Vísir Sunnudagsblað - 21.01.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 21.01.1940, Blaðsíða 2
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ sagnfræðisafnið. Hin mikla og fagra dómkirkja Lundar stend- ur liér einnig, en hún er ein af veglegustu og elstu kirkju- byggingum á Norðurlöndum og verður hennar nánar getið síðar. Háskólinn er ein af þeim fáu, stærri byggingum i Lundi, sem allmikið er skreytt hið ytra. Þó er þvi skrauti svo vel i lióf stilt, að byggingin er þrátt fyrir það öll hin smekklegasta. Ekki er hún nema þrjár liæð- ir að þaki. Beggja vegna and- dyrisins eru súlur að liálfu inn- steyptar í veggina. Á sitt hvoru horni þaksins yfir súlunum standa líkneski, tvö og tvö saman. Munu þau eiga að tákna hinar fjórar aðalnáms- greinar, sem kendar voru við skólann. Eins og áður er sagt, var stofnun iiáskólans í Lundi, einn liðurinn í þeirri viðleitni sænsku rikisstjórnarinnar, sem miða átti að þvi að gera Skán- vei-jana að sænskum borgur- um. Var þetta gert til þess, að hin skánska æska leitaði síður til háskólans í Kaupmanna- höfn og yrði þar fyrir dönsk- um áhrifum. Háskóli þessi var stofnaður 19. des. 1666, en vígð- ur lil notkunar með mikilli við- liöfn 28. jan. 1668. Fyrstu pró- fessararnir við hann voru flest- ir sænskir menn eða þýskir, einnig nokkrir danskir. Árin 1676—82 lá starfsemi lians niðri, sökum styrjalda. Árin 1720—50 voru sérstakt blóma- skeið í sögu hans, en þá störf- uðu þar margir af ágætustu vísindamönnum Svía, svo sem lieimspekingurinn Rydelius, náttúrufræðingurinn Stobeus o. fl. Eflir það fer honum held- ur lmignandi um nokkurt skeið og komst nemendatala hans niður í 200. En árin 1790—1825 lyfta menn eins og E. Tegnér, Retzius og C. A. Agardh hon- um aftur til síns forna gengis. í núverandi háskólabyggingu fluttist skólinn ekki fyr en 1882. Hafði áður verið í dóm- bókasafninu. Háskólabóka- safnið er mjög auðugt af bók- um og handritum. Ýmsar deildir liáskólans hafa nú sér- stakar byggingar, annarsstaðar í bænum, t. d. stjörnufræði- deildin og jurtafræðideildin. Umhverfis byggingu þeirrar síðartöldu er stór jurta- og trjágarður. Þá er það hin forna dóm- kirkja. — En áður en eg fer að lýsa henni nánar, kemst eg ekki hjá því, að rifja upp sögu Lundar að nokkru. Eins og fyr er sagt, er Lund- ur talinn með elstu bæjum Sví- þjóðar. Nafn lians þykir benda til að þar hafi i lieiðni verið hlótstaður, sbr. blótlundur. Þó að hærinn standi noklcuð langt frá sjó, eða 8 km. frá Eystra- salli, er lians gelið sem sigling- ar- og verslunarbæjar, snemma á 10. öld. En á þvi er sú skýr- ing, að tveim km. sunnan við bæinn rennur á ein, er Höjeá nefnist, og var hún skipgeng í þá tið. Lundar er gelið í sögu Egils Skallagrímssonar og mun það í fyrsta skifti, sem hans er get- ið í sögum. Var Egill þá í vík- ing í Eystrasalti ásamt hróð- ur sinum, Þórólfi, og einnig var með þeim maður, er Áki hét. Vildi Egill gjarna vita hvar fé- vænlegast mundi fyrir „iðn“ þeirra félaga, og benti Áki, er þarna var kunnugur, honum til Lundar, en gat þess þó um leið, að þar myndi mega vænta all- harðrar mótstöðu. Runnu þá tvær grímur á suma þeirra, en Egill, sem ekkert hafði á móti þvi að lenda í svarranum, tók þá af skarið, með vísu, er hann kvað. Þar eð það mun áreiðan- lega elsta vísan, sem varðveist liefir um Lund, set eg liana hér, en hún er þannig: Upp skulum órum sverðum, ulfs tannlituð, glitra, eigum dáð að drýgja í dalmiskum fiska; leiti upp til Lundar lýða hver sem bráðast, gerum þar fyrir sólarsetur seið ófagran vigra. Og það efndi Egill, því þrátt fyrir harða mótstöðu bæjar- búa, braust hann inn í bæinn í fylkingarbroddi víkinganna. Flýðu þá bæjarmenn, en Egill og þeir höguðu lieimsókn sinni svo sem vandi var víkinga. Þeir rændu bæinn og hrendu síðan, áður en þeir fóru á brott. Þægilegir gestir það .... Það mun hafa verið laust eftir 936, sem Egill heiðraði Lund með þessari myndarlegu heimsókn. Árið 1048 er Sveinn Ástríð- arson konungur í Danmörku. Lýsa sögur honum sem glæsi- legum manni, gáfuðum, gjaf- mildum og réttsýnum, en ekki að sama skapi sigursælum. Hann hafði hinn mesta áhuga fyrir kirkjulegum málefnum og stóð í vináttusambandi við erkibiskupinn af Brimum, sem þá var yfirbiskup liinnar nor- rænu kirkju. Sveinn konungur skildi lönd sín, austan Sunds- ins, frá Hróarskeldu-stifti og setti þar um hríð tvo biskupa, annan að Dalbæ, en hinn að Lundi. Nokkru síðar sameinaði hann þessi tvö biskupastifti í eitt og sat þá biskupinn að Lundi, en það stifti var þá þriðjungur alls Danaveldis. Ekki liafði liin kristna trú fest djúpar rætur hjá öllum þá. Er þess getið, að bændur í hinum afskektari héruðum, eins og í Bleking og á víkingaeynni Bornhólm, liafi þá enn tilbeð- ið líkneskjur hinna fornu goða, uns einn af biskupum Lundar tók sér kristniboðsferð á hend- ur til þessara héraða, og hafði þau áhrif, að menn aflögðu heiðna siði og brutu niður goð sín. Sveinn konungur mun hafa eflt biskupsstifti Lundar svo mjög, sökum þess, að hann liugðist að stofnsetja þar erki- biskupsstól. Ilóf hann um það málaleitanir við Aðalbert hisk- up i Brimum og einnig við Hildibrand, sem þá var einn af liandgengnustu ráðgjöfum páfastólsins. Ekki entist þó konungi aldur til að koma þessari hugsjón í framkvæmd. Eftir dauða Sveins árið 1075, studdu Skánverjar Knút son hans til konungs, en Jótar og Eybúar koniu að öðrum syni hans, Haraldi, sem kallaður var Haraldur hein. Var hann heldur lingerður konungur og ríkti skannna stund. Á meðan hann sat að völdum, fór Knút- ur bróðir hans herferð til Eng- lands og sýndi, að hann hafði áhuga fyrir kirkjulegum mál- efnum, eins og faðir þeirra hafði haft, — meðal annars með því, að úr þeim leiðangri hafði hann lieim með sér bein hins heilaga Albani, og þarf víst varla að efa, að hann liafi komist yfir þau með lieiðar- legu móti. Árið 1080 tók Knútur við ríkjum i Danmörku. Var liann hinn röggsamasti um margt og efldi mjög vald kirkjunnar í löndurn sínum. Meðal annars veitti hann biskupum sjálf- dæmi um afbrot allra andlegr- ar stéttar manna og sömuleið- is í öllum þeim málum almenn- ings, er vörðuðu brot á regl- um kirkjunnar. Hann reyndi og að koma á kirkjutiund, en gekk það illa. Sótti hann mál það fast, og mun það hafa að einhverju leyti stuðlað að upp- reist þeirri, er þegnar hans hófu gegn honum og endaði með því að hann var myrtur í kirkju þeirri á Fjóni, er hann hafði gera látið yfir bein hins heil- aga Albani, og er ekki á þvi að sjá, að dýrlingurinn hafi kært sig um að huga góðu að konungi fyrir beinaflutninginn. Síðar, þegar harðærisár gengu yfir Danmörku, fanst þjóðinni það ráð vænlegast, að reyna að bæta Knúti dauðum í ein- hverju þá meðferð, er þeir höfðu veitt honum lifandi. Ár- ið 1095 eru bein hans upp graf- in og hann nokkru síðar tek- jnn i helgra manna tölu, og eft- ir það kallaður Knútur helgi. Brá þá til batnaðar á eftir með árferði í Danmörku. Knútur konungur hafði dyggilega unnið að hugsjón föður síns um stofnun erki- hiskupsslóls að Lundi. Ekki entist honum þó frekar aldur til framkvæmda, en honum er það þó meira en nokkrum öðr- um að þakka, að það mál náði um síðir fram að ganga, og að Lundur kom til með að skipa þann öndvegissess í málurn Norðurlanda, sem hann gerði á miðöldum. Hann gaf jarð- eignir miklar til byggingar klausturs og kirkju að Lundi og má geta þess, að á gjafaskjal- inu hefir hann skipað nöfnum vitnanna þannig, að nöfn bisk- upa standa þar jafnt nöfnum hans eigin ættmanna, en nöfn presta á undan nöfnum hirð- manna hans. Þá lióf og Knút- ur kirkjubyggingu að Lundi og skyldi hún lielguð St. Lauren- tiusi. Aldrei mun þó sú kirkja hafa verið fullgerð, en haldið er, að mikill liluti liennar muni innbygður í eystri áhnu núver- andi dómkirkju, en fornar heimildir nefna Knút einnig, sem frumkvöðul að þvi að haf- in var smíði þeirrar miklu byggingar, þó ekki væri það fyr en um aldamótin 1100, sem tekið var að vinna að henni fyx-ir alvöru. Árið 1104 útnefnir Urbanus páfi biskupinn að Lundi, sem erkibiskup hinna þriggja nor- rænu landa. Fer nú liagur Lundar óðum liækkandi. Um- liverfis hina veglegu dóm- kirkju risu smámsaman upp 17 smærx'i kirkjur og 4 klaust- ur. Dómskóli var þar einnig stofnaður, og var það lxinn fyrsti lærði skóli á Norðurlönd- um. Konungar Dana dvöldu langdvölum í Lundi og létu þeir landsmenn sverja sér trún- aðareiða á hæð einni, skammt fyrir norðan bæinn, sem þá nefndist Liborihæð. Þar stóð einnig fylkisþing Skánar. Nú gengur þessi hæð undir nafn- inu „Sliparebacken", og stend- ur þar minnismerki um hina fólkskæðu orustu Skánarsstyrj- aldanna, sem fyr er um getið. Eftir að Lundur var orðinn erkibiskupssetur, varð þar nokkurskonar miðstöð allra

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.