Vísir Sunnudagsblað - 02.07.1939, Side 4

Vísir Sunnudagsblað - 02.07.1939, Side 4
4 VISIR SUNNtJDAGSBLAÐ ótrúlegum liraða. Nóttin lvkur borgina í arma sér, kælir brenn- andi sár liennar og græðir þau, faðmar bana að sér og gælir við hana eins og ástrik móðir. Hér vanfar röklcur norðursins. Hann þekkist ekki þessi tengi- liður milli dags og nætur, sem róar og syæfir okkur íbúa tempruðu beltaima. Hér er ann- aðhvort nótt eða dagur — ann- að livort svart eða hvítt. Klukkan sjö er borgin lifnlið til fulls. Og lifið í henni líkist mest lífi i býflugnabúi, það suð- ar og iðar. Miðstöð næturlifsins er borgargarðurinn. Það er gaman að vera þar á kvöldin, inni i allri þessari endalausu bringiðu, fjöri og eðlilegu lífs- gleði. Umhverfis borgargarðinn standa allar helslu byggiiigar: dómkirkjan, skólaliúsin, ríkis- byggingar, kvikmyndahús, og öll þau kaffihús sem til eru í borginni. Garðurinn er hjarta borgarinnar, þangað og þaðan liggja lífæðar hennar. Hann er gullfallegur þessi litli garður, sannkölluð paradís skrýdd fögrum og fjölskrúðugum hita- beltisgróðri. Hann blómstrar í öllum hugsanlegum litum. Rós- irnar anga, hrönugrösin ljóma mitt á milli grannra hávaxinna konungspálma, og í miðjum þessum töfragarði stendur lítill hljómskáli. Tvisvar í viku leik- tir lögreglusveit á lúðra i þess- um liljómskála, en íbúarnir safnast saman i garðinum og hlusta á. Fastur hlustandi á hljóm- leikunum er sauður einn, sem gengur við hlið lögreglustjór- ans. Hann keniur vegna þess, að hann á erindi, og erindið er að bera trommuna. Það er fast starf sauðargreysins. Hljóm- sveitin leikur i tvær ldukku- stundir samfleytt — að síðustu leikur hún skilnaðargöngulag og fer svo hurt — sauðurinn líka. — En fólkið heldur áfram að skemta sér undir krónum pálmatrjiánna, uns svefn og þreyta ásækir það og það fer heim i háttinn. Það er sagt, að það húi dul- armáttur í Caboclunum og jarð- fræðingur nokkur, Carlos Kohl- er að nafni segir svo frá: „Þegar eg, fyrir nokkurum árum síðan kom til Brasilíu og heyrði ekki að eins Caboclana sjálfa, heldur líka Norðurálfu- búa er þar bjuggu, segja alls- konar kynjasögur af dular- skynjun íbúanna, hugði eg þær vera heilaspuna að eins, sem stafaði af lamandi áhrifum hitabeltissólarinnar á hugsana- lif fólksins. En von hráðar komst eg að raun um alt annað, og eg sannfærðist þá um, að ]>etta fólk, sem svo mjög er háð og tengt móður náttúru, skynjar hluti, sem standa utan við mannlegan skilning, og • hefir reynst olckur livítum mönnum óleysanleg ráðgála til þessa dags. Það bar eilt sinn við, er eg var að störfum langt inni í landi og langt frá öllum mannabygðum, að matsveinninn minn sýndi slíka dulargáfu af sér. Hann var Gabocli, hæglátur maður og svo þögull, að hann talaði varla aukatekið orð. Einn morguninn, þegar liann kom með kaffið til mín, spurði hann — aldrei þessu vant hvert eg ætlaði að fara um daginn. Eg var óákveð- inn hvort heldur eg færi niður með ánni, eða upp i hhðina til tveggja starfsmarma minna, sem voru þar að verki, en eg sagði matsveininum mínum samt, án Jress að bugsa frekar út i það, að eg ætlaði upp i hlíð- ina. Þá hristi bann böfuðið: „Farðu þangað ekki. Eg bið þig um það.“ Eg fór að ráðum hans, og fór m’ður með fljótinu, og það þeim mun fremur, sem eg átþ brýnt erindi þangað. Þegar eg kom lil tjaldsins míns aftur, voru báðir starfsmenn mínir, þeir sem unnu i hlíðinni, komnir þahgað og var mikið niðri fyrir. Þeir sögðust ekki hafa komist inn í vinnuskálann fyrir skellinöðru sem varnaði þeim að komast inn. Eg leit spyrjandi á matsvein- inn. „Eg veit,“ sagði liann „að þú hefðir ekki lagt á flótta, heldur reynt að drepa hana, en það hefði orðið þinn eigin bani.“ Þegar eg spurði, hvemig hann hefði vitað, að slangan var þarna, svaraði hann með lágri röddu: „Eg veit það sjálfur ekki, en eg veit hara að hún hefði orðið þér að hana.“ Þetta var alt og sumt sem eg fékk að vita um orsakir þessar- ar kynlegu viðvörunar. Árið næsta á eftir vann eg í strjálbygðum héruðum á ströndinni. Dag nokkurn kom eg að bæ landnema eins og sett- isl niður fyrir framan dvrnar. Eg sá þá lílið sfúlkubarn koma með gamla, tötralega konu, sem hún leiddi. „Gamla konan er nærri hundrað ára gömul,“ sagði gest- gjaffinn mér. „Hún er stein- blind á báðum augum, en hins- vegar hefir hún verið álitin fjöl- kunnug. Þeirri gáfu hefir samt hrakað til muna, síðan hún misti sjónina.“ Gamla konan og telpan voru komnar að garðshhðinu. Telpan skelti saman lófunum, sam- kyæmt þarlendum sið þegar beðið var um eittbvað, eða einhvers var óskað. Húsbóndinn bauð þeim að koma nær. Þegar þær áttu á að giska 20 mtr. eft- ir að húsinu, settist gamla kon- an niður, en barnið hað um valn handa henni að drekka. Meðan húsbóndinn fór inn eftir vatni, virti eg þær fvrir mér. Eg steinþagði allan tím- ann, telpan þagði líka. Hún liafði sest i skugga eins trésins, spöl frá þeirri gömlu. Alt í einu bóf gamla konan höfuðið og byrjaði að tala með skýrri og einkennilega djúpri röddu: „Hér er ókunnur maður staddur, sem komið hefir frá framandi löndum. Hann á á hæ.ttu að missa sjónina. Þrisvar — með stuttu millihili. En Tupan (þ. e. guð) verndar hann.“ Þó mér stæði engan veginn á sama um þessa hrakspár, bærði eg samt ekki á mér og þagði eins og steinn. Gamla hróið drakk vatnið sem henni var fært, þakkaði fyrir sig og fór. Þegar hún var horfin úr aug- sýn, sagði eg gestgjafanum mínuin, hvað fyrir mig hafði horið. Hann ])agði nokkura stund, svo sagði hann: „Þér munið komast úr hættunni. Orðum þessarar konu er óhætt að Jreysta.“ Þegar eg spurði hvernig kon- an hefði getað vitað af mér svona steinblind, svaraði gest- gjafinn: „Hún veit alt sem ger- ist í mörg hundruð metra fjar- lægð i kringum hana.“ Vikurnar næstu á eftir kom mjög einkennilegt atvik fyrir. Eitt kvöldið var félagi minn að fægja byssu sína heima við tjöldin.Skyndilega hljóp skot úr byssunni og lcúlan fór svo ná- lægt augunum í mér, að eg fann þytinn af lienni við augnalokin mín. Fáeinum dögum seinna reið eg á múlasnanum mínum eftir frumskógagötu, meðfram heiini óx gras, og þetta gras er svo hárbeitt að það er venjulega kallað „rakhífur apanna", (Na- valba do macaco). Múlasninn straukst við einn þessara gras- runna, sem geta orðið alt að fimm metra háir, og eg skarst um þvert og endilangt andlitið. Kinnar mínar og enni var flak- andi i sárum, en augun sakaði ekki, og fanst mér það furðu- leg mjög. Réjt á eftir skeði þriðja at- vikið. Eg var á gangi í gegnum skóg. Þá flæktist eg í vafnings- jurtum og datl svo ólánlega, að þyrni stakst upp í vinstra aug- að. I Ivö ár var augað blóðhlaup- ið og bólgið, en sjónin skertist ekki vitund. Þannig hafði spá hinnar hundrað ára konu komið fram, og Tupan verndað sjón mína Jirisvar í röð á mjög skömmum tíiua. En þetta fólk sem slíkri spágáfu eða forskynjan er gætt, veil ekkert um andatrú og ekk- erl um dultrú. Það gerir engar lilraunir til að vita um orsök eða uppruna dulargáfu sinnar, beldur tekur henni eins og hverri annari guðsgjöf eða gáfu sem þar er gætþ“ TVEIR RÍKISFORSETAR. Það er Anastasio Somoza, ríkisforseti í Nicaragua, sem sit- ur við hlið Roosevelt forseta. Var myndin tekin, er ríkisforseti Nicaragua kom í oþinbera heimsókn til Washington. Maður- inn i einkennisbúningnum er E. M. Watson herforingi.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.