Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 8
SIGURJÓN SIGHVATSSON
Fullyrti við vini og samstarfsmenn að hann væri ekki kaupandi
bréfanna. Þeir ruku til og keyptu bréf fyrir 70 milljónir til að
tryggja meirihluta með Sigurjóni. Hann setti bréf sín á sölu til að
hylja kaupin og sagði við félaga sína að líklega stæði Jón Ólafsson
á bak við kaupin — hann væri til alls vís.
Gamla fjórmenningaklíkan yfirtekur Stöð 2 með Sigurjóni Sighvatssyni
YFIRTAKA
ALDARINNAR
Sigurjón Sighvatsson hefur myndað meirihluta með fjórmenn-
ingaklíkunni gömlu og gamla meirihlutastjórnin hefur ákveðið
að segja öll af sér. Ættingjar og vinir Sigurjóns telja sig illa
svikna, enda keypti gamli meirihlutinn ný bréf fyrir 70 milljónir
vegna yfirlýsinga Sigurjóns við þá, svila sinn Sigurð Gísla og
trúnaðarvininn Óskar Magnússon, sem var látinn setja bréf Sig-
urjóns á sölu til að blekkja stjórnina.
Sigurjón Sighvatsson hefur
myndað nýjan meirihluta í Is-
lenska útvarpsfélaginu með
„íjórmenningaklíkunni“ gömlu,
þeim Jóni Ólafssyni, Haraldi Har-
aldssyni í Andra, Jóhanni J. Ólafs-
syni og Guðjóni Oddssyni. Meiri-
hlutinn í stjóm og varastjórn
hyggst allur segja af sér og væntan-
lega verður Páli Magnússyni sagt
upp. Hlutabréf fyrir 300 milljónir
skiptu um eigendur í þessari „yfir-
töku aldarinnar11.
„Svik“ við æskuvini og fjöl-
skyldu
Það sem mönnum svíður mest í
þessu sambandi er framkoma Sig-
urjóns á meðan á umfangsmiklum
hlutabréfakaupum stóð í síðustu
viku. Hann fullyrti í samtölum við
Ingimund Sigfússon stjórnarfor-
mann og Bolia Kristinsson að
hann væri ekki kaupandi að bréf-
unum. Gamli meirihlutinn fór því
sjálfúr að kaupa bréf til að tryggja
meirihluta sinn — meirihluta með
Sigurjóni — og lagði út í nýja fjár-
festingu upp á 70 milljónir króna. í
þeim hópi voru Ingimundur, Bolli,
Jóhann Öli Guðmundsson í Secu-
ritas, Þorgeir Baldursson í Odda,
Hagkaup, HUdur Petersen og
fleiri. Bréfin voru keypt sameigin-
lega og óákveðið er hvernig greiðsl-
um fýrir þau verður skipt niður.
Það sem sannfærði meirihlutann
um að Sigurjón væri ekki kaupandi
voru tengsl hans við trúnaðarvin
sinn til margra ára, Óskar Magn-
ússon, forstjóra Hagkaups, og
svila, Sigurð Gísla Pálmason,
stjórnarformann í Hagkaup. Þeim
sagði hann einnig að hann væri
ekki maðurinn á bak við kaupin og
mun hafa gefið í skyn að Jón Ólafs-
son hlyti að standa á bak við þetta.
Hann gekk reyndar svo langt í
blekkingunum, að sögn þeirra sem
við hann ræddu á þessum tíma, að
hann lét Óskar, æskuvin sinn og
JON OLAFSSON
Hefur verið mikið í Los Angeles
að undanförnu en fullyrðir að
hann hafi ekki vitað af kaupun-
um fyrr en á föstudag. Litið á
hann sem sigurvegara í yfirtök-
unni, enda þurfti hann ekki að
kosta neinu til peningalega.
fyrrverandi lögmann, annast sölu á
25 milljóna króna hlut sínum eða
helmingi af því sem hann átti. Ósk-
ar fór af stað í góðri trú og reyndi
að selja í Skandia en ekkert varð úr
sölunni. Það var á fimmtudegi og
föstudegi fyrir hvítasunnu sem
Óskar stóð í „sölunni“ og á þeim
tíma var Sigurjón byrjaður að
kaupa.
„Tala ekki við drullusokk"
Eftir helgina sagðist Sigurjón
vera hættur við að selja en neitaði
því staðfastlega að hann stæði á bak
við kaupin. Það var ekki fyrr en á
sunnudagskvöldið síðasta að hann
hringdi í Bolla og Ingimund og til-
kynnti þeim að hann væri kaup-
andinn. Kvöldið eftir, eða á mánu-
dagskvöld, hringir hann svo í fyrr-
verandi trúnaðarvin sinn, Óskar
Magnússon, og ætlar. að tilkynna
PALL MAGNUSSON
Fyrsta verk nýs meirihluta
verður væntanlega að reka
sjónvarpsstjórann — ef hann
verður ekki fyrri til að segja
upp. Sigurjón vildi hann burt
fyrir áramót.
honum að hann hafi verið að send-
ast erindisleysu. Samtalið var stutt
og laggott; Öskar sagði honum að
hann talaði ekki við drullusokka og
skellti á. Sigurður Gísli situr ekki
síður sár effir, en eiginkonur þeirra
Sigurjóns, Sigríður og Guðmunda
Þórisdætur, eru systur.
Stórkostlegar eignatilfærslur
Ljóst er að meirihlutinn hélt illa
velli þegar á reyndi. Fjölmörg fyrir-
tæki og einstaklingar heltust úr
lestinni þegar hlutabréf voru seld
fyrir 300 milljónir króna síðustu
daga. Nægir þar að nefna Áma
Samúelsson, Garðar Siggeirsson í
Herragarðinum, Vífilfell, Sjóvá-Al-
ménnar, Kolbein Kristinsson í
Brauði hf., Gunnstein Skúlason í
Sólningu, Þróunarfélagið, Draupn-
issjóð, Lífeyrissjóð Austurlands,
Ágúst Ármann og Tryggingamið-
PALL KR. PALSSON
Jón Ólafsson bauð honum sjón-
varpsstjórastólinn. Hann neit-
aði og segist ekki vilja vinna
undir stjórn Jóns Ólafssonar.
stöðina. Allt voru þetta stuðnings-
aðilar meirihlutans sem seldu öll
sín hlutabréf þegar kaupin miklu
hófust.
Fjórmenningaklíkan gamla
og Sigurjón
Eftir að Sigurjón hafði keypt 50
milljóna króna hlut að nafnvirði
var ljóst að hann gæti myndað
meirihluta með „fjórmenningaklí-
kunni“ gömlu, þeim Jóni ðlafs-
syni, Haraldi Haraldssyni, Jóhanni
J. Ólafssyni og Guðjóni Oddssyni.
Ekki er enn nákvæmlega ljóst hver
á hvaða hlut, en Sigurjón á um 103
milljónir að nafnvirði, Jón um 70,
Haraldur um 53, Jóhann um 35 og
Guðjón um 10 milljónir. Við það
bætast smærri hlutir, m.a. 5 millj-
óna króna hlutur Gunnars Þórs
Veist þú Iwerjar eru helstu
tegundij- verðbréfa og
hverjar þeirra henta þér?
SVARIÐ STENDUR /„ VERÐBRÉF OG ÁHÆTTA
Hvernig er best að ávaxta peninga?“
/
I bókabúðum um land allt!
Þekkir þú alla möguleika
til ávöxtunar í
verðbréfum?
SVARIÐ STENDUR/„ VERÐBRÉF OGÁHÆTTA
Hvernig er best að ávaxtapeninga?“
s
I bókabúðum um land allt!
Ólafssonar, sem kenndur er við
Útherja. Samtals gerir þetta um
280 milljónir króna eða rétt rúm-
lega meirihluta hlutafjár. Hlutafé í
Stöð 2 er rúmlega 550 milljónir en
þar af á félagið 6 milljónir í sjálfu
sér og eru því atkvæði á bak við
þann hlut.
Öll gamla stjórnin hyggst segja af
sér og því er ekki ljóst hvernig til-
vonandi stjórnarmenn munu
skipta með sér verkum. Þó er ljóst
að Sigurjón á enn eftir þrjú ár af
samningi sínum við Propaganda
Films og tekur því varla þátt í dag-
legum rekstri fyrst í stað. Stjórnar-
formennska hefur verið rædd við
Jóhann J. Ólafsson. Hann segist
styðja Ingimund en stuðningur
hans við Siguijón sé ekki háður
áframhaldandi setu Ingimundar.
Ekki er því talið ólíklegt að hann
verði aftur stjórnarformaður fé-
lagsins.
Þeir sem rætt var við innan nýja
meirihlutans sögðu reyndar að
ekkert væri afráðið um skiptingu
stjórnarsæta eða stöðu stjórnarfor-
manns. Það er athyglisvert að aðil-
ar úr fjórmenningaklíkunni fréttu
af kaupunum á föstudagskvöldið
síðasta eða tveimur dögum fyrr en
stjórnin. Þeir neita hins vegar allir
að hafa vitað af kaupunum fyrir
þann tíma.
Öll stjórnin segir af sér
Jón Ólafsson hefur átt fundi með
Ingimundi Sigfússyni og farið ffam
á að hann haldi stöðu sinni sem
stjórnarformaður fyrirtækisins.
Hefur nýi meirihlutinn lýst yfir
stuðningi við hann og vonast eftir
samstarfi við aðila innan gamla
meirihlutans. Ingimundur er hins
vegar staðráðinn í að hætta og til-
kynnti það á óformlegum stjómar-
fundi á skrifstofum Securitas á
þriðjudagskvöldið. Þar vom mætt-
ir allir stjórnarmenn og varamenn
sem hafa myndað meirihlutann
fram að þessu — að frá-
töldum Sigurjóni —,
fimm stjórnarmenn og
fjórir í varastjóm. Þar
var ákveðið að þeir
mundu allir hætta í
stjórn. „Við höfúm ekki
áhuga á að starfa undir
nýjum meirihluta þar
sem dagskipunin kæmi
frá Los Angeles um
hvað ætti að gera og
hvern ætti að reka — í
gegnum Jón Ólafsson,“
eins og einn fundar-
manna orðaði það.
í gærkvöldi var enn
beðið eftir símbréfi sem
Siguijón hafði sagt að
væri á leiðinni þar sem farið verður
ffarn á hluthafafund. Krefjist hlut-
hafar með 10% eignarhlut hlut-
hafafundar verður að boða hann
innan tveggja vikna og skal hann
síðan haldinn eftir minnst eina
viku, mest fjórar. Hann verður því
haldinn eftir 1-6 vikur, en á fund-
inum á þriðjudag lýstu stjórnar-
menn því yfir að þeir vildu afhenda
nýjum eigendum fyrirtækið sem
fyrst.
Nýr sjónvarpsstjóri ráðinn
Talið er líklegt að Páll Magnús-
son sjónvarpsstjóri sitji ekki lengi
héðan af í sínum stól. Sigurjón hef-
ur margoft lýst því yfir að hann telji
að Páll eigi að víkja og eftir því sem
PRESSAN kemst næst var það strax
í lok síðasta árs. Ekki bætti úr skák
þegar Páll rak æskufélaga Sigur-
jóns, Jónas R. Jónsson, úr stöðu
dagskrárstjóra. Margir segja að það
hafi verið komið sem fyllti mælinn
hjá Sigurjóni. Aðilar úr gamla
minnihlutanum fullyrða hins vegar
að Sigurjón hafi sjálfur gagnrýnt
störf Jónasar, dagskrárgerðina sem
slíka og „bruðlið þar“. Hvað sem
því líður er talið víst að spurningin
sé einungis hvort Páll verði á und-
an og kjósi sjálfur að segja upp.
Gagnrýni á Pál gengur út á að
hann sé lélegur stjórnandi, sérhlíf-
inn og ákvarðanafælinn. Hins veg-
ar þykir hann fagmaður sem þekkir
bransann, ólíkt forvera sínum,
Þorvarði Elíassyni, sem ekki þótti
hafa slíkt til að bera. Auk þess hefur
reksturinn gengið mjög vel undir
stjórn Páls þrátt fyrir að hann hafi
„stjóm á bakinu sem mundi æra
hvern sem er“, eins og háttsettur
embættismaður orðaði það. Það er
einkum Ingimundur Sigfússon
sem haldið hefur hlífiskildi yfir
Páli. Margir hafa verið nefndir sem
arftakar Páls. Jónas R. er einn
þeirra, en talið er að Siguijón vilji
hann ekki, auk þess sem hann er í
draumastöðu hjá Film Net. Þegar
Sigurjón vildi að Páll yrði látinn
fara vildi hann jafnffamt fá Pál Kr.
Pálsson, ffamkvæmdastjóra Vífil-
fells, í stöðuna. Það var ekki talið
ólíklegt framan af, enda hafa verið
innanhússerfiðleikar hjá Vífilfelli,
en nú hefur Páll lýst því yfir að
hann muni aldrei stjórna undir
Jóni Ólafssyni. Jón mun hafa boðið
Páli stólinn í tvígang í vikunni en
hann neitað, en í samtölum hefur
Jón sagt þá sögu fjarstæðu.
Erlendar sjónvarpsstöðvar
inn í Stöð 2?
Eitt af þvi sem rætt hefúr verið
um í sambandi við yfirtöku Sigur-
jóns á Stöð 2 er sala til erlendra
8 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ 1994