Vísir Sunnudagsblað - 07.08.1938, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 07.08.1938, Blaðsíða 1
1938 30. blað HÖFUÐBORG DROTNING- ARINNAR FRÁ S AB A. ™r0dke 1 Biblíunni er þess getið, að drotningin frá Saba kom til Salomos konungs, er ríki hans stóð sem hæst, og hann hafði komið sér upp flota, er sigtdi til stranda Rauðahafsins, og kom þaðan með gnótt fjár og fágætra muna. Drotningin frá Saba er eins og skuggi, sem kemur og fer, þar eð Biblían skýrir ekki frá hennar högum, að öðru legti en því, sem hún birtist Salomo í mikhi ríkidæmi, færir hon- um gull og gersemar, og reynir hann að gáfum. En af þessu má draga þá ályktun, að ríki hennar hafi verið mikið og auðugt, og að luin hafi verið vitur kona, sem þóttist fær í flestan sjó. Sagnir Biblíunnar ern orðnar fornar og fjarlægar nútim- anum, og þar sem áður voru blómleg ríki, sem vitringar stjórnuðu með magt og miklu veldi, þyrlast sandur eyðimerk- urinnar yfir útdauðu lífi, og land drotningarinnar af Saba er að mcstu leyli nútímanum hulið eins líf hennar sjálfrar. Af mörgum og misjöfnum ástæðum leitast nútíminn við að lyfta upp tjaldi liðna tímans, sem hylur innsýn inn í liinn forna heim, og í flestum menningarlöndum, sem einhvers eru megnug, starfa vísindafélögin að því, að auka þessa þekk- ingu, og leiðangur eftir leiðangur heldur iil hinna fornu bygða Biblíunnar og grefur í sandinn. Árið 1936 hélt ameríslcur leiðangur til Afríku og Arabiu, undir stjórn Byrons de Proroks greifa, og greifinn fullyrðir, að sá leiðangur hafi fundið höfuðborg drotningarinnar af Saba í eyðimörkum Arabiu. De Prorok hefir skrifað grein um þessa för sína, og fer hún hér á eftir, en er stytt all- verulega. Drotningin frá Saba og Salomo (Gamalt málverk). Að sögn Biblíunnar hefir drotningin af Saba verið ein- iiver auðugasti váldhafi sög- unnar, og er því ekki að undra, þótt menn hafi í margar aldir leitast við að finna höfuðborg ríkis liennar, þótt alt hafi slikt reynst árangurslaust til þessa, þar til nú, er eg þvkist hafa fullgildar sannanir, — jarð- fræði- og fornfræðilegar — fyrir því, að leiðangur minn liafi fundið höfuðborg drotn- ingarinnar i fjarlægustu eyði- mörkum Arabiu. En samtímis liefi eg sannfærst um það, að drotningin er ekki ímyndun sögunnar, lieldur liefir liún verið braulryðjandi á verslun- arsviði fornahlarinnar og opn- að verslunarleiðina milli Asíu og Afríku, — eitt þúsund ár- urn fyrir Krists burð. Það atvikaðist svo, að árið 1935 fór eg i flugvél inn yfir eyðimerkur Arabiu i rann- sóknarskyni, og sá þá um- fangsmiklar rústir i miðri eyði- mörkinni Rub-el-Khali i suð- vesturliluta Arahíu. Undirvit- undin sagði mér, að þarna væri aðseturstaður drotningarinn- ar frá Saba. Til allrar bölvun- ar fyrir fornfræðirannsóknir mínar, hófst styrjöldin milli Italíu og Ahessiníu um þetta leyti, en er henni lauk, árið 1936, hvatti vinur minn, Haile Selassie keisari, mig til þess að halda áfram rannsóknum mín- um undir persónulegri vernd sinni í Arabiu, — en hann kveðst vera beinn afkomandi hinnar sögufrægu drotningar frá Saba. Siðustu 20 árin hefi eg feng- ist við fornfræðirannsóknir og uppgötvað margar fornar graf- ir og borgir i Afríku, — Mar- okko, Atlas, Karthago, Uticu, eyðimörkum Sahara, Nilár- dalnum og víðar, og gæfan lief - ir verið mér hliðholl, þannig, að eg hafi átt minn þátl í að leiða marga forna fjársjóði og fágæta muni að nýju fram í dagsins ljós. Aldrei hefir þó reynt svo á þolrifin, sem i þessum siðasta leiðangri mínum, enda komu vélbyssurnar meðal annars eitt sinn að góðum notum, er við urðum fyrir árás viltra kvn- flokka í eyðimörkinni; en i því sambandi er vert að geta þess, að leið okkar lá um gersamlega órannsakað og óþekt svæði, sem er álika stórt og Þýska- land og Frakkland samanlögð, og' sem hvítir menn liafa aldrei kannað eða jafnvel séð, svo að vilað sé. Við riðum á úll’öld- um og lieyrðum „söng sands- ins“, eins og Marco Polo sagði endur fyrir löngu, og leið okk- ar lá um fornar úlfaldaslóðir, sem mintu á þann tíma, er Salómó sótti gull sitt til Ophir. Þótt Ameríka hafi verið rannsökuð póla á milli, og pól- arnir sjálfir og lönd þau, er að þeim liggja, hafi ekki far-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.