Pressan - 04.08.1994, Síða 3

Pressan - 04.08.1994, Síða 3
i Þ y PRESSUNNI í októ- I ber sl. var sagt frá samskiptum konu á Akureyri við lækna Fjórðungssjúkrahússins þar í bæ. Konan hafði far- ið í ófrjósemisaðgerð í október árið 1989 og lent í slæmum og endurtekn- um sýkingum upp ffá því. VÚdi hún meðal ann- ars kenna um veðmálum tveggja lækna sem leitt hafi til þess að mjög margar aðgerðir voru gerðar á einum og sama deginum, þar á meðal að- gerðin á henni. Bréfa- skriftir hafa síðan gengið á milli Ólafs Ólafssonar landlæknis og konunnar. í bréfi landlæknis kemur fram að hann hefur rætt við læknana Edvard Ki- eman og Jónas Franklín og kannast hvorugur þeirra við umrætt veðmál þrátt fullyrðingar annars eðlis í PRESSUNNI októ- ber s!. í nýlegu bréfi til landlæknis er farið fram á hlutlausa rannsókn á rnálinu enda segist konan ekki sætta sig við af- greiðslu landlæknisemb- ættisins. Fer hún form- lega fram á að embættið sjái til þess að hún fái hlutlausan sérffæðing í kvensjúkdómalækning- um til að fara yfir málið. Ekki hefúr enn borist svar við þessari ósk ffá land- læknisembættinu... Margir hafa fylgst með baráttu Neytendafélags Akureyrar og formanns þess Vilhjálms Inga Ámasonar gegn því að bankastofnanir geti gjald- fært ýmis þjónustugjöld beint út af reikningum viðskiptavina sinna. Er sem dæmi tekið sérstakt gjald sem innheimt er óski viðskiptavinur eftir því að sjá stöðuna á reikningi sínum oftar en einu sinni á ári. Ákváðu bankarnir einhliða að bakfæra út af reikningum viðskiptavina sinna en gleymdu að gæta þess að þeir hafa ekki heimild til að fara inn á reikningana án sérstaks leyfis reikn- ingseiganda. Effir baráttu Vilhjálms hafa bankarnir í reynd viðurkennt villu sína en ekki treyst sér til að taka almennilega á málinu. Á meðan býr Vil- hjálmur við það, einn reikningseigenda á ís- landi, að hann fær sér- staka kvittun fyrir hverri færslu og þar að auki fékk hann sérstaka leiðrétting- arinnfærslu vegna þess að tekið hafði verið út af tékkareikningi samtak- anna... VIÐ HLUSTUM ALLAN SÓLARHRING- INN 643090 Hvenaer dettur Gullpotturinn? Nú er hann rúmar Þeir sem spila í Gullnámunni þessa dagana þurfa aö vera viðbúnir að vinna stórt, því nú er Gullpotturinn kominn upp í rúmar 11 milljónir og getur dottið hvenær sem er. En þaö er fleira eftirsóknarvert, því vinningar í hverri viku eru yfir 40 milljónir króna. Þetta eru bæöi smærri vinningar og svo vinningar upp á tugi þúsunda að ógleymdum SILFURPOTTUNUM sem detta aö jafnaði annan hvern dag og eru aldrei lægri en 50.000 krónur. Hafðu keppnisskapið með þér í Gullnámuna og láttu reyna á heppnina, - það er aldrei að vita. Þriðjudaginn 2. ágúst kl. 9.35 var Gullpotturinn 11,302,900 kr. Happdrættisvélar Gullnámunnar eru staðsettar á 30 stöðum víðs vegar um landið. FIMMTUDAGURINN 4. ÁGÚST 1994 PRESSAN 3

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.