Vísir Sunnudagsblað - 07.08.1938, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 07.08.1938, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ ið varliluta af rannsóknum hvítra manna, liefir þeim þó sést yfir stórfenglegasta við- fangsefnið, — Arabíuskagann, — sem geymir hinar.elstu sögu- legu minjar og menningu, sem heimurinn þekkir. Orsökin er sú, að Arabíuskaginn er lítt rannsakanlegur, vegna fjall- hárra sandaldna, víðáttumik- illa eyðimarka, þar sem vatns- dropa getur ekki, og hitans, sem fer oft fram ur 150° á Fahrenheit, og þótt menn bjóði öllu þessu birginn, er þó hin lifshættan verst, sem staf- ar frá ræningjaflokkum, sem ráfa þúsundum saman um eyðimerkurnar, og lifa bein- línis á ránum og manndrápum. Við tókum upp siði þessara manna, að svo miklu leyti, sem trú okkar og menníngu var samboðið, og leiðangurinn okk ar hvarf úr öllum tengslum við umheiminn í eitt ár. Úlfaldarn- ir okkar voru klvfjaðir döðlum, mjöli, smjöri og hrísgrjónum, en lengst inni í eyðimörkinni urðum við þó að nærast dög- um saman á úlfaldamjólk einni, og urðum við mennirnir þann- ig sníkjudýr á úlföldunum, sem eru Iíka gæddir þessum einkennilega eiginleika, að geta lifað án verulegs vatns svo dög- um og vikum skiftir. Á ferðum okkar um eyði- mörkina, urðum við að hafa það minsta meðferðis, sem unt var að komast af með, en þar sem við fórum um ókunn- ar slóðir, og liver spölur milli vinja tók okkur 9 eða 10 daga, fór það oft svo, að úlfaldarnir okkar voru orðnir gersamlega uppgefnir, og þol okkar og hugrekki var að þrotum kom- ið, þótt við liefðum setið að mestu á baki úlfaldanna. Það, sem háði okkur einna mest, var brennandi sólarhitinn á dag- inn og kuldinn á nóttum, sem nálgaðist frostmarkið, og þótt •við hefðum alt að því varpað af okkur liverri spjör á dag- ínn, lágum við skjálfandi um nætur, dúðaðir i teppum og öllu þvi, sem til var að tjalda. Við fórum frá einum kyn- flokknum til annars, til þess að leita ásjár þeirra og full- tingis, og þrátt fyrir það, þótt þessir frumstæðu eyðimerkur- flokkar drepi menn án þess að depla augunum og trúarof- stæki þeirra sé óskaplegt, mega þeir eiga hitt, að ef mönnum tekst á annað horð að ná vin- fengi þeirra, eru þeir aðdáan- legir félagar og gestgjafar. í leiðangri mínum voru þeir: , F. Paston, vel kunnur jarð- fræðingur, Ellsworth Brown, amerískur kvikmyndatöku- maður, J. Atkinson, fornfræð- ingur, en eg hafði sjálfur með liöndum fornminjafræðina og stjórn rannsóknanna. I þjón- ustu okkar höfðum við 10 inn- fædda leiðsögumenn og ógæl- an matsvein, sem verið hefir með mér í þremur síðustu leið- angrum mínum. Við gengum frá öllum undirbúningi leið- angursins í Suez, leigðum þar hát, eða „dhow“, eins og hann er kallaður þar í landi, en héldum síðan til ónefndrar hafnar í Yemen, — en þar liafði Arabahöfðingi einn, sem mér var vinveittur, safnað saman 80 úlföldum handa leiðangrinum, áleiðis inn í hið ókunna og forboðna land Ara- bíu. Við lentum á auðri strönd, en vfir henni grúfðust blásnir og hrikalegir fjallgarðar Yem- en, en þar í grend eru rústirn- ar af hinni fornu hafnarhorg Ocelis, sem þjóðsagnir herma að hafi verið einhver blómleg- asta borg drotningarinnaríSaba. Áður en eg vik frekar að sjálfum leiðangrinum, vil eg aðeins minna á það, að Suez- skurðurinn sameinar Rauða- hafið og Miðjarðarhafið, en sundið Bab-el-Mandeb liggur milli Rauðaliafs og Indlands- hafs. Rauðahafið er geysi víð- áttumikið og takmarkast að austanverðu af Arabíuskagan- um, en að vestan af Afríku- ströndum. Rauðaliafið er um 1450 milur að lengd, en þar sem það er breiðast, fer það eklci fram úr 200 mílum, en dýptin er 1400—1500 fet. Hin- ir fornu Gyðingar og Föniku- menn virðast liafa rekið stór- felda verslun á þessu hafi, en eftir að Persaveldi líður undir lok, hefir hafið mesta þýðingu Grafið i rústir höfuðborgar Sabaríkisins. sem tengiliður milli Evrópu og Austurlanda. Verslunin milli Arabiu og Afríku hefir sára- litla þýðingu. Yemen er landsvæði í suð- vestur Arahíu, er beygist suð- ur á hóginn að sundinu Bab- el-Mandeb. Eg vék að því að framan, að Yemen er „forboð- ið“ land, enda er það það í orðsins fylstu merkingu. Im- mon Yaya, — konungur í Ye- men, — liefir bannað allar fornfræðirannsóknir þar í landi, með því að hann lítur svo á, að rústir þær, sem þar er að finna, séu ekki aðeins heilagar, heldur hljótist af þvi bölvun, ef við þeim er hrært. Þetta þýddi það, að ef ein- hver af Jeiðangursmönnum okkar, eða leiðangurinn allur, hefði verið staðinn að verki og gripinn af mönnum konungs- ins, liefðum við verið' sviftir birgðum öllum, dýrmætum verkfærum og öllu því, er við höfðum meðferðis, en auk þess áttum við það á hættu, að vera drepnir á hinn kvalafylsta liátt. Eg var svo heppinn, að fá mér til fulltingis Araha- höfðingja einn, sem nefndist Sheik Moliammed ben Nassir. Hann var í ytra útliti eins og hann væri kliptur út úr „Þús- und og einni nótt“, enda liafði liann haft þrælasölu, glæpa- verk ýmsikonar og eiturlyfja- smyglun að aðalatvinnu, en var svo heppinn, að hann var ný- flúinn frá Abessiníu, þegar styrjöldin skall á. Þá hitti eg liann með úlfaldalest sína i Danakil-eyðimörkinni, rétt áð- ur en svartstakkar Mussolinis héldu þar innreið sína. Þessi fyrirmyndar fulltrúi eyðimerk- urinnar, hafði keypt heilt þorp í Yemen, bygt stórfenglega höll, sem hann geymdi í konur sin- ar og þrælalið. Eyðir liann tim- anum með því að ráfa um í görðum sínum, sem eru nú- tímans Eden, og sýgur „Kat“, sem er útbreitt eiturljd i Ara- híu, og lifir i minningum liðna tímans um unnin afrek. Ráðagerð okkar um leiðang- ur til fornfræðirannsókna inn i forhoðna landið vakti æfin- týraþrá gamla þrælasalans til nýs lífs, og umsvifalaust fól liann einni eyðimerkur-her- deild sinni að vernda okkur, og lét svo um mælt við foringj- ann, að liann myndi á góðan og gamlan abessýnskan hátt liöggva af honum liöfuðið, ef eitthvert ólán henti sinn ásl- kæra vin „Slieik Bahrein** (Byron), i leiðangri þessum. Því næst hófst förin. Lei& okkar lá um djúpar og drauga- legar gjár, með þverhníptum hamraveggjum til beggja hliða, en á daginn, þegar sólin skein niður í gjár þessar, varS þar svækjuhiti, sem ætlaði að gera út af við okkur. Að nokkrum dögum liðnum gerðum við fyrstu uppgötvan- ir okkar: Fallegar höggmynd- ir í klettavegginn, sem gerðar liafa verið af fjáraflalestum fornaldarinnar, sem fluttu gull og gimsteina til Jej-úsalem. Filar, þrælar, gull, gimsteinar og kryddvörur, alt þetta liafðí verið flutt i gegnum þessar hálfgleymdu gjár í 15 aldir, og liver veit nema að drotningin frá Saba hafi sjálf ferðast um þessar slóðir. í 10 daga héldum við eftir þessari fornu úlfaldaleið, en þá komum við að víðáttumik- illi eyðimörk, og fundum fyrstu mannvirkin í þjóðsagnaríkí drotningarinnar frá Saba. Þar liöfðu verið bygðir stórfeldár flóðgarðar, sem hafa geymt

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.