Vísir Sunnudagsblað - 25.02.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 25.02.1940, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Á þjóSveginum. bestu íþróttum og konungsdæt- ur gæddar óumræðilegum ynd- isleik og fegurS þiggja heilagt sakramenti af hendi frægra biskupa, sem teknir voru siSar í hélgra manna tölu. Og frá kirkjuturnunum hafa klukkna- hljómar horist út yfir sléttuna og boSaS starfsömum bændum öryggi og friS. En nú eru hvelfingarnar hrundar, þökin fallin inn. Kast- alaveggurinn annar er brotinn niSur í miSju og grasiS grær upp meS grjóthrúgunni, þar sem veggjabrotin liggja. ÞaS eru ummerkin um heimsókn Breta á dögum Cromwells. Og upp um turna og veggsvalir eru ferSamenn aS príla þennan dag. Einn hópurinn er frá Englandi. Hann dregur athygli aS sér á næsta óþægilegan hátt, því siS- astur í hópnum fer hengil- mænulegur sláni meS vesældar- legt Anthony-Edens-skegg é efri vör og gaular danslagiS Chest- nut tree meS frámunalega andstyggilegri viSrinisrödd í staS þess aS hlusta á fróSlegar skýringar leiSbeinanda, sem fylgir fólkinu um rústirnar. Og mig furSar þoIinmæSi stein- anna í þessum fornlielgu must- erisveggjum, aS þeir skuli ekki heldur ln’ynja en bergmála jarm þessa manngemlings. NeSri vörin á honum stendur fullan enskan þumlung fram fyrir hina efri. ViS hröSum okkur frá Cas- hel norSaustur veginn, og ber þar fátt til tíSinda. Menn, sem viS mætum, heilsa meS þeim hætti, aö halda höfSinu 45° frá lóSlínu. Þannig heilsa menn al- ment á þjóSvegum Irlands, aS minsta kosti austan til í land- inu. Vestan til minnir mig, aS þaS sé ekki eins algild regla. Hér í Reykjavík gerir maSur þetta stundum, þegar maSur sér sér þaS fært, og er altaf eitt- hvaS þægilegt og kumpánlegt viS þá kveSju. Vegurinn liggur nú um renni- slétt land, þar sem skiftast á grösugar engjar, akurreinar og toppóttir bithagar girtir torf- görSum, trjálundum og lim- girSingum. — EinhversstaSar þarna komumst viS í kynni við sex unga menn, sem hjóla eins og viS, tveir þeirra eru á tví- menningshjóli. ÞaS er einkenni- leg þessi viSkynning á þjóSveg- inum. Þegar regnskúr dynur yf- ir, flýtir maSur sér undir næsta kastaniutré, því laufkrónur slíkra trjáa eru besta regnhlíf nema í aftakaveSri. Og fyrr en varir, er þarna samankominn hópur af fólki. Menn talast ef til vill ekkert viS undir fyrsta trénu. En svo kemur aftur skúr, og þá er aftur leitaS slcjóls undir laufprúSu tré. Þar hittist máske sama fólkiS aftur, og nú fer þaS aS tala saman, og er upp frá því samferSa spöl og spöl, og víkur síSan kunnuglega hvaS aS öSru þaS sem eftir er dagsins, ef um svo langa sam- leiS er aS ræSa. En þessir sex- menningar urSu okkur ef til vill minnsstæSaslir fyrir þaS, aS viS höfSum þá langan tíma dagsins fyrir einskonar „log“ eSa hraSamæli. Þeir voru rösk- ir og auSsjáanlega þaulvanir lijóIreiSamenn, og meSan viS vorum öSru hvoru aS ná þeim, yissum viS, aS áframhald okk- ar mætli teljast sæmilegt, enda þótt viS tefSum hér og þar til aS veita þvi athygli, sem okkur þótti einlivers um vert. Um skeiS liggur leiSin um víSlendar mómýrar. Þar sem þær eru óhreyfSar, eru þær brúnar á lit af hávaxinni plöntu einni af hrossanálarkyni. En þótt mór hafi veriS tekinn upp úr þeim, sjást þess ekki lengi merki, því þær eru grædd- ar upp jafnliarSan. ViS sáum t. d. víSa, hvar kartöflur höfSu veriS settar niSur í móruSning- inn frá síSasta ári. Virtust þær þrífast mæta vel í þeim jarS- vegi. Upp úr hádeginu förum viS aS svipast um eftir álitlegum sveitabæ, þar sem hægt sé aS kaupa sér mjólkurglas meS nestinu, sem viS höfum meö okkur frá Tipperary. ViS nem- um staSar hjá langhúsi einu meS háu risi og stráþaki, sem stendur spölkorn frá veginum. ViS þurfum ekki aS drepa á dyr, því húsiS stendur opiS, og inn í eldhúsinu sitja bóndi og húsfreyja. Á gólfinu spígspora nokkrir liænuungar, og grá- bröndóttur köttur liggur fram- an viö arininn og malar á ís- lensku. „Mjólk, eg held nú þaS. Ger- iS þiS svo vel,“ og konan, sem er liá og grannvaxin meö smá mórauS augu og miklar þver- hrukkur á enninu opnar stáss- stofuna upp á gátt og ætlar aS drífa cijkkur þar inn. „Þakka ySur fyrir, megum viö ekki lieldur sitja liérna í eldhúsinu lijá ykkur,“ segjum viS. Og svo er strax komin mjólkurkanna og glös á borSiö, og ekki nóg meö þaS: Konan vill endilega, aS viS hrögSum á kökunum hennar. En eftir aS liafa skotiS aftur fyrir sig einum 40 ensk- um mílum, er maSur meira gef- inn fyrir heilhveitibrauSiS frá Tipperary, sem viS eigum í töskunni okkar, svo viS afþökk- um sætabrauSiö húsfreyjunnar. Og svo er tekiS aS spjalla sam- an. Og þaS er ekki aS sökum aS spyrja, umræSuefnin fyrst í staS eru altaf þau sömu, livar sem maSur kemur viS í þessu landi: KappreiSar og aftur kappreiSar, þar næst „hurling“ kappmótiS í Roscommon, sem háS er þessa dagana. En „hur- ling“ er nafniS á boltaleik, sem írar iSka sem þjóSaríþrótt. Og léti maöur nú á sér heyra aö maSur hefSi engan áhuga fyrir „hurling“ eSa kappreiöum, myndi þetta fólk kenna afskap- lega í brjósti um mann fyrir fáfræSina, svona hérumbil eins og ýmsir hér mýndu kenna í hrjósti um þá, sem hvorki heföu heyrt getiS um Heims- sýninguna i New York né minkapláguna. Næsta umræSu- efniS er svo dýrtiöin og skatt- arnir. ÞaS er liiö sjálfsagSasta dagskrármál, livort sem talaS er viS efnaSa borgara í Dýfl- inni, smábændur vestur í Connemera eSa „belri bændur“ á sléttum MiS-írlands. Öllum þykja opinberu gjöldin bá, en þó þykir þeim öllum gaman aö geta sagt „lýSveldiS okkar“, og þaS er altaf nolckur bót í máli. Þetta má teljast efna-lieimili. Þar eru 10 kýr, tveir hestar og asni, sín lijöröin af hvoru, svin- um og sauöfé, og þá má ekki gleyma öllum kalkúnhænsnun- um og venjulegu hænsnunum, sem spígspora þar alt í kringum bæinn og jafnvel inni í honum. Húsaskipun er þarna lík því, sem okkur virtist algengust á þeim bæjum, sem viS komum heim á. í miÖhluta hússins er allrúmgott eldhús, sem er einn- ig borSstofa og setustofa heimafólks. 1 öSrum enda húss- ins er svefnherbergi og yfir þvi loft, sem einnig er svefnher- bergi. Upp á þaS loft er gengiS upp mjóan stiga úr eldhúsinu. I hinum endanum er svo „stáss- stofa“ meö viShafnarhúsgögn- um og öSru „fíniríi“. í þeim vegg eldhússins, sem aö stáss- stofunni veit, er eldstæSiS, þar

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.