Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 9

Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 9
INGIMUNDUR SIGFÚSSON Var beðinn að halda áfram sem stjórnarformaður. Hann neitaði og mun segja af sér eins og allir stjórnarmenn í gamla meirihlutanum. SIGURÐUR GÍSLI PÁLMASON Tvímenningarnir í Hagkaup vöknuðu upp við vondan draum — illa sviknir. ÓSKAR MAGNÚSSON Æskuvinur Sigurjóns Sighvats- sonar og lögmaður hans. Var fenginn til þess að selja helm- ing af hlutabréfum Sigurjóns í góðri trú en í Ijós kom að þau voru aðeins sett á sölu til að hylja kaupin. Á mánudag skellti hann á trúnaðarvin sinn og sagðist „ekki tala við drullusokk". Sigurjón hefur samt orðað hann við sjónvarps- stjórastól. sjónvarpsstöðva, einkum ABC- sjónvarpsstöðvarinnar. Þetta er hugmynd sem ekki er ný af nálinni — Sigurjón hefur rætt þetta síðast- liðið ár — en samkvæmt heimild- um PRESSUNNAR eru engin áform uppi um sölu á þessari stundu. I þessu samhengi má einn- ig minna á að samningar við NBC voru á lokastigi þegar Jón Óttar Ragnarsson var sjónvarpsstjóri, en NBC hætti við á síðustu stundu. Áhugi þessara erlendu sjón- varpsstöðva er þríþættur. í íyrsta lagi er það akkur fyrir þær að tryggja afsetningu á efni, þ.e. senda eigið efhi til sýningar á öðrum sjónvarpsstöðvum. Stöð 2 eyðir ár- lega hundruðum milfjóna í kaup á efhi og erlendar stöðvar hafa áhuga á að auka þar hlut sinn. í öðru lagi tengist þessi áhugi Evrópukvótan- um svokallaða í tengslum við GATT-samninginn. Evrópskar sjónvarpsstöðvar eru skyldugar til að hafa helming af efni sínu frá Evrópu. Bandarískar sjónvarps- stöðvar hættu mótmælum við það atriði samningsins þegar þær sáu JÓHANN J. ÓLAFSSON Rætt um hann sem næsta stjórnarformann. að þær komast auðveldlega ffam- hjá þeim reglum með því að fara út í sameiginleg verkefni (Co- production) með evrópskum sjón- varpsstöðvum, en þannig verður efhið sjálfkrafa evrópskt sam- kvæmt reglunum. Með hlutdeild í Stöð 2 eða öðrum evrópskum sjónvarpsstöðvum er hægt að eiga slíka samvinnu og komast framhjá kvótareglunum. Þriðja atriðið tengist einfaldlega þeirri staðreynd að Stöð 2 er talin vænleg fjárfest- ing. Hlutabréf hækka væntan- lega enn frekar Aðilar í gamli meirihlutanum hafa í samtölum við PRESSUNA lýst yfir áhyggjum sínum um að bréf þeirra verði einskis virði — enginn vilji kaupa bréf minnihlut- ans og því séu nýjustu kaup þeirra upp á 70 milljónir tilgangslaus. Það verður hins vegar að hafa í huga að bréfm í Stöð 2 hafa hækkað gífúr- lega í verði síðustu árin. Stutt er síðan menn vildu ekki kaupa bréf- in á genginu 0,6 og þegar Sigurjón ÁSGEIR BOLLI KRISTINSSON Hann, Guðmundur Óli, Ingi- mundur Sigfússon, Hagkaup, Þorgeir í Odda, Hildur Petersen og fleiri ákváðu að kaupa hlutabréf fyrir rúmlega 70 milljónir til að tryggja meiri- hluta sinn með Sigurjóni Sig- hvats. kom fýrst inn í fýrirtækið fýrir tveimur árum keypti hann á geng- inu 1,6. Nú hefúr hann keypt bréf á genginu um og undir 3, sem myndi verðleggja heildarverðmæti Stöðvarinnar á yfir 1,5 milljarða króna. Það er ekki óeðlilegt í ljósi þess að undanfarin ár hefur hagn- aðurinn verið um 150-200 millj- ónir árlega og eigið fé var orðið já- kvætt um síðustu áramót um 210 milljónir, samanborið við neikvætt eigið fé upp á 257 milljónir 1990. í ár er gert ráð fýrir 181 milljón í hagnað og eftir þriggja mánaða uppgjör var Stöðin komin ffam úr áætlun. Framtíðaráætlanir gera ráð fýrir hagnaði upp á um 250 millj- ónir árlega og gangi það eftir er gengi upp á 5 ekki óeðlilegt. Það verður líka að hafa í huga að gengi bréfanna var um 2,75 áður en Sig- urjón hóf kaupin, svo menn hafa haft mikla trú á arðsemi fýrirtækis- ins. PálmiJónasson JÓHANN ÓLI GUÐMUNDSSON Stjórnarmenn og varastjórnar- menn, að Sigurjóni undanskild- um, hittust hjá honum í Secu- ritas á þriðjudagskvöld. Þar til- kynnti Ingimundur að hann segði af sér eins og ajlir stjórn- armennirnir. Jóhann Óli var stærsti einstaki hluthafinn fyrir yfirtökuna með rúmlega 70 milljóna króna hlut að nafnvirði eða 210 milljónir miðað við sölugengi nú. Vel geflnn og upplýstur Björgvin HaUdórsson: „Sigurjón er vel gefinn maður og vel upplýstur um ólíklegustu mál. Hann er mjög vel skipu- lagður og prófessjónal í því sem hann tekur sér fýrir hendur. Það var gott að vinna með honum þegar við vorum saman í Flowers og Ævintýri. Hann sá um alla skipulagningu og það klikkaði aldrei neitt. Hann er hugmyndaríkur vinnuþjarkur sem hlífir sér ekkert í verkefnum sínum og svo er hann ró- legur í tíðinni og yfirvegaður. — Gallarnir voru kannski þeir að við áttum það til að láta skapið hlaupa með okkur í gön- ur en það hefur örugglega elst af okkur.“ Harðduglegur og glaðlyndur Hallur Helgason: „Sigurjón er harðdug- legur maður sem hefur alltaf ákveðna til- finningu fýrir þeim hlutum sem hann er að gera. Hann hefur gott innsæi og er glað- lyndur, hefur húmor og er einnig mjög greiðvikinn. — Gallinn við hann er hvað hann er alltaf upptekinn.“ Æviágrip Sigurjóns Sighvatssonar Bítillinn sem varð kvikmyndamógúll Jonni ólst upp á Skaganum, var í mörgum vinsælum bítlahljómsveitum en fór síðan út í viðskipti með mis- jöfnum árangri. Eftir kvikmyndagerðarnám stofnaði hann Propaganda Films, sem malar honum gull. Sigurjón Sighvatsson stofnaði Propaganda Films ásamt skólabróður sínum, Steve Golin, árið 1986. Fyrirtækið gekk ljómandi vel og fýrir tveimur árum seldu þeir 51% hlut sinn til Poly- gram fýrir metfé. Síðan hefúr Sig- urjón látið að sér kveða m.a. á Is- landi. Fyrst keypti hann um 46 milljónir að nafnvirði í Stöð 2 árið 1992. Nú bætir hann 50 milljónum við þær 50 sem hann átti fyrir og er orðinn langstærsti einstaki hluthaf- inn í Stöð 2 og stýrir meirihlutan- um. Hippi frá Akranesi Sigurjón er fæddur og uppalinn á Akranesi, sonur Sighvats Karls- sonar, matreiðslumanns ffá Akra- nesi, en afi hans, Sighvatur Bjama- son, var fýrsti bankastjóri Islands- bankans gamla. Móðurætt hans er hins vegar frá Neskaupstað. Móðir hans var Sigurborg Siguijónsdótt- ir Ingvarssonar skipstjóra. Faðir hans og Iangafi Sigurjóns var Ing- var Pálmason alþingismaður. Sig- urjón tók stúdentspróf ffá Verslun- arskólanum og Iærði bókmennta- ffæði við Háskóla Islands. Jonni, eins og hann er jafnan kallaður, tók virkan þátt í tónlistar- lífinu og var reyndar kallaður „Kútur“ sem litli bróðir Karls heit- ins Sighvatssonar. Hann var bassa- leikari í fjórum þekktum hljóm- sveitum. Upphaflega var hann í hljómsveit sem bar nafnið Mods, síðan var hann í Flowers ffá ’67-’69 ásamt bróður sínum Karli, Jónasi R. Jónssyni sem sá um sönginn og fleirum. Næstu þrjú árin var hann með Björgvini Halldórssyni og fleirum í Ævintýri og ffá '12—11 spilaði hann með Brimkló þar sem Jónas R. og Björgvin sungu til skiptis. Einnig spilaði hann með Þokkabót ’76-’77 en þá fór hann utan í kvikmyndagerðarnám. Sig- urjón þótti prýðisbassaleikari en í Rokksögu Islands segir að textar hans hafi verið „klénir“. Viðskiptaferill á íslandi Sigurjón tengdist tónlistarlífinu ekki eingöngu með spilamennsku — hann tók virkan þátt í viðskipta- lífinu með misjöfnum árangri. Hann var umboðsaðili fýrir Ampex á Islandi og stofnaði síðan fyrirtæk- ið Sonic ásamt Jóni Ólafssyni í Skífunni. Reksturinn gekk ágætlega en Jón keypti Sigurjón út úr fýrirtækinu og á það nú einn. Þá stofnaði Sigurjón mynd- bandafyrirtækið Stig ásamt Steinari Berg og gáfú þeir m.a. út Dynasty-þættina en fýrirtækið varð gjaldþrota. Sigurjón var einnig einn af stofhendum Hljóðrita árið 1974 og framkvæmdastjóri fýrstu fimm árin. Fyrirtækið var ffumkvöðull á sínu sviði og mun hafa gengið mjög vel. Einnig var hann einn stofúenda Hins leikhússins sem náði að setja upp tvö leikrit. Fyrst settu þeir upp Litlu hryllingsbúðina 1985 í Gamla bíói. Leikstjórar voru SIGURJÓN SIGHVATSSON Hann og Jónas R. Jónsson, hinn brottrekni dagskrárstjóri Stöðvar 2, voru meðal annars saman í hljómsveitinni Flowers. Sigurjón og Páll Baldvin Baldvins- son og gekk verkið glimrandi vel. Síðan var leikritið Rauðhóla-Ransý sett upp, en það var gjörsamlega misheppnað og setti fyrirtækið á hausinn. Stórgróði Propaganda Films Það var svo árið 1977 sem Sigur- jón hélt utan og var í fimm ár í há- skólanámi í kvikmyndagerð. Skóla- bróðir hans var Steve Golin og saman áttu þeir eftir að stofna gull- námuna Propaganda Films. Reyndar var fýrsta verkefúi þeirra félaga eftir útskriffina að vinna með Jakobi Magnússyni að gerð mynd- arinnar Nickle Mountain ásamt fjölmörgum Islendingum. Það var síðan árið 1986 sem Propaganda Films var stofnað. Upphaflega ein- beittu þeir sér að gerð tónlistar- myndbanda og náðu yfirburða- stöðu á þeim markaði fyrstu árin og það lagði grunninn að stórveldi þeirra. Sjónvarpsstöðin MTW var farin að njóta stóraukinna vinsælda og Propaganda Films var í raun fýrsta fyrirtækið sem sérhæfði sig í gerð tónlistarmyndbanda. I seinni tíð hafa fleiri fýrirtæki komið inn á þann markað og nú hefur fýrirtæk- ið nálægt fjórðungsmarkaðshlut- deild á því sviði. Fyrirtækið hefúr síðan smám saman fært út kvíarnar og hefúr starfseminni verið skipt upp í fjóra meginþætti; gerð kvik- mynda, sjónvarpsþátta, auglýsinga og tónlistarmyndbanda. Meðal sjónvarpsþátta sem fýrirtækið hef- ur ffamleitt eru hinir geysivinsælu Beverly Hills 90210 og Twin Peaks eftir David Lynch, sem báðir hafa verið sýndir á Stöð 2. Af kvik- myndum má nefna Wild at Heart, Stranger Among Us, In Bed with Madonna, Blue Iguana og Candy- man eitt og tvö. Þá sá Sigurjón einnig um ffamleiðsluna á Ryði með Lárusi Ými Óskarssyni, en þeir hafa lýst áhuga á frekara sam- starfi. Nú er svo komið að Propag- anda Films veltir árlega vel yfir fimm milljörðum króna og skilar árlega yfir hundrað milljónum í hagnað. Polygram-plötufýrirtækið, sem er í eigu hollenska fýrirtækjarisans Philips, átti 49% í fýrirtækinu á móti Steve Golin og Sigurjóni en í ársbyrjun 1992 keypti það 51% hlut þeirra félaga. Sérffæðingar hafa metið þá sölu á mörg hundr- uð milljónir en reyndar ber þess að geta að söluverðið ræðst nokkuð af árangri Steves og Sigurjóns, því við kaupin var samið um að þeir störf- uðu hjá fýrirtækinu næstu fimm ár. Sigurjón á því nærri þrjú ár eftir af þeim samningi. Harðduglegur og vel að sér Sigurjón er kvæntur Sigríði Þór- isdóttur Jónssonar, fýrrverandi biffeiðainnflytjanda, en í tengslum við valdabaráttuna á Stöð 2 er rétt að geta þess að hún er systir Guð- mundu, eiginkonu Sigurðar Gísla Pálmasonar í Hagkaup. Sigríður er sérkennari með mastersgráðu ffá Kaliforníu-háskóla, eins og Sigur- jón. Saman eiga þau soninn Þóri Snæ, sem er stúdent ffá Verslunar- skólanum en dvelst nú í Frakk- landi. Þess má einnig geta að Steve Golin er kvæntur íslenskri konu, Vilborgu Aradóttur. Þeir sem þekkt hafa Sigurjón í gegnum tíðina bera honum yfirleitt vel söguna. Hann er sagður harð- duglegur, viðræðugóður og vel að sér í öllu er tengist þessum við- skiptum. Hann er mjög atorku- samur og í því sambandi má geta þess að fýrir fáeinum árum fékk hann hastarlega blóðeitrun í Mexí- kó. Læknar ráðlögðu honum að fara sér hægar en Sigurjón hefur lít- ið sinnt því heldur stundar vinnu sína af óbreyttum krafti þótt hann hafi ekki náð sér að fúllu af veik- indunum. PálmiJónasson „Sem fyrsta bók sinnar tegundar á íslensku er hún sannarlega tímabær.u Arni Vilbjálmsson prófessor wn bókina: VERÐBRÉF OGÁHÆTTA Hvernig er best aö ávaxta peninga? I bókabúðum um land allt! FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ1994 PRESSAN 9

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.