Vísir Sunnudagsblað - 02.07.1939, Side 1

Vísir Sunnudagsblað - 02.07.1939, Side 1
1939 27 blað Sunnudaginn 2 júlí ÞINGVALLAFOR fyrir TUTTUGU OG FIMM ÁRUM EFTIR STEFÁN JÓNSSON KENNARA. I annálum veðurfræðinnar tel eg visl að þetta vor eigi vondan vitnisburð. Veðráttan var hin versta og í lok júnímán- aðar var jörð ógróin, og vegir lítt færir fyrir bleytu. í Reykja- vík voru fáar sólskinsstundir þetta vor, þótt æskumenn borg- arinnar létu það litt á sig fá, og skemtu sér eftir því sem kostur var á. Mér er þetta vor minri- isstætt, því að það var fyrsta vorið, sem eg dvaldi í Reykja- vik. Mér eru minnisstæð forar- flögin í mýrunum suður undan Kennaraskólanum, sem nú eru grónar grassléttur, Alt vorið var þar krökt af kríum og máf- um, sigargandi allan daginn. Eg var þetta vor þátttakandi í kennaranámskeiði í kennara- skólanum, yngstur þátttakenda og án allra kennararéttinda. I>in gvallaf ör in. I>að leið að námsskeiðslok- um. Skólastjóri og nemendur liöfðu ráðgert Þingvallaför, áð- ur en námskeiðinu lyki, og nú var komið að áætlunardegi. Það var laugardagur síðla í júní, sem ferðin var ákveðin. Allir þátttakendur áttu að mæta kl. 6 þann dag, hjá lnisi .Tóna-, tans Þorsteinssonar, kaup- manns, sem stóð á vegamótum Laugavegs og Frakkastígs, að mig minnir. f Revkjavik voru þá til þrír bílar. Tveir Ford-bílar, eign Sveins Oddssonar, og ein „OverIand“-bifreið, er Jónatan kaupmaður Þorsteinsson átti. Voru þetta víst 7 manna „blæju“-bílar, og var oftast ek- ið opnum um götur bæjarins. Alla þessa bila höfðum við leigt til ferðarinnar, og vorum við um 20, sem ætluðum að fara. Stundvíslega kom skólastjór- inn, sr. Magnús Ilelgason, á hinn ákveðna stað og voru ]rá flestir þar komnir. Loft var skýjað, en úrkomulaust, og svalur suðaustan kaldi næddi um göturnar og þennan fá- menna hóp, er beið þarna bú- inn. Rrátt bættist Jónatan Þor- steinsson í hópinn og sagði vondar fréttir. Aðeins einn hill- inn var i lagi i Reykjavík. Einn var í lamasessi suður í Keflavík og sá þriðji með brotið stýri uppi lijá Lögbergi. — Nú varð að nota þann bílinn, sem heima var, til að senda með varahluti og viðgerðarmenn á þessa staði, og alveg óvíst hversu tækist með viðgerðirnar. Það var því auðséð, að ekkert yrði úr Þing- vallaför í bílum á þessum degi, og þótti mörgum súrt i brotið, sem hlakkað höfðu til þessarar ferðar all vorið. „Þá höldum við bara suður í Kennaraskóla og byrjum okkar venjulegu störf“, sagði sr. Magnús með sinni venjulegu hógværð. Var þetta samþykt af öllum við- ; töddum og kensla hafin á venjulegum tíma kl. 8. — í annari kenslustundinni kendi Sigurður Guðmundsson, núver- andi skólameistari á Akurcyri. Ilafði skólastjóri hringt til hans og vakið af værum hlundi og tjáð honum að ferðinni væri frestað og kensla yrði með venjulegum liætti. Allir voru óundirbúnir og alls i ekki í þvi skildum Eddukenningum, og var nú byrjað að ræða mál dagsins, Þingvallaferðina. „En því farið þið ekki bara g'ang- andi?“ segir okkar ágæti ís- lenskukennari. Þetta hafði eng- um dottið i hug fyr, því að gönguferðir voru þá ekki dag- legt brauð i Reykjavík. Nú lióf- ust fjörugar umræður og lagði silt hver til málanna. Að lokum varð niðurstaðan þessi: Tíu nemendur, fimm stúlkur og finim piltar, ákváðu að leggja af stað gangandi til Þingvalla. Rurtfarartiminn var ákveðinn kl. 12 og skyldu allir hittast hjá Vatnsþrónni á mótum Lauga- vegs og Hverfisgötu og hefja gönguna þaðan. — Skólastjór- inn og' aðrir, sem eftir urðu, ætluðu að koma á bilum austur morguninn eftii-, ef alt færi að óskum. Þar með var teningun- um kastað,. kenslunni hætt og hver og einn flýtti sér heim og bjó sig í mesta flýti. Gangan austur. Eg tel það vkst, að margur nú- tíma Reykvíkingurinn mundi brosa, ef hann sæi slíkan göngu- mannahóp leggja upp til Þing- vallagöngu í þeim ferðaskrúða, er við klæddumst. — Oflangt yrði að lýsa þvi, hvernig hver og einn i þessum 10 manna flokki var klæddur, en eg set hér lýs- ingu á mínum útbúnaði og líkt því, eða eitthvað svipað, voru aðrir klæddir. — Eg var í síðri tauregnkápu, mínum þoklcaleg- ustu fötum, með liatt á liöfði og nýja „boxcalf“-skó á fótunum, en uppháa þó, — en meira um þá síðar.------ Var nú lagt af stað. — Enn- þá blés svalur suðaustankaldi, en ekkert rigndi. Allir, sem við skapi. að fara að greiða úr tor- Öxarárfoss.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.