Pressan - 25.08.1994, Page 16

Pressan - 25.08.1994, Page 16
MYND: JIM SMART Hvæsir ef henni er strokid öfugt Helga Thorberg um myndina af sjálfri sér: „Hjá þessari konu er bara líf og ijör og það eru gróskumiklir dagarnir hjá henni um þessar mundir. Þessi manneskja held ég að sé bara alveg ein- stök. Hún er voðalega glöð og henni líður vel innan um blóm. Henni líður kannski einsog hún sé í Afríku hún er svona að reyna að lifa nokkurskonar frumskógar lífi niður á Vesturgötu. Mér finnst þetta tígrisdýrahættu eðli bara virka nokkuð vel. Henni líður vel í frumskóginum, er glöð þar og líð- ur vel innan um plönturnar og dýrin - það er alveg ljóst. Hún hugsar um lítið annað en dýrin, hún talar við plönturnar og inn- búana í frumskóginum. Ég held að hún haldi að hún sé blómadrottning skógarins enda örlar eiginlega á því. Þarna ræður hún ríkjum, þarna á hún heima og þarna tekur hún uppá ýmislegu. Þrátt fýrir að vera svona gíöð þá hvæsir hún ef henni er strokið öfugt en hún er líka alveg ofboðslega blíð. Ég sé hana alveg fýrir mér með dýraung- ana og hreiðrið allt í kringum sig.“ Þad era takmörk fyrir öllu Bakhlidm Vítabani íslenskrar knatl- spyrnu um þessar mundir er án efa Haukur Bragason markmaður Grindvíkinga. Næstkomandi sunnudag fær svo sannarlega að reyna á þennan snjalla markmann því þá leika Grindvíkingar við lið KI\ í úrslitaleik um Mjólkurbik- arinn. Hann stundar nám í Mat- vælafræði við l láskóla Is- lands og hefur j nógu að snúast þessa dagana þar sem haustprófin standa sem hæst. Hann einbeitir sér að prófiestri á milli þess sem hann hugar að fótboltanum en gaf sér þó líma til þess að sýna á sér bakhliðina. Hvaðfærðu þér í morgunmat? Kaffi, mjólkurafurðir, kaffi. Myttdirðu fresta brúðkaupinu þínu ef að leikur kcemi óvænt upp satna dag? Það eru takmörk fýrir öllu. Hvaða samherja myndirðu cinna helst treysta fyrir húsinu þínu eina helgi? Hjálmari Hallgrímssyni, lög- regluþjóni. Ef þú œttir að velja martröð tengdapabbans hvcr yrði fyrir val- inu? Geri ekki upp á milli GórilJu- mannanna. Hvor er betri Raggi Bjama eða Ómar Ragnarsson? Ef Raggi Bjama er betri þá er Raggi Bjarna ennþá betri þegar Ómar Ragnarsson leikur hann. Fylgir heppni alltaf ákveðnum cinstaklingum eða er heppni ekki til? Heppni er til en fylgir ekki ein- staklingum. Hvað hefurðtt banað ntörgum vítaspymum í sumar? Ég hef banað 7-8 stykkjum. Áttu Mikka Mús eða einhverjar fígúrunœrbuxur? Ég nota það besta, Achille. Hvemig skilgreinirþú rómantík? Óútskýranlegt huglegt ástand tveggja einstaklinga. Hvað eldarðu helst ofaní þig og hvor tnakinn erduglegri að elda? Pastarétti af ýmsum toga. Hlut- föllin eru ca. 60/40 henni í vil. Hver er kækurintt þinn? Sko og einmitt. Besti íslettski leikarinn? Pétur Einarsson. Ferskasti drykkurinn? Vatn. Ertu Itippi inn víð beinið? Nei, en ég held að konan mín sé það. Hvað ertu nákvœmlega með mik- innpening í veskinu þessa stundina? 200 krónur. Hvaðfer mest í taugarnar á þér? Umferðarþunginn á Keflavíkur- veginum þegar maður er seinn fýr- ir á æfingar. Hvað er andstyggilegast við fót- boltann? Tvímælaiaust meiðslin. Finnst þcr aðlaðatidi að ftska rennandi sveitt föt uppúr töskunni þinni? Það er nákvæmlega ekkert að- laðandi við það og það cr gjörsam- lega óþolandi þegar ffanski renni- lásinn á legghlifúnum festist í ullar- bolnum. Þvœrðu afþér sjálfur? íþróttafötin þvæ ég sjálhir. Hver cr hefð fótboltakappans? Te og ristað brauð tveimur tím- um fyrir leik. Hver erþín sterkasta hlið? Geri ekki upp á milli haígri og vinstri hliðanna. Hvar myttdirþú koma þérfyrir ef þú fcngir að vcra ósjntilegur í einn dag? 1 herbúðum KR-inga fyrir bikar- leikinn. Hvertt myttdir þú kjósa setti verst klœdda mann íslands? Ég þoli ekki slcggjudóma á klæðaburð fólks_____ég neita að svara. Eitt orð yfir íþróttir? Þráhyggja. Besta samlokatt? Brauð með síld og eggi. Hvaða bók lastu nýlega? Universal cliemistry (var í prófi). Hvað finnst þér um menn cinsog BennyHinn (töfralœkninn)? Hann er vafalaust ágætur svo lengi sem hann er ekki heimilis- læknirinn minn. Hvaða lag tœkirðu í karókí ef til kæmi? Þó ég færi aldrei i skóna hans Morrisey þá held ég að ég tæki lag með Smiths. í hvaða stellingu sefurðu best? Liggjandi. 16 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 25. ÁGÚST 1994

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.