Vísir Sunnudagsblað - 14.01.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 14.01.1940, Blaðsíða 4
4 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ sænsku, — bætir hann við og brosir góðlátlega til bókarinn- ar, sem eg hefi haldið á til þessa. Það er von að hann efist um, að eg sé hraðlæs á sænsku, því enn hefi eg ekki lokið við að lesa fyrstu blaðsíðuna. Eg kveðst lesa sænsku all- sæmilega. Út af þessu hefjast samræður á milli okkar. Hann kynnir sig og kveðst vera prest- ur frá Suður-Skáni og hlær, þegar eg segist hafa prestvígt hann, þegar við fyrsta augna- tillit. Þegar eg segi honum, að eg sé íslendingur, lætur hann i ljós ánægju sína yfir þvi, að við skulum hafa lent saman i klefa. — Nágrannaprestur minn og góðkunningi, er nefnilega líka Islendingur, — segir hann. — Hann heitir Július Þórðarson. Það verður ekkert meira úr blaðalestri að sinni. Prestur þessi er bæði ræðinn og skemti- legur. Hann segir mér margt um Skán og íbúa þess, — þessa gáfuðu, dulu og ötulu bú- hyggjumenn, sem hvorki vilja telja sig til hinnar sænsku þjóðar eða nokkurrar annarar. — Þeir eru Skánverjar og það er þeim yfrið nóg. — Vi Skaan- ingar och Svenskar. — Þannig liefja þeir ræður sínar tá manna- mótum. Skán er frjósamt land og fjölbýlt. — frjósamasti hluti Svíþjóðar. Sumir málfræðingar liafa haldið því fram, að nafn þess sé samstofna orðinu Skan- dinavia, en þeir, sem betur eru taldir vita, telja það sama orð og íslenska orðið skán, og sé það runnið frá fornnorrænu. Skánverjar eru um margt ó- likir hinum glæsilégu, glöðu og örlyndu ibúum Vástmanslands og Vármalands og sveim- hyggnu, hriflyndu Dalabúum. Þeir eru taldir þrályndir og seinteknir, nokkuð tortryggnir en fastheldnir. Þeir eru í fram- komu stoltir en stiltir vel og þegar þess er gætt, að þeir eru álitnir eiga gerhygli og djúpar en dular gáfur í ríkum mæli, þá er það sist að undra þó margir af mikilmennum Svía á seinni tímum, á sviði lista, visinda og stjórnmála, hafi verið skánsldr. Þá eru og Skánverjar annálað- ir húmenn, enda er landið fram- úrskarandi frjósamt og auðugt að náttúrugæðum. Kol, eldfast- ur leir og sandsteinn til húsa- bygginga er unninn þar úr jörðu, en rúgurinn, hveitið og aðrar korntegundir, bylgjast á hinum víðlendu ökrum. Yfir brotabergi og krítarlögum, sem er undirstaða Iandsins, þekur leirblandinn og djúpur jarðveg- ur, hinn ákjósanlegasti til allr- ar ræktunar. Loftslagið er milt, sérstaklega á vetrin. Og þó með- alhiti júlímánaðar sé ekki nema um 16° C. þá eru ýmsar jurtategundir suðrænna landa, svo sem tóbak, ræktað hér með góðuin árangri. Úti fyrir strönd- um er fiskveiði góð, sérstaklega af síld og bristlingi. Er og Skán, — og það með réttu, stundum kallað matarbúr Sví- þjóðar og ekki er að undra þó auðsæld og almenn velmegun sé þar mikil. Landslag á Skáni og jurta- og trjágróður er og allmikið frábrugðið því, sem er í öðrum landshlutum Svíþjóðar. Svipar þar mjög til Danmerkur. Land- ið er flatt og lághæðótt. Skóg- arnir mestmegnis beyki. Eik er þar lítið um, — einstaka tré á stöku stað. Skánska tungan er mjög ó- lik rikismálinu sænska, sérstak- lega þó að framburði. Svipar hreimnum nokkuð til dönsk- unnar. Er það og ekki óeðlilegt, þar sem Skán var einn hluti Danaveldis fyrr á öldum og alt til 1658. Ekki hefir Skán, þó frjósöm sé, altaf átt auðsæld og vel- megun að fagna. Hafa búendur þar ekki farið varhluta af heim- sókn hins mikla vágests, — styrjaldarguðsins. Seint á mið- öldum risu þar miklar innan- landsóeirðir, — bændastriðin svonefndu. Síðar stóðu þar styrjaldir milli frændþjóðanna Dana og Svía. Yar og oftast um Shán barist. Svíakonungar töldu sig eiga heimtingu á land- inu, sökum legu þess, en Danakonungar, sem með réttu, töldu Skán gimstein landa sinna, vildu ógjarna láta, þó fór svo að þeir neyddust til þess að afhenda Svíum öll þau lönd er þeir höfðu átt austan Eyrar- sunds, við friðarsamningana í Hróarskeldu árið 1658 og i Kaupmannahöfn 1660. Allan hug liöfðu þó Danir á að vinna aftur hin mistu lönd þó ekki gæfist þeim þá þegar tækifæri til slíkra tilrauna. Sú ríkisstjórn Svia, er þá fór með völdin í umboði hins unga kon- ungs þeirra, Ivarls XI. hafði komist að vináttusamningum við Lúðvik XIV. Hinn danski stjórnvitringur Griffenfeldt, reyndi að vísu að spilla þeim samningum og koma sinu landi að, en þær tilraunir reyndust árangurslausar. En árið 1675 gafst Dönum tækifærið. Árið áður liafði Sviaher ráðist inn í furstadæm- ið Brandenburg, til aðstoðar Frökkum, sem um þessar mundir áttu í ófriði við Hol- land, Spán og flest hin þýsku ríki. Sumarið 1675 vann kjör- furstinn af Brandenburg sigur mikinn á Svíum, sem hafði meðal annars þau áhrif, að menn tóku að efast um ósigran- leika liins sænska hers. Sam- kvæmt samningum voru Danir skuldbundnir að koma Brand- enburg til lijálpar, ef á það væri ráðist, enda biðu þeir nú ekki boðanna. Hófst nú liin svokallaða Skánarstyrjöld milli Dana og Svia, með því, að Kristján V. réðst með mikinn Iier inn í fylkið Gottorp og her- tók það ásamt fylkinu Weis- mar árið 1675. Ári síðar sagði hann Svium formlega stríð á liendur. Fóru Svíar mjög hall- oka í fyrstu, hinn mikli sjóliðs- foringi Dana, Niels Juel, vann eyjuna Gotland en danski land- herinn tók mestan hluta Shánar alt Bleking og hálft Halland. Um sömu mundir vann norski herinn undir stjórn U. F. Gyl- denlöve, Jamtaland og Bolius- lén. Sænski herinn lét undan siga tilMálmeyjar og liafðist lítt að um liríð. Skánverjar gengu í lið með Dönum og var nú svo komið, að Svíar béldu Málmey einni eftir á Skáni. En 17 ágúst urðu snögg og óvænt umskifti Svíum í vil. Duncan majór réð- ist með 3000 manna lier á danskar liðsveitir og vann á þeim mikinn sigur. Sú orusta stóð við Fyllubrú i Hallandi. Eftir þetta gekk stríðið mjög á Dani, þrátt fyrir að þeir höfðu ibúa Skánar í liði með sér. Létu þeir undan síga til Lundar. Nóttina 4. des. liófu Svíar órás á danska lierinn þó þeir væru liðfærri. Var lið þeirra talið um 7000 manns en Dana um 10,000. Var orusta þessi hin mesta og mannskæðasta, sem háð hefir verið á Norðurlöndum og lauk benni svo, að Sviar liéldu velli. Ekki er með fullu víst, hversu margir féllu þarna af hvorum aðila, en talið er, að af Dönum muni hafa fallið um 5000, en ekki nema 3000 af Svium. Varð þessi orusta til að ráða úrslit- um Skánarstyrjaldanna, þó lokasigur Svía á Dönum væri ekki unninn fyr en árið eftir í orustunni við Landskrona. Þó að Dönum vegnaði betur á sjó undir forystu Juels, gáfu þeir upp styrjöldina og við friðar- samningana í Lundi, 26. og 27. sept. 1679, urðu þeir að sam- þykkja yfirráð Svía í öllum héruðum austan Sundsins. — Og síðan hefir Skán verið sænskt fylki. En ömurlegar voru menjar stríðsins, — brend býli og skóg- ar en akrarnir spiltir og í ó- rækt. Sökum sinna miklu nátt- úrugæða, reistist þó landið bráðlega við. Innan skamms bylgjaðist kornið aftur á ökr- unum og blómleg bændabýli, og lierragarðar og aðalssetur risu á rústum hinna brendu bygða. Sænska ríkisvaldið beitti öllum ráðum til þess, að gera Skánverja sem fyrst að sænsk- um ríkisborgurum. Það bauð þeim að senda fulltrúa til ríkis- þingsins, veitti skánska aðlinum upptöku í hið sænska riddara- hús, — og síðasta en ekki sísta ráðið í þá átt, var stofnun há- skólans í Lundi, sem um eitt skeið var með þeim fremstu i röðinni á Norðurlöndum. En þrátt fyrir alt þetta liéldu Skánverjar þvi áfram að vera Skánverjar. Að vísu urðu þeir þjóðhollir og atkvæðamiklir sænskir þegnar og skáld þeirra hafa t. d. — að minsta kosti hin stærri, orkt og skrifað á sænska tungu, en allur almenn- ingur lieldur enn þann dag í dag, öllum sínum sérkennum í siðum og tungu.........— Vi Skaaningar och Svenskar. — Um þetta og margt fleira fræðir hinn aldurhnigni, skánsld prestur mig. Og auð- heyrt er, að hann er stoltur af þvi að vera Svíi, — en, — þó öllu meira af þvi, að vera skánskur Svii. Þegar eg segi lionum að eg sé á leið til Lund- ar og kveðst fyrir löngu hafa ákveðið, að fara ekki svo úr Sviþjóð, að eg ekki dvelji þar nokkura hríð, telur liann það hyggilega ráðið, Lundur sé einn af merkilegustu bæjum Svi- þjóðar og hafi verið og sé höf- uðbær Skánar. Hann gefur mér margar góðar leiðbeiningar og nefnir marga mikilsverða staði, þar, sem hann ráðleggur mér eindregið að skoða. Satt að segja eru þeir staðir með nokk- uð öðru móti en þeir, sem meistari Eklund taldi hina markverðustu. Presturinn spyr mig einnig margs frá íslandi. Eg reyni að leysa úr spurningum hans eftir bestu getu, en finn, þvi miður, að eg er ekki eins fróður um mitt föðurland og hann um sitt. Það er langt liðið nætur, þeg- ar við göngum til náða. Eg sofna við liinn einhljóma söng lestarhjólanna Undir klefagólf- inu .... lengra .... Iengra .... hraðar .... hraðar....... Á morgun verð eg í Lundi ef alt gengur stórslysalaust.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.