir félagar feng- ið þá Egil Ólafsson og Óskar Jón- asson til að halda fyrirlestra... nokkrir hópar sem ætla að brydda á ýmsum nýjungum. Þar á meðal hópur sem kallar sig Fiction Fac- tory og samanstendur af Þórdísi Amljótsdóttur, Felix Bergssyni, Magnúsi Ragnarssyni og Stein- L eiklist verður með líflegra móti á íslandi í sumar. Þegar hafa þjappað sér saman unni Ólínu Þorsteinsdóttur, sem öll eiga það sammerkt nema Þórdís að hafa lært í enskumælandi lönd- um. Þeim til fulltingis verða Guðni Franzson klarinettuleikari og Ran- dver Þorláksson, sem sér um handritsgerð. Þegar hefur hópur- inn gert samning um að sýna reglulega á sunnudögum á Hótel Loftíeiðum dagskrá sem þau kalla „Tales from our Country“. Þá hafa ráðstefnuhaldarar hér á landi tekið ffamtakinu fegins hendi og óskað eftir þjónustu leikhópsins, enda hefur verið fátt um fina drætti í leiklist hér á landi yfir háferða- mannatímann. Ráðstefnusýning- arnar verða stytt útgáfa af þeirri klukkustundardagskrá sem sett verður verður upp á Hótel Loff- leiðum. Einnig stendur til að fara með hópinn út á land og jafnvel erlendis á vegum hótelsins, þar sem umboðsmenn erlendis munu sjá um að koma honum á framfæri. Sýningar hefjast á sérstakri hátíðar- sýningu rétt eftir mánaðamótin. Annar hópur sem verður eitt- hvað á svipuðum nótum á rætur að rekja til Hafnarfjarðar. Að þeim hópi standa m.a. Sigurður Sigur- jónsson, Steinn Ármann Magnús- son, Hilmar Jónsson, Sóley Elías- dóttir og fleiri. Það er því ljóst að Light Nights í Tjarnabíói eiga orðið í verulegri samkeppni... 36 urðu 16 Við greindum frá því í síðustu PRESSU að aðstandendur Hótels Búða væru að koma sér upp snekkju sem þeir ætluðu að bjóða gestum sínum til hvalaskoðunar- ferða í. Sagt var frá því að snekkjan yrði 16 feta löng, sem er ekki rétt. Er snekkja þessi, Gullfoss III, 36 fet að lengd, eða ríflega helmingi stærri en sagt var. Leiðréttist það hér með. Þjóáfél agf án J>röskul<la meá Domino's Pi2;^a Styðjum gott málefni með góðri pizzu Domino's Pizza styður í orði og verki baráttu Sjálfsbjargar um betra aðgengi fýrir hreyfíhamlaða í þjóðfélaginu. Því hefur Domino's gengið til samstarfs við Sjálfsbjörg um verkefnið Þjóðfélag án þröskulda. Samstarfið gengur þannig fyrir sig að sölufólk Sjálfsbjargar mun selja margnota Domino's hitaþoka í heimahús og fyrir- tæki á uþpstigningardag og um næstu helgar. Pokinn er m DOMINO'S PIZZAH með merki Sjálfsbjargar og hefur að geyma krassandi pizzutilboð frá Domino's. í hvert sinn sem þú kemur og kauþir pizzu hjá Domino's tekur þú pokann með og færð sérstakan miða að andvirði 100 kr. sem þú getur notað sem afslátt eða látíð renna til Sjálfsbjargar. Taktu þátt í samstarfinu og þú styður gott málefni um leið og þú kauþir snarkandi heita og Ijúffenga pizzu. Töhum vcJ á móti sölufólhi og styrhjutn Sjálfsbjörg. SIMI 8-12345 • GRENSASVEGI 11 • HOFÐABAKKA 1 MIÐVIKUDAGURINN 11. MAÍ1994 PRESSAN 3B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.