Vísir Sunnudagsblað - 02.07.1939, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 02.07.1939, Blaðsíða 7
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 AUFUSUGESTIR. Þessar fallegu litlu stúlkur frá Braselíu, þóttu aufúsugestir miklir á lieimssýningunni í New York. Þær afhentu New York Plíilhannonic Orchestra brasiliska lagasyrpu, sem hin heims- kunna hljómsveit lék á heimssýningunni. — Telpurnar heita Nora Yolanda, 10 ára, og Anna Maria, 8 ára. Þær eru dætur brasiliska sendiherrans í Washington. skapi af góðviðrinu og hvíld- inni og bjóst líka við að mér myndi skila alllangt áleiðis um daginn. En það er ávalt eigi svo litill skapléttir og ánægjuauki, er starf manns og erindi gengur eins og vonir standa til eða framar. Út af Hrúteyjarmúla er nes eitt, eigi mikið, innan við það er Ilrútey. Grasi vafin smá- eyja eða varphólmi, sem ligg- ur undir Ófeigsfjörð. Með sjón- um eru þar grundir sléttar með köflum og smá nes, sem alt til samans virtist mjög sæmilegur skeiðvöllur. Nú kom upp i mér einhver bjánaleg kæti, bjart- sýni og lífsgleði, sem stundum streymir fram úr fylgsnum sál- arinnar, þegar líkaminn er heill og hraustur, loftið hreint og hlýtt og hugurinn glaður af vonum, sem virðast ætla að rætast. Það er einskonar ölvan sál- arinnar af þeim veigum lífsins, sem gera það þess vert að lifa þvi. En til þess að gleði manns og sæla sé fullkomin þarf liin aidína hugarorka að fá útrás og svölun í líkamlegu starfi. Mér datl því i hug að rifja upp gleymda íþrótt. Tók skinn- húfu mina, vetlinga og regn- kái>u og tróð því i baktöskuna, greip minn góða rauðviðarstaf, Kallaði á Polla og einn, tveir þrír og af stað rukum við báð- ir eins og skollinn sjálfur væri að elta okkur, á harða spretti yfir grundir og holt, móa og mýrarsund, skurði, læki og steina. Eg var það reyndur hlaupari frá smalaárunum, að eg vissi að eigi var holt eða væn- legt til úthalds að fara mjög geyst i fyrstu, og lrægði þvi fljótlega á mér eftir fyrsta gáskasprettinn, enda var eg þá lafmóður og náði vart andan- um. Eigi nam eg þó staðar, en hljóp hægar með jöfnum hraða. Löguðust þá fljótt andþrengsl- in, en svitinn setlist á hár mitt og hörund eins og þægilegt hlýtt laugárvatn. Eftir því sem eg hljóp lengur liðkaðist eg smám saman og jukust þá kraftarnir og gás.kinn um leið, svo eg fór að stökkva vfir steina sem fyrir urðu og reyna mig í alvöru við Polla, þar sem sléttar grundir voru framundan. Þetta var leik- ur, sem hann virtist skilja vel, án þess að furða sig nokkum hlut á að „dúkka“ skyldi upp i lians alvarlega og ráðsetta herra önnur eins leikfylli og lífs- gletni alveg upp úr þurru. Þó mér finnist nú Polli minn ekki altaf hágáfaður, þá var hann nógu skynsamur til að sleppa ekki jafngóðu tækifæri og þessu lil að sýna mér hve langtum liann væri mér snjallari i þess- ari ment. Fór liann þar að eins og Hugi við Þjálfa, að eigi liafði eg runnið þriðjung skeiðsins, er liann hafði runnið það alt og tvo þriðjunga til baka. Gó hann þá hátt og stökk til axla mér eins og hann vildi sem gerst láta mig vita hvílikur arnlóði eg væri i þessari fornu og göfgu iþrótt. — Enda má ýkjulaust segja Polla minum það til hróss að hann er sá allra lilauplirað- asti og fjörugasti hundur, sem eg hefi átt og fyrirhitt um æf- ina. Niðurl. Dr. Joseph Wirth, sem var kanslari Austurríkis 1921-—1922, hefir búið sem ut- lagi í París seinustu sex árin. Myndin var tekin við komu hans til New York eigi alls fyrir löngu. NÝJA B í Ó Iletjur ikóganna. Það má næstum segja, að i þessari mynd sé eitthvað fyrir alla: Fagurt landslag, ástir,' hraustlegir bardagar, hlægileg atvik o.s.frv. Eins og nafnið bendir til ger- ist myndin meðal lietja skóg- anna, skógarhöggsmanna i Kanada. Þar sést öll starfsemi skógarhöggsins, frá þvi að risa- trén falla fyrir hendi mannanna og þangað til þau eru sett um borð i skip, og orðin vara handa lieimsmarkaðinum. En þarna er samkepni eins og annarsstaðar, og keppinaut- arnir eru tveir bræður og ein stúlka. Eldri bróðirinn vill þjarma að stúlkunni, svo að hann geti eignast skógarflæmi liennar, en yngri bróðirinn gengur í þjónustu liennar, án |iess að liún viti hver hann er raunverulega....... Myndin gerist „þar sem karl- menn eru karlmenn og konur -— eru það líka“, eins og sagt er á einum stað i myndinni. Aðalhlutverkin leika George Brent (sást hér síðast í Jeze- bel) og Beverly Roberts. Höf- undur sögunnar, sem myndin er tekin eftir, er James Oliver Cur- wood, sem er vel þelctur hér á landi. Kennarinn: Fyrr á tímum var það oft svo — og er raunar enn — að titlar manna voru liafðir á eftir eiginnöfnum þeirra, svo sem: Skúli jarl, Björn liöldur o. s. frv. Getur Anna litla nefnl svipuð dæmi frá vorum timum. Anna: Hjarta drotning, tígul kóngur, spaða gosi!

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.