Vísir Sunnudagsblað - 21.01.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 21.01.1940, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7. Baldur Möller: Smá ferðasaga um mikið ferðalag. Daginn eftir að mótið var búið komu þeir til okkar Dan- irnir og buðu tveim af okkur að koma með sér í ferðalag suður i „Dönsku nýlenduna". Er það allmikið svæði 700 km. suður af Buenos Aires, þar sem mikill fjöldi Dana býi', að minsta kosti upp undir 2000. Hafa þeir sameiginlegt sjúkra- samlag með um 1700 meðlim- um og gagnkvæmt tryggingar- félag með 400 bændum. Þannig stóð á þessu boði að Dönum hafði verið boðið 5, sá sjötti var farinn heim löngu áður, en tveir þeirra höfðu farið tveim dögum áður með norsku skipi. Sögðu þeir sunnanmenn Dansk- inum að bjóða okkur í staðinn. Við þáðum auðvitað þetta stór- fenglega boð og varð það úr að við Guðmundur skyldum fara. Hinir hafa væntanlega gert ráð fyrir að okkur væri ferðin mest í mun. Þá um kvöldið fórum við með Dönum til að heilsa upp á landa þeirra. Voru það tveir bændur sunnan að, ásarnt dóttur annárs þeirra auk þess tveir eða þrír Danir úr B. A. Fóru þeir með okkur alla út að borða og fóru með okkur á stað, þar sem framleiddur var matur upp á argentínskan sveita-máta. — Kl. 8 morgun- inn eftir, fimtudaginn 21. skyldi lialdið af stað og liélst það nokkurnveginn, lcl. 8% var lagt á stað. Þrir bændurnir sunnan að voru hver í sínum bíl, straumlínugerð 1939. Lenti eg með Poulsen og Sörensen í bíl Holgers Finnemans, en Guð- mundur og Jens Enevoldsen voru í bíl með Simonsen og dóttur hans. Eftir hálftíma akstur vorum við lcomnir út úr bænum og var nú slegið í. Ókum við aldrei undir 75 km. nema þegar stoppað var, og jafnaðarlega á 90 km. hraða og lcomumst upp í 110—116, enda voru vegimir ýmist mal- bikaðir eða steyptir. Fóru þeir allmikinn krók út að ströndinni til þess að sýna oldkur meira af landinu. Við námum staðar um liádegið til þess að matast í veitingahúsi við veginn og komum um eftirmiðdaginn til Mar del Plata. Höfðum við þá ekið 429 km. á ca. 5 tímum. Mar del Plata er baðstaður heldra fólksins í Buenos Aires. Er þar annaðhvert hús gisli- hús eða sumarhús liöfðingjanna úr B. A., enda sögðu þeir sunn- anbændur að það væri engin tilviljun, að þessi glæsilega ak- braut lægi frá B. A. til Mar del Plata. Hún hefði enga þýðingu aðra en þá, að tengja saman B. A. og Mar del Plata. Við setÞ umst inn á kaffihús, meðan þeir voru að finna gististað. Vildi svo til, að i því húsi var aðset- ur skákfélagsins í borginni. — Þegar þeir bændur koniu úr er- indagjörðunum náðu þeir í for- mann skákfélagsins og sögðu lionum hvílíka dýrgripi þeir væru með. Var strax skorin upp herör og auglýst kapptefli þá um kvöldið við 5 bestu menn borgarinnar. Var sagt frá þessu á fréttatöflu dagblaðsins i borg- inni, að íslendingarnir, sem unnið liefðu Copa Argentíná, tefldu þar um kvöldið, en Dan- irnir gleymdust. Áttu þeir bændur í mesta masi með að fá þetta lagað. Eftir kvöldmatinn fórum við að tefla og fóru leilc- ar svo, að við unnum allir. Komu þeir þá með ljósmyndara og var tekin mynd af kempun- um og mörgum meðlimum skákfélagsins, en áhorfendur voru fleiri. Kom þessi mynd i dagblaðinu daginn eftir ásamt frásögn og þremur af skákun- um, tók það mikinn hluta af síðu. En um kvöldið sátum við súkkulaðiboð hjá þeim borgar- mönnum í besta yfirlæti. Var þar mikið um nafnskriftir, en því vorum við orðnir vanir frá B. A. Þar var það hreint brjál- æði. Morguninn eftir, föstudag 22. lögðum við af stað um kl. 8. Vai'ð nú vegurinn fljótt meira upp á íslensltu, en ekki dró það verulega úr hraðanum. Hann var jafnaðarlega 75 km. Um hádegið konium við til Tres Arroyos (Þrjár örvar), er það bær á stærð við Reykjavik og miðstöð Danaiina þar syðra. Fóru þeir þar inn í danskt veit- ingahús og liittu þar ungan Dana, sem bauð hópnum mið- degisverð. Kom upp úr kafinu á eftir, að þetta var ríkasti Dani í Argentínu, miljónamæringur. Eftir á fóru þeir með okkur í kaffi til „Deres lille Vorherre“. Er það forstöðumaður sjúkra- samlagsins og samtryggingar- innar o. fl. Fengum við þar ný- bökuð vínarbrauð. Um kl. þrjii lögðum við af stað sitt í hvora áttina. Var haldið sömu skift- ingu í bílana, átlum við 70 km. leið en hinir 100. Bær Finne- mans er nafnlaus, en hann er kendur við þorpið Copetonas, sem er verslunarstaður hans og er það 17 km. frá bænum. Kom- um við þangað um fjögur og tók kona lians vel á móti okkur. Ók liann okkur eftir á út í hagann. Ók hann þar eins og leið lá inn um skepnurnar og virtist þeim ekki bregða, en meira varð þeim um, ef kom- ið var gangandi að þeim. Um kvöldið tefldum við litilsháttar, en Finnemann er formaður skákfélagsins, og gengum síðan snemma til sængur. Við fengum að sofa út dag- inn eftir, laugard. 23. Eftir há- degisverð ókum við af stað. Við áttum þá um kvöldið að tefla með skákfélaginu þeirra á móti skákfélaginu í Tres Arroyos. Það er erfðafjandi danska skák- félagsins. Við tefldum á 5 fyrstu borðunm. Kappteflið átti að fara fram í félagshúsum danska félagsins þar syðra — „Club Danése del Sud“. — Við komum þangað um 3 leytið og litum á húsakynnin. Klúbbur- inn er í miðri sveit, eina 20 km. frá Tres Arroyos; er þar einnig íþróttavöllur félagsins „Frem“ og var íþróttamót morguninn' eftir. Eftir kvöldmat var byrj-; að að tefla og skyldi hver tefla tvær;skákir við sinn mótstöðu- iriann. Var teflt klukkulaust og tefldi eg í öllu falli hreina hrað- skák. Vann eg fyrri skákina en gerði þá seinni jafntefli. Hinir unnu allir báðar sínar skákir. Voru þessir aðeins sterkari en þeir í Mar del Plata. Um nótt- ina fórum við þrír með Finne- mann til mágs lians, sem bjó' aðeins 30 km. í burtu. Komum við aftur um liádegið á sunnu- daginn og var íþróttamótið byrjað. Eftir að við komum fór fram 100 m. lilaup og hástökk. 100 m. hafa þeir hlaupið á ca. 12 sek., en í hástökki stokkið ca. 1.70. Eftir hádegisverð fór fram 400 m. hlaup og fór eng- inn undir mínútu. 1000 mtr. hlupu þeir á rúmum 3 minútum. Voru það Danir úr „Frem“, sem keptu við Dani frá Tres Arroy- os. Á eftir fór fram handknatt- leikur stúlkna og var það mikill bardagi. Um kvöldið var hald- inn beljarmikið kjötát og voru þar etin lömb og kálfur, sem steikt var undir berum himni við eld, á teinum. Þegar búið er að steikja er teinunum stungið niður lijá langborði og þar ganga menn í skrokk á gripun- um með lmif og guðsgafflana og stýfa kjötið úr hendi sér með brauði og víni. Við sluppum við að ganga svona að fæðunni og átum upp á nýmóðins visu með hníf og gaffli. Eftir atið var sýnd í samkomusalnum Chap- lin-myndin „Modern Times“. Var það umferða Bíó-vagn, sem kom með myndina. Eftir það var dansað eða teflt eftir at- vikum og fórum við um eitt leytið til sama staðar og síðast. Daginn eftir borðuðum við há- degisverð þar sem við gistum, en ókum síðan heim til Finne- mans. Hann hafði nú verið að lieiman í tvo daga og keyrði stuttu eftir að við komum með okkur um landið og rak gripi úr hveitiakri í haga, þar sem þeir áttu að vera. Má segja að það sé nýmóðins smalamenska, að aka i bil á eftir skepnun- um og þeyta hornið. Síðan ók hann með okkur um ýmsa akra og tók þetta um 3 tima. Um kvöldið tefklum við sem fyr, og sváfum fram eftir um morgun- inn. Þá um eftirmiðdaginn átt- um við Guðmundur að fara með járnbrautinni frá Tres Arroyos. Ók Finneman með, og Sörensen og Poulsen fylgdu mér til „skips“. Hafði rignt um nóttina og var nú ekki hægt að keyra nema með 20—30 km. hraða og var ferðin þó glæfra- leg. Vagninn snerist hálfan 1 MAR DEL PLATA. Sitjandi frá v. Sörensen, G. Paulsen, B. Möller, G. Arnlaugs- son, J. Enevoldsen. Standandi lengst t. v. dönsku bændurnir Simonsen og Finneman.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.