Vísir Sunnudagsblað - 14.01.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 14.01.1940, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 CO NVO Ve KfiUpFÖR MEÐ SsKJl V V KS I . HERSKIPAFYLGD. „Convoying“. — Þessi mynd gefur allgóða hugmynd um „convoy“-aðferðina. — Tundurspillarnir sem sjást, sigla á hakborða kaupskipaflotanum, en fyrir ofan svifa sprengju- og eltingaflugvélar. Það virðist vera mjög al- menn skoðun, að „convoying“, — þ. e. að herskip fylgist með kaupförum, þeim til varnar gegn herskipum óvinaþjóða — sé uppfinning Bandamannanna i Heimsstyrjöldinni 1914—18. Þetta er mesti misskilningur. Frá þvi i fornöld hafa siglinga- þjóðir, sem eiga í stríði, látið herskip gæta kaupskipa sinna. Það er óhætt að fullyrða, að jafnskjótt og skipin urðu svo stór, að þeim var óhætt að leggja á úthöfin og sigla milli landa, þá varð siglingaþjóðun- um það ljóst, að oft þurfti að gæta þeirra fyrir fjandmönnun- um, eða sjóræningjum. Þegar Rómverjar gerðust siglingaþjóð létu þeir herskip — galeiðurnar — fylgjast með kornflutningaskipunum. Þe!gar riki Feneyja var i mestum blóma var liið sama uppi á ten- ingnum þar. Gullflutningaskip Spánverja frá Ameríku og her- skipin, sem þeirra gættu, þekkja allir úr sögunni og Bret- ar létu herskip fylgjast með kaupförum sínum á tímum Napoleons-styrjaldanna og í stríðinu við Bandaríkin. En það hlýtur líka að liggja i augum uppi, að talsvert aðr- ar aðferðir sé nú notaðar í slik- um flutningum en áður. Áður en kafbátarnir komu til sög- unnar, var e. t. v. eitt eða örfá herskip látin fylgja stórum kaupskipaflota, sem ekki sigldi í neinni skipulegri fylkingu. Venjulega nægði það kaupskip- unum, að missa ekki sjónar af he’rskipunum. Þá var öllu ó- hætt. Það kom þó fyrir, i hag- stæðu veðri, að fjandmanna- skip tókst að hrekja eitt kaup- skipanna á brott úr hópnum, án þess að herskipið, sem átti að verja það, gæti veitt því minstu lijálp. Þegar kaupskip sigla með herskipafylgd nú á dögum, verður að sigla í mjög þéttum og skipulegum hóp, til þess að herskipin njóti sin sem best og öll skipin geti fylgst sem best hreyfingum þeirra. Því þéttari sem fylkingin er, því færri skip þarf til fylgdar og því minna er skotmarkið fyrir tundur- skeyti kafbátanna. „BREIÐFYLKING“. Tilgangurinn með „convoy- ing“ er að koma i veg fyrir að kafbátar geti lcomið sér svo fyrir, að þeir geti komið góðu skoti með tundurskeyti á kaup- skipin. Sú staða, sem kafbát- arnir þurfa þá að taka, er framundan og á hlið við skip það, sem tundurskeytið er ætl- að og líkurnar fyrir að skeytið hæfi markið, minka auðvitað eftir því sem kafbáturinn verð- ur að fjarlægjast það. Af þessari ástæðu er kaup- förunum skipað í breiða fylk- ingar með fáum röðum. Ef fylgja ætti t. d. sjö skipum, myndi þeim að líkindum öllum skipað í eina fylkingu, hvers við annars hlið. Ef skipin væri fleiri myndi fylkingum fjölgað, en skipin ekki höfð fleiri en 4— 5 hlið við hlið. Ef skipin láta vel að stjórn og skipverjar eru dug- legir og góðir sjómenn, sem vanir eru að sigla i „convoy“, myndi bilið milli skipanna í fylkingunni vera t. d. 800 m., og bilið milli fylkingarraðanna 500 m. En ef skipin eru mjög stór og þung í vöfum og stjórn- endur óvanir þeissum sigling- um, myndi þessi bil aukin í 1200 m. og 1000 m. hvort um sig. Stöðurnar, sem herskipin taka sér umhverfis kaupskipa- flotann fara eftir því, hversu mörg þau eru og öðrum sér- stökum ástæðum. Venjulegast eru þá höfð á undan kaupför- unum og á hlið við þau, en ef mögulegt er, er eitt haft á eft- ir, til þess að kafbátar geti ekki komið aftan að þeim, eða til að hjálpa skipum, sem heltast kunna úr lestinni. Þeir skipstjórar, sem eru ó- vanir siglingu í „convoy“, kunna henni illa. Þeir eru þvi vanir á rúmsjó, að fara stystu leið til áfangastaðar. Svo eru skip þeirra heldur ekki útbúin sömu tækjum sem herskipin, sem gera þeim „convoy“-sigl- ingu mjög auðvelda. En það er mjög auðvelt að komast upp á lagið með að sigla í „convoy“ — fara eftir sömu reglum og öll skipin í hópnum, breyta stefnunni í sífellu og sigla án Ijósa að næturþeli. STEFNUBREYTINGAR I „CONVOY“-SIGLINGU. Þessar stefnubreytingar, sik- sak-sigling, eru ekki fram- kvæmdar af handahófi og út i loftið. Þvert á móti er þá farið eftir nákvæmum, fyrirfram- gerðum áætlunum um ákveðna hreytingu á stefnunni, eftir á- kveðinn tíma, hvað eftir annað. Þetta er ofur auðvelt, ef aðeins eitt skip á í hlut, en þegar um er að ræða 20—40 skip, sem láta mismunandi vel að stjórn, og sigla í þéttum hópi, þá horf- ir málið alt öðruvisi við. En sá galli er á þessari gjöf Njarðar, að siglingaleið skip- anna lengist um 40% við öll þessi sífeldu „liliðarstöldv“. Tilgangurinn með slíkri sigl- ingu, er auðvitað að koma i veg fyrir að kafbátur, sem situr um bráð, komist í skotfæri. Auð- vitað getur það hent, að ein stefnubreyting komi kafbátn- um i skolfæri, en kostirnir eru þó fleiri, sem vega upp þær lík- ur. Setjum svo að kafbátur sé að komast í skotfæri. Hann get- ur ekki liaft djúpskygnið uppi nema nokkrar sekúndur við og við, af hættu á að það sjáist, en í eitt skipti meðan það var niðri, breytir skipaflotinn um stefnu. Ef kafbáturinn hefði getað liaft djúpskygnið uppi allan tímann, þá liefði hann getað hleypt af tundurskeyti sínu rétt áður en siðasta stefnu- breytingin var framkvæmd, en nú er tækifærið liðið hjá og liætt við að það komi ekki aft- ur, vegna þess hvað kafbátarn- ir eru seinir á sér i kafi. Þessar stefnubreytingar eru aðeins framkvæmdar, þar sem kafbáta hefir orðið vart og ekki um nætur, nema svo bjart sé af tungli, að greina megi skip- in í nokkurri fjarlægð. ÁÆTLA VERÐUR HRAÐA SKIPSINS. Kafbátur, er siglir ofansjáv- ar, getur komið auga á kaup- skip í margra ldlómetra fjar- lægð, en hann sést hinsvegar ekki nema i 5—6 km. fjarlægð. Þegar kafbátur kemur auga á kaupskip, ákveður hann stefnu þess, og heldur síðan á þann stað, þar sem ætti að vera hægt að komast í gott skotfæri. Ef skipið lieldur óbreytt stefnu, eiga kafbátsmenn að geta reiknað út með allmikilli nákvæmni, hvenær hraði þess og stefna flytja það i skotfæri. En ef það breytir skyndilega um stefnu, þá eru allir útreikn- ingar kafbátsmanna til einskis og oft fer þá svo, að það skipið er úr allri hættu. Þegar tundurskeyti er skotið á lengra færi en 300 m., er nauðsynlegt að kafbáturinn, sem það gerir, hafi reiknað út

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.