Vísir Sunnudagsblað - 14.08.1938, Page 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
3
Ölína Andrésdóttir, skáldkona
80 ára minning.
(Minningarljóð þessi eru eftir konu af Snæfellsnesi, sem dvaldi
í æsku með skáldkonunni Ólínu Andrésdóttur, og dáði hana mjög
vegna þeirrar viðkynningar).
Sælarin vanstu sigurinn,
sátt við líf og dauða.
Stend eg nú við stólinn þinn
og stari á sætið auða.
Eg af hjarta þakka þér,
þó að fátt eg segi.
Fyrir gott, sem gjörðir mér,
gleyma skal því eigi.
Þegar kom eg þinn á fund
þrautum gleymdi\ eg mínum.
Miðla náðir marga stund
mér af fróðleik þínum. -•
Mér sú æskuminning skín,
mínum lífs á vegi,
þegar lærði Ijóðin þín
léttist sorg og tregi.
Þegar söngstu sætt og blítt
svanarómi þínum,
lífsins kulda þú gast þýtt
þá úr huga mínum.
Er eg vaki ein um nótt,
og úti stormar hvína,
löngum hef eg lækning sótt
í Ijóðasafnið fína.
Þar má finna frið og ró
og forna harma sefa.
Þú af andans auðlegð nóg
áttir og vildir gefa.
1 helgri bæn og hreinni trú
huggun náðir finna.
Guði af hjarta gjörðir þú
góðar þakkir inna.
Eg má fagna yfir því,
auðarsólin blíða,
að heimsins köldu útlegð í
eklci þarftu bíða.
Iijartakæra ba uga b rú,
búin kostum fínum,
góður drottinn gefur nú
græðslu sárum þínum.
Nú er lífsins bölið bætt, •
bjartir geislar skína;
þú hjá drotni syngur sætt
söngvana fögru þína.
Elinborg Björnsdóttir.
Italskar konur, sem
erja jörðina.
Margir kynnu að ætla, að
i'leiri italskar konur yiuiu í hin-
um ýmsu iðngreihum lands-
ins en á öðrum sviðum. En
svo er ekki. Sú atvinnugrein,
sem flestar ítalskar konur
stimda, er jarðrækt í einhverri
mynd. Það eru 1538.700 konur,
sem erja jörðina á Italíu, segir
Joseph D. Ravotto, einn af
fréttariturum United Press, og
ieru þá meðtaldar konur hænda
og dætur. Jarðrækt er höfuð-
atvinnuvegur ítala, þó landið sé
viða hjóstrugt, og Benito Musso-
iini, einvaldsherrann ilalski,hef-
ir ávalt gert sér ljóst, að fram-
tíð, þjóðarinnar er undir þvi
komin, að hún haldi trygð við
ætt og óðul. En þetta skilja leið-
togar flestra þjóða og þess
vegna er með mörgu móti hlynt
að jarðrækt og landhúnaði i hiu-
um ýmsu löndum álfunnar, og
aldrei hefir þörfin verið meiri,
iiér eða amíarsstaðar, á þessari
öld hégómaskaparins og hóp-
menskuimar. — Til samanburð-
ar fjölda kvenna í öðrum stétt-
um á Italíu má geta þess, að 1-
252.500 italskar konur vinna i
iðnaðinum, en um 280.000 í við-
skiftalífinu og um 220.000 í
ýmsum öðrum gremum-
Á ítaliu þykir stúlkmn það
engin óvirðing, að vinna hús-
störf — að vera „vimiukona“
er af öllum álitið hið heiðarleg-
asta starf í löndum eins ogítaliu
og iÞýskalandi. Á Italiu eru 473
þúsund vinnukonur og vinnu-
konur í sveitum ítaliu vimia
útiverk sem inni. Á Italiu og í
Þýskalandi er mikil áhersla
lögð við það á siðari timum, að
húa stúlkur sem hest undir hús-
störf, enda eru stöðugt gerðar
meiri kröfur til vinnukvenna,
sem heimilisstörf vinna, að því
er þekkingu snertir.
Heimihsstörf á Italiu hvila
allþungt á húsmæðrmn sem
öðrum konum heimilanna, seg-
ir Ravotto, því að í hverri með-
alfjölskyldu ílalskri eru 4—5
hörn. Innan við 1% lijónabanda
eru harnlaus, en i 4.3% eru
hörnin yfir 10, en í 27% lijóna-
banda er barnafjöldinn 4—6.
Tala hjóna jókst um 20% ár-
ið 1936 á Italiu.
Draumvísa.
(Gömul.)
Best er að láta brekum af
og bera vel raunirf harðar.
Nú er meira en hálfsótt haf
heim til sælujarðar.
FANGELSI, SEM ER TIL
FYRIRMYNDAR.
San Roman fangelsið og
sveitabýlið á Fihppseyjum er
frægt viða um heim fyrir það,
að föngunum líður þar svo vel,
að það kemur eldki sjaldan fyr-
h-, að þeir hiðji um að fá að
vera þar áfram, þegar hegning-
artíma þeirra er lokið.
Spænska herstjómin stofnaði
þetta fangelsi árið 1870 og síðan
var það endurskipulagt 1912,
þegar eyjarnar höfðu komist
undir yfirráð Bandarikjanna.
Landssvæði það, sem fangelsis-
stjórnin liefir vfir að ráða, er
3000 ekrur að stærð og er þessi
„nýlenda“, ef svo mætti kaha,
rekin með góðum hagnaði.
Engar tilraunir hafa verið
gerðar til þess að slrjúka úr
„þjónustunni“ imdanfarin 4 ár,
og eru fangaverðirnir sárafáir.
Sextán fangar eru fyrri helm-
ing árs hvers á eyju eimii rétt
hjá fangelsinu og starfa þar að
fiskiveiðum, en engir menn
gæta þeirra. Aðrir, 15 að tölu,
vhina að skógarliöggi allan árs-
ins hring og gætir þehra eng-
inn maður við vinnuna.
Þeir fangar, sem þess óska,
geta húið þarna með konum
sinum og hörnum. Fyrir sjö ár-
um kom þarna fangi með konu
sina og tvö hörn þeirra. Nú eiga
þau fimm hörn.
Framleiðsluvörur fangelsisins
eða húgarðsins, sem það líkist
fremur, eru lirísgrjón, korn,
kartöflur, ávextir og grænmeti.
Auk þess hirða fangarnh 600
nautgripi, 300 svin og þúsundir
liænsna. Þeir læra járnsmíði,
hársnyrtingu og rakstur, sápu-
iframleiðslu, myndatökur, hakst-
ur og trésmiðar.
Hreysiköttur og kanína.
Dýrunum er yfirleitt þanuig
farið, að þau leggja á flótta
undan óvinum sinum, nema þvi
að eins, að þau treysti sér til
að ráða niðurlögum þehi'a- Þó
eru sjálfsagt imdantekningar
frá þeirri reglu og þá helst sú,
að sum dýr ráðast gegn ofurefli
sinu, heldur en að leggja á
flótta. Kaninur eru mjög liug-
litlar og flýja oftast sem fætur
toga. — En sjái þær hreysikött,
verða þær svo hræddar, segja
sjónarvottar,að þær geta hvorki
hreyft legg né lið. Þær missa
allan þrótt af eintómri luæðslu,
og verða að bíða örlaga siima
þar sem þær era konmar.
Grafar-kirkjan í Jerúsalem er einhver þektasta kirkja í lieimi
þótt hún sé enganveginn hin veglegasta, enda er hún orðin göm-
ul og komin að liruni. Hér á myndinni isést sá viðhúnaður, sem
gerður hefh verið til þess að verja kirkjuna hrani, og liefir hún
verið styrkt með stoðum og stálbjálkuin. Kirkjan er nú al-
menningi lokuð og stafar það aðallega af skemdum, sem á henni
urðu i jarðskjálftunum í október í fyrra. Kirkjan var upphaf-
lega hygð af krossfarendum yfir gröf Krists, að því er talið var.