Vísir Sunnudagsblað - 14.08.1938, Blaðsíða 6
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
Gamia Bió:
Scipio Africanus.
6
hærum og virðulegur ásýndum.
Hann velur eklti vini sina með
tilliti til þess, hvað ríkinu kynni
að koma að bestum notum,
heldur eftir því, hvernig honum
geðjast að þeim.
Hann hefir bannað að
skemtiferðaskip komi til lands
síns, því að liann er á þeirri
skoðun, að peningaeyðsla ferða-
mannanna muni spilla liinum
innfæddu.
Það er ekki óvenjulegt, að
hann verði fyrir árásum í
breska þinginu, en þær árásir
gera einungis þeir menn, sem
hann liefir neitað um ýms
hlunnindi í landi sínu vegna
þess, að það hefði liaft ill áhrif
á þegna lians, hefði hlunnindin
verið veitt. Einu hlunnindin,
sem rajaliinn hefir veitt, er að
leyfa Bretum að koma sér upp
flugvelli í Kuching.
Hvíti rajahinn er eklíi sérlega
rikur.Allur hagnaður af landinu
er látinn renna til þegnanna
þarfa, í samræmi við stefnu
hins fyrsta rajah, James
Brooke.
„Sarawak er eign Malayanna,
Sjodyakanna, Landdyakanna og
Kyan-ætthálksins. Það er ekki
okkar eign. Við störfum fyrir
þá.“
Lögin í Sarawak eru lög al-
mennrar skynsemi, bygð á lög-
um Englendinga, en auk þes's er
blandað i þau siðum og háttum
Mohameðstrúarmanna. Hver
innfæddur maður, sem vill, get-
ur fengið að tala við rajaliinn.
Vyne Brooke á þrjár fagrar
dætur og mun því frændi lians,
Antoni Brooke talca við ríkjum
að honum látnum.
Það má vel vera, að stjórnin
í Sarawak gangi svo vel, vegna
þeirrar kenningar, sem Vayne
Brooke hefir jafnan fylgt og
hann setur fram í bók, er liann
nefnir: „Leiðbeiningar .fyrir
unga liðsforingja á útkjálka-
stöðvum“. Þar segir liann, að
hinir innfæddu, sem þeir eigi að
stjórna, standi ekki lægra en
Evrópumenn, þeir sé að eins
frábrugðnir þeim.
Svörin viö getraun-
inni 2« isíðu.
91 * * * 5/!! Og l%lf h) 1%.
Hann hjó 99 druinba (ekki
90, þvi hann þarf að eins 10
högg til að höggva 11 spýtur).
Þetta er stórmerkileg kvik-
mynd, sögulegjs efnis, gerð !á
Ilalíu af Ente Nazional Indu-
strie Cineinatograficlie. Leikar-
arnir eru ekki kunnir hér, en
allir eru þeir úrvalsleikarar
íalskir- Aðalhlutverkið, Scipio,
leikur Annibale Ninclii, en
Ilannibal leikur Camillo Pilotto.
Sagan, sem kvikmyndin byggist
á, gerist á þriðju öld eftir Krists
burð, er Róm og Karþagoborg
keptu um yfirráðin yfir Mið-
jai'ðarhafinu. Sú barátta stóð
mörg ái* og veitti ýmist Róm-
verjum eða Karþagóbúum bet-
ur. En þegar Hannibal 218 ár-
um fyrir Krists burð fór með
50.000 manna her yfir Alpana og
herjaði á ítaliu virtist sigurinn
Karþagómanna.Rómverjar biðu
ósigur við Ticino og Trasimen-
usvatn. Engin hindrun virtist
vera á leiðinni til Rómaborgar.
Hannilial fór nu sínu fram sem
réði hann öllu í landinu. En
Rómverjar gerðu enn úrslita-
tih-aun til þess að stöðva fram-
sókn Hannihals og í orustunni
við Cannæ þ. 2. ágúst 216 féllu
50 000 Rómverjar. I 15 ár hefir
Hannibal stjórnað harðri hendi
með hinum hrottalegu mála-
liðsmönnum sínum og um ger-
valla Ítalíu húa menn við kúg-
un og hvers kyns raunir. Veldi
Hannihals hvílir eins og mara
á hugum manna, þrátt fyrir
það, að hinn ungi og vaski Puh-
lio Scipio hafi unnið fræga sigra
á Spáni og sé átrúnaðargoð allra
ítala. Scipio kemur nú tilRóma-
borgar og leggur fyrir senatið
tillögur um að senda her manns
til Afriku — til Karþagoborgar
— ráðast á óvinina í þeirra eig-
in landi. Þrátt fyrir mikla mót-
spyrnu verður Scipio valinn
landstjóri á Sikiley og þar safn-
ar hann sjálfboðaliðum og legg-
ur af stað til Karþagóborgar. —
Lengra verður sagan ekki rak-
in liér. — En óhætt er1 um það,
að liér er efnismikil og stórfeng-
leg kvikmynd á ferðinni, sem
menn ætti ekki að sitja sig úr
færi með að sjá. — ítalskar
kvikmyndir voru fyrir eina tíð
mjög vinsælar. Nú gefst hér
tækifæri til þess að kynnast
hversu ítölum ferst kvikmynda-
gerð nú, eftir endursldpulagn-
ingu og fullkomnun kvik-
myndaiðnaðarins þar í landi.
Teflt í Boston í júlí.
Spánskt tafl.
Hvítt: I. HOROWITZ.
Svart: MARTIN.
1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bb5,
a6; 4. Ba4, Rf6; 5. 0—0, Be7
(Einnig algengt er Rxe4; 6. d4,
d5; 7. dxe, b5; 8. Bb3, Be6 o.
s. frv. Euwe leikur frekar þann-
ig); 6. De2 (Algengara Hel), d6
(b5 fyrst, kom til greina); 7.
c3, Bd7 (Svartur leikur ein-
göngu varnarleiki, afleiðingin
sést brátt); 8. d4, 0—0; 9. Bc2,
De8; 10. h3, Hd8; 11. Hel, Kh8;
12. Rbd2, Rg8; 13- Rfl, Bf6; 14.
Ddl, Rce7; 15. Re3, c5; 16. Rg4,
BxR; 17- hxB, Rc6; 18. d5, Rh8;
19. g3, Dd7; 20. g5, Be7; 21.
Rh4, g6 (Hvitt liótaði Dli5 og
g6); 22. Kg2, f6; 23. Hhl, Kg7;
ABCDEFGH
24. Rf5f!, gxR (Ef Kh8 Hxh7
og Dhlf); 25. Hxh7f!!, KxH;
26. Dh5f, Rh6 (Ef Kg7, g6 og
mát); 27: DxRf, Kg8; 28. Dg6f,
Kh8; 29. Be3 og mát í næsta
leik.
Meistaramóti ameríkanska
skáksamhandsins lauk meðsigri
I. Horowitz og I. Kashdan með
9 vinn. 3.—4. Polland og Blu-
min (skákmeistari Canda) 71/.
5. Santasiere 6. — Þálttakend-
urvöru 12.
Luise Rainer.
Leikarar þeir, sem hér eru
birtar myndir af lilutu verðlaun
fyrir beslan leik árið 1937, af
dómnefnd þeirri, sem skipuð
hefir verið í Hollywood til að
dæma um kvikmyndir. Luise
Rainer fékk verðlaunin fyrir
leik sinn í kvikmyndinni „Good
Eartli“, en bók sú, sem myndin
er gerð eftir liefir verið íslensk-
uð, og er fáanleg hér í hókabúð-
um. Nefnist hún „Góð jörð“ í
íslensku þýðingunni.
Spencer Tracy.
—• Sagði eg þér ekki, kálfur-
inn þinn, að þú ættir að taka
öll verkfærin og koma með þau
lieim?
-— Jú, og eg kom hka með
þau öll. Sko — hér er hefillinn
og sögin og hamarinn og nagl-
arnir og naglbíturinn. Eg skildi
ekkert eftir, pabbi minn!
— Ekkert eftir! Það þykir
mér skrítið! Hvar er brenni-
vinsflaskan?