Vísir Sunnudagsblað - 14.01.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 14.01.1940, Blaðsíða 7
VWð okíd cdltaý. meb. a^saJcamx! — Þér hafið sjálfsagt upplif- að það, að gestir komi til yðar, þegar þér hafið tekið yður til og farið með gólfteppið yðar út á hlað til þess að viðra það eða þegar þér hafið ætlað að gefa fjölskyldunni afganga til kvölds. — Voruð þér með af- sakanir og útskýringar fyrstu tiu minúturnar? Gerið það aldrei! Það verður til þess að gest- um yðar líður illa og þeim finst að þeir séu óvelkomriir. Þeir vilja heldur sjá brosleita konu með úfið hár, lieldur en konu með áhyggjusvip, sem þýtur um og reynir að koma öllu í lag um leið og hún ryður úr sér afsökununum. Takið öllu brosandi eins og þetta væri „brandari“ og eftir stundarkorn finst gestunum þeir vera heima hjá sér, þó ekki sé hver hlutur á sínum stað. — Það eru til manneskjur sem ósjálfrátt gera lítið úr öllu sem þær eiga og er það ein tegund minnimáttar- kendar, sem er algerlega ónauð- synleg, hver sem á í hlut. Eg þekki ung hjón, sem eiga litinn Austin Seven. I stað þess að skilja að þau gleðja mig með þvi að keyra mig í honum upp um sveitir, eru þau altaf að tala um hve vagninn sé litill, og hafa miklar áhyggjur af því, hvort eg hafi nóg rúm fyrir fætur mína — mikill hluti á- nægjunnar af ferðinni er eyði- iagður. Eg verð altaf mjög upp með mér, þegar ungur bróðursonur minn býður mér eina af ódýru cigarettunum sinum, án þess að segja að eg eigi auðvitað bágt með að reykja svona hey, þar sem eg sé svo góðu vön. — Þeg- ar þannig er tekið til orða, er eins og sagt sé „eg hefi nú ekki ráð á betra“, en þó að svo væri, þarf ekki að vera að hafa orð á því, það gerir mann bara leið- ann. Finst yður ekki leiðinlegt, að þurfa að segja að þetta sé alt svo ágætt? Eg forðast að dansa Við karl- menn, sem altaf eru að afsaka hve illa þeir dansi og að það hljóti að vera hreinasta þraut fyrir mig að dansa við þá. Auð- vitað verður maður að hrósa þeim kurteisi vegna — segja að þeir dansi ágætlega. Annars eiga þeir karlmenn, sem dansa illa að sleppa öllum afsökun- um, en reyna heldur að tala um alla heima og geima við döm- urnar og vera svo skemtilegir, að það verði siður en svo leið- inlegt að dansa við þá. Það er oft ekki sjálfum þeim að kenna, að þeir kunna e'kki að dansa og oft ge'ra þeir það af skyldu- rækni fremur en af því, að þeir hafi ánægju af því. Ef bónda yðar dettur i hug að taka heim með í kvöldmat- inn einhvern ungan mann, sem venjulega er neyddur til þess að borða í leiðinlegu matsöluhúsi, þá skuhð þér ekki afsaka, hve lítið sé á horðum, því þá óskar hann sér sjálfsagt á matsölu- húsið og væri það heldur leið- inlegt yðar vegna. Vinkonur yðar eru sjálfsagt vanar því að vera stúlkulausar, og eru e. t. v. ekki búnar að venjast við störfin eins og þær vilja — en það er engin ánægja i þvi að tala um að það gangi svo seint, þegar engin stúlka sé, eða afsaka hve illa Siggu farnist verkin — hún sé nú al- veg nýkomin. Vinkonurnar vilja heldur tala um nýju bíó- myndirnar eða tískuna. Hefir yður ekki vantað mjólk í kaffið, þegar eánhverri kunn- ingjakonunni datt í hug að skjótast inn til yðar, til þess að rabba til yðar? — Einu sinni langaði mig og tvær aðrar kon- ur til að tala við eina vinkonu okkar og slcruppum til hennar eitt kvöldið. Hún var þá sýni- lega búin með mjólkina sina, þvi hún bauð okkur upp á svart kaffi og cigarettur — án þess að afsaka vdtingarnar — og gerði okkur dvöhna á heimili sínu mjög ánægjulega, og engin oldcar fann að við hefðum sett húsmóðurina i klípu. Það er undir húsmóðurinni komið, hvort gestir liennar skemta sér vel á heimili henn- ar — og þangað, sem maður þarf ekki altaf að hlusta á af- sakanir, vill maður helst koma. Gjörið þetta að einkunnar- orðum yðar: Engar afsakanir! Anna frænka. HÚSRÁÐ OG HEILLARÁÐ Smákökur. Ef þér smyrjið plötuna með smjöri i stað smjörlíkis, þegar þér bakið smákökur, er eins og þér hafið notað smjör i þær, þó að þér hafið sparað í dýrtiðinni og not- að smjörhld. Ullarfatnaður. Ef hvítur uH- MðTREIÐSLfl ) SMÁKÖKUR. Haframakrónur. 25 gr. hveiti. 1/2 tesk. lyftiduft. 50 til 100 gr. smjörliki. 100 gr. hafi-amjöl. 75 gr. sykur. í egg. Rifinn börkur af % citrónu — Hveiti og Iyftiduft er síað og blandað saman við hafra- mjölið og smjörið, sem hrært hefir verið með sykrinu og egg- inu þar til það er hvitt og mjúkt. Cítrónubörkurinn er hrærður saman við. Kökurnar eru settar á plötuna með skeið og bakaðar ljósbrúnar. Kartöflumjölskökur. 150 gr. kartöflumjöl. 150 gr. hveiti. 125 gr. sykur. 175 gr. smjörliki. 2 egg. — Kartöflumjöh, hveiti og sykri er blandað saman. Smjör- likið er brætt og hrært vel með egginu. Öllu síðan hrært sam- an og sett á plötu i litlar kökur og þær bakaðar ljósbrúnar. Úr þessu deigi fáið þér ca. 75 stk. af kökum. Tekökur. 250 gr. hveiti. 250 gr. smjörlild. 250 gr. sykur. #2 egg. 100 gr. möndlur. — Hveitið er síað. Smjörið linað og hrært með sykrinu og eggjunum þar til það er hvítt og létt. — Suðan er látin koma upp á möndlunum, hýðið tekið af þeim, þær malaðar og látnar saman við deigið. — Deigið er síðan sett á smurða plötu í smátoppa sem bakaðir eru ljós- brúnir. arfatnaður er orðinn gulleitur, er ágætt að láta sahníaksspíri- tus í sápuvatnið, þá hverfur gulan alveg og fatið verður sem nýtt. Sápuafgangnr. Þér ættuð að halda öllum sápuafgöngum saman, þvi það má binda þá inn í gaze og fer þá ekkert til ónýtis, þvi ágætt er að nota þessa sápu i eldhúsinu. Blóm haldast lengur falleg, ef blýstykki er látið í vatnið.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.