Vísir Sunnudagsblað - 13.11.1938, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 13.11.1938, Blaðsíða 8
8 VISIR SUNNUDAGSBLAi) Frægur heimspekingur sagði einhverju sinni: — Eg held að kaupmennirnir sé í raun og veru heiðarlegri en nálega allir aðrir. Þeir sigla ekki undir fölsku flaggi. Þeir kann- ast hreinlega við, að þeir ætlist til þess, að þeir hagnisl á at- vinnurekstri sínum! — Þeir eru ekki eins og allur þessi ara-grúi al' mönhum, sem altaf þykjast vera að vinna fyrir aðra, en hugsa auðvitað fyrst og fremst um eigin liag! „Tapað — fundið.“ Stofnun þeirri i Lundúna- borg, sem það „embætti“ hefir með höndum, að taka móti ým- iskonar óskilamunum, sem liirl- ir eru eða teknir til liandargagns í sporvögnum b'prgarinnar og öðrum ahnenningsvögnum, herast árlega mestu kvnstur slíkra muna. Fvrir skömmu var tala þeirra komin upp i 175.000 á ári. Og meður þvi, að attaf fer liirðuleysið og óðagotið í vöxl lijá blessuðu fólkinu, ])á fjölgar líka stöðugt ár frá ári niunum þeim, sem eflir eru skildir i reiðileysi. Giskað hefir verið á, að eftir eitt eða tvö ár muni þeir verða komnir upp i 200.000 eða meira! Fyrsta „slökkvilið“ á En,glandi. Svo mun talið, að hið fyrsta skipulagða slökkvilið á Eng- landi liafi verið stofnað árið 1710 af „Tlie Sun Insurance Company". Félagið kom sér upp föstu slökkviliði og tók að sér, að vátryggja liúseignir manna gegn tjóni af eldi. Ueld- ur mun þessi starfsemi hafa ver- ið í smáum stíl fyrst í stað. Og liúsin, sem trygð voru, liöfðu verið auðkend frá öðrum lnis- um með sérstöku merki eða „skilti“. Var það gert til þess, að brunaliðið þekti liin vátrygðu hús l’rá öðrum og léti sig ekki henda þá slysni, að fara að leil- ast við að slökkva eld í óvá- trygðum húsum! Elsta skáldsaga í heimi. Svo segja lróðir menn, að „Sagan um bræðurna tvo“, eftir egiptska rithöfundinn E-na-ma, muni vera elsta skáldsaga í heimi, sem nú þekkist. E-na-ma var uppi fyrir hér um hil 3200 árum. Sofa blóm og juríir? Margir halda því fram, að hlóm og jurtir þurfi að liafa svefnró, til þess að geta vaxið og dafnað. Og japanskir dóm- stólar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að það sé refsivert athæfi, að halda vöku fyrir jurtunum, einkum nytja-jurt- um. - Svo bar til fyrir nokk urum misserum, að verslunar- hús eitt i Japan lét festa ujjp „ljósaskilti“ milcið við akur bónda nokkurs. Bar birtu mikla yfir akurlendið, en auk þess þyrptist fólk að auglýsingunni og hafði hátt um sig. Bóndinn kærði vfir þessu og krafðist mikilla bóta. Áður málinu væri lokið, kom í Ijós, að uppsker- hrestur varð á akri bóndans og hélt liann því fram fyrir réttin- um, að orsökin væri sú, að jurtirnar hefði ekki haft svefn- ró. Dómarinn félst á rök- semdafærslu hans og skyldaði verslunarhúsið til þess að greiða honum bætur. Forn venja. Sá er siður í Marokko, ef innlend stúlka deyr, án þess að hafa komist í heilagt lijóna- band, að þá klæði nánustu ætt- ingjar hana í brúðarkjól og syngi því næst hjónavígslu- sálm vfir líkinu. Á stríðsárunum. Frúin (við krakka sina, sem verið liafa úti að leika sér): .Tæja — elskurnar mínar — það er svei mér gott, að þið eruð komin inn. Hvar er Óli? Elsti drengurinn (hróðugur): Við dæmdum hann til dauða fyrir njósnir. En svo breyttum við dóminum í ævilangt fangelsi og lokuðum pilt inni í hænsna- kofanum! Það er sem eg' segi — Hann: Flestir eða allir skóla- hræður mínir eru nú kvæntir menn. Og þeir eiga þetta eitt og tvö börn. Hún: En skólasystur mínar, þær sem komnar eru i „hið heil- aga“, eiga barn á liverju ári. Sumar eru komnar upp í fimm eða sex — og ekkert lát þar á! Hann: Já, einmitt! Það er sem eg segi og liefi altaf sagt kvenþjóðin á yfirleitt miklu t'leiri börn en við karlmenn- irnir! Vissara. — Hér stendur i blaðinu, að maður nokkur liafi varpað tengdamóður sinni út um glugga á fyrstu hæð. Er það ekki voðalegt? Eg hefði nú heldur kosið áðra eða þriðju hæð! Alveg ómögulegt — Frúin: Eg er nú ekki sem hest ánægð með þessi meðmæli. Stúlkan: Sama segi eg. En mér var alveg ómögulegt að fá önnur betri! Stóð ekki á svari. Ofursti nokkur mætir dreng á förnum vegi. Stráksi tekur ekki ofan og lætur sem hann sjái ekki hinn mikla mann. Of- VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. urstanum gremst þetta og segir af þjósti: — Er pottlokið gróið við skallann á þér, strákur? — Nei, segii’í drengurinn. — Geturðu sagt mér, aulinn þinn, hvað vcrða muni úr þeim strákum, sem taka ekki ofan fyrir mönnum, sem öllum er skylt að sýna virðingu? Þeir verða ofurstar, svar- aði strákurinn! Skyssa. Lyfsalinn: Yður hefir orðið á alvarleg skyssa, Jörgensen. Þér hafið látið morfin i lyfið, i stað- inn fyrir kinin. Jörgensen: Hámingjan góða! Lyfsalinn: Þér verðið að gæta yðar betur framvegis og minn- ast þess, að morfín er þrefalt dýrara en kínín! Fyrirskipan. Þegar vinnu var lokið einn daginn kom i Ijós, að hjólbörur voru horfnar frá verkamanna- skýlinu. Þá gaf verkstjórinn út svohljóðandi fyrirskipan: —- Hjólbörur liafa horfið í dagvVið vitum ekki liver söku- dólgurinn muni vera. Þess vegna mæli eg svo fyrir, að eng- inn megi hreyfa sig hér af staðnum, fvrr en leitað hefir verið á honum! . •■ *- > m■<«» ■ . WllliH, proslMll FRÁ HÖFNINNI OG VERSLUNARHVERFINU í KANTON

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.