Vísir Sunnudagsblað - 19.02.1939, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 19.02.1939, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 GRACE MOORE sést liér á myndinni með manni sínum, Valentin Parera, er þau voru nýlega á leið frá Evrópu til Ameríku. póstsleðum, en þeir voru sex talsins í ferðinni með póst og farþega. Þegar þeir voru komn- ir nokkuð áleiðis varð fyrir þeim geysihá fanndyngja, sem reyndist vera nýfallin snjó- skriða. Þarna urðu allir far- þegar að stíga af sleðunum og hjálpast til að troða braut í snjóinn svo hestarnir fengju fótfestu í honum. Með fyrsta sleðann gekk erfiðlega, en þó ver með þann na^sta, því að einn hesturinn steig út fyrir troðn- inginn og söklc á kaf niður 1 snjóinn. Ilöfuðið eitt stóð upp úr. Ekki varð hestum komið við til lijálpar, svo að mennirn- ir urðu að toga hestinn upp með handafli, sem tók mjög langan tíma. Með næstu þrjá sleða gekk sæmilega, en sá síðasti kantraði og var næstum kominn niður í hyldjúp gljúfur, en fyrir at- orku hestanna tókst að hafa hann upp aftur. Það sem eftir var leiðarinnar var umbrota- ófærð, svo hestarnir áttu fult í fangi með að komast lausir á- fram. Farþegarnir gengu á eft- ir og ef þeim varð það á, að stíga út fyrir meiðaförin, sukku þeir upp í mitti í lausamjöllina. Þetta sagði Haeckel, að hefði verið það óþægilegasta á allri ferðinni; sér hefði kólnað svo á fótunum í snjónum, að hann hefði ekki fundið til þeirra, en af áreynslunni gegnblotnaði hann að ofan af svita. — En ferðin gekk seint. -- Stundum urðu þeir að grafa braut í gegn- um snjóskafla eða krækja óra- leiðir fyrir snjóskriður, sem falhð höfðu niður. Þegar leið á daginn gerði á þá hlindbyl, svo svartan, að þeir sáu ekki nema ifáa faðma fram fyrir sig, og það var aðeins öryggi og at- orku fararstjórans að þalcka, að þeir náðu gistihúsinu á Gott- hardskarðinu, eftir sex klukku- stunda ferð í fárviðri og blind- hríð. Þannig lýsir Haeckel ferð sinni, og þannig munu margar aðrar vetrarferðir hafa verið. Gotthardslcarðið er 2112 m. yfir sjó eða í mjög líkri hæð og tindur Öræfajökuls, en fjöllin umliverfis það eru rúmlega 3000 m. liá. 1 margar aldir voru Gotthardtindarnir álitnir hæstu 'fjöll Alpafjalla, eða jafnvel hæstu fjöll veraldar. Af þessari ástæðu voru þeir kallaðir „guð- ir fjallanna“ þangað til Sauss- ure liélt því fram á 19. öld, að mjög margir tindar Alpafjall- aima væru hærri, og sumir miklu hærri en Gottliardf jöllin. Þessari staðhæfingu var illa tekið af almenningi, því hann þolir venjulega illa að hróflað sé við aldagamalli trú, án nokk- urs tillits til réttmætis liennar. Hérna uppi er landið eyðilegt og hrjóstrugt. Þó er grás svo mikið, að 40—50 kýr og um 100 geitur liafa þar næga beit yfir sumarmánuðina. En annars er landið svipað þvi, sem maður sér víða á íslenskum öræfum. Fjöllin eru grá og sundurskor- in, og víða eru skaflar seni hverfa ekki árið um kring. Of- an úr klettasnösunum liafa fall- ið hjörg og stórir klettar niður á skarðið og' rísa þar eins og hulduborgir upp úr grastónum. A Gotthard er mikill vatnsagi, þar er fjöldi lækja og tjarna, og' í Gottliardölpunum eiga þrjár ár upptök sín sem falla til þriggja hafa. Ein þeirra fellur suður í Miðjarðarhaf, önnur fellur vestur í Atlantshaf og sú þriðja fellur norður í Norður- sjó. Gotthard er óefað einhver evðilegasti blettur í allri Sviss og likastur íslensku öræfalands- lagi. En ef til vill gerir þetta skarðið enn eftirsóknarverðara fyrir ferðalanginn, þvi það er ennþá ein sönnun fvrir hinni ó- endanlegu fjölþættni hins sviss- neska landlags. Þegar maður stendur uppi á skarðinu, dregur fjarlægðin mann að sér og þráin eftir liinu ókunna og fjarlæga brennur. Þar uppi eygir maður djúpa dali og ógagnsæja blámóðu langt i suðri. Þessi blámi suð- ursins er dularfullur og lokk- andi, þvi hann hylur fyrirheitna landið við himinblátt haf, land- ið þar sem glóaldin vaxa og vorið er eilíft. Eftir því sem ,,Gula Tidend“ seg- ir, mun verða reist líkneski af Snorra Sturlusyni í Bergen. Á það að vera eftirmynd af líkneski því, sem Vigeland gerði og reist mun verða i Reykholti. * Ameríski járnbrautakongurinn og auðkýfingurínn Frederick Van- derbilt, sem dó í júlímánuði síð- astl., lét eftir sig ca. 390 miljónir króna. Af þessari upphæð verður að greiða nærri 145 milljónir króna í erfðafjárskatt. Móðirin: ,,Hvar ættum við að geyma afmælisgjöfina hans Arna litla svo að liann finni hana ekki.“ Faðirin: „Ætli það sé ekki ör- uggast að geyma liana í baðher- berginu?“ I kenslustund. Kennarinn: — Getur nokkurt ykkar nefnt vökva, sem ekki frýs? Löng þögn, loks réttir einn nemandinn upp hendina. Kennarinn: — Það var rétt, Fred! Hvaða vökvi er það? Fred: — Sjóðandi vatn. Hjá rakaranum. Sá, sem rakaður er, sér að hann hefir hlóðgast og segir: „Heyrið þér rakari!“ „Hvers óskið þér?“ „Hafið þér ekki annan rak- linif ?“ „Jú, til hvers ?"“ „Til þess að eg geti varið mig með honum“. • Löreglumaðurinn: „Þegar að logar ekki á ljóskerinu, verð- urðu að ganga og teyma hjólið. Skilurðu það?“ Hjólreiðamaðurinn: „Eg hefi l’eynt það, en það logar ekki samt.“ Kaupmaðurinn: „Þér hafið ekki borgað mér ennþá sláttu- vélina, sem þér keyptuð hjá mér í fyrra“. Bóndinn: „Auðvitað ekki. Þú sagðir mér að hún borgaði sig sjálf, og það er eg að hugsa um að láta hana gera?“ • Sérkennileiki. „Það er skrítið, að þú skulir vera örfliendur“. „Já, við höfum allir einhver sérkenni“. „Nei, ekki eg“. „Nú, einmitt það. Hrærir þú ekki með hægri hendinni í kaff ibollanum ?“ „Jú“. „Þarna sérðu! Þetta er þinn sérkennileiki. Alt annað fólk hrærir í bollunum með teskeið".

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.