Vísir Sunnudagsblað - 02.07.1939, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 02.07.1939, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Útsýn yfir Þingvelli. hittuni á leið okkar, sögðu að hellirigning niundi austur á Mosfellsheiði, en við létum eng- ar hrakspár á okkur fá og héld- um ótrauð áfram. Bara nú ekk- ert til tíðinda þar til við kom- um að Geithálsi, annað en það, að við piltarnir vorum að smá- tína á okkur haktöskur þær og pinkla, sem dömurnar voru með. — Var nú ákveðið að fá sér hressingu á Geithálsi, og panta þaðan gistingu fyrir allan hópinn að Kárastöðum. Þess var getið, live margt var í hópn- um, en ekkert nefnt hvfe margt var af hvoru kyni. Var nú lagl af stað frá Geithálsi og voru allir glaðir í anda og ólúnir, og her nú ekkert til tíðinda, fyr en kemur austur undir heiðina, á móts við Miðdal, þá fer að rigna og herða á kuldanum, og þegar austur á heiðina kom, fengum við hellirigningu og afspyrnu- rok. Veðurhæðin og úrfellið var óskaplegt, en sæmilega hlýtt í veðri. Bráðlega var ekki þur þráður á nokkrum manni eða konu, en verst var þó með fóta- búnaðinn. — „Boxcalf“-skórnir mínir gegnblotnuðu fljótt og siðkápan hlífði litið eftir að hvesti. Svona þrömmuðum við áfram, matarlaus og gegndrepa og óðum aurhleytuna i ökla, þar sem vegurinn var verstur. Enginn okkar hafði farið leið- ina fyr, og okkur kom saman um að þctta væri leiðinlegasta og lengsta lieiði á landinu. Loks komum við að litlum timbur- skúr austarlega á heiðinni, en þar var litla hressingu að fá. Undanfarin sumur hafði maður dvalið i þessum skúr og sell ferðamönnum gosdrykki og öl, og var þar ekkert að sjá nema tóma ölkassa og flöskur. Veðr- inu slotaði lieldur, er austar dró á heiðina, en rigningin hélst. — Sumum fór nú að kólna, en aðr- ir að þreytast. Kusu flestar stúlkumar að velja sér lieiðar- förunaut og styðja sig við arm hans, og dreifðist hópurinn nú nokkuð. Þau, sem voru létt á sér og köld, lilupu þegar hallaði austur af og drógu langt fram úr, en þau, sem voru þreytt og heit, settust á vegbrúnina og hvíldu sig. Enginn óttaðist að setjast á blautan vegkantinn, þvi að meira var ekki hægt að blotna en orðið var, þar sem allir voru eins og af sundi dregnir. — Klukkan rúmlega 11 um kvöldið vorum við að tín- ast heim túnið á Kárastöðum, holdvot og að þrotum komin af sulti, eftir rösklega 11 klukku- tíma göngu. Á Kárastöðum fengum við hinar bestu viðtök- ur. Lá nú ekki annað fyrir en jafna fólkinu niður í rúmin, og draga af því vosklæðin, en þá vandaðist málið. Rúmin voru til fyrir 10, — en þannig var her- bergjum Iiáttað, að í einu stóru lierhergi voru tvö tveggja manna rúm, í þremur litlum herhergjum voru tvö eins manns rúm, mjó eins og prjóna- stokkar, og þarna stóð nú hnífurinn í kúnni. Stúlkurnar voru fimm og piltarnir voru fimm, og ekki var liægt að jafna þessu öðru vísi í rúmin, að ann- aðhvorl piltur og stúlka yrðu að sofa i tveimur rúmum í sama herbergi, eða saman í tveggja manna rúmi, ef það þætti betra. Nú var úr vöndu að ráða. Hús- móðirin spurði mjög kurteis- lega hvort engin hjón væru i liópnum eða persónur, sem gætu að minsta kosti sofið í sama herbergi. — Allir þögðu. Þetta leit ekki vel út. Vatnið streymdi úr fötum okkar, læk- irnir runnu eflir gólfi stofunn- ar, tennurnar glömruðu i munninum á okkur, allir vildu komast sem fvrst í rúmin, en enginn vildi kveða upp úr með neitt. Endirinn varð sá, að við tveir, sem grenstir vorum, buð- umst lil að eiga tveggja manna sæng i tveggja manna herbergi, og urðum því þrír í þvi her- bergi,, en ein stúlkan fékk tvö rúm til umráða í næsta her- bergi. Rúmið okkar var hræði- lega mjótt og engin leið að sofa nema andfæting, og varð okkur þá að hugsa til auða rúmsins í næsta herbergi, en hóf er best í hverj- um lilut hugsuðum við og hreyfðum okkur ekki úr prjónastokknum. Allir urðu að tína af sér innri og ytri flikur og afhenda til þurkunar, og hreiðra sig niður í rúmið í þeim klæðum einum, sem Adam stóð forðum í Paradís, fyrir synda- fallið. -—- Eftir mikið orða- skvaldur sofnaði loks allur hóp- urinn, og vöknuðu allir vel hressir morguninn eftir i sæmi- legu veðri. En þegar eg fór að athuga mína fínu „boxcalf“- skó, þá voru þeir svo útleiknir efíir gönguferðina, að ekki kom lil mála að hægt væri að setja þá upp. Eg sendi þá eftir hús- móðurinni og hún bjargaði mál- inu og lét mig fá grænlitaða sauðskinnsskó, og á þeim skóm skoðaði eg Þingvöll þann dag. Um hádegið kom séra Magnús og nokkrir nemendiir með hon- um í þeim eina bíl, sem þá var í lagi í Reykjavík. — Það, sem ekki komst í þann bil, varð að sitja heima með sárt ennið. Þingvellir. Þennan dag skoðuðum við hinn merka sögustað, með leið- sögn sr. Magnúsar, og er mér sú leiðsögn minnisstæð. Munu fáir honum jafnsnjalhr að gera löngu liðna atburði lifandi með frásögn sinni, og söguþekking hans er með afbrigðum. Veðr- ið var fremur leiðinlegt og velli sá eg enga, aðeins gráa móa og grjót og gjár, en það var sem hver blettur og hver steinn fengi líf og lit, er sr. Magnús sagði frá. Eg hef oft komið á Þing- völl síðan og stundum í yndis- legu veði’i, en þessi fyrsti dagur þar er mér minnisstæðastur. — Heimförin. Þegar á daginn leið var farið að ræða um ferðina heim. Var ákveðið að kvenfólkið, sem í förinni var, skyldi fara til Reykjavíkur i bilnum þá strax um kvöldið, og auk þess það af karlmönnum sem hægt væri i bílinn að troða, — Þá voru eng- in lög um hleðslu bila, — en þeir, sem ekki koniust í bílinn, skyldu gista á Kárastöðum næstu nótt, og yrðu þeir svo sótlir daginn eftir, ef bílfært yrði en á þvi lék nokkur vafi. Það var strax samþykt að eg skyldi fara í bílnum, ef mögu- legt væri, þar sem mínir grænu sauðskinnsskói’ voru illa út- leiknir eftir daginn og lítið eftir af þeim nema vörpin. Ferðin heim gekk erfiðlega, en bílstjór- inn sýndi mikinn dugnað, og farþegar gerðu sitt til þess að bíllinn yrði ekki eftir uppi á Mosfellsheiði, en mikið þurft- um við að ýta og strita, áður en þrautin væri unnin. Loks kom- umst við þó á færan veg — og ókum með hraða til Reykjavík- ur. — Á miðju Austurstræti var okkur hleypt út úr bílnum, og litum við þá allskringilega út, eftir aursletturnar frá bíln- um, en enginn var þó ver sett- ur á fjölfarinni götunni en eg, á mínum grænu skóvörpum. Þeir, sem eftir urðu. Vegurinn reyndist þannig á heimleiðinni, að ekki var við- lit að reyna að fá bíl til að fara austur daginn eftir, og voru nú góð ráð dýr. Séra Magnús skóla- stjóri hafði orðið eftir. fyrir austan og ekki gátum við unað því, að liann þyrfti að fara gangandi til Reykjavíkur. Jónas Tómasson, bóksali á ísafirði, hafði komið með mér i bílnum frá Þingvöllum, og var einn i gönguförinni austur. Ilann tók nú að sér að fara upp í Mosfellssveit og reyna að safna saman hestum. Undir morguninn lagði hann af stað með nokkra hesta, en þó ekki eins marga og mennirnir voru. Austarlega á lieiðinni mætti Iiann Þingvallaförunum. Voru þeir allir á göngu til Reykjavík- ur, og þar á meðal sr. Magnús, ]>ótt aldraður væri. Fór nú sr. Magnús á hestbak og svo marg- ir hinna, sem hestar voru til fyrir, en þeir traustustu lögðu enn land undir fót og komu gangandi til Reykjavikur nokkru á eftir reiðmönnunum, siðla um kvöldið. ■—- Voru þá loks allir þátttakendur komnir til Reykjavíkuf, eftir þriggja daga ferð og gang, og höfðu •nokkrir gengið háðar leiðir. Rreytingin mikla. Eg hýst við þvi, að sumir þeirra, er þetta lesa, einkum vngra fólkið, haldi að þessi frá- sögn sé eintómar ýkjur. Svona frumlegar samgöngur og sam- göngutæki hafi ekki verið hér á landi fyrir 25 árum. — Breyt- ingin hefir verið svo hraðstíg, að þeir, sem hafa liorft á breyt- ingarnar, hafa naumast áttað sig á þeim. Nei, frásagan er ekki ýkt. Svona gekk þetta til. Eg hef í þessum línum sem næst sagt söguna eins og hún gerðist, þótt ef til vill hafi 25 ára minningin glatað einhverju,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.