Vísir Sunnudagsblað - 13.11.1938, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 13.11.1938, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Páll Steingrimsson: „Flugust nokkrir á“? Komið mun það hafa fyrir ekki all-sjaldan á fyrri tið, að róstusamt gerðist í brúðkaups- veislum, einkum er á liófið leið. Þar voru oft drykkjur stórar og urðu menn misjafnlega við, er vínguðinn gekk til sætis liið innra með þeim. Sumir réðu sér ekki fyi'ir kæti, er þeir tóku að finna á sér, kváðust á eða sungu, lágu í faðmlögum og „elskuðu alt, dautt og lifandi“, )eins og þar stendur. — Aðrir, venjulega fáir menn í liverri veislu, höfðu alt á hornum sér, er þeir gerðust ölvaðir, lentu í kappræðum og stælum — fá- vislegu og leiðinlegu þrefi og þjarki um einskisverða hluti. — Rómurinn hækkaði, heimskan óx og ofstopinn kynti elda vonskunnar. Stundum var öllum deilum skotið undir dóm hnefa- réttarins. Menn flugust á og luku þann veg málum sínum. Og til voru þeir menn, sem köll- uðu hinar friðsamlegu brúð- kaupsveislur heldur bragðdauf- ar. Þeim fanst það beinlínis sjálfsagður hlutur, að einhverir meðal lioðsgesta ryki saman í illu. Drykkjuskapur allmikill mun hafa tíðkast í mörgum eða jafn- vel flestunr meiriháttar veislum fyrr á tímum — og þá ekki hvað síst brúðkaupsveislum. Púns var víst aðal-drykkur- inn og þömbuðu menn það af miklum dugnaði. Það var húið til úr heitu vatni, sem i hafði verið soðinn kanel-börkur, rommi og sykri. Þess er og get- ið, að sumir liafi notað púns- extrakt saman við rommið. ISérstakur maður var látinn blanda púnsið, sá er talinn var hafa einna mesta kunnáttu til þess starfa. Þóttist hann tölu- vert fyi'ir óbreyttum mönnum, sakir íþróttar sinnar og valda, enda liafði liann umsjón með öllum vinföngunum og gætti ]>ess, að menn kæmist ekki i þau heimildax'laust. — I stór- veislum mun verið Iiafa sérstak- ur frammistöðumaður. Ætla menn að liann lxafi hjálpað bruggaranum („kj allai'a- manni“) við púnsgerðina. Púnsið var blandað i stórum skálum. Yenjulegir gestir og ó- ríkir di’ukku úr kaffibolluin, því að piinsglös munu víðast livar hafa verið af skornum skamti. Og þeir höfðu ekki hall- ann af því. Oftast nær mun hafa verið fyrir því séð, að glös væri til handa klerki, brúðhjón- um og ríkis-bændum. Það er í fi’ásögum liaft, að einlxverju sinni hafi föður og syni lent lxeldur óþægilega sam- an i brúðkaupsveislu. Hafði piltui’inn fengið ást á ungri stúlku, umkomulítilli, en faðir lians, sterkefnaður bóndi, þver- tekið fyrir, að þau fengi að eig- ast. Hann liafði ætlað syni sín- um stúlku í næstu sveit, og var sú talin loðin um lófa. Sonurinn kveinkaði sér við því, að í’ísa gegn skýlausum vilja föður síns, enda var þá sú öldin, að börn hlýddu foreldr- um sirium að jafnaði skilyrðis- laust. Pilturinn, sá er hér um ræðir, lxafði reynt að gera sig afliuga stúllcunni, en ekki tekist. Og nú gerðist hann ölvaður í veislunni og þeir feðgar báðir. Rifjaðist þá upp fyrir lxinum unga manni, hverju hann liefði vei’ið sviftui’, er lionum var meinað að njóta stúlkunnar, sem liann unni hugástum og mundi unna til hinstu stundax*. Vín-guðinn er máttugur. Og piltui'inn leit nýjurn augum á hlýðni-skyldu barnsins, er á- fengið tók að brýna vilja hans og bi’jóta niður hin fornu vígi arf-lielgrar venju. Sagan segir, að hann liafi ráðist að föður sínum með hrakyrðum og þjósti, en karl farið undan í flæmingi. Var þá reynt að stilla hinn unga mann, en hann espaðist æ því meir, barði á tvær hendur og tryldist gersamlega. — Bindið ofstopann, sagði prestur, cn hlaut ósvikið kjafts- högg að launum. — Og í sömu andrá hafði pilturinn ráðist á föður sinn og lostið liann í and- lit, svo að blóð stökk um hann allan, en karl hrataði við og fell á gólfið. — Guð varðveiti mig og okkur öll, sagði móðir drengsins, og tók að stumra yf- ir rnanni sínum. En margir senn réðust á hinn trylda yngis- mann og léku liann illa. Þeir voru fullir og vitlausir! Faðii’inn sá hvað veiða vildi. Hann lá endilangur á skála-gólf- inu og kraup kona lians hjá honum.lHún var að leitast við að stilla blóðnasirnar. Honum leist ekki á aðfarirn- ar, reis upp til hálfs og rnælti þrumandi röddu: — Sleppið lionum, illfúsu skræfur — ella er mér að mæta! Svo bætti hann við i hálfum hljóðum: — Þetta hlaut svo að fara. — — Og liver veit nema eg hafi verið að bíða eftir þessu —- þessu mannsbragði — — Styddu mig, kerling. — Eg ætla að tala við strákinn. Síðan færðist hann á knén og komst slysalaust í sæti. Nefdrey’i'inn flaut um skegg og bringu, en var þó heldur í rénan. Konan vildi lialda áfrarn að þeri'a blóðið, en karl ýtti lxenni frá sér og mælti stygg- lega: — Burt með alla klúta og tuskur! Eg tek bai'a í nefið og læt svo þar við sitja! Að svo mæltu þreif lxann til ponlunnar og stútaði sig. Og blóð og tóbak varð að rauð- brúnum graut, sem læddist með hægð niður í skegg-reifi stór- bóndans. — Svo kallaði hann á son sinn. Og drengurinn kom til hans, kaldur og tvíráður á svip. Kai'l- imi tók hönd hans og mælti: — Þú hefir svarið þig í ætt- ina, gi’eyið — föðurættina þína! Þú ert fyrsti maðurinn, sem mér hefir varpað til jarðar í éinu höggi. Eg erfi það ekki við þig. Mér þykir beinlínis vænt um það — og hefi eg þó orðið fyrir mikilli lægingu. Það sýn- ir nxér, að skapið er mikið, hug- urinn ódeigur og IiöikMm stvrk! — Eg liefði gert það sama i þín- um sporum — hegðað mér ná- kvæmlega eins. — — Tak nú hest þinn, strákur, og rið sem hvatast á fund stúlku þinnar! -— Seg henni frá mér, að vel- konxin skuli hún vera á okkar heimili. — — Nei — nei — eng- ar þakkir, engan leikaraskap — ekkert hangs! — |Út með þig — iog svo af stað, ormurinn þiim! Og pilturinn fór. En karhnn mælti svo hátt, að allir heyi’ðu: — Hann er alt að einu og eg var á lians aldri — alt að einu — alt að einu! — Og réttið mér nú púns-kolluna, drengir! __0__ f Sira Jónas Jónasson lætur þess getið í „Þjóðháttum“ sin- um, að það sé í frásögur fært um Flóvent hinn sterka Jónsson á Jórunnarstöðum í Eyjafirði, að liann liafi jafnan spurt, er veisla var lialdin einliversstaðar, eftir að liann var örvasa orðinn, livort hún „hefði verið væn“. Menn létu venjulega heldur vel yfir því. Þá spurði Flóvent karl- inn, hinn gamli berserkur: -— „Flugust nokkrir á?“ — Og ef þvi var neitað, var liann van- ur að hreyta út úr sér: „Ja -—- svei! — Það hefir þá litið gagn verið í henni!“ —o—- Flóvent þessi andaðist laust fyrir 1800. Hann hafði verið mikill drykkjumaður og afrend- ur að afli. — Hann var langa- langafi sira Jónasar á Hrafna- gili. MAX SCHMELING, þýski hnefaleikamaðurinn, sést hér liggjandi á sjúlcrabeði eft- ir viðureignina við Joe Louis. Við rúnxið stendur Max Ma- hon, þjálfari hans.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.