Pressan - 25.08.1994, Side 9

Pressan - 25.08.1994, Side 9
Hugmyndir að komast á legg um kapalsjónvarp á íslandi Veltur á því hvort Póstur og sími bygg- ir upp dreifikerfi Árni Samúelsson og Jón Þór Hannesson: Vilja vera með í hinu lýsinguna horfir til þess að dreifa efni alla daga vikunnar í gegn- nýja kapalfyrirtæki — annar til að dreifa erlendu efni en hinn til um kapalkerfi sem Póstur og Sími setur upp. að dreifa innlendu efni. Hópur sá sem undirritað hefur viljayfir- Undanfarið hafa staðið yfir viðræður á milli forsvars- manna Pósts og síma og starfshóps nokkurra fyrirtækja um sjónvarpsútsendingar. Eigendur íyrirtækjanna Texti hf., Japis, Saga- Film og Árni Samúelsson bíókóng- ur í Bíóhöllinni/Bíóborginni hafa undirritað með sér viljayfirlýsingu um að leita leiða um samstarf við rekstur kapalsjónvarpsstöðvar. Hlutafélag hefur ekki verið skráð og því síður tekin ákvörðun um fyrirtækjarekstur. Á þriðjudaginn í fyrri viku kom ffétt urn þessi áform í Ríkisútvarp- inu sem olli nokkrum spurning- um. Aðilar málsins segja í raun fátt annað um áform sín en að viðræð- ur standi yfir við Póst og síma og að ekki sjái fyrir endann á þeim. En í framhaldi af þessu hljóta að vakna spurningar um það hvort mikil samkeppni sé að rísa upp á sjón- varpsmarkaðnum? Mun ný ódýr kapalsjónvarpsstöð ógna tilveru Stöðvar 2 með sínar milljarða- skuldir og dýra dagskrárgerð? Staða ríkisútvarpsins verður víst að teljast tryggari við óbreytt útvarpslög. Hugmyndin að P&S leggi til dreifikerfið Að sögn Valdimars Steinþórs- sonar í Texta hf. þá hefúr verið ákveðinn fundur með forsvars- mönnum Pósts og síma um næstu mánaðamót. „Þarna koma vænt- anlega svör við ákveðnum spurn- ingum sem við lögðum fyrir þá,“ sagði Valdimar um leið og hann gaf í skyn að fleiri aðilar gætu kom- ið inn í þennan hóp án þess að vilja tilgreina það nánar. Ef niðurstöður þessa fúndar verða jákvæðar þá verður stofnað nýtt félag í septem- ber. Það er Texti hf. sem á sjónvarps- leyfið og markmið þeirra er að setja upp kapalsjónvarp sem myndi leigja dreifikerfi af P&S. Yrði þar um að ræða dreifingu í gegnum ljósleiðara og jafnffamt er ætlunin að nýta kapalkerfi þar sem þau eru fyrir eins og í sumum hverfum Hafnarfjarðar, Ólafsvík, Grundar- firði og Ólafsfirði, svo að dæmi séu tekin. Talið er að Ijósleiðarakerfið nái nú inn á um 10.000 heimili í land- inu og það taki allt ffá þrem mán- uðum upp í 10 ára að bæta við öðrum 10.000 heimilum — allt eft- ir ffamkvæmdagleði Pósts og síma. Þá segja þeir, sem kynnt hafa sér, að verð P&S séu lítt spennandi, svo vægt sé til orða tekið. Bæði Ríkis- sjónvarpið og íslenska útvarpsfé- lagið hafa reynt að nýta sér það en sannreynt að kerfi P&S er þung- lamalegt og dýrt. Má sem dæmi taka að krafist er fimm daga lá- marksleigu ef kaupa á útsendingu af þeim. Islenska útvarpsfélagið er búið að vera að semja við þá í 8 ár og náði nýlega (fýrir tveim og hálfu ári) „tímamótasamningum“ við þá eins og heimildarmaður orðaði það en benti um leið á að þeir væru mjög dýrir. flðeins spurning um hvenær kapalkerfi kemur Samkvæmt heimildum ffá Stöð 2 þá sofa menn þar rólega yfir þess- um sjónvarpsáformum, telja ein- faldlega langt í land með að slík stöð fari af stað, auk þess sem for- sendur séu næsta óljósar. Það er ffekar að menn hafi áhyggjur af innrás Árna Samúelssonar inn á útvarpsmarkaðinn en hann hefur sem kunnugt er keypt FM 95,7 sem hann virðist ætla að stefúa að Bylgjunni. Það eru fýrst og ffemst tvær ástæður fyrir þvi að menn eru ró- legir: I fýrsta lagi ná þeir inn á fá heimili þannig að samkeppnisstað- an yrði mjög skekkt lengi. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að Stöðvar 2 ævintýrið endurtaki sig. Á meðan dreifikerfið nær til fárra heimila þarf að berjast um efnis- kaup við stöðvar sem ná inn á mun fleiri heimili. Þetta er staða sem getur orðið erfitt að snúa við. í öðru lagi þá hafa þeir sem staðið hafa í undirbúningi að sjónvarps- stöðum, DV, Sýn, ísfilm og fleiri hætt við að lokum. Allir þessir aðil- ar hafa komist að sömu niður- stöðu: Þetta er of dýrt. Vissulega hafa þeir sem að vilja- yfirlýsingunni standa ástæðu til að horfa ffam á veginn. Valdimar tal- aði um að það væri einungis spuming um tíma hvenær kapal- kerfi kæmi og svipaðar skoðanir heyrast annarsstaðar. Þeir hafa nú þegar sjónvarpsleyfi og það er dýr- mætt en þeir verða að nýta það með einum eða öðrum hætti. Eru erlend umboð á lausu? Dagskrárstefna þessa hóps byggir á því að kaupa efni erlendis ffá þó að Jón Þór hjá Saga-Film hafi greinilega aðrar skoðanir um það. Þeir ætla sér að vera með erlenda þætti sem auðvitað þarf að texta. I ffamhaldi af því má spyrja hvaða umboð þeir ætli sér að nota því RÚV og Stöð 2 fleyta rjómann ofan af öllu sem ffamleitt er erlendis. Báðar stöðvamar eru með svokall- aða „output samninga“ sem þýðir að allt sem ffamleitt er hjá stóru kvilunyndaverunum kemur til þeirra. En auðvitað er ffamleitt mikið af efni um allan heim en það er bara ekld eins gott. Þegar Valdi- mar var spurður um þetta sagði hann einfaldlega að ekkert væri gefið í þessum heimi: „Þú semur um ákveðið verð fýrir ákveðinn pakka og hann gildir í ákveðinn tíma. Síðan er allt laust.“ Talsmenn þessa nýja hóps segjast vera búnir að festa sér erlend um- boð. Ekki fæst uppgefið hvaða um- boð það em. Þess má hins vegar geta að um leið og Árni Samúels- son kaupir bíórétt kaupir hann myndbanda- og sjónvarpsrétt, eða það á allavega við um stóran hluta þeirra mynda sem hann sýnir. Þar er off um að ræða millistór dreif- ingarfýrirtæki sem listrænir kvik- myndaframleiðendur vilja oft ffek- ar skipta við heldur en að fara inn í risastóru kvikmyndadreifingarfé- lögin. Auðvitað kemur mikið af góðum myndum þaðan. Áhugi hans inn í svona fýrirtæki beinist fýrst og fremst að því að koma kvikmyndum á ffamfæri sem hann er þegar búinn að festa sér í gegn- um bíófýrirtæki sitt. Þá má benda á að Stöð 2 hefúr lengi reynt að gera samninga við Árna um kaup á kvikmyndum frá honum og einnig var Áma umhug- að að koma slíkum viðskiptum á fót þegar hann var Jiluthafi í Is- lenska útvarpsfélaginu. Þóttu samningaviðræðurnar við Árna erfiðar. Jón Þór hjá Saga-Film er hins vegar innlendur efnisffamleiðandi og liggur ekki á þeim skoðunum sínum að hann ætli að fara inn í þetta samstarf til að koma á ffam- færi því innlenda efni sem hann hefúr metnað til að ffamleiða og telur að íslendingar vilji horfa á. Hann tók hins vegar skýrt ffam að hann væri þarna með eingöngu til að fýlgjast með þróun mála og eng- ir samningar hefðu verið undirrit- aðir. Sagðist hann vera í gervi „áheyrnarfúlltrúa" í þessu sam- starfi. Varkárni Jóns kemur sjálf- sagt til út af því að hann er í miklu samstarfi við RÚV og Stöð 2. Hann er einmitt þessa dagana að vinna að viðamiklu Bingó prógrammi með Stöð 2 þar sem Ingvi Hrafh Jónsson, fýnverandi fféttastjóri, verður bingóstjóri. Þar er um stórt verkefni að ræða. Þess ber einnig að geta að inn- lend dagskrárgerð kostar sitt. Má taka sem dæmi að hver þáttur af innlendu efúi getur í raun aldrei kostað undir 700.000 kr. á sama tíma og vinsælir þættir eins og L.A. Law kosta um 80.000 krónur, þýddir og tilbúnir til útsendingar. Einn tíðindamaður hélt því hins vegar ffam að ný stöð yrði að hafa meira innlent efni en Stöð 2 til að festa rætur. Ef af yrði þá verður sent út alla daga vikunnar — hér er ekki um að ræða helgarsjónvarp eins og stundum hefúr verið haldið ffam. En allt þetta byggist á því hvað Póstur og Sími ætlar að gera. Það virðist liggja beint við að fýrirtækið byggi upp víðtækt dreifikerfi með ljósleiðurum — það er aðeins spurning um tíma hvenær slíkt kerfi verður til staðar. Reyndar má benda á að slík einokunaraðstaða sem þessu er samfara myndi líklega ekki vera leyfð í vestrænum hag- kerfúm. Tilhugsunin um að geta sparað sér dreifikerfi er einmitt það sem heldur þessum hóp við efnið enda ffeistandi að fara í samkeppni við fýrirtæki sem þurfa að borga af milljarða fjárfestingu í dreifikerfi eins og reyndin er með RÚV og Stöð 2. „Þessi nýjasta 600 til 700 milljóna króna fjárfesting Stöðvar 2 er bara della á meðan í raun þarf bara að þrýsta lítillega á Póst og síma til að opna fýrir ljósleiðara- kerfið,“ sagði aðili tengdur þessu fyrirhugaða samstarfi. Siguröur Már Jónsson FIMMTUDAGURINN 25. ÁGÚST 1994 PRESSAN 9

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.