Vísir Sunnudagsblað - 21.01.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 21.01.1940, Blaðsíða 8
8 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ hring á götunni hvað eftir ann- að. Göturnar voru aðeins rudd- ar og mátulega þunt leðjulag til þess að bíllinn hefði enga við- spyrnu. Ofan á alt þetta sprakk hjá okkur, og varð Finnemann að skifta um hjól í forinni. Til Tres Arroyos komum við kl. 3%. Frétti Finnemann þá það, serm hann reyndar hafði sagt fyrir, að Simonsen mundi ekki aka Guðmundi til Tres Arroy- os vegna færðarinnar, heldur til stöðvar nálægt búgarði hans og Guðmundur mundi svo koma með lestinni, og kl. 4% kom Guðmundur. Við settumst inn og drukkum kaffi, en kvödd- um meíð virktum kl. 5 og báð- um að heilsa. Þeir sendu okkur með svefnvagni og kom það sér vel, því 14 tíma vorum við í lestinni til B. A., komum þang- að kl. 7. Við keyrðum í bíl á hótehð og börðum upp okkar menn og urðu fagnaðarfundir. Buenos Aires kvödd. Það hefði ekki munað miklu, að við Guðmundur yrðum degi lengur eða svo þar syðra, þvi fólkið ætlaði varla að sleppa okkur, en það hefði getað orðið alvarlegt, því það fyrsta, sem þeir hinir sögðu okkur, var að ferðinni hefði verið flýtt um einn dag og við færum daginn eftir, fimtudaginn 28. Við fór- um nú að útrétta það nauðsyn- legasta. Það var ekki lítið strið. Svo var mál með vexti, að all- mikið ólag var komið á fjár- málin. Ríkið hafði stöðvað greiðslur á styrknum til Skák- samb. Argentínu, að því er sagt var, af því að við endurskoðun hafði þeim þótt peningarnir vera látnir í hitt og þetta, sem ekki ætti rétt á sér. Sú upphæð, sem sögð var eftirstandandi, var 70.000 pesos, meira en 100.000 kr. Varð þetta til þess að ferðaskrifstofan afhenti ekki farseðlana, og endaði þetta mál með því þá um eftirmið- daginn og morguninn eftir, að útlendu sendisveitirnar voru komnar í málið og réðust á rík- isstjórnina, og var þetta loks komið í lag um hádegið daginn sem við áttum að fara. Annað var það, sem við átt- um við að stríða. Við höfðum ekki fengið Argentinubikarinn afhentan, þar eð eftir átti að grafa á hann og fórum að vitja um hann á skrifstofu Skáksam- bandsins og var sagt að koma á morgun. Og þá var okkur sagt, að hann væri ekki tilbúinn og yrði sendur ineð næstu ferð. Við vildum ekki sætta okkur við það, og settu þeir okkur þá i samband við dansk-islenska sendiráðið og lofaði chargé d’affaires, sendiherrann var ekki i bænum, okkur því, að sendisveitin skyldi sjá um að bikarinn yrði sendur með næstu ferð til Kaupmannahafnar, með diplomatiskum pósti, og vorum við að nokkru leyti fegnir að vera lausir úr þeim vanda, að flytja gripinn. — En þessa daga fengum við að þreifa á orðtaki Argentínumanna: „Maiiana“. („Á morgun“!) — Við lögðum úr höfn kl. 4 fimtudaginn 28. september, fegnir að vera komnir af stað heim. Hetja í leikriti (við „skurk- inn“): — Herra minn, þér haf- ið stolið öllum eigum mínum, sprengt hjarta hinnar öldruðu móður minnar og lilaupist á brott með konu mína. Eg að- vara yður! Þér getið gengið of langt. * Hann: — Þú skilur það auð- vitað, góða mín, að vegna versl- unarástæðna verðum við að halda trúlofun okkar leyndri. Hún: — Það segi eg líka öll- um. Ritstjórinn var hamslaus af reiði. — Eruð þér asninn, sem skrifaði um héraðsmótið í gær? spurði hann einn blaðamanna sinna. — Já, svo það voruð þér. Og hvernig stendur þá á því, að þér skrifið annað eins og þetta: „Meðal liinna fegurstu kvenna á mótinu var Tímóteus sýslu- maður“. Er sýslumaðurinn ekki karlmaður ? — Jú, svaraði blaðamaðrinn. — En þarna var hann nú samt. * Tveir gamlir leikendur liitt- ust. -—- Hvernig gengur þér, lags- maður? spyr annar. — Þolanlega. Eg hefi hlut- verk. — Og launin eru sæmileg, geri eg ráð fyrir. — Ekki sem verst. En ef satt skal segja, þá eru þau engin, en það er jólaveisla í öðrum þætti. * Kennari: — ýJr hveírju eru skórnir þínir? Óli: — Leðri. K.: — Hvaðan fáum við leðr- ið? Ó.: — Af nautum. K.: — Og hvaða dýr er það þá, sem lætur okkur bæði hafa leður í skó og kjöt til að borða? Ó.: — Pabbi. Hún: — Þú talaðir upp úr svefni i nótt. Hann: — Já, einhverntímann verð eg að fá að hafa orðið. * Kennari: — Af hveírju má dæma aldur hænsna? Nemandi: — Af tönnunum. K:.— Hænsni hafa ekki tenn- ur. N.: — Nei, en það hefi eg. * Hún: — Nei, ef satt skal segja, þá geðjast ykkur karl- mönnunum alveg eins vel að málóðum konum eins og hin- um? Hann: — Hvaða hinum? ★ „Sú grunna lukka ... .“ Jón Ólafsson frá Grunnavík, hinn mikli eljumaður í víngarði islenskra fræða, var fæddur i ágústmánuði 1705 að Stað í Grunnavík og andaðist í Kaup- mannahöfn 17. dag júnímánað- ar 1779, farinn að heilsu og vafalaust saddur lífdaga. Hann var ekki allskostar gæfumaður og fann mjög til einstæðings- skapar síns, er ævinni tók að halla. Drakk nokkuð mikið með köflum og lenti stundum í vandræðum af þeim sökum. Misti snemma minni og ruglað- ist margt fyrir lionum úr því. Slcapsmunirnir munu hafa ver- ið í erfiðara lagi og er sagt, að þunglyndi hafi sókt á hann, einkum síðara liluta ævinnar. Ætla sumir jafnvel, að hann hafi verið geðbilaður áratugum saman. Hagmæltur var hann nokkuð og skemti sér stundum við að setja saman vísur, en ekki þykir kveðskapur hans bera vitni um mikla skáldgáfu. Árinu áður en hann andaðist, kvað liann svo um skifti sin og haming j unnar: Sú grunna lukka frá Grunnavík (gefast og so dæmin slík) sjötíu og þrjú ár sært hefur mig sannlega og valið mér raunanna stig. En það gleður mig, að endinn á öllu því buldri er nærri mér hjá. * Erindi þetta er eftir Jón frá Grunnavík, kveðið er hann hafði lengi unn- ið að nýrri útgáfu Snorra-Eddu og taldi verkinu Iangt komið. Þykir eklci laust við, að þar kenni nokkurs yfirlætis: Eddu hefi eg i kápu klædda, kvaddi vel og orðum gladdi, meidda sinna meina græddi, mædda dryklc og fæðu gæddi, rudda eg burtu rauna göddum, reiddi sæng og þar í leiddi, breidda eg síðan Boðnar kodda beddann á. Sof vel, frú Edda! f VARNARSKYNI GEGN L JJbTÁRÁSUM. — Myndin er tek- in í hinni heimsfrægu dómkirkju í Canterbury á Englandi. Hef- ir verið mokað sandi yfir ýmsa merka gripi, sem í kirkjunni eru, þeim til verndar ef svo skyldi fara, að flugmenn nazista skyldi varpa sprengikúlum á kirkjuna. Fremst á myndinni sést færan- leg járnbraut, sem notuð liefir verið til sandflutninganna.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.