Vísir Sunnudagsblað - 19.02.1939, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 19.02.1939, Blaðsíða 7
VÍ5IR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Múhameðs spámanns. Síðari kona Aga Khan’s er frönsk búð- arstúlka, Andrée Caron. Þau giftust af ást, að sagt var, og lifa mjög hamingjusömu hjóna- bandi. Aga Klian er listelskur og á afburða gott málverkasafn, en mest á hann af málverkum eft- ir frönsku málarana Manet, Renoir og Degas. En iþróttir munu ef til vill vera lians aðal- áhugamál. Hnefaleika og sænska leikfimi hefir hann stimdað af kappi, en upp á síð- kastið eyðir hann meginhluta dagsins í að leika golf. Allra xnestan áhuga liefir hann samt fyrir veðreiðum og sjálfur á hann eitthvert hesta og dýrasta hestaval sem til er á allri jörð- unni. Hestar hans taka þátt í öllum þektustu veðreiðum víðs- vegar um heim, og enginn einn maður liefir hlotið jafnmörg né mikil verðlaun fyrir hesta sína sem hann. Aga Khan elskar hestana sína, en hann elskar einnig önnur dýr. Einhverju sinni fékk hann tvo mjög sjaldgæfa fugla í silfurbúri að gjöf. Nokkurum dögum siðar kom gefandinn i heimsókn til Aga Khan og sá sér til undrunar, að annan fugl- inn vanlaði í búrið. „Dó hann?“ spurði gefand- inn. „Nei, hann flaug“, sagði Aga Khan. „Hvernig gat það átt sér stað?“ „Svona“, svaraði guðmaður- inn um leið og hann opnaði búrið út við glugga og hleypti hinum sjaldgæfa fugli út í við- feðmi náttúrunnar. — Hann þoldi ekki að sjá þá fangaða. Aga Klian er heimsmaður og i sirnium tilfellum óhófsmaður. Einkum kemur það í ljós í mat- aræði. Þó hann iðki íþróttir af kappi, getur liann samt ekki varist ístru. Aga Khan er sæl- keri, bryður sætindi af mikilli nautn og það er ástæðan fyrir hve holdlaginn hann er. En feit- lægni hans kemur fátækum landsmönnum hans að góðu gagni. Það er sem sé gömul venja hjá honum að gefa fá- tæklingum í Indlandi þyngd sína í gulli á hverju ári. í sið- astliðnum mánuði barst sú fregn hingað til íslands, að Aga Klian hefði létfct um 7,8 kg.. Þetta er sennilega gott fyrir hann sjálfan — mjög gott — en Indverjarnir eru ekki á sama máli, þvi að í ár verður úthlut- að 7,8 kg. minna af gulli til þeirra en árið áður, og það er ekki svo lítil fjárfúlga. Nýja Bf6 DÆTUR DANSINS. Mjög etirtektarverð mynd með þessu nafni verður sýnd í Nýja Bíó á næstunni. Byggist liún á sögu er „La mort du cygne“ lieitir, eftir frægan franskan rithöfund, Paul Mor- and. — Aðallilutverkin leika franska fyrsta dansmærin Yv- ette Chauvire, Mia Slavenska, fræg balletdansmær frá þjóð- leikliúsi Jugoslava, og 12 ára ballelnemi, Jeanine Charrat. — Myndin gerist öll i óperunni í París og lánaði leikliússtjórnin bæði húsnæði og tjöld við upp- töku myndarinnar. Sýnir mynd- in lífið bak við tjöldin, bæði danssýningar, dansæfingar og' gaman og alvöru í þeim litla heimi. — Er þetta fvrsta mynd- in, sem gerð er af þessari teg- und og þar af leiðandi alveg sérstæð. Þeir, sem yndi og á- nægju hafa af fögrum dansi og góðri hljómlist, eiga ekki að láta þetta góða tækifæri til að sjá sanna list ganga úr greip- um sér.— Innan um er svo fléttuð saga um balletbarnið Rose Souris (Jeanine Charrat), löngun liennar til að komast á- fram og verða dugleg dansmær, ást hennar á fyrstu dansmær- inni Mlle Beaupré (Yvette Chauviré) og liatur hennar á Natalie Ivarine (Mia Slavenska), sem kemur til að dansa við ó- peruna. — Efnið skal ekki frek- ar rakið liér, en það er hæði hrífandi og spennandi. Það sér enginn eftir þvi að fara og sjá þessa ágælu mynd, sem er hreinasta listaverlc. Það þarf að vísu ekki að efa, að Indverjar óska guði sinum alls góðs á komandi tímum, óska honum heilbrigðis og lang- lifis, en inst inni í fylgsnum sálar þeirra læðist samt sú ósk fram i huga þeirra, að Aga Klian fitni sem fyrst aftur. Örlög guðmannsins Aga Khan eru eim elcki skráð til hlýtar. En þau þeirra sem þeg- ar hafa rist rúnir í líf hans eru einkennileg — liklega einkenni- legri en nokkurs annars núlif- andi manns. Ekki svo sérstak- lega vegna andstæðna í lífi hans, þó þær séu miklar, held- ur vegna þess, að þetta mun vera eini gagnmentaði maður jarðarinnar sem ekki nægir að vera maður, heldur gerir tilkall til guðlegs máttar og að vera álcallaður og tilbeðinn sem guð. „Góða auglýsingastjóra er ekki hægt að meta til verðs“, sagði Mortensen. „Eg átti hús við Holmenkollen, sem eg vildi fyi-ir livem mun selja, af þvi að mér hkaði það ekki. Eg gerði þess vegna boð eftir auglýsinga- stjóra og bað hann að lýsa öll- um kostum hússins og umhverf- isins og' auglýsa þá“. ,Og þú hefir náttúrlega selt húsið á svipstundu?“ „Nei, einmitt það gagnstæða! Eg varð svo hrifinn af húsinu, þegar eg las auglýsinguna, að eg tímdi alls ekki að selja það“. Gamla Bíó: EINKALIF LISTMÁLARANS. Það mun mörgum kvik- myndavinum ánægjuefni að sjá liina vinsælu leikara William Powell og Myrna Loy leika saman í þessari mynd, sem er ein af skemtilegustu myndum, sem Metra-Goldwyn-Mayer hef- ir gera látið. Hún er gerð sam- kvæmt leikriti Ference Molnar, en leikstjórn liafði Richard Torpe með höndum. Um efni myndarinnar má segja, að þai' er örskamt öfganna milli — en alt er með slíkum brag skops, gáska og léttlyndis, að menn hafa hina Ixestu skemtun af frá byrjun til enda. William Po- well leikur listmálarann, ung- an, sérvitran, glæsilegan, fynd- inn. — Myrna Loy leikur unga konu, Lauritu Young, sem stundar kaupsýslu og aldrei hef- ir gefið sér tima til þess að liugsa um ást og rómantik. — Leikur þeirra Williams Powell og Myrna Loy er að vanda af- burða góður, enda standa þau bæði í fremstu röð amerískra kvikmyndaleikara, og eiga bæði þá fágun og glæsiinensku, sem fæstum er gefin. Og hér koma þau bæði fram í hlutverkum, sem eru ólík þeim, sem þau hafa áður haft. Leikur þeirra er „glæsilegur, i þess orðs bestu merkingu“, segir sænska blaðið Dagens Ny- lieter og Nya dagligt allehanda segir: „Menn hlógu svo dátt í „Saga“-kvikmyndahúsinu i lok myndarinnar, að það var sem þakið ætlaði að springa af hús- inu. Svona skemtilegur er loka- þátturinn. Og svona er öll myndin.“ Það er þvi ekki að draga i efa, að skemtileg þykir Svium myndin, og vafalaust verður hið sama uppi á teningnum hér. Teflt i Pernau 1937. Hvitt: Paul Keres. Svart: Raud. Spánskt tafl 1. e4, e5; ;2. Rf3, Rc6; 3. Bb5, a6; 4. Ba4, Rf6; 5. o-o, Be7; 6. Hel, d6; 7. c3, o-o; 8. d4, Bd7; 9. d5, Rh8; 10. Bc2, c6; 11. c4, Dc7; 12. Rc3, pxp; 13. cxd, Hc8; 14. Be3 (hvitt hefir ekki fengið neitt að ráði betra og teflir þess vegna vogað), Rg4; 15. Bd2, Db6; 16. I4e2, Dxb2; 17. Hbl, Da3; 18. Hxb7, HxR; 19. BxH, DxB; 20. Dbl!, Bb5; 21. HxBe7, Kf8; 22. Hb7, BxH; 23. Db6! (einn af hinum mörgu óvæntu leikjum Keres í þessari skák, ef HxR+, IJxH, DxI4+, Iíe7 og svarft fær þó nokkra sólm), Rc6; 24. Dc7, Rh6; 25. Dxd6+, Ivg8; 26. DxRc6, Kh8; 27.14b8+ HxH; 28. DxH+, Rg8; 29. c7, Bb5; 30. Dd8, DxB; 31. Klil!, f6; 32. c8D, Dbl+; 33. Kgl, Dxa2; 34. Df8, svart gaf.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.