Vísir Sunnudagsblað - 02.07.1939, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 02.07.1939, Blaðsíða 5
VISiK SUNNUDAUSLJLAÐ 5 Jðhann Hjaltason: Sál landsins í svipmynd fólksins Bpot úp ferðasögu um Strandir. Þeir, sem stunda líkanilega stritvinnu, vita það öðrum mönnum betur, hve þreytan getur verið sár og lamandi í vöðvum og taugum, að loknu löngu erfiði, og hvíldin sæt, þeg- ar liennar er kostur þar sem vel fer um mann. Óteljandi eru þeir dagar við margskonar störf, sem þreytan liefir sest í limi mina eins og nagandi ormur, eins og óarga- dýr, sem- rífur og slítur hold frá beini. Og jafnmörgum sinn- um hefi eg notið sætleika þeirr- ar hvíldar, sem eyðir hinni sáru líkamlegu þreytu, sviplíkt og þegar sólin kemur upp yfir fjallshrún í austrinu á heiðum vordegi, svo að hrím kaldrar nætur verður að dögg, sem smá eyðist og hverfur, til samlög- unar hinum tæra himni. Beggja þessax-a unaðssemda lífsins — þreytunnar og hvíld- arinnar — naut eg í rikum mæh hjá þeim Drangavíkurhjónum, í mjög góðu rúmi, milli tár- hreinna línvoða nótt þá, er eg dvaldi þar. Daginn eftir var veður svo fagurt og gott, sem fremst má verða, heiður himinn og hlæja logn. Eg vildi þvi rísa snemma og hugðist nú hafa langa dag- leið og ná til Finnbogastaða i Ti'ékyllisvík um kvöldið, til kollega míns, Guðmundar Þ. Guðmundssonar, kennara. En áður eg rnætti til ferðar snúa, varð eg að sinna jafn nauðsyn- legum hlutum, að drekka kaffi og matast. Kaffið var drukkið og fínar kökur étnar með. Að því búnu maturinn, nýtt ket, nýmjólk og islenskt smjör og fleira góðgæti, sem vel mátti þéna fei-ðalang eins og mér, sem ekki hafði heldúr neitt nesti nxeðferðis. Bóndi mataðist með mér þar á baðstofuloftinu, er jafnframt var svefnloft eins og enn gerist til sveita í hinum eldri bæjum, sem'öld steinlxúsanna hefir enn eigi leyst af hólmi. Bóndi var vel miðaldra, að því er eg ætl- aði, en kona hans yngi’i að sjá. Þau áttu hörn mörg og sum ung. Meðan við mötuðumst komu viða niður x-æður okkar og þó nxest um hagi og búskaparháttu manna norður þar. Kvað bóndi Drangavík vera kot eitt, er oft hefði í eyði verið. Yæi’u*það eiginlega tvær jarðir, þ. e. Drangavík og Engjanes, ætti liið forna Þingeyraklaustur aðra, en Stafholtskirkja í Borg- arfirði hina. En nú hefðu kot þessi um langan aldur verið hygð saman, enda væri eigi hægt að lifa eða framfleyta fjölskyldu á hvoru kotinu fyr- ir sig einu saman. Slægjur kvað hann þar litlar, en fjöruheit góða ef eigi hönn- uðu ísar. Tún lítið og lélegl mjög. Hann kvaðst hafa þar 2 kýr og 60 kindur. Sonu sína 2 um tvilugt kvað liann liafá stundað daglauna- vinnu nokkurn tíma sumarsins við síldarverksmiðjuna á Djúpuvík. Væri bæði sér og ýmsum öðrum allmikill styi'k- ur að vinnu þeirri, er þar feng- ist og svo vel væri hox-guð, að Iygasögu væri líkasl i saman- burði við það, sem venja var að greiða í daglaunavinnu á hans uppvaxtarárum. Enda kvað hann nú vera að myndast vísi að þorpi í kring um verksmiðju þessa, sem aðeins væi-i fárra ára gömul, og væru þegar 2—3 fjölskyldumenn húnir að reisa sér þar hús og heimili, og lifðu þeiv eigi á öðru en vinnU þeirri, er þeir hefðu þar yfir sumar- tímann lijá h.f. Álliance, sem cinnig hefði þar verslun með allar almennar vörur. Einnig kvað hann margt að- Jóhann Hjaltason. komufólk úr öðrum landshlut- um stunda þar vinnu yfir sild- veiðitímann. Ennfremur nokkra yngri menix, er eigi væru föstunx lieimilistengslunx hundnir, þó að upprunnir væru þaðaix úr sveitinni, og lifðu því einskon- ar farfuglalífi eftir því senx þessi og önriur atvinna léti til, án þess að ai'ðixr vinnxx þeirra rynni til foreldra eða annai-a vandamanna, sem ‘ávaxta sitt pund í gróðurmold átthagaixs. Eg var nú að vísu með hug- aixn við það bundinn, að kom- ast senx fyrst af stað i þessu góða veðri, sem hrosti við nxér gegnum opna glugga baðstofu- loftsins. En þó gat eg ekki annað exx lilustað eftir tali bónda með allmíkillí athygli. Mér lá i aug- um uppi að eg lieyrði hér upp- haf að sögu, er eg þekti svo vel til, enda frá verstöðvunum við Djúp. En sú saga er þannig, að æska sveitarinnar leitar bxxrt fi*á kotbúskap og basli í ver og verksmiðjuþoi-p, þar sem hátt kaup er greitt, húið i hetri hús- um og borin beti'i klæði, nxannfleira og félagshf meira en i einangrun dreifhýlisiixs. Hver vill kasta steini á æsku landsins fyrir þetta? Þó að hún leiti undan þeirri Illubrekku, ofan af þeim Svörtufjöllunx, senx kotabúskapur á íslandi er og liefir verið. En þarf þetta nú að vera svona? Ó! Það veit eg ekki, enda lxefir það staðið i mér nxeii-i mönnum að svara þeirri spurningu af viti. Ekki vildi hóndi lieyra nefnda greiðslu fyrir ixæturgreiðann, en bað mig í stað þess að grenslast eftir því fvrir sig, lxvernig í því lægi, að hann hefði enn engin skil fengið fyrir ó- skilalamh er selt lxefði verið i Nauteyrarhreppi fyrir 2 árunx, og hefði hann þó fyx-ir löngu sannað eign sína á lamhinu fyr- ir réttum hlutaðeigendum. Stúlkan, senx mynd þessi er af, lieitir Sanxmy Cummingham, og er hxux húin öryggisklæðuixx, senx gerð eru að fvrirsögn slysavarnafélagsins i New York. Er búningurinn sanxsetlur af ýnisum tækjum, sem notuð eru lil öi-yggis við ýms störf, t. d. gegnsærri, óhrennanlegri augnalilíf, öryggishelti, sérstökunx öndunarúthúnaði, senx notaður er við störf, þar senx eiturloft getur myndast o. s. fi-v. Ungfx-ú Cunningham sýndi húninginn á Heimssýningunni.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.