Vísir Sunnudagsblað - 19.02.1939, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 19.02.1939, Blaðsíða 1
1939 8. blaö Sunnudaginn 19. febrúar f \ 'T' rW' ¥ W \ JT%T^\ ðldagömul sanigönguleið milli i M / l/i /^/ i"" Suður- og Norður-Evrópu. SKA RÐIÐ. \ Eftir Þorstein Jósepsson. Eg hygg a'ð hverjum þeim, er ferðast í fyrsta sinn með Golt- hardjárnbrautinni suður um Alpafjöll, muni verða för sú ó- gleymanleg. Járnbrautarlagn- ingin ein er svo stórkostlegt og djarfhugað mannvirki ,að mað- ur undrast. En það sem heillar hugi manns fremur öllu öðru, er þó hið litauðga og stórhrotna land. Þegar maður brunar gegn- um hrikalegan og tindóttan jöklaheiminn með blágrænum, hyldjúpum vötnum eða gróður- sælu akurlendi í dalbotninum, en snæþakta tinda yfir höfði sér, þá lieillast maður af þeirri undraverðu sýn. Því lengra og ofar sem dreg- ur i fjöllin, verður landslagið viltara. Gróðurinn minkar, gamaldags sel með geita- og kúahjörðum blasa hvarvetna við. Dalurinn þrengist, hamra- gil og gljúfur skera landið sund- ur og gefa því ögrandi trölls- legan svip. Loks stefnir járnbrautin beint á 3000 m. hátt fjall, sem lokar dalnum. Enginn möguleiki til að komast lengra virðist vera fyrir liendi. Það eiija, sem mað- ur huggar sig við, er að maður hefir keypt farmiða suður yfir Alpa og þess vegna sættir mað- ur sig alls ekki við það, að vera skilinn þarna eftir ■— úti á víða- vangi og við rætur þessa himin- liáa fjalls. En áður en varir steypist lest- in með þrumandi skarkala inn í iður jarðarinnar — inn í kol- svört og skuggaleg jarðgöng. Þar inni er maður í lieilar 12 mínútur, og á þessum 12 mín- útum fer maður 15 km. lang- an veg í gegnum önnur lengstu jarðgöng álfunnar — en bins- vegar þau þektustu sem til eru á jörðinni. Það eru Gotthard- göngin. En við skulum ekki fara í gegnum Gotthardgöngin, því þar er myrkur og ekkert fag- urt að sjá. Við skulum heldur fara þá leiðina, sem liggur yfir fjallgarðinn, eftir hinu víð- fræga Gotthardskarði — fjöl- farnasta fjallskarðinu, sem liggur yfir Alpafjöll. Leið okkar liggur fyrst í gegnum þröng og mikil gljúfur. Heitir þar Schöllenen. Schöllen- en er jjekt vegna þess, að þar lékn Svisslendingar á kölska, eftir því sem segir í gömlum þjóðsögum. Inn af þessum viltu gljúfrum er litill en grænn og gróðri vax- inn dalur. Urserndalur lieitir hann. Þar er síðast hygð norð- an Alpafjalia, áður en lagt er á liið fræga og fjölfarna Gott- hardskarð. Sést vel til vegarins, þar sem hann liðast i óteljandi bugðum upp hina snarbröttu ljallshlið, en þó eru bugðurnar jafnvel ennþá fleiri sunnan skarðsins. Nafnið Gotthard kemur fyrst fyrir á 14. öld, en þangað til hét það Ursernfjall eða Ursern- skarð. Dregur það nafn af bay- erskum manni Gotthard að nafni, er lést árið .1038, en var tekinn í tölu dýrlinga tæpum hundrað árum síðar. Það fara litlar sagnir af Gotthard þess- um, en vafalaust hefir liann verið merkismaður, því að fjöldi kirkna og klaustra báru nafn hans víðsvegar um heim. En að breytt var um nafn á fjallskarðinu og nefnt eftir Gotthard þessum, stafar af sér- stökum ástæðum. A 14. öld fékk hertoginn af Milano, sem ])á réði yfir löndum alt norður á Ursernskarð, mjög illkynjaða fótagigt, sem hann gat með engu móti læknað. Þegar öil læknisráð voru þrotin, greip hertoginn í örvæntingu sinni til þess úrræðis, að hyggja hinum lieilaga Gotthard bænakapellu á norður-landamærum hertoga- dæmisins, í þvi trausti, að Gott- liard liðsinti sér frammi fyrir liásæti drottins og fengi hann til að lækna fótagigt- ina. Hvort þeir Gotthard eða drottinn iiafa bænheyrt hertog- ann veil eg ekki um, en liitt er vist að bænakapellan var reist á Ursei-nskarði, og að upp frá því var það nefnt Gotthard. Eftir að umferð vfir skarðið varð almenn, kom það oft fyrir að ferðalangar livildu sig eða jafnvel gistu i kapellunni. En það bar heldur ekki ósjaldan við, einkum í hríðum eða frost- hörkum, að ferðamennirnir létu ]iar lífið af liungri eða kulda. Til að ráða nokkra bót á þessu létu íbúar i Airolo, sem er næsta þorp fyrir sunnan skarðið, reisa fátæklegt gistilnis uppi á skarð- inu og þar var sérhverjum veg- faranda gefin þykk brauðsneið FRÁ ALPAFJÖLLUM.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.