Vísir Sunnudagsblað - 19.02.1939, Side 8

Vísir Sunnudagsblað - 19.02.1939, Side 8
8 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Tarzan-tviburarnir. Hinir vondu blökkumenn froðu- feldu af reiði, þegar Tarzan að- varaði þá á þenna hált: „Ef Ba- galla ræningjar ykkar gera aftur innrás i land mitt, skulu þeir hljóta bana að launum, þvi, að Tarzan er voldugur og Tarzan er réttlátur“. Þá snéri Tarzan sér til Muoiros og sagði við hann: „Flyttu stúlkurnar aftur til heimkynna þeirr. Eg verð að liraða mér lil að taka á móti pilturn á járnhrautarstöðinni. Þeir mega ekki vera einir hérna í mvrkviðnum eitt einasta augna- blik.“ . .. . En einmitt á sama augnahliki voru örlög Nonna og Kalla í hönd- um forsjónarinnar. — Vagninn Jieirra fór ekki á hliðina, eins og leit út fyrir. Þeir stukku út og fóru til hinna farþeganna til að aðgæta hvað að væri. Lestin hafði farið af teinunum. Þetla þýddi nokkurra tíma töf og drengirnir fóru því að skoða sig um. Skógurinn seiddi þá og lokk- aði. Og er þeir gengu frá lestinni þá náði seiðmagn lians æ sterkari tökum á þeim, eins og svo mörg- um öðrum, sem höfðu kynst hon- um. „Mér þætti gaman að vita, hvernig er umliorfs þarna inni“, sagði Nonni. „Það er ærið draugalegt“. svaraði Kalli. „Mig langar til að athuga það“. „Eg líka. Það er al- veg liættulaust. Við höfum ekki séð eitt einasla rándýr síðan við stigum á land í Afríku“. „Við skulum ekki fara langt“, sagði Nonni. „Komdu“, svaraði Kalli ögrandi. En þeir voru vart lagðir af stað, þegar lestarvörður kallaði til þeirra: „Farið ekki inn i skóginn. Þið villist áður en þið vitið af“. „Sá er vitlaus“, hugsaði Kalli með sér. „Hér er ekki hægt að villast“. Aðvörun lestarvarðarins gerði þá enn ákafari í að rannsaka skóg- inn. Þeir hlupu lit að enda lestar- innar og fóru inní skóginn hinum megin. Þar var gróðurinn og vafn- ingsviðurinn ekki eins þéttUr og tvö stór tré mynduðu einskonar hlið inn í þyknið. Þeir gengu þangað og reyndist það vera hyrjunin á götu, er lá inn í skóginn. Hún beygði til vinstri og drengina fýsti að sjá, hvað væri handan hugðunnar. Þar var önnur bugða og þá þurfti að halda lengra. Seiðmagn myrkvið- arins hafði þá nú alveg á valdi sínu. Engar hættur urðu á vegi þeirra og drengjunum óx liugrekki. — „Strákarnir í skólanum kölluðu okkur ekki Tarzaiú-tvíhurana að ástæðulausu“, sagði Kalli. „En Tarzan er frændi minn, en ekki þinn“, svaraði Nonni hreykinn. Þeir voru tvíburar að vissu leyti. Þeir voru mjög líkir, því að þeir voru synir tviburasystra og var önnur gift Englendingi og hin Ameríkumanni. Drengirnir voru settir í góðan enskan skóla og áttu síðar að ganga á amerískan liá- skóla. Þegar skólahræður þeirra fóru að kalla þá Tarzan-tvíburana, ákváðu þeir að verða ekki nafninu til skammar. Þeir frömdu svo mörg strákapör, að foreldrum þeirra og skólastjórninni þótti nóg um. Hvar sem þeir fóru ráku þeir upp „Tarzan-óp“. Þegar apamaðurinn bauð þeim i heimsókn urðu þeir heldur en ekki upp með sér. Þeir töldu sig jafn- oka liaiis, en það varð þeim að falli, þvi að þeir vissu ekki, að maður frá menningarlandi, er næsta ósjálfhjarga í frumskógum Afríku.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.