Pressan


Pressan - 18.08.1994, Qupperneq 2

Pressan - 18.08.1994, Qupperneq 2
• • Ogmundur Jónasson fyrir að ná fram kjara- bótum fyrir sitt fólk án þess að nokkur tœki eftir því. SPURNINGIN Hverju reiðast goðin núna, Knútur? „Vættir Islands eru þvert á móti að gleðjast yfir sigri okkar sjálfstæðismanna í Hveragerði og hrista upp í Hvergerðingum og hvetja þá til að sýna dugnað og framkvæmdasemi á kjör- tímabilinu. Þær eru að hrista úr okkur doðann." Knútur Bruun er oddviti Sjálf- stæðisflokksins í bæjar- stjórn Hveragerðis. Flokkur- inn náði meirihluta í bænum í kosningunum í vor og síðan hefur allt leikið á reiðiskjálfi. FYRST & FREMST Ragnhildur oa Herdís fjolga mannkyninu Einn aðalmálsvari kvennhreyf- ingarinnar hér á landi, Ragnhildur Vigfusdóttir ritstýra kvenfrelsis- ritsins Veru og dyggur stuðnings- maður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, hefur löngum látið hafa eftir sér að hún sé þreytt á þeirri spurningu hvort og hvenær hún hafi í hyggju að eignast barn, eins það sé hreinlega köllun allra kvenna í lífinu. Á hinn bóginn lét hún hafa eftir sér á dögnunum að hún væri alfarið á móti haustkosn- ingum því hún væri búin að gera áætlanir fram í tímann sem ekki væri haggað. Fóru menn þá að leggja höfúðið í bleyti. Og uppfrá því komust menn að kjarna máls- ins; lífið gengur sinn vanagang, parið Ragnhildur og Hafliði Helgason eiga von á á barni innan þriggja mánaða sem hún mun hafa upplýst kynsystur sínar um fyrst á Nordisk Forum á dögunum. En Ragnhildur Vigfúsdóttir er ekki eina nafntogaða konan í bænum sem ætlar að fjölga mannkyninu því Herdís Þorgeirsdóttir, fýrrum ritstjóri Heimsmyndar, á einnig von á sér og það nokkru fýrr en Ragnhildur. Margir hafa einmitt undrast yfir hvað hafi orðið um Herdísi, hvar hún sé byrjuð að vinna osfrv. Málið er semsé það að Herdís, sem nýverið varð fertug, á von á sínu þriðja barni og öll á hún þau með frernur stuttu millibili, að minnsta kosti þau tvö síðustu. Það mun því kveða að Herdísi í móð- urhlutverkinu á næstunni... Hæstiréttur ruddur Skipun Gunnlaugs Claessens, rík- islögmanns, í embætti hæstaréttar- dómara er athyglisverð í ljósi sög- unnar. Þegar Magnúsi Thorodd- sen, forseta Hæstaréttar, var vikið úr embætti vegna áfengiskaupa- málsins í desember 1989 var dóm- urinn skipaður setudómurum. Ástæðan var sem kunnugt er m.a. sú að skipaðir dómarar við réttinn, starfsfélagar Magnúsar, höfðu sumir hverjir einnig nýtt sér ótæpi- lega, í forsetatíð sinni, ffíðindi til umtalsverðra áfengiskaupa á heild- söluverði (m.a. Þór Vilhjálmsson sem keypti um eitt þúsund flösk- ur). Setudómararnir sjö klofnuðu í afstöðunni til þess hvort víkja bæri Magnúsi úr embætti, fimm voru því meðmæltir en tveir andsnúnir. Forseti dómsins var Gunnar M. Guðmundsson og stóð hann að úrskurði meirihlutans ásamt Gunnlaugi Briem, Ingibjörgu Benediktsdóttur, Jóni Finnssyni og Ragnari H. Hall. Sækjandi fýrir hönd ríkisins var auðvitað Gunn- laugur Claessen. Síðan hafa hann og Gunnar verið skipaðir hæsta- réttardómarar og Ingibjörg sett. Sveinn Snorrason var annar þeirra sem voru í minnihluta í máli Magnúsar. Hann hefur sóst eftir dómaraembætti við réttinn en ekki hlotið náð. Því er svo við að bæta að Haraldur Henrysson, varafor- seti Hæstaréttar, átti þátt í því á sínum tíma að Lárusi Jóhannes- syni var vikið úr embætti. Reynsla sögunnar bendir því til þess að leiðin til embættis við Hæstarétt sé að ryðja dóminn... Ólöf Rún hættir í Dagsljósi Dagljósþættirnir undir ritstjórn Sigurðar Valgeirssonar verða aff- ur, svo að segja með sama sniði á dagskrá Sjónvarps þegar vetrardag- skráin rennur aftur upp. Eina und- antekningin verður sú að Ólöf Rún Skúladóttir víkur úr Dagsljósi, en mun þó ekki með öllu hætt að birt- ast á í sjónvarpi allra landsmanna því fréttastofan bíður hennar, enda var hún aðeins í ársleyfi þaðan. Enn munu þau Áslaug Dóra Eyj- ólfsdóttir, Þorfinnur Ómarsson og Fjalar Sigurðarsson halda starfi sínu í Dagsljósi. Ekki er þó með öllu ljóst hver eða yfirhöfuð hvort einhver taki við af Ólöfu Rún. Að sögn Sigurðar Valgeirssonar mun það ráðast fjótlega og sagði hann um þáttin í vetur að hann yrði með svipuðu sniði nema líta mætti svo á að „Ný árgerð yrði keypt af bíln- cc um... Berta María 1 það heilaga Berta María Waagfjörð hefur alið manninn í borg englanna und- anfarin misseri og unnið við fyrir- sætustörf og fleira. En hún er Iíkleg hvað best kunn í fýrirsætuheimin- um fýrir að hafa birst nakin á sið- um Playboy. Hún mun innan fárra vikna ganga upp að altarinu. Brúð- kaupið fer fram í Los Angeles og er sá lukkulegi einmitt þaðan en hann hefur einmitt verið kærasti hennar til nokkurra ára. Til brúðkaupsins, sem verður ein heljarinnar garð- Morðrannsókn á bak við tjöldin ótt rannsóknin á hvarfi Valgeirs Víðissonar, sem hvarf sporlaust frá heimili sínu fyrir tveimur mánuðum, sé ennþá formlega í höndum Lögreglunnar í Reykjavík er Rannsókn- arlögregla ríkisins að mestu leyti búin að taka hana yfir. Reykjavíkurlögreglan vísar nú spurn- ingum blaðamanna alfarið til Jóns H. Snorrason- ar og Sigurbjörns Víðis Eggertssonar, rannsókn- arlögreglumanna, sem stjórna rannsókninni hjá RLR. Jón Bjartmars, varðstjóri hjá lögreglunni Reykjavík, sagði í samtali við Pressuna að RLR væri að rannsaka ákveðna þætti málsins. Jón og Sigurbjörn Víðir verjast hins vegar allra frétta og segja að á meðan engar áreiðanlegar vísbend- ingar fierist þeim, sem benda til glæpsamlegs at- hæfis í tengslum við hvarfið, sé málið í höndum Reykjavíkurlögreglunnar. Sigurbjörn Víðir kom mjög við sögu rannsóknar Guðmundar- og Geir- finnsmálanna á sínum tíma sem bendir til þess að hjá RLR sé áhersla lögð á þann möguleika að Valgeir hafi verið myrtur. Faðir Valgeirs, Víðir Valgeirsson, er þess nánast fullviss að hann hafi fundið morðingja sonar síns. Pressan hefur staðfestar heimildir fyrir þessu. Hann mun hafa bent lögregluyfirvöld- um á ákveðna menn í fíkniefnaheiminum sem mjög líklega morðingja. En þrátt fyrir að líkurnar á að Valgeir hafi verið myrtur aukist dag frá degi, eftir því sem fleiri vísbendingar berast, er enn látið líta svo út opinberlega að um venjulegt mannshvarf sé að ræða. Hallast menn að því að rannsóknarmennirnir vilji með því slá ryki í augu meintra morðingja þannig að þeir verði ekki eins varir um sig. Ef blásið yrði til opinberrar morð- rannsóknar myndu þeir hins vegar draga sig inn í skel sína og hafa hægt um sig eða jafnvel flýja land. Það sem mælir einkum með þessari aðferð er einkum sú staðreynd að ekkert lík hefur fund- ist. Það væri því erfitt að sanna morð án þess að játningar lægju fyrir. Sterkur orðrómur er á kreiki um að Björn Halldórsson hafi einbeitt sér að því að upplýsa hvarf Valgeirs eftir að hann lét af störfum sem yfirmaður fíkniefnadeildarinnar. Faðir Valgeirs mun treysta honum best til þess að upplýsa mál- ið og fleiri eru þeirrar skoðunar vegna þekkingar Björns á afkimum fíkniefnaheimsins. Það bendir því margt til þess að skipulögð morðrannsókn sé í fullum gangi bak við tjöldin. veisla að hætti Bandaríkjamanna, mun vera boðið vel yfir 300 manns, þar af 20 frá íslandi. Það er ekki dónalegt boðið sem Islending- arnir fá því öllum þeim sem hefur verið sent boðskort er sendur flug- farseðill og verður þeim og séð íýr- ir gistingu. Það mun vera faðir brúðgumans sem borgar en hann, eftir því sem PRESSAN kemst næst, veit ekki aura sinna tal... Friðrik semur endur- minningar Kvikmyndagerðarmaðurinn Friðrik Þór Friðriksson ætlar ekki að láta sér nægja að byggja bíó- mynd á endurminningum sínum, heldur er nú von á þeim á bók. Þetta eru minningabrot eða „ör- sögur“, form sem Friðrik Þór heíúr fengist við áður. Það er Ámi Ósk- arsson sem skráir, en Mál og menninggefur út... í vesturbænum Nú stendur yfir val á leikurum í söngleikinn West Side Story, sem Karl Ágúst Úlfsson mun setja upp í Þjóðleikhúsinu í vetur. Þegar hef- ur verið ráðið í tvö karlhlutverk og hrepptu þeir Baltasar Kormákur og Hilmir Snær Guðnason hnoss- ið, en sá síðarnefndi er nú kominn á samning hjá Þjóðleikhúsinu eftir góða frammistöðu í Hárinu... Ari í Ögri gerir upp á milli kynja Ara sýslumanns í Ögri er eink- um minnst fýrir að hafa vegið fjölda spænskra sjómanna fýrr á öldum. Kaffihús í Reykjavík er nefnt í höfuðið á honum sem kunnugt er og aðstandendur þess er hvergi bangnir ffernur en Ari sjálfur. I Morgimblaðinu í gær birt- ist nefnilega ayglýsing þar sem óskað er eftir „eldhressum konum með geislandi ffamkomu“ til þjón- ustustarfa og „snyrtilegum karl- manni“ til dyravörslu. Eins og allir vita er slík kyngreining í atvinnu- auglýsingum bönnuð... í vikunni... H... kom í Ijós að rekstur heilbrigðiskerfisins hefur farið 1,6-1,7 milljarða fram úr áætlun á þessu ári. Ekki hefur heyrst í Guðmundi Árna Stefánssyni síðan í partíinu í Turku. ... ákvað ríkisstjórnin að senda varðskipið Óðin í Barentshaf til aðstoðar íslenskum tog- urum. Fallbyssan verðurtekin úr Óðni, en skipverjarfá að hafa með sér vasahnífa. ... kom fram að laun ríkisstarfsmanna hafa hækkað undanfarin ár og meira en helmingur þeirra er í tveimur efstu launaþrepunum. Skyldi Ogmundur vita af þessu? ... buðust enn fleiri en áður til að leggja peninga í HM- höllina. Borgarstjórn er enn að hugsa málið. ... héldu Hvergerðingar áfram að skjálfa, allt að þúsund sinnum á dag. Annars staðar á landinu var blíðviðri. 2 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 18. ÁGÚST 1994

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.