Vísir Sunnudagsblað - 07.08.1938, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 07.08.1938, Blaðsíða 8
8 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ BRESIv HERNAÐARFLUGVÉL við æfingar. Myndin tekin, er sprengju liefir verið varpað —en sprengjan Iiefir Ijrolnað og kastast upp úr sjónum. SkrítlUF. Glæsilegt verk. Listmálarinn: Sérðu niyndina þá arna — stóru myndina til liægri á veggnum? Vinurinn: Það má nú sjá minna, lield eg. Listmálarinn: Eg tel hana glæsilegt verk. Vinurinn: .Tá — aldeilis. Listmálarinn: Veistu hvað mér dettur í hug? Vinurinn: Nei. Hvernig ætti eg að vita það? Listmálarinn: Mér dettur í liug að gefa hana einhverri stofnun eða liknarfélagi. Vinuíinn: Já — einmitt. Listmálarinn: Og hvaða félag eða stofnun finst þér nú að eg ætti að láta sitja fyrir? Vinurinn: Blindravinafélagið. Kennari: Ef mamma þín gæfi þér tvö epli, annað stórt, hitt hlið og þú ættir að skifta þeim milli þín og hróður þíns, hvort myndir þú þá gefa lionum? Nemandi: — Eigið þér við stóra eða litla hróður? Leiðbeinandi: — Stjarnan vill tfá 500 sterlingspund fyrir að leika Indverjann í myndinni. — Lofið henni 250 pd., og segið henni, að það nægi að hún leiki kynblending. Á dansleik. Hann: Ilafið þér lofað næsta dansi, ungfrú Patfer? Hún (roskin og ekki fögur — hrosandi): Nei, herra Önfer. Eg er laus og liðug. Hann: Það er tilvalið. Þér verðið þá kannske svo elskuleg- ar, að lialda á vindlinum min- um, meðan eg dansa við liana ungfrú Tálknfer! Ótækt. Lyf jasveinn: Þessar pillnr eru lireinasta l'yrirtak. Þær drepa allar kvef-hakteríur. Kvefaður náungi: Ertu viss um það? Lyfjasveinn: Alveg hárviss! Þær drepa allar slíkar sótt- kveikjur á auga-lifandi bili. Kvefaður náungi: Það er ó- tækt! Eg vil láta kvelja svona skaðræðis-kvikindi — kvelja þau von úr viti! Vanafastur piparsveinn. Svo er sagt, að rnaður nokk- ur, Robert N. Bechtel, forhert- ur piparsveinn, liafi síðustu 20 árin komið þrisvar daglega í Broadway Hotel í New Yorlc þeirra erinda, að drekka skál Madame Pompadour þar á vegg í borðsalnum. Þykir þetta mikil vanafesta og hefir vakið mikla athygli. Hefir sæg- ur af fólki komið í veitinga- húsið til þess að sjá pipar- sveininn og vitanlega hefir eig- andi „hótelsins“ grætt á komu allra þessara gesta, því að flestir eða allir kaupa sér ein- liverja hressingu. R. N. Bech- tel mun og vera húinn að greiða stórfé fyrir „skála-vin- ið“, því að skálað hefir hann nú við myndina töluvert meira en 20.000 sinnum. Heldur tesopa. Frúin: Og þakka yður svo kærlega fyrir alla fyrirhöfnina. Það var fallega gert af yður, að rnuna eftir mér á þenna hátt. Jón gamli: Elckert að þakka. Frúin: Og livort viljið þér nú lieldur te eða kaffisopa? Jón gamli: Heldur tesopa. Eg skal segja yður, að eg er orðinn svo skrítinn með aldrinum, að mér finst hrennivínskaffi ein- liver allra versti drvkkur! Grunsamlegt. Veitingakonan: Nei, livað er að tarna, þér eruð þó ekki að fara frá okkur, kæra frú? Frúin: Jú, því miður. Veitingakonan?: Eg vona að þér séuð þó ekki óánægðar við mig eða okkur? Frúin: Nei, síður en svo! Eg skal segja yður eins og er: Eg hefi nú þrívegis beðið manninn minn um peninga, síðan eg kom hingað, og hann liefir sent mér þá um hæl! VÍ SIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. — En hvað tíminn líður sagði kona ein fjörgömul. — Og minstu ekki á það, hlessuð mín, sagði grannkona liennar. Mér finst ekki langt síð- an eg var ung stúlka og pilt- arnir flyktust um mig. Þá var nú dansað og sungið og leiðst og duflað —- Jesús minn góður! I endurminningunni er þetta rétt eins og það liafi skeð í gær. — Sama segi eg, svaraði hin — sama og „alt eins“. — Þetta er eins og svipstund, þegar það er liðið. — En svo liins vegar, þegar eg lít á krakkana og hugsa um það, að nú er Hanna mín, yngsta telpan, senn livað liður orðin amma, þá sé eg í liendi mér, að eg lilýt að vera farin að reskjast og það til muna! SAMUEL INSULL, ameríski fjármálamaðurinn, sem varð að flýja land 1934, vegna ásakana um stórfeld f jiársvik, er nýlega látinn í París. Ilafði hann fengið fulla uppreist og verið sýknaður af kærum réttvisinnar, enda hafist liahda að nýju um framkvæmd- ir. —

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.