Pressan - 25.08.1994, Page 19

Pressan - 25.08.1994, Page 19
Lífið effcir vinni Jb Á sunnudag ...Kyn- lífi og það nógu miklu. Kynlíf er talið betra en höfuðverkjatöflur við hausverk enda er fyrir- bærið kynlíf spennulosandi og heilbrigt fyrir alla. ...Hvítárferðum. Að hoppa útí ískalda og straumharða ána og finna köfnunartilfinn- inguna hellast yfir sig hlýtur að vera einstök tilfinning. Það er í góðu lagi þar sem öryggið er ávallt í lyrirrúmi og maður er bara „veiddur" uppí bát að reynslu lokinni. ...Húsdýragarðinum fyrir einstæða feður sem þurfa að taka börnin sín þessa helgina. Ungur einstæður faðir hér í bæ skellti sér með barnið sitt í fyrrnefndan garð á pabbadegi nokkrum og sagðist hann sjaldan hafa séð jafn mikið af fallegum einstæðum mæðrum. Það er þá bara að drífa sig á staðinn! Ryð ★★ á Stöð 2, föstudag kl. 23:00. Þessi bíómynd Lárus- ar Ýmis Óskarssonar er í skárri kantinum af íslenskum bíó- myndum. Þeir sem sáu leikrit Ólafs Hauks Símonarson- ar, Bílaverkstæði Badda, sem myndin er byggð á, verða þó fyrir vonbrigðum. Uppí hjá Mad- onnu ★★★ In Bed With Madonna á Stöð 2 strax á eftir Ryði kl. 00:40. Flestir hafa áhuga á því að elta hina kynhungr- uðu Madonnu upp í rúm. Sigurjón Sig- hvatsson og félagar hjá Propaganda Films gefa okkur séns á að liggja á gægjum. Falin Myndavél fi® Candid Camera á Stöð 2, laugardag kl. 20:00. Þó að Sigrún Stefánsdóttir lesi fréttirnar á RÚV er skárra að halda sig við þær en hlusta á aumkunarverða aulabrandarana í Dom Deluise. Annað hvort hafa Kanar brenglað skopskyn eða sjónvaipsstöðvarnar bera enga virðingu fyrir áhorfendum sínum. Sem betur fer er þetta lokaþátturinn eftir 26 vikna kvalræði. Brenndar bækur 8 The Ray Bradhury Theatre: Usher á RÚV, sunnu- dag kl. 22:50. Stuttmyndir Ray Bradburys eru alltaf kynntar á þann veg að þar sé ekkert eins og það sýnist. Heldur maðurinn að við séum hálf- vitar? mæl Falin myndavél ★★★ þeirra Svía sem birtist oft i stuttum innslögum á RÚV er oft meinfyndin. En væri ekki ráð að fá þættina til sýningar í heild sinni í stað þess að stunda þessar smáskammtalækningar á áhorfendum RÚV sem eru að geispa golunni yfir dagskránni eftir eitt versta sjónvarps- sumar síðan útsend- ingar lágu niðri í júlí. s Gott á griliið 8® á Stöð 2, kl. 12:55 á laugardag. Óskar Finnsson, frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningun- um, veit sem er að leiðin til frama í stjórnmálum er í gegnum sjónvarpið. En plís! Vcit hann ekki að borgin er.töpuð? Óskar og sláninn sem hann er í slagtogi við eru svo yfirmáta snyrtilegir, yfirmáta tii- gerðarlegir og yfirmáta leiðínleg- ir að mann langar helst til að tröða þeim á grillið, setja lokið á og bíða þar til þeir eru örugglega well done. Hvar ertu Siggi Hall með sauðasvipinn þinn!? íþróttaþátturimi á RÚV, sunnudag kl. 17:00. Það er kannski óþarfi að horfa á allan þáttinn, sér- staklega ef Samúel Örn fær að komast að með hestae- róbikk. En Arnar Björns- son ætlar að hita upp fyrir úrslitaleikinn í bikar- keppninni milli KR og Grindavikur á sunnu- daginn. Arnar klikkar ekki. (Áfram Grindavík!) r p Hverjir voru Kvar? Á gangi saman á Austurvelli í bliðviðrinu í hádeginu á föstudag voru þeir Björn Bjarnason alþingismaður og Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips. Þar gengu einn- ig hjá parið Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Ingibjörg Eyþórsdóttir. Á bæði fimmtudag og föstudag var Café París kjaftfullt bæði að innan sem utan enda segir manni svo hugur að fólk sé að nýta síðustu geisla sólar- innar, haustið er jú, að renna upp. Þarna sáust m.a. Ás- laug Dóra Eyjólfs- dóttir dagskrár- gerðarkona og Sig- urður Nordal hagfræðingur, Hcrdís Birna Arn- ardóttir fréttamaður, Kári Waage PR-maður Tunglsins. Skýringin á því að menn eins og Andri Már Ingólfsson ferðafrömuður sáust ekki á næturlífinu á laugardagskvöldið var væntan- lega sú að hann tók þátt í maraþonhlaupinu á sunnudag. í hlaupinu á sunnudag mátti einnig sá menn eins og Pál Stefánsson Ijós- myndara, Kristján Ara Arason blaðamann, Boga Ágústsson fréttamann, Geir H. Ha- arde alþingismann, Ellert B. Schram rit- stjóra, Lars Emil Árnason myndlistarmann, Ottarr Guðmundsson lækni, Þórarin Eld- járn, Helga Skúla Kjartansson og Jakob Þór Einarsson. Vinkonurnar Ester Guðmundsdóttir Söngsmiðjustjóri og Elva Gísladóttir leik- kona, sem saman eru að setja upp söng- leikinn Grease, sáust skemmta sér vel á Café Róm- við parið Glódís Gunnarsdóttir og Georgio og fullt af öðru fólki. Á Café List á föstudagskvöld varÁrni Þórarinsson höfundur Hrafnsbókarinn- ar væntanlegu, Hilmar Örn Hilmarsson galdra- maður, Steinunn Ólina Þorsteinsdóttir leikkonan vinsæla og Felix Bergs- son leikari. Rósenberg-kjallarinn gekk á föstudagskvöld í endurnýjun lífdaga, eins og hann leit út áður en Kaffibarinn tók völdin. Þar var haldið afmælisboð en svo mátti sjá þar ýmis gömul and lit enda átti Kaffibarsgengið ekki í nein hús að vernda eftir miðnætti alla helgina sökum óvenjumikils eftirlits i bænum helgarnar á undan. Eftir lokun Rósenbergkjallar- ans lét gengið ekki deigan síga heldur hélt til partis skammt frá Þjóðleikhúsinu, þar sem m.a. mættu meðlimir Bubbleflies sem um þessar mundir er bundir í studiói dag og nótt. Það teiti stóð fram eftir öllu. En það verður að segjast eins og er að greind arvísitalan fór þar snarminnkandi frá klukkustund til klukkustundar. Á laugardag í síðdegiskaffi á Kaffibarnum sátu Gurrí annars vegar og Górillan hins vegar, þ.e.a.s önnur þeirra, eða Davíð Þór Jónsson. Á Sólon Islandus, um kvöldið, voru Páll Grímsson varabjarnidagurjónsson með skegg, Ólafur Páll landvörður, Jón Óskar hagfræðingur, Sólveig Thorlasíus og Krist- inn Jóhannesson hjá Atlanta. auglýsing fyrir mig Á laugardag ...Fólkinu okkar en það er stuðningsmannahópur sem hefur verið stofnaður í tilefni af HM - keppninni í handbolta. Hann tryggir fólki miða á tíu leiki Is- lands á heimavelli fram að HM. Að sjálfsögðu fæst það ekki ókeypis en þessi hópur mun njóta ýmiss konar forrétt- inda. ...Alain Robbe-Grillet kvik- myndahátíðinni sem hefst í Háskólabíó á laugardag en Alain þessi hefur starfað sem rithöfundur og kvik- myndagerðamaður frá árinu 1953 og er hann fæddur í Vestur-Frakklandi. Hátíðinni lýkur 4. september. ...Sniglabandinu og Borg- ardætrum sem leiða hesta sína enn og aftur saman. Þessar hljómsveitir byrja helgina á föstudagskvöld með dansleik í félagsheimil- inu Hamraborg á Berufjarð- arströnd en á laugardags- kvöldinu verða þær á tveim stöðum, Hótel Tanga á Vopnafirði og á Hofi. Guðrún María Finn- bogadóttir, sópran söngkona, hlautTón- vakaverðlaun Ríkisútvarpsins þetta árið en alls tóku sjö kepp- endur þátt í úrslitum keppninnar. Hún gæti reynst mörgum kunn úr versluninni Antikmunir á Klapparstíg en þá verslun hefur hún rekið undanfarin 6 ár ásamt eiginmanni sínum. Guðrún er nú í barneignarfríi auk þess sem hún æfir sönginn en í vetur hefur hún verið að klára 7. og 8. stigið frá Söngskóla Reykjavíkur. „Þessi keppni gefur mér auk- in tækifæri til þess að koma fram á vegum Ríkisútvarpsins og þetta verður mikil auglýsing fyrir mig persónulega. Ég geri ráð fyr- ir að þetta verði mjög lærdóms- ríkur og þroskandi vetur enda mikið af nýjum verkefnum fram- undan." Það sem tekur við hjá Guð- rúnu á næstunni eru hátíðartón- leikar með Sinfóníuhljómsveit ís- lands þann 13. október og verður þeim tónleikum útvarpað um öll Norðurlöndin. Einnig mun hún taka þátt í jóla- og páskapró- grammi Ríkisútvarpsins og næsta haust verður hún fulltrúi íslands í Tónlistarkeppni ungra norrænna tónlistarmanna sem haldin verður í Reykjavík. Sigurvegari Tónvakans hlýtur 250 þúsund krónur í verðlaun en ennþá á eftir að veita verðlauna- fé keppninnar. Enn er óljóst hver það hlýtur en það mun skýrast á fyrrnefndum tónleikum þann 13. október. Guðrún vildi koma á framfæri þakklæti til kennara síns og und- irleikara fyrir mikla hjálp og stuðning en það eru þau Elísa- bet F. Eiríksdóttir og Iwona Jagla FIMMTUDAGURINN 25. ÁGÚST 1994 PRESSAN 19

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.