Vísir Sunnudagsblað - 19.02.1939, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 19.02.1939, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ með osti og súpudiskur að auk, ef gestinn bar að garði um mat- málstíma. Gistingu fengu þeú' sem vildu og þurftu, en ekki þurflu fátæklingar að borga næturgreiða og var veitinga- maðurinn skyldur að veita þeim sem öðrum. Veiktist einhver á skarðinu var það tilkynt til Airolo og sjúklingurinn þá sóttur annað hvort á sleða eða hesti og flutt- ur niður til þorpsins. I Airolo voru sjúklingarnir stundaðir þar til Jæim batnaði eða þeir létust. Þeir síðarnefndu voru grafnir þar á þorpsins kostnað. En bjá bænakapellunni uppi á skarðinu var einnig grafreitur, þar voru þeir jarðaðir, sem fundust dauðir við veginn og ekki var vissa fyrir, að væru ka- þólskir. En allir rétttrúaðir (þ. e. kaþólskir) voru fluttir til Airolo og jarðsungnir þar. Eftir miðja 16. öld komst veitingahúsið á Gotthardskarð- inu undir yfirráð kirkjunnar og í nær þrjár aldir voru það ým- ist ábótar eða munkar, sem stóðu þar fyrir beina. Húsa- kynni voru aukin og bætt eftir því sem umferðin yfir skarðið jókst. Ekki var beini seldur, lieldur var hverjum einuin það í sjálfsvald sett hvort hann borg- aði fyrir sig, og jafnframt hve mikið hann borgaði. Árið 1775 féll snjóskriða nið- ur á byggingarnar og reif eina þeirra ásamt kapellunni um koll. En 24 árum siðar eða árið 1799 hafði franskur her aðset- blandast livað innan um ann- að. Langar klyfjaðar lestir hafa lötrað eftir veginum meðan fjöldi póstvagna með mörgum hestum fyrir hverjum vagni hafa brunað framhjá á fleygi- ferð. En auk þess hefir fjöldi manna farið fótgangandi á öll- um tímum árs, einkum fátækl- ingar sem ekki höfðu efni á, að ferðast með póstvagni. Eftir 1882, að Gotthardjárnbrautin var opnuð varð liljótt hér efra og hið iðandi líf var borfið. Að- eins stöku fótgangandi sérvitr- ingar lögðu enn leið um þessar yfirgefnu slóðir, þar til loks ár- ið 1923, að bílvegur var lagður yfir Gottliard, og umferð jólcst að nýju þessa fornu og frægu leið. Hefir umferðin aukist ár frá ári þrátt fyrir hinn fljóta og ódýra farkost, sem gengur i gegnum fjallið og tengir Suður- og Norður-Evrópu saman á ein- um einasta stundarfjórðungi. Alt fram á seinni hluta 17. aldar bafði engin viðleitni til vegagerðar vfir Gotthard verið sýnd og yfir skai'ðið lágu aðeins götutroðningar þeir, sem mynd- uðust á lestaferðum undanfar- inna alda. Þessir götuslóðar voru þröngir, steinóttir og hál- ir, og lágu sumstaðar upp svo snarbrattar brekkur, að þegar um langar lestir var að ræða, voru fremstu hestarnir margar mannhæðir fyrir ofan þá aftari. Á vetrum var snjóflóðahætta mjög mikil á leiðinni, og var venja að skjóta úr byssum þar sem hætturnar voru mestar. Ef snjóhengjurnar voru mjög laus- ar þoldu þær ekki liljóðbylgj- urnar og féllu niður. Götutroðn- ingarnir voru sumstaðar svo tæpir, að ef maður eða skepna skrikaði út af götunni gat þvi verið bráður bani búinn. Á vetr- arferðum varð iðulega að fara á snjóbrúm yfir ár og gljúfur og voru það liinar mestu glæfra- ferðir. Alt fram að lagningu Gotthard-brautarinnar kom varla það ár fyrir, að ekki fær- ust að minnsta kosti 3—4 manneskjur á skarðinu. En stundum komu þó alvarlegri slj's fyrir. Árið 1624 fórust þar 300 manns, og árið 1816 urðu 40 hlaðnir klyfjahestar fyrir snjóskriðu og fórust allir. Ifafa ferðalög frá fyrstu tíð verið mjög erfið yfir Gotlbard, bæði að vetri og sumri til. Ein- liverjar fyrstu frásagnir um ferðir yfir skarðið, segja að á vetrum sé fólkið bundið bæði á höndum og fótum, vafið inn i þykkar ábreiðtir til að hitinn lialdist á því síðan fest ofan á sleða og þannig er það flutt eins og' álnavörustrangar yfir fjall- garðinn. Árið 1624 ætlaði Ladis- laus jirins frá Póllandi að riða suður yfir Gotthard. En honum leist ógæfulega á veginn og þorði ekki að riða liann. í þess stað lét liann ýmist leiða sig eða bera sig á börum, og fanst leið- in nógu hrikaleg samt. Enn- fremur fara margar sagnir af þvi, að fólk, sem fór yfir Gott- liard, lét binda fyrir augu sér til að það sæi ekki liinar miklu og hrikalegu hættur. Árið 1775 er fyrst farið með vagn yfir fjallgarðinn. Gerði það Englendingur noklcur og sennilega af svipuðum metnað- arþorsta og hjá sumum íslensk- um bilstjórum, sem hreykja sér rfir því, að liafa fyrstir far- ið yfir einhvern melhól eða mýrarkeldu. En ferð Englend- ingsins gekk lieldur illa. Hann hafði með sér 78 menn og þeir urðu að skrúfa vagninn sund- ur, á þeim stöðum sem lionum varð ekki ekið, og bera svo vagnlilutana á bakinu, þar til vegurinn batnaði eitthvað ofur- lítið. Með því að skrúfa vagn- inn ýmist sundur eða saman lafðist Englendingurinn um niarga daga, auk þess sem ferð- in kostaði hann of fjár. Árið 1830 kemur akvegur í notkun yfir Gotthard. Ilann er gerður fyrir póstvagnana, sem héldu uppi samgöngum milli Italíu og Sviss. En þrátt fyrir þenna stórum bætta veg, gat verið all-erfitt að fara yfir skarðið á vetrardegi. Hinn al- kunni þýski heimsspekingur Ernst Haeckel lýsir einhvers- staðar sleðaferð suður yfir Gott- liard árið 1859. Ilann fór með ur sitt á skarðinu og þá reif liann niður og brendi það af byggingunum, sem var úr timbri, en aðeins steinbygging- arnar stóðu eftir. Þessar bygg- ingar voru síðar endurreistar með fjárstyrk frá Ríkjasam- bandinu svissneska. Nokkru fyrir miðja 19. öld jókst umferð um skarðið að miklum mun og þá tók kantón- an Tessin veitingarnar í sínar hendur, annaðist flutning á matvælum og viðhald á mann- virkjum. Sem dæmi um gesta- gang á þessum árum má meðal annars geta þess, að á árinu 1876 fóru 69550 póstfarþegar yfir skarðið. Árið 1880 var rúm- lega 18 þús. mönnum veitt ó- keypis næturgisting þar og sama ár voru 70—80 þús. mál- tíðir gefnar fátæku fólki, sem lagði leið sína yfir skarðið. Má nærri geta, að á Gotthard hefir oft verið glatt á lijalla einkum um sumarmánuðina, er alt iðaði af hfi og fjöri. Þar hef- ir vagnaskrölt og hestahnegg, hundagelt og hlátrar fólksins FALLEGIR VERKFALLSVERÐIR. Félag hljómlistarmanna í Los Angeles lýsti verkfalli á skemtistað einum þar í borginni. — Dansmeyjar skemtistaðarins tóku sig þá til og gengu með spjöld „á bak og fyrir“ fyrir fram- an skrifstofu félagsins og stóð á spjöldunum, að félagið kæmi illa fram gagnvart dansmeyj- um skemtistaðarins o. s. frv.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.