Vísir Sunnudagsblað - 07.08.1938, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 07.08.1938, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUÐAGSBLAÐ 3 Sveinn lögnmður í dulbúningi vatn lianda þeim þjóðflokki, er land þetta bygði, en Ethio- piumenn lögðu landið undir sig, eyðilögðu flóðgarðana og lögðu með því þetta mikla riki í rústir, ef til vill hið auðug- asta riki, sem veraldarsagan yeit deili á. I umhverfinu öllu fundum við fornar rústir, grafnar að nokkru eða mestu i sand eyði- merkurinnar, og eg get ekki lýst hinni kitlandi ánægju, sem gfreip okknr, er við stóðum þarna andspænis þessum ómet- anlegu verðmætum og minj- um gleymdrar menningar. Hit- inn, þorslinn og allir erfiðleik- arnir hurfu eins og dögg fyrir sólu, er við tókum að grafa upp gamlar, upphleyptar og á- letraðar marmaraplötur, sem ekkert mannlegt auga liefir séð i 20 aldir. Við komumst að lokum, — eflir heila eilífð, — sem þó var ekki nema nokkrar vikur, — að rústunum, sem eg liafði séð í flugleiðangri mínum árið 1935, og okkur til ósegjanlegr- ar ánægju, hlasti þarna við okluir lirein fornfræðileg sönn- un fyrir tilgátum minum, —- liálfgrafin musteri, — liallir og lislaverk, og eg liafði svalað þeim metnaði, sem eg liefi þráð alla ævi, —- að finna borg drotningarinnar af Saba. Þvi' miður varð gleði okkar skamrnæ, og starf okkar við fornleyfarannsóknirnar fór út um þúfur, þar eð verðirnir til- kyntu okkur, að njósnarlið konungsins i Yemen væri i ná- munda og fylgdist með gerð- um okkar. Við kusum heldur að hverfa af hólminum, en að eiga pyntingar og dauða yfir höfðum okkar, og flýttum okk- ur því að binda hagga okkar og yfirgefa þetta stórfelda við- fangsefni. En kúlur umsáturs- mannanna þutu umliverfis okkur á nóttum og fáninn okk- ar yar a.llu'r orðinn götóttur leftir kúlujr, og íþvi var ekki til setunnar boðið, þótt vél- byssurnar okkar liéldu óvinun- um i hæfilegri fjarlægð, með þvi að syngja mestan liluta dagsins. Við læddumst því á burtu eina nóttina, eins og vof- ur, úr liinni dauðu horg, en úlfaldarnir okkar voru klyfj- aðir fornum gersemum, er við höfðum meðferðis. Viðstaða okkar í þessu hálf- gleymda landi var of stutt. En í febrúar 1939 vonum við að við getum farið þangað aftur og grafið þar í 6 mánuði, — ef Allah leyfir, — verndaðir af herfylkingu grjárri fyrir járn- um. Á dögum Sveins lögmanns Sölvasonar á Munka-Þverá var hallæri mikið og mannfækkun, svo margir bæir eyddust, en fólkið flæktist víða, einkum vestur, og settu menn sig þar niður. Voru þetta afleiðingar af fjársýkinni og jarðeldunum og öskufallinu. Um þessar mundir bjuggu lijón ein á næsta bæ við Munka-Þvená. Þau höfðu nóg af öllu og þurftu ekki að liða skort á neinu, en mjög voru þau harðbrjósta, og þvi meir, sein liarðindin uxu, því meir óx einnig miskunnarleysi þeirra, og var þar engum fá- tækum hjálpar að leita. Þegar einliver fátækur kom og beiddi að lofa sér að vera, vísuðu þau honum að Munka-Þverá; sögðu þau að löginannsf jandinn væri nógu ríkur; en þegar rikismenn og höfðingjar komu til þessara lijóna, skorti ekkert. Buðu þau aldrei neinum, sem þau héldu að ekki gæti boðið þeim aftur. Einu sinni á áliðnum degi bar svo við að karl einn, illa til fara, kom á bæ þenna; hafði hann ofanfletta mórauða liettu, eins og þá var siður til, og vondan hattgarm þar ofan yfir; liann var í götóttri og stagbættri úlpu, og mátti heita svo, að í hann skini beran. Karl þessi guðaði i dyrunum; kom þá stúlka fram, sem karlinum leist vel á; spurði karlinn liana livort hann mundi ekki fá að vera þar um nóttina; stúlkan sagði að það væri óvist, því honum mundi líklega verða vísað að Munka-Þverá, eins og öðrum; en karlinn sagðist ekki mundu komast þangað, þvi liann væri bæði kaldur og svangur og mundi hann örmagnast á leið- inni; liann sagði, að ekki væri það heldur víst, að Sveinn lof- aði sér að vera; mundi hann verða leiður á fátæka fólkinu, eins og aðrir; fór karlinn þá að skjiálfa ákaflega og bað stúlk- una um fram alt, að fara til hjónanna og leggja til með sér, að liann fengi að vera. Fór þá stúlkan inn, en kom fram litlu seinna og sagði, að liann kvnni að fá að slanda inni; fór liann þá með stúlkunni inn á bað- slofugólfið' pallskálc var öðru megin i baostofunni, eins og þá var siður. Þar var rúmflet vinnukonunnar, og bauð liún honum að setjast þar. Enginn talaði orð við hann; leið svo rökkrið. En loksins, þegar húið var að kveikja, kom konan of- an á gólfið; spurði hún þá karl- inn að, hvort það væri ekki skemtilegra fyrir hann, að halda á einhverju; þeir vildu fá að éta og drekka, en nentu þó ekkert að gera; spurði hún hann hvort hann gæti ekki linuðlað neðan við sokk; karlinn sagðist skyldi reyna það. Fékk hún honum þá þurra neðanprjón- inga; spurði karlinn hvort ekki væri betia að væta þá, en hún sagðist halda, að hann væri ekki ofgóður til þess sjálfur, og vís- aði honum á þvæliker og gekk svo burtu. Tók þá vinnukonan sokkana, og vatt þá upp fyrir karlinn; fór hann þá að þæfa. Að löngum tíma liðnum kom konan að slcoða þófið, og hafði það engum framförum tekið; varð liún þá reið og veitti hon- um mörg hrakyrði Loksins, þegar luáttatími var kominn, var lionum visað að liggja á reiðingstorfu á pallskörinni móti stúlkunni, og lítið eitt af flautum var honum gefið til næringar En þegar liáttað var, kom stúlkan til hans, að lilynna að honum; léði liún honum þá koddann sinn og hempu sína ofan á sig, og það, sem henni var skamtað, gaf hún lionum. Undir eins og dagur kom, fór karlinn af stað, og vissu menn ekkert, hvað af honum varð. — En snemma þenna dag koni lögmaðurinn riðandi; gekk þá bóndi lit að fagna honum; bauð liann lionum í skemmu sína og veitti lionum ágæta vel. Fóru þeir nú að tala um harðindin, og livað bágt væri að haldast við vegna fátæklinganna; sagði þá bóndi, að einn djöfullinn hefði verið hjá sér i nótt, en hann hefði farið snemma af stað um morguninn. Síðan gerir lögmað- ur boð eftir vinnukonu, og þakkar henni fyrir alla að- hjúkrun fyrirfarandi nótt; sagði liann að hún væri of góð til að vera lijá þvílíkum húsbændum, og skyldi liún koma með sér, því sig langaði til að launa lienni góðsemi hennar. Síðan gerir liann húsbændum hennar harða áminningu, og svo brá þeim við það, að þau gerðu jafnan fátækum gott eftir það. — En stúlkan fór heim með honum og gifti hann hana vel. SUSAN HAYWARD kvikmvndadís, sem ýmsir munu kannast við, sýnir liér á mynd- inni nýjasta sundbolinn sinn. Hann er í lieilu lagi, úr livítu, upplilevptu „satini“, með á- prentuðum rauðum blómmn. HITT OG ÞETTA. Borgarstjóriim í Miskoll í Ungverjalandi, Geza Eles að nafni, liáði nýlega einvigi við tvo blaðamenn, sem höfðu gert árás á hann í blöðum sínum. — Fvrra einvígið stóð í liálftíma og særðust báðir í andliti. Hvíldi Eles sig síðan í 10 mínútur, en lióf síðan síðara einvígið. I því varð liann óvígur og var fluttur á sjúkrahús. En liann var samt ekki af balci dottinn, því að þar skoraði hann þriðja blaðamaim- inn á hólm. — Það virðist ekki vera neitt sældarbrauð, að vera blaðamaður í Ungverjalandi! Það er aðallega breskum skipafélögum að þakka, hve mikið þýskar skipasmiðastöðv- ar hafa að gera. Liggja fyrir pantanir á sldpum, er eru rúml. 1 milj. smál. að stærð, en þar af eiga Bretar 250 þús. smál. Eru þau skip í smiðum í Ham- borg, Iviel og Bremen. — Auk þ'ess smíða Þjóðverjar skip fyr- ir Tyrki, er nema 45 þús. smál., fyrir Ilollendinga 31 þús., fyrir Noreg 26 þús. smál. o. s. frv.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.