Vísir Sunnudagsblað - 14.01.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 14.01.1940, Blaðsíða 8
f 8 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Baldup Möller: Baráttan um iorietabikarinn, Framh. Hamilton-Russel bikarinn. Þjóðirnar sem tefldu um bik- arinn voru 16, þar eð England gekk úr. Eftir 5 umferðir voru þessar þjóðir efstar: 1. Þýskaland 14 (af 20); 2. Argentína 13Ví> (af 20); 3. Sví- þjóð 13y2 (af 16); 4. Pólland 11% (af 20); 5. Bæheimur og Mæri 10% (af 20). — Eistland hafði byrjað mjög illa og var nú 10. i röðinni með 8 v. — Eftir 10. umferð var röðin þessi: 1. Þýskaland 25 (af 36); 2. Pólland 24 (af 40) ; 3. Sví- þjóð 23 (af 36); 4. Argentína 22% (af 36); 5. Holland 22 (af 36); 6. Bæheimur; 7. Eistland; 8. Lettland. Eftir 13. umferð var röðin þessi: 1. Pólland 32 (af 52); 2. Þýskaland 31 (af 48); 3. Svíþjóð 30% (af 48) ; 4. Eistland 29 (af 48); 5. Bæheim- ur 29 (af 48); 6. Argentma 28% (af 48); 7. Lettland 26 (af 48); 8. Holland 25% (af 48). Úrslitin urðu þessi (eftir 15. og síðustu umferð): 1. Þýskaland 36 vinninga; 2. Pólland 35V2 v.; 3. Eistland 33% v.; 4. Svíþjóð 33 v.; 5. Argentína 32% v.; 6. Bæheimur og Mæri 32 v.; 7. Lettland 31% v.; 8. Holland 30V2 v.; 9. Pale- stina 26 v.; 10. Frakkland 24% v.; 11. Cuba 22% v.; 12. Litliau- en 22 v.; 13. Chile 22 v.; 14. Brasilía 21 v.; 15. Danmörlc 17% v. Þjóðverjar voru vel að sigrinum komnir. Þeir töpuðu einir engu einvígi og unnu alla skæðustu keppinautana nema Pólland, sem þeir, eins og áður er sagt, tefldu ekki við. Þeir setn fyrst og fremst stuðluðu að sigri þeirra voru Eliskases á 1. og Engels á 3. borði. Engels var með besta vinningshlutann í Hamilton Russel kepninni. Pólverjarnir tefldu illa framan af en jöfnuðu sig og drógu mjög á. Ef til vill liafa þeir eklci teflt með fullum styrkleika og er það afsakanlegt. Einn þeirra er fjölskyldufaðir frá Warschau og annar frá Lodz. Eina þjóðin, sem á nokkuru stigi kepninnar var Þjóðverjum hættuleg var Svíþjóð. Fyrstu umferðirnar voru þeir raunverulega töluvert fyrir ofan, þar eð þeir höfðu teflt einu einvígi minna, en voru svo til jafnir þeim. En í miðri kepninni töpuðu þeir fyrir tveim tiltölulega veikum þjóð- um (Holland, Brasilía) og í þriðju seinustu umferð tefldu þeir raunverulega til úrshta við Þjóðverja og töpuðu (EUskases — Stálberg jafntefli, Michel vann Lundin, Engels vann Bergquist, Becker — Danielson jafntefli). — Úrslitin i Argent- ínukepninni voru, eins og áður er sagt, tiltölulega eðlileg. Ó- vænt var frammistaða Norð- manna þó; þeir stóðu illa fram- an af, en unnu veikustu þjóð- irnar mjög vel í seinustu um- ferðunum. Taflmáti þeirra er töluvert óútreiknanlegur og geta þeir þvi fengið óvænta sigra. En að öðru leyti voru úr- slitin mjög eftir þvi sem búast mátti við. VerÖIauna-afhendingin fór fram að kvöldi þess dags er tefldar voru biðskákir að sein- ustu umferð Hamilton-Russel kepninnar. Fór afhendingin að nokkuru leyti öðruvísi fram en vanalegt er. Voru ekki leiknir þjóðsöngvar sigurvegaranna. Hinsvegar var seldur aðgangur og var fjöldi áhorfenda. Ekki var laust við að áhorfendur gengju lengra en almenn kurt- eisi leyfir. Þeir klöppuðu að vísu vel fyrir Þjóðverjunum þegar þeim var afhentur bikar- inn, og hverjum einstökum lít- il eftirmynd af honum. En þeg- ar tilkynt var hverjir hefðu orð- ið nr. 2, sem sagt Pólverjar, var klappað viðstöðulaust í einar tvær mínútur, meira að segja töluvert lengur en þegar Ar- gentínumenn voru kallaðir upp og voru afhent verðlaun fyrir eitthvað, sem enginn veit hvað er. Pólverjar, Eistlendingar og Sviar fengu hinsvegar engin verðlaUn. Allvel var klappað þegar okkur voru afhent verð- launin, með miklum mynda- tökum eins og áður. Eins mikið var þó klappað, þegar tilkynt var að Uruguay hefði orðið nr. 4. Þeir eru nokkuð miklir Suður-Ameríku-„patriotar“ þar neðra. — Smá-ferðasaga. Nokkurum dögum eftir að mótið liófst fengum við hréf frá íslendingi í Argentínu, Ingi- mundi Guðmundssyni, sem er deildarstjóri hjá ameríkönsku risafyrirtæki, Swift, sem liefir kjötútflutning með höndum. Hefir verksmiðjan í Rosario meiri umsetningu en Island hefir utanrikisverslun. Yið svöruðum bréfinu og þökkuð- um boðið. — Nefndum við dag- ana, sem við áttum lausa og varð það úr að Guðmundur, Jón og eg fórum daginn eftir að við tefldum við Noreg. Hinir vildu hvíla sig. Það er 4 klst. ferð með járnbraut frá B. A. til Rosario. Landslagið er til- breytingalítið á leiðinni. Rækt- að land eða hagar, alt girt og á liverjum bæ tugir og liundruð af nautgripum og töluverður fjöldi af liestum. Kl. um 12, en við fórum kl. 8, komum við til Rosario. Tók Ingimundur á móti okkur á járnbrautarstöð- inni og ók okkur heim til sín í bifreið sinni. Er það all-löng leið, þvi bærinn er annar stærsti í Argentínu. Tók kona hans ó móti okkur með virktum og skildi þó hvorki hún okkur né við hana. 'Hún var frá Uruguay og talar spönsku. Einu orðin, sem hún kann i islenslcu eru „farðu á fætur“, og segir liún að þau hrífi vel. Börn þeirra tvö heita íslenskum nöfnum, en tala spönsku og einnig ensku, þar eð þau eru á enskum skóla. Eftir miðdegismatinn fór Ingi- mundur með okkur til verk- smiðjunnar og sýndi okkur meðal annars samkomuhús verksmiðjunnar og golfvöll o. s. frv. Einnig sýndi hann okkur sláturliús þar rétt hjá, en var- lega verður að fara í shka hluti, því vegna stríðsins er útlend- ingum bannaður aðgangur að slílcum stöðum af ótta við skemdarstarfsemi á aðalút- flutningsvöru landsins. Ókum við síðan heim til Ingimundar og sátum þar góða stund í besta yfirlæti, en kl. 5 urðum við að fara með lestinni. Vildu þau lijón alls ekki sleppa okkur og höfðu búið Upp rúm handa olckur, en við þorðum ekki að eiga það á hættu að koma þreyttir eftir 4 tima akstur til móts við Búlgarana daginn eft- ir og urðum því, mikið gegn okkar vilja, að kveðja það góða fólk þá strax. — I lestinni um kvöldið hittum við skákmenn frá Cordova, sem voru að fara til að horfa á skákmótið; voru þeir hinir alúðlegustu. Jón var beðinn um að tefla við einn þeirra, þann besta eða næst- besta í Cordova og var maður- inn (sá frá Cordova) svo Utan við sig yfir þessum sóma, að liann gat ekki neitt. Yið Guð- mundur sátum lengst af á tali við Dana sem við hittum í lest- inni. Var hann bygginga-„kon- struktör“ eða eitthvað þesshátt- ar og hað okkur að skila kveðju til gamals kunningja í Reykja- vík, sem hann hafði þekt í Höfn. Fræddi hann okkur mik- ið um land og þjóð og var okk- ur hinn besti og kvöddum við hann með virktum á járnbraut- arstöðinni. F östudagsklúbbur. Hér í Reykjavík er svonefndur „Fimtudagsklúbbur“. Stúdentar við háskólann í Missouri í U. S. A. hafa meS sér félagsskap, sem þeir nefna „GuSi sé lof aS þaS er föstudagur". Þá daga koma stúd- entarnir nefnilega saman til þess aS fagna því, aS ein skólavikan enn skuli vera á enda. Frí á laug- ardögum! Skegg og gasgrímur. Munkarnir í klaustri hins heil- aga Bernhards í Charnwood-skógi í Leicestershire á Englandi gengu allir meS alskegg — áSur en stríS- iS skall á. Þá rökuSu þeir sig, því aS þeir komust aS því, aS ekki væri hægt aS nota gasgrímur, þeg- ar menn hefSi alskegg. FRÁ NIKKELNÁMUNUM I NORÐUR-FINNLANDI þar sem miklir bardagar stóðu fyrir nokkuru.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.